Morgunblaðið - 01.09.2010, Side 22

Morgunblaðið - 01.09.2010, Side 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010 ✝ Sigurína Frið-rikka Friðriks- dóttir fæddist 22. des- ember 1922. Hún lést 22. ágúst 2010. Foreldrar hennar voru Sigurína Katrín Brynjólfsdóttir f. 7.5. 1884, d. 26.12. 1922 og Friðrik Jónsson út- gerðarmaður f. 7.12. 1868, d. 29.10. 1940, frá Látrum í Vest- mannaeyjum. Ína ólst upp í Görð- um í Vestmanna- eyjum. Uppeldisforeldrar hennar voru Kristín Ögmundsdóttir f. 1885, d. 1975 og Árni Jónsson formaður f. 1871, d. 1956. Systkini Ínu: Brynj- ólfur Kristinn stórkaupmaður f. 1911, d. 1984, Guðjón f. 1912, d. 1932, Ármann útgerðarmaður f. 1914, d. 1989, Klara f. 1916, d. 2008, Ólafía f. 1916, d. 1993, Ingibjörg f. 1919, d. 1920. Uppeldissystkini Ínu voru Sig- urjóna Ólafsdóttir f. 1916, d. 1981 og Haukur Johnsen f. 1914, d. 1957. Sigurína og Markús Hörður Guð- jónsson, f. 29.8. 1923, d. 18.3. 1980, plötu- og ketilsmiður, verkstjóri í Landsmiðjunni giftu sig 27.7. 1944. Afkomendur þeirra eru: 1) Árni urður Konráðsson, börn a. Birgir Konráð, barn hans er: Konráð Darri; b. Sigríður Björk, c. Bryndís Erla, maki Frosti Guðjónsson. Ína gekk í Barna- og gagnfræða- skóla í Vestmannaeyjum. Hún vann við að breiða út saltfisk hjá Gunnari Ólafssyni og co. Síðar vann hún á skrifstofunni á Tanganum og í vefn- aðarvöruverslun hjá þeim. Árið 1941 fór hún frá Vestmannaeyjum til Ísafjarðar á Húsmæðraskólann Ósk, þetta þótti góð undirstöðu- menntun fyrir konur á þessum tíma. Hún fór síðan aftur til Eyja og fór að vinna hjá Einari ríka (Sigurðs- syni) á skrifstofu. Hún vann eitt sumar í Sælingsdal á barnaheimili. Árið 1942 vann hún hjá Jóni Sig- mundssyni í skartgripaverslun. Ína vann við ræstingar í Vogaskóla og síðar sem klíníkdama hjá nokkrum tannlæknum. Hún vann í 11 ár í Orkustofnun í mötuneytinu, til árs- ins 1991. Hún starfaði sem sjálf- boðaliði hjá Rauða krossinum og vann meðal annars í verslun á Grensásdeildinni og dreifði bókum til sjúklinga á Landakoti. Ína starf- aði með kvenfélagi Grensássóknar frá 1965. Hún var alltaf mjög virk í starfinu. Hún var m.a. ritari félags- ins í mörg ár. Hún var einnig í Kvenfélaginu Heimaey, sem eru brottfluttir Vestmannaeyingar. Hún ferðaðist mikið bæði með Rauða krossinum, Orkustofnun og Heimaeyjarkonunum. Útför Ínu fer fram frá Grens- áskirkju í dag, 1. september 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Friðrik f. 1944, börn: a. Birgit Helena f. 1964, maki Sonne Mikkelsen, börn Fló- vin, Elísabet, Páll; b. Katrín Rut f. 1971, maki Jón Gunnar Jó- hannsson, börn Sindri Hrafn, Ísak Már, Adam Árni, c. Jóna Valborg f. 1973, maki Vilhjálmur Bergs, börn: Garpur Orri, Viktor Nói, Vera Vig- dís; d. Markús Hörður f. 1980, maki Karen Guðmundsdóttir, barn Hrafnhildur; e. Kirstín Dóra f. 1985, maki Helgi Þór Guðmundsson. 2) Ásta Hulda f. 1949, maki Haukur Ásmundsson f. 1949, d. 2008, börn: a. Markús Hörð- ur, maki Bríet Ósk Guðrúnardóttir, barn Salka Sól, fósturdóttir Mark- úsar er Sigrún Hanna; b. Ragnhild- ur f. 1976, maki Óli Rúnar Eyjólfs- son, börn Jasmín Ásta, Eyjólfur Snær. 3) Guðrún Kristín f. 1950, maki Þór Fannar börn: a) Ína Edda, maki Guðjón Guðmundsson, börn Arna, Þór, Helga María; b. Marín, maki Halldór Karl Högnason, barn Högni; c. Valur Fannar, maki Þóra Hlín Þórisdóttir. 4) Birgir f. 1956, d. 1964. 5. Bryndís f. 1956, maki Sig- Móðir mín Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð? – Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr paradís hjá góðri og göfugri móður? Ég man það betur en margt í gær, þá morgunsólin mig vakti skær og tvö við stóðum í túni: Þú bentir mér yfir byggðar hring, þar brosti við dýrðin allt í kring og fjörðurinn bláöldum búni. Þú bentir mér á, hvar árdagssól í austri kom með líf og skjól. Þá signdir þú mig og segir: ,,Það er guð, sem horfir svo hýrt og bjart, það er hann, sem andar á myrkrið svart og heilagar ásján hneigir.“ (Matthías Jochumsson.) Ég þakka þér fyrir allt elsku mamma mín. Þinn sonur, Árni Friðrik Markússon. Móðir er sú sem heldur í hönd þér um stund en í hjarta þitt alla ævi. Elsku mamma, yndislega mamma mín. Þú skrifaðir þessi orð í kort til mín einu sinni og lýsa þau minning- um mínum um þig svo vel. Ég hefði ekki getað eignast betri móður en þig. Ég á eftir að sakna þín óend- anlega mikið og við öll. Núna ert þú komin til pabba og Birgis tvíbura- bróður míns sem þú gast ekki beðið eftir að hitta aftur eftir öll þessi ár, en allar góðu minningarnar varðveiti ég um þig. Ég kveð þig með sömu kveðju og venjulega. Takk fyrir allt elsku mamma, ég elska þig. Þín dóttir, Bryndís. Elsku amma mín. Það er erfitt að trúa því að þú sért farin, en loksins fékkstu hvíldina sem þú varst búin að þrá svo lengi og loksins fékkstu að hitta hann Magga þinn. Það var alltaf svo dásamlegt að spjalla við þig elsku amma og manni leið svo vel með þér. Þú varst svo dugleg og mikil félagsvera. Varst allt- af að ferðast eitthvað, föndra, sauma og hekla. Alveg eins og ömmur eiga að vera. Þú kenndir mér svo margt, en það að þú hafir kennt mér að fara með ljóð er mér sérstaklega mikilvægt. Ég man þegar við fórum saman með Fjallgönguna eftir Tómas Guð- mundsson. Það að kunna að fara með ljóð hefur nýst mér svo oft. Ég á svo margar góðar minningar um þig. Þegar við barnabörnin þín gistum hjá þér og við klæddum okkur upp og settum upp rauðu plast- varirnar þínar. Öll skiptin sem við spiluðum sam- an, öll spilin sem þú kenndir mér og þegar við sátum fyrir framan græj- urnar þínar og ég fékk að syngja í míkrafóninn þinn. Mér fannst það alltaf svo spennandi og flott að þú ættir míkrafón til að syngja í og svo gat maður hlustað á það. Váá hvað amma hefur verið með nýjustu tæknina á hreinu. Það var svo yndislegt þegar ég bjó úti í Svíþjóð og ég fékk send hand- skrifuð bréf frá ömmu Ínu um allt sem þú værir að gera og þegar þú skrifaðir um hvað ungi strákurinn sem kenndi ykkur í sundinu væri sætur. Þá hugsaði ég vá hvað amma mín er mikið æði. Okkar síðustu stundar saman mun ég ávallt minnast, ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þessa stund með þér. Bara við tvær þar sem við gátum spjallað saman, þagað saman og bara fundið fyrir væntumþykju og kær- leikans á milli okkar. Elsku amma mín, ég mun ávallt minnast þín og allra okkar góðu stunda saman. Þú ert mín fyrirmynd og þegar ég verð gömul langar mig að líkjast þér. Þín Sigríður Björk. Elsku yndislega, fallega amma Ína mín. Ég er svo þakklát fyrir þessi 20 ár sem ég hef átt með þér og ég kveð þig með miklum söknuði. Þú varst alltaf svo góð, hlustaðir alltaf með miklum áhuga á það sem maður hafði að segja og mundir allt alveg fram á síðasta dag. Þú varst svo sannarlega miðja fjölskyldunnar og varst alltaf dugleg að segja manni fréttir af öllum í fjölskyldunni. Það var alltaf gaman að heimsækja þig og spjalla við þig. Þú varst mjög hraust og með sterkt og gott hjarta og ég hefði aldr- ei trúað því að þú ættir eftir að þurfa að ganga í gegnum átta mánuði í veikindum. Þetta var langt ferli fyrir þig og ég veit að það var þér erfitt. En þú, amma, kvartaðir sko ekki, það var ekki til í þér. Ég gleymi því aldrei þegar ég kom að heimsækja þig á líknardeildina og þú sast á rúminu þínu nývaralituð og að naglalakka þig með bros á vör. Það fannst mér ótrú- legt. Þú varst alltaf dugleg að hrósa mér og segja mér hvað þú elskaðir mig og okkur öll mikið. Þú varst sko stolt mamma, amma og langamma. Það er erfitt að kveðja þig elsku amma mín en ég er þakklát fyrir að hafa verið hjá þér þegar þú kvaddir og að hafa fengið að kveðja þig svona vel. Mér finnst gott að geta hugsað til þess að nú ertu loksins búin að hitta afa, hann Magga þinn, aftur og Birgi litla og ert ábyggilega glæsileg eins og þú varst alltaf, að dansa við þá til skiptis. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Minnig þín verður ávallt ljós í lífi mínu. Takk fyrir allt, elsku amma, og guð geymi þig. Bryndís Erla. Elsku besta amma mín. Þá hefur þú fengið hvíldina og friðinn sem þú þráðir svo heitt. Minningarnar um þig hrannast upp. Það var alltaf svo gaman að koma í Fellsmúlann, aldrei kom maður að tómum kofanum hjá þér, alltaf nýbakaðar pönnsur og alls kyns kökur og annað góðgæti. Oft fengum við Marín þegar við vorum litlar að gista hjá þér og alltaf var far- ið með bænirnar áður en farið var að sofa, ég man þegar þú varst að reyna að kenna okkur trúarjátninguna að þá sprungum við alltaf úr hlátri því okkur fannst nafnið Pontíus Pílatus svo ótrúlega fyndið og upphófust mikil hlátrasköll hjá okkur. Svo feng- um við oft að máta fötin þín, alla fínu kjólana og flottu skóna, þú varst allt- af svo mikil pæja og áttir svo mikið af fallegum fötum. Svo sátum við fyrir framan snyrtiborðið þitt og settum á okkur kinnalit og varalit og héldum svo tískusýningu. Fyrsta utanlandsferðin mín var með þér. Ég var níu ára og við fórum saman til Skotlands að heimsækja Fenton og Helen, þetta var þvílíkt ævintýri, við sváfum með rafmagns- teppi og fengum rautt jelly í morg- unmat. Manstu hvað við hlógum mik- ið þegar við sátum á kaffihúsi og langlokan sem þú pantaðir handa mér hvarf allt í einu? Þú hélst að hún hefði dottið á gólfið en ég var bara bú- in að borða hana. Þú skildir ekki hvernig ég gat klárað hana á svona stuttum tíma. Við Marín fengum líka að fara með þér í mjög skemmtilega ferð til Vest- mannaeyja, ó, þú elskaðir Vest- mannaeyjar og það var ekkert sem jafnaðist á við Heimaklett. Ég á svo margar góðar minningar um þig elsku amma, þú varst alltaf svo glæsilega til fara og það var svo gaman að spjalla við þig. Þú varst með allt á hreinu, mundir öll nöfn og Sigurína Friðrikka Friðriksdóttir ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN J. GUNNARSSON fyrrv. fræðslustjóri, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 30. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Kristjánsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Kristján Sigurður Kristjánsson, Margrét Steinarsdóttir, Hörður Kristjánsson, María Hrönn Gunnarsdóttir, Elín Kristjánsdóttir, Baldur Viðar Hannesson, Ásdís Kristjánsdóttir, Ársæll Kristjánsson, afabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HELGA SIGURÐSSONAR frá Hraunkoti í Landbroti. Svava Margrét Þorleifsdóttir, Ólafur Helgason, Sigurlaug Jónsdóttir, Sigurður Helgason, Vigfús G. Helgason, Matthildur Pálsdóttir, Leifur J. Helgason, Sigmar Helgason, Kristín S. Ásgeirsdóttir, Ásta Katrín Helgadóttir, Gísli H. Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Áskær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, LAUFEY BÁRA KRISTINSDÓTTIR DUSTERHOFT, lést í Bandaríkjunum laugardaginn 28. ágúst og verður jörðuð frá St. Luke’s Lutheran Church í Ovideo, Flórída, miðvikudaginn 1. september. Sigurbjörg (Sibby ) Harris, Jim Harris, Sandra Jean Carrey, Jerry Carey, Kimberley, Kristin, Kaitlin, Riley og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést föstudaginn 27. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 3. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á dvalarheimilið Höfða, Akranesi. Skarphéðinn Árnason, Sigurbjörn Skarphéðinsson, María Karlsdóttir, Sigrún Birna Skarphéðinsdóttir, Pétur Örn Jónsson, Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, MATTI ÓSVALD ÁSBJÖRNSSON frá Ásbjörnshúsi í Ólafsvík, áður til heimilis að, Hringbraut 95, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi, Faxabraut 13, Keflavík, föstudaginn 27. ágúst og verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 3. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á styrktarkort hjúkrunarheimilisins Hlévangs eða á þeirra reikning 1192-26-80, kt. 620169-2429. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Hlévangi fyrir kærleiksríka umönnun sem verður seint þakkað. Gunnar Mattason, Indíana Jónsdóttir, Oddný Mattadóttir, Stefán Kristjánsson, barnabörn, langafabörn og langalangafabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.