Morgunblaðið - 01.09.2010, Qupperneq 11
Sigríður þar stöðu lektors í tón-
mennt. Hún hélt áfram að kenna
eftir að Kennaraháskólinn samein-
aðist Háskóla Íslands en lét í vor
af störfum fyrir aldurs sakir.
Afrakstur áratugastarfa
„Hugmyndin að bókinni er
sprottin af langri kennslureynslu
minni, annars vegar í starfi með
ungum börnum og síðan á seinni-
hluta starfsferilsins vinnu með
verðandi leikskólakennurum,“ segir
Sigríður. „Það má segja að bókin
sé afrakstur starfa minna, það hef-
ur lengi verið mér hugleikið að
skoða tónlistina sem samskiptaform
milli barna annars vegar og barna
og fullorðinna hins vegar. Sem
kennari fannst mér ekki um auð-
ugan garð að gresja hvað snerti ís-
lenskt námsefni og var því alltaf
með það í huga að setja saman
kennslubók. Ég byrjaði á því að út-
búa nokkur hefti sem urðu svo
grunnur að þessari bók.“ Það má
því segja að bókin hafi verið lengi í
mótun en að sögn Sigríðar hófust
markvissar skriftir og undirbún-
ingur fyrir fimm árum.
Kennslubók og handbók
Í bókinni er fjallað um tónlist
sem þroskaþátt í leik barna og
skipulögðu starfi. Í henni er einnig
að finna margs konar hugmyndir
að efni sem nota má jafnt í form-
legu starfi sem óformlegu. Þrír
diskar fylgja bókinni, tveir með
sönglögum og einn með tónlist í
flutningi Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands. Auk þess er ítarefni á vef-
síðu sem notendur bókarinnar geta
fengið aðgang að hjá Forlaginu.
Að sögn Sigríðar er bókin
hugsuð sem kennslubók fyrir verð-
andi leikskólakennara en um leið
handbók fyrir aðra sem hafa áhuga
á uppeldi ungra barna, bæði ófag-
lært fólk í leikskólum og foreldra.
Þá á hún einnig að geta nýst al-
mennum kennurum á yngri stigum
grunnskólans.
„Bókin skiptist þannig upp að í
fyrstu tek ég fyrir hvað felst í tón-
listinni, og þar með er fjallað um
tónlistarhæfileika og rannsóknir
þar að lútandi. Þá tekur við um-
fjöllun um þroskaferli í tónlist,
hvernig fyrsta hljóðreynslan birtist
hjá ungum börnum, sérstakur kafli
er um söngþroskann og tengsl tón-
listar og hreyfingar. Svo fjalla ég
almennt um tónlistaruppeldi,
þekktar kennslustefnur og hlutverk
tónlistarinnar í daglegu lífi í fjöl-
skyldunni. Veigamesti kaflinn heitir
Tónlist í leikskóla, þar er gerð
grein fyrir skipulögðu starfi, upp-
byggingu söngstunda og tónlistar-
tíma en einnig hvernig tónlist sam-
þættist öðrum uppeldisþáttum
leikskólans. Ég fjalla stuttlega um
tónlistina í tækniheimi, þau áhrif
sem tæknivæðingin hefur haft á
tækifæri í sambandi við tónlist.
Loks er námsefni sem skiptist í
þrennt: Hljóðleikir, sönglög og
hlustunarefni. Þó að þessu sé skipt
svona niður fléttast þessir þættir í
raun meira eða minna saman í
starfinu.“
Mesta breytingin
í söngiðkuninni
Eins og fyrr segir sinnti Sig-
ríður kennslustörfum frá haustinu
1963 og fram á síðastliðið vor. Hún
segir tónlistarstarf í leikskólum
hafa breyst mikið á þessum tíma
og þá sérstaklega eftir að Aðal-
námskrá leikskóla kom út árið
1999. Þar er tónlistin skilgreind
sem eitt af sex meginnámssviðum
leikskólans og nær það yfir náms-
þættina söng, hreyfingu, hljóðfæra-
leik og hlustun. En hvað ætli hafi
breyst mest? „Ég tel að leikskóla-
kennarar séu í dag almennt meðvit-
aðir um mikilvægi tónlistar í starf-
inu. Þeir gera sér grein fyrir gildi
hennar í samskiptum við börnin. Þó
svo að misjafnt sé hvernig tónlist-
inni er sinnt í einstaka leikskólum
þá er yfirleitt lögð mikil rækt við
sönginn og er það vel, því syngj-
andi barni líður yfirleitt vel.“
Morgunblaðið/Ernir
Tónlist Sigríður Pálmadóttir er höfundur kennslubókarinnar Tónlist í leikskóla sem er nýkomin út.
Það hefur lengi verið
mér hugleikið að
skoða tónlistina sem
samskiptaform milli
barna annars vegar og
barna og fullorðinna
hins vegar.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010
Daglegt líf 11
Þrír geisladiskar fylgja með bókinni Tónlist í
leikskóla. Á tveimur þeirra eru sönglög þar
sem flytjendur eru Marta Guðrún Halldórs-
dóttir, Örn Magnússon, Margrét Kristjáns-
dóttir, Karl Roth og fleiri. Þriðji diskurinn er
með tónefni í flutningi Sinfóníuhljómsveitar
Íslands.
Sérstakt vefefni er fáanlegt fyrir notendur
bókarinnar á síðunni www.tonlist.forlagid.is.
Þrír geisladiskar fylgja
TÓNLIST Í LEIKSKÓLA