Morgunblaðið - 01.09.2010, Síða 12
FRÉTTASKÝRING
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Litlar líkur virðast á að tillaga um
að Ísland dragi umsókn sína um að-
ild að Evrópusambandinu til baka
verði samþykkt á Alþingi. A.m.k.
sex þingmenn stjórnarandstöðunn-
ar ætla ekki að styðja tillöguna. Það
þýðir að níu þingmenn Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs verða
að styðja tillöguna ef hún á að ná
fram að ganga. Ólíklegt er að það
gangi eftir. Ögmundur Jónasson,
sem hefur verið gagnrýninn á
margt í stefnu Evrópusambandsins,
ætlar ekki að styðja hana.
Þegar greidd voru atkvæði um
þingsályktunartillögu um aðild Ís-
lands að Evrópusambandinu 16. júlí
í fyrra sögðu 33 þingmenn já, 28
sögðu nei og tveir sátu hjá. Rétt fyr-
ir þinglok í vor kom fram tillaga frá
þingmönnum allra flokka nema
Samfylkingar, um að umsókn Ís-
lands um aðild að Evrópusamband-
inu verði dregin til baka. Fyrsti
flutningsmaður er Unnur Brá Kon-
ráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðis-
flokks.
Unnur Brá er ekki búin að mæla
fyrir tillögunni og hún er því ekki
komin til nefndar. Mörg mál liggja
fyrir haustþinginu og ekki er öruggt
að tillagan komi til atkvæða. Bæði
þingmenn í stjórnarflokkunum og
stjórnarandstöðu hafa hins vegar
lagt áherslu á að tillagan verði af-
greidd.
A.m.k. sex þingmenn stjórnar-
andstöðu styðja umsóknina
Fimm þingmenn stjórnarand-
stöðunnar studdu tillögu um að Ís-
land sækti um aðild að ESB. Þetta
eru Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Sjálfstæðisflokki, Þráinn Bertels-
son utan flokka, Birkir Jón Jónsson,
Guðmundur Steingrímsson og Siv
Friðleifsdóttir þingmenn Fram-
sóknarflokks. Allir þessir þingmenn
ætla að greiða atkvæði gegn tillögu
um að hætt verði við umsóknina.
Það sama ætlar Þór Saari, þingmað-
ur Hreyfingarinnar, að gera en
hann greiddi hins vegar atkvæði
gegn umsókninni á sínum tíma. Að
því er best er vitað er Þór einn um
að hafa skipt um skoðun.
Fimm þingmenn VG greiddu at-
kvæði gegn umsókn Íslands um að-
ild að ESB fyrir rúmlega einu ári.
Þetta eru Atli Gíslason, Ásmundur
Einar Daðason, Jón Bjarnason,
Lilja Rafney Magnúsdóttir og Þur-
íður Backman. Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir sat hjá, en hún er
núna í barneignarfríi. Varaþing-
maður hennar, Ólafur Þór Gunnars-
son, sagði í samtali við Morgunblað-
ið að hann hefði ekki ákveðið hvort
hann kæmi til með að styðja tillög-
una. Hann sagðist ætla að hlusta á
umræður um tillöguna áður en hann
gerði upp hug sinn. Hann tók fram
að honum þætti eðlilegt að tillagan
kæmi til atkvæða á þinginu.
Bæði Lilja Mósesdóttir og Ög-
mundur Jónasson studdu tillögu um
að Ísland sækti um aðild að ESB í
fyrra. Ögmundur sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann stæði við þá
afstöðu sína að látið yrði reyna á
umsóknina og að samningurinn yrði
síðan borinn undir þjóðina. „Ég hef
jafnframt lýst því yfir að ég horfi
með áhyggjum á það ef viðræður
þróast yfir í aðlögun,“ sagði Ög-
mundur.
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir studdu öll tillögu um að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu.
Óbreytt afstaða til ESB
Flest bendir til að þingsályktunartillaga um að Ísland dragi umsókn um aðild
að Evrópusambandinu til baka njóti ekki stuðnings meirihluta Alþingis
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010
Í þingsályktunartillögu Unnar Brár
Konráðsdóttur, um að Ísland hætti
við að sækja um aðild að ESB, seg-
ir að forsendur hafi breyst frá því
Alþingi samþykkti að sækja um
aðild. Evrópusambandið standi
frammi fyrir stærri úrlausn-
armálum í efnahagsmálum en það
hafi gert um langa hríð. Spenna sé
á myntsvæðinu sem valdi því að
fram séu komnar kröfur um frek-
ari samruna. Sú skoðun stuðn-
ingsmanna að-
ildar hér á landi
að upptaka evru
tryggi efnahags-
legan stöðug-
leika eigi ekki
við rök að styðj-
ast í ljósi erfið-
leika sem Grikk-
land, Ítalía,
Spánn, Portúgal
og Írland glími við.
Forsendur hafa breyst á árinu
TILLAGA UM AÐ HÆTT VERÐI VIÐ UMSÓKN UM AÐILD AÐ ESB
Unnur Brá
Konráðsdóttir
Nýtt tölvusneiðmyndatæki hefur
verið tekið í notkun á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands á Selfossi. Tæk-
ið var keypt fyrir gjafafé frá líknar-
sjóði Harðar Þorgeirssonar og
Unnar Guðmundsdóttur.
Á annað þúsund Sunnlendinga
fer árlega á Reykjavíkursvæðið í
tölvusneiðmyndarannsóknir og af
sjúkrahúsinu eru fluttir yfir hundr-
að sjúklingar árlega til myndgrein-
ingar með þessari tækni með til-
heyrandi fyrirhöfn og kostnaði.
Með þessu tæki má því spara Sunn-
lendingum á annað þúsund ferðir
til höfuðborgarinnar árlega. Tækið
er með því fullkomnasta sem völ er
á og það fullkomnasta á lands-
byggðinni.
Framför Tækið er nú til reiðu.
Sneiðmyndatæki
Uppskeruhátíð
býflugnabænda
verður haldin í
veitingatjaldi
Fjölskyldu- og
húsdýragarðsins
nk. laugardag
milli kl. 14 og 16.
Býflugnabændur
af sunnanverðu
landinu kynna býflugnarækt og
koma með sýnishorn af uppskeru
sumarsins. Þeir munu gefa gestum
að smakka eigin framleiðslu af hun-
angi sem verður slengt beint úr
búinu á staðnum. Einnig verður
takmarkað magn af íslensku hun-
angi til sölu. Sýndar verða lifandi
býflugur í sýningarbúri og að auki
gefst gestum tækifæri á að skoða
og fræðast um býflugnabúið í garð-
inum. Kynnt verður efnið bývax og
hvað hægt er að vinna úr því svo
sem krem og kerti. Einnig verður
ýmis útbúnaður tengdur bý-
flugnarækt sýndur.
Kvenfélagasamband Íslands
verður með sultukynningu á sama
tíma. Að þessu sinni munu Eygló
Guðjónsdóttir og Ása Atladóttir frá
Leiðbeiningarstöð heimilanna gefa
góð ráð um sultugerð.
Þá er þetta síðasta helgin sem
tækin eru opin í ár. Vetraropnunar-
tími hefur tekið gildi og verður op-
ið alla daga kl. 10-17. Í tilefni þess
er tilboð á dagpössum helgina 4. og
5. september 2010, 1.000 krónur
stykkið í stað 1.700 króna.
Smakkað á íslensku
hunangi og sultum
Gerðar hafa ver-
ið endurbætur á
umferðarljós-
unum á gatna-
mótum Miklu-
brautar og
Grensásvegar.
Meginmarkmið
breytinganna er
að draga úr
hættu með því að aðskilja gagn-
stæða umferð. Fösum eða þrepum í
stýringu umferðarljósanna er fjölg-
að úr þremur í fjögur. Eftir breyt-
ingu á stýribúnaði ljósanna verður
vinstribeygjuumferð af Grensás-
vegi aðskilin frá umferð úr gagn-
stæðri átt. Einnig voru settir upp
snertihnappar fyrir gönguljós með
titringi og hljóði og gagnast það
einkum blindum og sjónskertum,
sem og heyrnarlausum.
Endurbætur á
umferðarljósum
STUTT
Umferðin á þjóðvegum landsins um
síðustu helgi var mun minni en um
helgina þar á undan eða sem nemur
4,4 prósentum. „Óhætt er að lýsa því
yfir að hinni eiginlegu sumarhelg-
arumferð er lokið,“ segir á vef Vega-
gerðarinnar, sem annast umferðar-
mælingarnar, enda er helgarum-
ferðin nú komin undir það sem hún
var í upphafi júní. Talið er á 16 völd-
um stöðum á hringveginum.
Mesta umferðarhelgi sumarsins
2010 var 16.-18. júlí. Umferðin var
þá um þremur prósentum meiri en
helgina sem næst kom, sem að þessu
sinni var verslunarmannahelgin. Í
heild var helgarumferðin í ár heldur
minni en hún var í fyrra eða sem
nemur 2,3 prósentum.
Vegagerðin segir að athygli veki
hversu jafnar og stórar síðasta
helgin í júní og tvær næstu helgar
þar á eftir voru. Eru þessar helgar
mjög svipaðar og verslunarmanna-
helgin. Sé horft til áranna 2008 og
2009 sést að umferð um verslunar-
mannahelgina var óvenjumikil þetta
árið, borið saman við aðrar helgar
sumarsins.
„Fróðlegt verður að sjá hvernig
næsta ár kemur út og svo hvort sum-
arumferðin sé í auknum mæli að
færast á einn og sama mánuðinn,
þ.e.a.s. júlímánuð. Þetta mun einnig
sjást betur þegar umferðin í ágúst-
mánuði liggur fyrir á 16 völdum
talningarstöðum nú í vikulokin,“
segir á vef Vegagerðarinnar.
Miðað við sömu helgi árið 2009 var
umferðin nýliðna helgi 6,7% minni
nú í ár. 7,8% samdráttur varð austur
fyrir fjall en 5% í norður. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Umferðin Landsmenn voru dugleg-
astir að ferðast um miðjan júlí.
Hinni eiginlegu sumar-
helgarumferð lokið
Helgin 16. til 18. júlí mesta ferðahelgi sumarsins
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
iðnaðarnefnd Alþingis, Jón Gunn-
arsson og Tryggvi Þór Herberts-
son, hafa óskað eftir því að nefnd-
in komi saman og ræði málefni
álvers í Helguvík.
„Framkvæmdir vegna fyrirhug-
aðs álvers í Helguvík eru einn
mikilvægasti þáttur í eflingu ís-
lensks atvinnulífs á næstu mán-
uðum. Margt hefur orðið til að
tefja þetta mikilvæga mál og
nauðsynlegt að stjórnvöld geri allt
sem í þeirra valdi stendur til að
greiða fyrir jákvæðum lyktum
málsins.
Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu
sem málið er nú komið í óska und-
irritaðir eftir að boðað verði sem
fyrst til fundar um það í iðnaðar-
nefnd Alþingis. Við óskum eftir að
fulltrúar sveitarfélaga á svæðinu,
þ.e. Garði, Grindavík, Reykjanes-
bæ, Sandgerði og Vogum, verði
boðaðir til fundarins auk fulltrúa
Hs orku, Magma, Norðuráls,
Landsvirkjunar og Orkuveitunar,“
segir í tilkynningu frá þeim Jóni
og Tryggva Þór til fjölmiðla.
Vilja fund um Helgu-
vík í iðnaðarnefnd