Morgunblaðið - 01.09.2010, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 01.09.2010, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 244. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Öllum sagt upp hjá Avant 2. Uppstokkun í ríkisstjórn? 3. Gæsluvarðhaldsúrskurður 4. Jöklafari finnst frosinn eftir 21 ár »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Jónsi í Sigur Rós er tilnefndur til World Soundtrack-verðlaunanna 2010 fyrir besta frumsamda lagið í kvikmynd. Það er lagið „Sticks & Stones“ sem hljómar í myndinni How to train your dragon sem Jónsi fær tilnefninguna fyrir en hann semur lag og texta auk þess að flytja lagið. Paul McCartney er tilnefndur í sama flokki fyrir lag úr myndinni Everybody’s fine. Verðlaunin verða afhent 23. október á lokakvöldi Alþjóðlegu kvik- myndahátíðarinnar í Ghent í Belgíu. Fékk World Sound- track-tilnefningu  Um miðjan september munu lista- menn víðsvegar að úr heiminum koma saman í Reykjavík, en þeir eru í samstarfi við Raven-danshópinn. Ra- ven-hópinn stofnaði árið 2008 Hrafn- hildur Einarsdóttir. Er þetta í fyrsta skipti sem allur hópurinn kemur saman á Ís- landi. Sýnd verða verk sem hópurinn hefur unnið saman og listamennirnir hver í sínu lagi. Raven-danshópurinn á Íslandi í september  Íslensk ljóðabók hefur nú verið gef- in út í Ástralíu. Er þetta bókin Án spora eftir Stefaníu Guðbjörgu Gísla- dóttur. Enska þýðingin heitir Without Trace. Bókin kom út hjá Sölku árið 2007. Stefanía er búsett í Ástralíu en hún er ættuð frá Seldal í Norðfirði. Íslensk ljóðabók gefin út í Ástralíu Á fimmtudag Suðaustan 8-13 m/s og rigning með köflum sunnan og vestan til, en hæg- ari og bjart veður norðan- og austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðanlands. Á föstudag og laugardag Stíf suðaustlæg átt með rigningu sunnan- og vestanlands, en annars yfirleitt hægari og bjart að mestu. Hlýtt í veðri, einkum á Norðurlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Léttir víða til um norðanvert landið, en áfram skýjað syðra en úr- komulítið. Hiti 12 til 19 stig, hlýjast norðan- og vestanlands. VEÐUR Hulda Þorsteinsdóttir, ný- krýndur Norðurlandameist- ari 20 ára og yngri í stang- arstökki, hefur farið í sex aðgerðir á hnjám á undan- förnum þremur árum. Hún segir að það hafi ræst betur úr sumrinu en hún bjóst við. Þórey Edda Elísdóttir, þjálf- ari Huldu, segir að hún sé algjör nagli og árangur hennar sé ótrúlegur, meiri en hægt hafi verið að búast við í ár. »3 Sex aðgerðir á þremur árum Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke City, ætlar Eiði Smára Guðjohnsen stórt hlutverk í liði sínu. „Pulis tjáði okkur að hann ætlaði sér að nota Eið mikið og byggja sóknarleikinn upp í kringum hann,“ sagði Arnór Guðjohnsen, fað- ir og umboðsmaður Eiðs, við Morgunblaðið eftir að hann samdi við Stoke út þetta tímabil. »1 Ætlar að byggja lið Stoke í kringum Eið Knattspyrnukapparnir Emil Hall- freðsson og Garðar Jóhannsson voru á meðal þeirra sem skiptu um félag á síðustu stundu í gær. Emil var lán- aður á milli félaga á Ítalíu og spilar með hinu fornfræga liði Verona í vet- ur og á að hjálpa því á leið til vegs og virðingar á ný. Garðar fer beint í toppbaráttu með Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni. »2-3 Emil á að hjálpa Verona að komast í gang á ný ÍÞRÓTTIR Kristján Jónsson kris@mbl.is Gylfi Þór Sigurðsson kom móður og másandi á lands- liðsæfingu í Keflavík í gær. Hann hafði þá komið til landsins 20 mínútum áður en æfingin hófst. Gylfi var að koma frá Þýskalandi þar sem hann undirritaði samning við þýska 1. deildar liðið Hoffenheim en Gylfi hefur verið á mála hjá Reading á Englandi. Atburðarásin hefur verið hröð hjá Gylfa síðustu daga. „Ég frétti ekki af þessu fyrr en á miðviku- eða fimmtudag. Þetta tók ekki nema 5 eða 6 daga en mig grunar að þeir hafi horft á 21 árs landsleikinn gegn Þjóð- verjum. Það hefur verið frekar mikið að gera hjá mér eftir leikinn gegn Leicester á laugardaginn. Ég held að ég hafi ferðast til Þýskalands í gær (mánudag) og fór í læknisskoðun í gærkvöldi (mánudagskvöldið). Í fram- haldinu kíkti ég á leikvanginn og æfingasvæðið. Eftir það keyrði ég beint út á flugvöll og var nú að skila mér til landsins. Ég er orðinn frekar þreyttur og það er fínt að þetta sé búið og gert,“ sagði Gylfi þegar Morgunblaðið sat fyrir honum í Keflavík. Gylfi sagðist ekki hafa reikn- að með því að hann myndi ráðast í búferlaflutninga fyrir mánaðamótin. „Ég var hættur að búast við því vegna þess að stutt var þangað til að félagaskiptaglugganum yrði lokað. Maður heyrði alltaf af áhuga einhverra liða en það var ekki eins spennandi og Hoffenheim. Þetta er fé- lag á mikilli uppleið og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Aðstaðan er fáránlega góð og æfingasvæðið er örugglega betra en hjá stóru félögunum í London og leikvangurinn er einnig mjög flottur,“ sagði Gylfi en talið er að Hoffen- heim hafi greitt rúman milljarð fyrir starfskrafta þessa tvítuga Íslendings. Blaðamaður benti honum á að hann væri bara krakki og spurði hvort ekki yrði erfitt að vera með fæturna á jörðinni? „Ferillinn er varla byrjaður og ég hef ekkert afrekað nema þessi 20 mörk fyrir Reading í fyrra. Ég er með mörg markmið í fótboltanum sem ég ætla mér að ná og það er mikið eftir af ferlinum.“ Morgunblaðið/Eggert Metinn á milljarð Gylfi Sigurðsson kostaði Þjóðverjana skildinginn en segist einbeita sér að sínum markmiðum. „Frekar þreyttur“  Gylfi Þór Sigurðsson mætti beint á landsliðsæfingu eftir að hafa farið til Þýskalands og skrifað undir félagaskipti „Stöð 2 er stolt af því að geta fært íslenskum almenningi áfram þetta eiginlega þjóðarleikhús sem Spaug- stofan er,“ sagði Ari Edwald, for- stjóri 365 miðla, í Þjóðmenningar- húsinu í gær þegar tilkynnt var að Spaugstofan yrði á Stöð 2 í vetur. Fyrsti Spaugstofuþátturinn fer í loftið á stöðinni 9. október næst- komandi í læstri dagskrá. »31 Morgunblaðið/Golli Undirritun Spaugstofan og Ari Edwald. Spaugstofan sýnd í læstri dagskrá Leiklistarhátíðin Lókal hefst í dag í Reykjavík og stendur til 5. september. Meðal þess sem áhorfendum er boðið upp á er að gerast þjóðar- leiðtogi í þrjár til fjórar klukku- stundir. Það er þríeykið Kviss búmm bang sem ætl- ar að gefa fólki færi á því á sýning- unni The Great Group of Eight. „Það eru ekki neinir áhorfendur, fólk sem er með í sýningunni er þátttakendur, upplifendur þessa heims sem við erum búnar að strúktúrera,“ segir Eva Björk Kaaber um verkið. »30 Þjóðarleiðtogar á Lókal-listahátíðinni Eva Björk Kaaber Yfirgnæfandi meirihluti lands- manna er ánægður með sumarfríið sitt, eða 93,2%, að því er fram kem- ur í nýrri könnun MMR á ánægju ís- lensks almennings. Þá segjast 89% vera ánægð með vinnuna sína. Íslendingar snúa glaðir úr fríinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.