Morgunblaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010 Kátína Margt og misjafnt verður á vegi fólks á leið um miðbæinn en þessar litríku og skellihlæjandi fígúrur virtust ekki hafa teljandi áhrif á gangandi vegfaranda sem átti leið fram hjá þeim. Eggert Það eru fáir stjórn- málamenn sem hafa jafn gott lag á því að koma blóðinu í mér á hreyfingu og Kristján Möller. Þar hafa oft dugað til einkar inni- haldslaus og óábyrg kosningaloforð, til dæmis gjaldfrjáls Vaðlaheiðargöng og ókeypis skólabækur í framhaldsskólum, sem framhalds- skólanemar hafa beðið eftir alllengi og mega sjálfsagt bíða lengi enn. Það kom mér þess vegna ekkert á óvart þegar Kristján Möller legg- ur fram hvorki meira né minna en stefnumótun og framtíðarsýn sam- göngu- og sveitarstjórnarráðuneyt- isins undir jafn háfleygum einkunn- arorðum og „Árangur – forysta – traust“, að það hreyfi aðeins við geðinu í mér. Og þar sem ég vil að menn njóti sannmælis þá er best að byrja á því að segja frá því sem hef- ur stillt skap mitt við yfirferð þess- arar stefnu. Heildstæð stefna og heilbrigð umræða Í fyrsta lagi er það til eftirbreytni að ráðherrar og ráðuneyti móti og kynni með þessum hætti heildstæða stefnu í sínum málaflokkum. Þannig er hvatt til umræðu og þjóðinni gert auðveldara fyrir með að sjá stefnuna með skýrum hætti og mæla árangur. Þá er ég um margt sammála þeim hluta stefnunnar sem fjallar um eflingu sveitarstjórnarstigsins og styð ráðherrann í viðleitni hans við að efla sveitarfélögin sem mest. Í þriðja lagi verður að sjálfsögðu að virða ráðherra það til vorkunnar að staða ríkisfjármála er langt því frá góð. En að því sögðu þá er fleira um þetta mál að segja. Ekkert samræmi milli stefnu og framkvæmdar Það er ekki nóg að tala fjálglega um eflingu sveitarstjórnarstigsins og koma með tölur eins og þær að þau eigi að vera 20 árið 2022. (Ég skildi reyndar fyrst ekki af hverju þau áttu ekki að vera 22 en þá mundi ég eftir sókn- aráætluninni 20/20!) Það er ekki hægt að sameina sveitarfélög hvernig sem er og bara til að ná fjölda þeirra niður í talna- kvóta Samfylking- arinnar. Það þarf að skapa forsendur fyrir sveitarfélögin til að efl- ast og sameinast og þar eru samgöngumálin algjört lykilatriði. Í fyrra var á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sam- þykkt tillaga þess efnis að skipa starfshóp til að kanna sameiningu Austurlands alls í eitt sveitarfélag. Þetta var djörf samþykkt og tíma- mót í sögu sveitarstjórnarmála á Ís- landi. Það eru mörg ljón í veginum ef þessi sýn á að verða að veruleika og ljóst að margt þarf að breytast, ekki síst í samgöngumálum í fjórð- ungnum. Ráðuneyti samgöngu- og sveit- arstjórnarmála tók þessari sam- þykkt fagnandi og það er sann- arlega alveg ljóst að ef markmiðið um 20 sveitarfélög á landinu öllu á að nást verður Austurland að sam- einast. Þess vegna er það beinlínis sorglegt að sjá að ráðuneytið hyggst nákvæmlega ekkert gera, utan þess að viðhafa fögur orð, til að styðja við viðleitni til samein- ingar. Framkvæmdastopp og fjársvelti Norðfjarðargöng ætlar ráðherra að sjá kláruð 2015, en þau verklok eru þá haganlega utan gildissviðs næstu fjögurra ára áætlunar í sam- göngumálum. Það er ansi langt frá fyrri yfirlýsingum um að verkið ætti að hefjast nú í ár og taka þrjú ár. Það mun hins vegar ekkert stöðva það að framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng munu hefjast á næsta ári og það þrátt fyrir að áður hafi verið haft eftir ráðherranum að Norðfjarðargöng yrðu næstu jarð- göng sem ráðist yrði í. Þess utan er nánast ekkert að gerast í vega- málum Austfirðinga, hreinlega alls ekki neitt. Hluti af framtíðarsýn ráðuneyt- isins er sömuleiðis að gera Akur- eyrarflugvöll að samgöngumiðstöð sem tekin verði í notkun á miðju ári 2012. Það á með öðrum orðum enn að dæla peningum í Akureyrar- flugvöll á meðan það er eins og að reyna að kreista blóð úr steini að fá fjármagn til nauðsynlegrar leng- ingar á Egilsstaðaflugvelli og að- stöðubætingar á þeim velli. Við þetta er svo að bæta að drög að nýjum reglum um jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem eru hluti af fram- tíðarsýn Kristjáns Möller leiða til hlutfallslega langmestrar skerð- ingar framlaga til Austurlands um- fram aðra landshluta. Hverju sætir? Austurland gleymist Það hvarflar óneitanlega að manni að það þýði ekki neitt að reyna að róa að sama marki og ráð- herra í þessum málum. Þegar Aust- firðingar ganga fram fyrir skjöldu með nýrri og djarfri sýn í anda þess sem ráðherra boðar er okkur laun- að með framkvæmdasvelti, fjár- svelti og hunsun. Er að undra að það sé orðið víða talað hér eystra að þingmönnum kjördæmisins úr Siglu-, Eyja- og Þistilfirði verði það æ sjaldnar á að gjóa augunum aust- ur fyrir Mývatnsöræfi? Ég minntist áður á það að kost- urinn við opinbera sýn af þeim toga sem Kristján Möller hefur nú kynnt sé sá að íbúar geti kynnt sér hana og dæmt. Það geta Austfirðingar nú gert og það er hætt við því að dóm- urinn verði þungur. Eftir Stefán Boga Sveinsson »Kristján Möller kynnti nýverið fram- tíðarsýn samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytisins. En er þar samræmi í orðum og gjörðum sem snúa að Austurlandi? Stefán Bogi Sveinsson Höfundur er lögfræðingur og forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Fögur sýn – fáar efndir Enn ein hryggð- armyndin vegna fyr- irhugaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar blasir nú við okkur. Þrátefli stjórnarflokk- anna vegna ólíkrar sýnar á framtíðina hefur leitt af sér kyrrstöðu þrátt fyrir ítrekuð gefin loforð um annað. Aðilar vinnumarkaðarins eru löngu upp- gefnir og nokkuð ljóst að ekkert traust mun ríkja milli þeirra og stjórnvalda í komandi kjara- viðræðum. Aldrei sem fyrr hefði þó verið nauðsynlegt að breið samstaða næðist um að útrýma atvinnuleysi með því að ráðast í brýn verkefni. Slíkt virðist vera útilokað á meðan Samfylking og Vinstri grænir eru við völd, slík er gjáin á milli þeirra í skoðunum að allt endar með ónýtum mála- miðlunum. Iðnaðarnefnd Alþingis átti merkilegan fund með iðnaðar- og umhverfisráðherra ásamt fulltrúum Landsvirkjunar og sveitarfélaga á því svæði sem liggur að fyrirhugaðri Norð- lingaölduveitu. Í stuttu máli voru ráðherrarnir sammála um að stækka friðlandið sem kennt er við Þjórsárver, en það nær reynd- ar langt út fyrir það svæði. Á meðan iðnaðarráðherra sagði að stækkunin hefði ekkert með orku- nýtingu svæðisins að gera sagði umhverfisráðherra að ljóst væri að ekkert yrði af Norðlingaöldu- veitu þegar stækkunin yrði sam- þykkt. Forstjóri Landsvirkjunar fullyrti að fyrirhuguð nýting svæðisins væri hagkvæmasti virkjunarkostur sem völ væri á. Verkefnið snýr að því að nýta þær virkjanir sem fyrir eru á Tungn- ársvæðinu. Umhverfisáhrif væru þau minnstu sem fylgt gætu virkj- anaframkvæmdum. Aðeins um 0,2 ferkílómetrar lands fara undir vatn. Aflið sem næðist með nýt- ingu svæðisins væri svipað og það sem nást mun í Búðarhálsvirkjun en kostnaður nemur eingöngu ríf- lega 60% af kostn- aðaráætlun við þá virkjun. Fulltrúar sveitarfélaganna á svæðinu komu af fjöllum þegar þeir heyrðu af áformum umhverfisráðherra. Þeir sögðu nefnd að störfum sem skila ætti tillögum að stækkun friðlandsins og spurðu hvað sú nefnd ætti að gera nú? Það kom einnig fram í máli þeirra að stækkun til suðurs hefði lítinn tilgang, frekar ætti að horfa til stækkunar til norðurs. Á fundinum kom einnig fram hjá umhverfisráðherra að samráð við sveitarfélög væri það sem mest væri krefjandi vegna frið- unar landsvæða. Hún sagði aukið samráð nauðsynlegt og má þar segja að batnandi mönnum sé best að lifa, því helst var hún gagnrýnd af sveitarfélögum fyrir lítið eða ekkert samráð við gerð náttúruverndaráætlunar sem samþykkt var á Alþingi sl. vetur. Við blasir að nú á að koma í veg fyrir að nýttur verði hagkvæmasti og umhverfisvænsti virkj- anakostur í landinu. Allt í þágu þess að halda friðinn á rík- isstjórnarheimilinu. Svo er sett ofan í við þingmenn sem kalla vinnubrögð sem þessi skemmd- arverk. Ábyrðarleysi þessa fólks er algjört og afleiðingarnar stefna í að verða skelfilegar fyrir ís- lenskt samfélag. Hér verður að breyta um stefnu. Það verður að- eins gert með því að fleygja mannskapnum í brúnni fyrir borð. Norðlingaölduveita Eftir Jón Gunnarsson » Við blasir að nú á að koma í veg fyrir að nýttur verði hagkvæmasti og um- hverfisvænsti virkj- anakostur í landinu. Jón Gunnarsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Sv-kjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.