Morgunblaðið - 14.09.2010, Page 20

Morgunblaðið - 14.09.2010, Page 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010 ✝ Haukur Haralds-son mjólkurfræð- ingur fæddist á Húsa- vík 17. september 1928. Hann lést á sjúkrahúsinu á Ak- ureyrar 4. september 2010. Foreldrar hans voru Ásdís Baldvins- dóttir, f. 30. okt. 1902, d. 27. júlí 1989, og Haraldur Jóhann- esson, f. 1. sept. 1898, d. 31. des. 1990. Syst- kyni Hauks voru Jó- hannes, f. 16. apríl 1922, d. 31. mars 2002, Baldvin, f. 8. júlí 1924, d. 5. júlí 1943, Sigurður, f. 30. jan. 1926, og Kristín, f. 14. júní 1932. Haukur kvæntist 1. júlí 1951 Huldu Karlsdóttur frá Gríms- stöðum á Fjöllum, f. 1. júlí 1926, d. 27. nóv. 1985. Börn þeirra eru Guðný María Hauksdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 13. sept. 1951. Hennar maki er Teitur Bergþórs- son kennari, f. 23. ágúst 1953. Þau búa í Reykjavík. Dætur þeirra, 1) Hulda, f. 7. okt. 1985, maki Elís Hólm Þórðarson, f. 25. maí 1983. Dóttir Huldu er Nadía Sól, f. 29. Gunnar, f. 23. nóv. 1950, maki Birg- itta Lúðvíksdóttir, f. 23. júlí, 1962. b. Steinn Oddgeir, f. 22. maí 1954, maki Áslaug Ólöf Stefánsdóttir, f. 26. okt. 1959. c. Sigmundur, f. 16. des. 1958, maki Margrét Jós- efsdóttir, f. 7. febr. 1959, d. 14. ágúst 2009. d. Ingi Rúnar, f. 21. okt. 1960, maki Hildur Salína Ævars- dóttir, f. 25. sept. 1973. e. Guð- mundur, f. 14. apr. 1967, maki Bryndís Ýr Viggósdóttir, f. 19. júní 1967. Fyrri maður Maríu Sigríðar var Sigurjón Steinsson, ráðunaut- ur, f. 2. janúar 1927, d. 23. mars 1972. Haukur ólst upp á Húsavík. Út- skrifaðist sem gagnfræðingur 1947 og mjólkurfræðingur 1956. Hann byrjaði feril sinn hjá Mjólk- ursamlagi KÞ á Húsavík við upp- byggingu þess árið 1947 og vann þar samfellt í fimmtíu og eitt ár, lengst sem verkstjóri. Einnig var hann slökkviliðsstjóri til margra ára. Hann var virkur félagi í Lions- hreyfingunni, söng um árabil í Karlakórnum Þrym og nú síðast í Kór eldri borgara á Akureyri. Haukur átti alla tíð bæði kindur og hross sér til ánægju. Haukur flutti til Akureyrar árið 2000. Útför Hauks verður gerð frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 14. september 2010, og hefst kl. 10.30. Jarðsett verður á Húsavík. des. 2004. 2) María, f. 28. apr. 1988. Dóttir Guðnýjar er Björg Arnþórsdóttir, f. 3. sept. 1973. Dóttir Teits er Hrund Teits- dóttir, f. 5. nóv. 1977. Jóhannes Haukur Hauksson mjólk- urfræðingur, f. 27. maí 1962, kjörsonur. Kona 1 Sigríður Árnadóttir, f. 2. jan. 1963. Synir þeirra eru a. Árni Haukur, f. 30. okt. 1983, b. Ingibjörn f. 26. júlí 1989. Kona 2 Ásdís Krist- rún Melsteð húsmóðir, f. 5. apr. 1974. Þau búa í Búðardal. Börn þeirra, a. Elín Huld, f. 18. nóv. 1997, b. Sigrún Ósk, f. 28. maí 2001, c. Haukur Atli, f. 17. sept. 2007. Sonur Jóhannesar er Jóhannes Haukur, f. 26. febr. 1980, maki Rósa Björk Sveinsdóttir, f. 7. maí 1980. Dóttir þeirra er Ólöf Halla, f. 21. nóv. 2008. Sonur Ásdísar er Aron Snær Melsteð, f. 12. ágúst 1993. Hinn 17. september 1988 kvænt- ist Haukur, Maríu Sigríði Þórð- ardóttur frá Akureyri, f. 18. maí 1931. Hennar synir eru, a. Þórður Elsku Haukur minn, þú komst eins og sólargeisli inn í líf mitt fyrir 23 árum þegar ég var búin að vera ekkja í 15 ár og þú búinn að missa þína konu. Þú féllst strax svo vel inn í mína fjölskyldu, allir dáðu þig og barnabörnin dýrkuðu afa sinn. Við áttum saman yndisleg ár bæði í leik og starfi og ferðuðumst mikið bæði innanlands og til Evrópu og Amer- íku, og eru þessar ferðir ógleyman- legar. Við nutum þess að dansa sam- an, einnig er ég minnug þess hve vel söngur þinn hljómaði. Við byggðum okkur sumarhús og ræktuðum gróð- ur, í Hólsbúð áttum við margar ynd- islegar stundir við hin ýmsu tækifæri með fjölskyldu okkar og vinum. Og nú síðast fengum við okkur húsbíl og áttum þar margar ljúfar stundir saman í góðra vina hópi. Fyrir allt þetta vil ég þakka þér elsku vinur. Far þú í friði. Guð blessi minningu þína. Þín eiginkona Sigríður. Elsku Haukur. Við vorum svo lán- söm að fá þig inn í fjölskylduna okk- ar fyrir meira en 20 árum þegar þú og mamma kynntust. Við hefðum ekki getað fengið betri fóstra, tengdapabba, afa og langafa en þig. Það er ekki orðum aukið að þú hafir verið einstakur maður, ljúfmennska, glaðværð og réttsýni var eitt af því sem einkenndi þig. Eitt af sérkenn- um þínum í huga okkar allra er þeg- ar þú settir höndina á loft, hallaðir höfði, brostir út í annað og sagðir „hei“, en þannig heilsaðir þú gjarnan og allir upplifðu sig sérstakan í sam- vist þinni. Börn voru yndi þitt, þú elskaðir að atast í þeim og þeim leiddist það heldur ekki því fyrir þeim varst þú besti afi í heimi. Minnisstætt er þeg- ar þau sóttu formlega um að fá að kalla þig afa og erum við viss um að óskin gladdi ekki síður þitt hjarta en þeirra. Við erum svo lánsöm að hafa fengið að njóta samvista við þig í þessi ár. Allar stundirnar á Gríms- stöðum, síðan við byggingu sum- arbústaðarins, ferðalögin, jólaboðin, afmælisveislurnar og svona mætti lengi telja, alltaf mættir þú glaður og hress. Það var yndislegt að vera með ykkur hjónunum, það geislaði af ykk- ur og er óhætt að segja að þið hafið bæði fengið stóra vinninginn þegar þið hittust. Þið létuð marga drauma ykkar rætast, meðal annars í vetur er þið keyptuð ykkur húsbíl, brun- uðuð ferð eftir ferð í sumar með góð- um félögum og erum við sannfærð um að mamma yljar sér við þær minningar. Fyrir allt sem þú hefur gefið okkur og ekki síst móður okkar erum við óendanlega þakklát. Guð geymi þig og blessi elsku Haukur. Þórður, Oddgeir, Sigmund- ur, Ingi Rúnar, Guðmundur og fjölskyldur þeirra. Elsku Haukur. Mig langar að minnast þín í nokkrum orðum. Það er allt svo tómlegt núna þegar þú ert farinn en ég er svo lánsöm að eiga margar góðar minningar um þig. Minningar þar sem við fjölskyld- an vorum saman með þér og Siggu í hinu og þessu, allar stundirnar sem við áttum saman í Hólsbúð, þar var nú oft gaman, og vorum við t.d. alltaf þar á páskunum þar til á þessu ári, þar sem Hólsbúð var seld. Þó svo að það væri nú einhver kyn- slóðarmunur á okkur gátum við samt alltaf talað saman um alla skapaða hluti og vorum mjög gjarnan sömu skoðunar, það var svo gott að ræða við þig, þú vissir svo ótal margt. Þeg- ar við Sigga vorum að scrabbla í Hólsbúð var það ósjaldan sem við leituðum til þín og gátum við þá flett upp í þér eins og orðabók, þú vissir svo mikið um mörg gömul orð og stundum þegar við héldum að við værum að bulla eitthvað gast þú fært rök fyrir orðinu og sagt að það væri rétt. Þú varst líka alveg einstaklega greiðvikinn, ef einhvern vantaði eitt- hvað varst þú alltaf boðinn og búinn að rétta hjálparhönd. Þegar mig vantaði pössum fyrir krakkana varst þú alltaf tilbúinn að hjálpa til. Þú varst svo einstaklega glaðvær og hress og hlýr, ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tímann séð þig í vondu skapi. Af öllum þeim minn- ingum sem ég á um þig er mér minn- isstæðast þegar ég hitti þig fyrst, en það var á Reykjaheiðarveginum árið 1995. Þá var ég rétt komin í fjöl- skylduna og var komin til Húsavíkur á undan Inga Rúnari, hann sagði mér að fara á Reykjaheiðarveginn og þú yrðir heima og tækir á móti mér, hann kæmi svo tveimur klst. síðar. Ég man svo vel þegar ég stóð á tröppunum yfir mig stressuð yfir því að vera að fara að banka upp á hjá bráðókunnugu fólki, en ég þurfti ekki að kvíða því, þú komst til dyra svona eldhress, tókst í höndina á mér og tókst mig svo í fangið og bauðst mig velkomna. Það var ekki eins og að ég væri að koma þarna í fyrsta skiptið, þetta var meira svona eins og við hefðum ekki sést í langan tíma. Þetta er svo lýsandi fyrir þig, alltaf svo hress og kátur og gafst öllum það besta af þér. Mér finnst ég ótrúlega lánsöm að hafa fengið að vera tengdadóttir þín og að börnin mín hafi fengið að eiga þig fyrir afa því það varst þú svo sannarlega af lífi og sál. Elsku Haukur, þín verður sárt saknað, takk fyrir allar góðu stund- irnar ég mun ætíð minnast þín með hlýju og söknuði. Við fæðumst til að ferðast meira, fæðing dauði er ferðalag. Margra bíður sultur seyra en sumum gengur allt í hag. Öll við fáum okkar kvóta af meðlæti og mótlæti. Flest við munum einnig hljóta okkar skerf af ástinni. Farðu í friði góði vinur Þér fylgir hugsun góð og hlý. Sama hvað á okkur dynur aftur hittumst við á ný. (Magnús Eiríksson.) Sjáumst síðar. Hildur Salína. Elsku afi minn. Þegar ég var lítil var spennan alltaf í hámarki þegar við vorum að fara norður til þín og ömmu Siggu á Húsavík. Það var allt- af svo gott að koma til ykkar og allt- af svo gaman. Ég man vel eftir því hversu gaman mér þótti að fara með þér í fjárhúsin, eitt sumarið gafstu mér heimalning sem ég sá ekki sól- ina fyrir og eyddum við ófáum tím- unum í fjárhúsunum það sumarið. Það var svo gaman alltaf að gramsa í öllu spennandi dótinu á háaloftinu á Reykjaheiðarveginum. Við fórum í ófáar gönguferðir að tjörninni og gengum um lystigarðinn. Torg- arahátíðin var alltaf svo skemmtileg og margt sem rifjast upp þegar ég hugsa um þann tíma sem við eydd- um hjá ykkur. Mér verður hugsað til einna áramóta. Þá fór ég með þér á nýársdag í bíltúr að leita að fallhlíf- um sem við fundum svo loksins á planinu fyrir framan mjólkursam- lagið þar sem þú starfaðir, þú hættir ekki að leita fyrr en þú varst búinn að finna handa mér fallhlíf. Mér verður líka hugsað til kvöldkaffisins, það var alltaf svo gott að koma norð- ur því ég vissi að það væri alltaf í boði að fá köku á kvöldin hjá afa og ömmu fyrir svefninn. Ég verð æv- inlega þakklát fyrir allan þann tíma sem við höfum átt saman. Ég veit þú munt vaka yfir ömmu Siggu, varð- veita hana og styrkja. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Enginn gæti nokkurn tíma átt betri afa en þig. Ég kveð þig stolt af því að vera barnabarn þitt. Elsku afi minn, minning þín lifir að eilífu í hjarta mínu. Ég elska þig og sakna þín, þín afastelpa, Hulda Teits. Elsku afi Haukur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín bullukolla, Nadía Sól. Elsku afi. Takk fyrir að vera svo frábær og góður, takk fyrir að vera afi okkar. Við söknum þín mjög mikið Guð geymi þig elsku afi. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Saknaðarkveðja, Björg, Inga Bryndís og Ingólfur Atli. Elsku afi Haukur. Minning þín mun lifa í hjarta mínu, ég kveð þig með söknuði. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er ver. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Horfið er nú sumarið og sólin, í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin; nú einn ég sit um vetrarkvöld. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Þín afastelpa, María Teits. Besti afi í öllum heiminum, afi Haukur, kvaddi þetta líf daginn eftir 37 ára afmælið mitt hinn 4. septem- ber. Ég fékk að vita að kvöldi 2. sept. að það gæti brugðið til beggja átta og hræðslan greip mig. Ætlaði hann virkilega að deyja á afmælisdaginn minn? Þetta var einn erfiðasti og gleðisnauðasti dagur í lífi mínu. Elsku afi minn. Þakka þér fyrir alla þá gleðiríku daga sem við áttum saman og takk fyrir að gefa mér alla þá gleði og gæfu sem fylgdi því að fá að vaxa upp í faðmi þínum sem alltaf var opinn fyrir öllum og endalaus þolinmæði og alltaf tilbúinn til að leggja til hönd til hjálpar þeim sem þurftu. Ég hefði ekki getað fengið betri afa en þig. Þú varst mér eitt og allt í æsku minni. Hjartans þakkir elsku afi minn. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíl í friði. Þín Björg. Elsku Haukur frændi. Alla tíð frá því ég man fyrst eftir mér eru ótal fagrar minningar tengdar þér. Þú varst litli bróðir pabba míns og samband ykkar náið og fallegt. Uppáhalds frændi minn með þinn skemmtilega húmor, hlát- urmildur, alltaf glens og gleði þar sem þú varst. Léttstígur enda eins gott að vara sig á pollunum í Mjólk- urstöðinni heima á Húsavík en þar starfaðir þú þar til þú fórst á eft- irlaun. Vinsæll og vel liðinn af vinnu- félögum þínum. Þú hafðir hljóm- mikla og fallega bassarödd og söngst árum saman með karlakórnum Þrym ásamt pabba. Mest fannst mér gam- Haukur Haraldsson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, ÓLÖF HELGADÓTTIR, Austvaðsholti, Landssveit, andaðist á dvalarheimilinu Lundi 12. september. Ólafur Grétar Óskarsson, Steinunn Thorarensen, Sveinbjörn Benediktsson, Helgi Benediktsson, Regula Verena Rudin, Jón Gunnar Benediktsson, Nicole Chene, Hjörtur Már Benediktsson, Björg Hilmisdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginkona mín, elskuleg móðir, tengda- móðir, amma, systir og mágkona, UNNUR INGUNN STEINÞÓRSDÓTTIR, Krossholti 6, Keflavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi mánu- daginn 6. september, verður jarðsungin frá Kefla- víkurkirkju fimmtudaginn 16. september kl. 13.00. Jón William Magnússon, Magnús Jónsson, Ella Björk Björnsdóttir, Steinþór Jónsson, Hildur Sigurðardóttir, Guðlaug Helga Jónsdóttir, Guttormur Guttormsson, Davíð Jónsson, Eva Dögg Sigurðardóttir, Lára Steinþórsdóttir, Bragi Magnússon og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.