Morgunblaðið - 16.09.2010, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.09.2010, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010 Byggðaröskun hef- ur verið viðvarandi á Íslandi svo áratugum skiptir. Vera kann að einhverjum finnist nóg um það rætt. Í kjölfar efnahags- hrunsins hafa þó sí- fellt fleiri áttað sig á að raunveruleg verð- mæti er að finna í landinu okkar og auðlindum þess. Verðmæti sem illa verða nýtt nema af þeim sem búa nærri þeim, þekkja landið og bera virðingu fyrir því. Í hinum dreifðari byggð- um sem urðu næsta lítið varar við uppgang og góðæri felast tækifæri til framtíðar, tækifæri sem byggj- ast á því sem síst verður frá okkur tekið. Sum þessara tækifæra eru ef til vill ekki ýkja stór ein og sér en margt smátt gerir eitt stórt. Tækifærin þarf að nýta og sprot- ana þarf að rækta í þágu fram- tíðar okkar allra. Nú sem aldrei fyrr er þörf á nýrri hugsun með langtíma hagsæld og eflingu bú- setugæða að leiðarljósi. Hugsun sem byggist á gömlum grunni, að fara vel með, nýta og endurnýta af kostgæfni, leita lausna og jafnvel finna hlutum eða verkfærum ný hlutverk. Við erum ekki ein á þessum báti, allar norrænu þjóðirnar glíma við svipaðan vanda og jað- arsvæðin í norðri eiga sífellt meira undir högg að sækja. Frændur okkar á Norðurlöndunum hafa sumir beitt öflugri tækjum til jöfn- unar búsetuskilyrða en hér hefur verið gert. Því fer þó fjarri að landi sé náð þar frekar en hér. Efling byggða og styrking búsetu- skilyrða er langhlaup. Byggðir sem vilja halda sínu og sækja á verða að vera sífellt á varðbergi og huga að sterkum innviðum samfélagsins og tækifærum í nær- umhverfinu. Viðhorf íbúa og menning á hverju svæði hefur veruleg áhrif á búsetugæði og mögulega framtíð. Við vitum öll að lengi býr að fyrstu gerð, í börn- unum okkar og unglingunum er framtíðin. Það er mikilvægt að þau sjái framtíð í sinni heimabyggð, komi auga á tækifærin og sjái sjálf sig sem gerendur og áhrifavalda í lífi sínu og umhverfi. Vandi jaðarbyggða og viðbrögð við honum eru sífellt á dagskrá á norrænum samstarfsvettvangi. Menningar- og menntamálanefnd Norðurlandaráðs telur að frum- kvöðla- og nýsköpunarmenntun eigi að bjóða í öllum grunnskólum. Í frétt á heimasíðu Norð- urlandaráðs undir titlinum „Ungir frumkvöðlar eiga að stöðva spek- ileka,“ (http://www.norden.org/is/a- doefinni/frettir/unge-ivaerksaet- tere-skal-stoppe-hjerneflugt/) seg- ir Mogens Jensen: „Reynsla frá Noregi sýnir að nemendur sem fá frumkvöðlamenntun, taka upp- byggingu nærsamfélagsins í eigin hendur. Af því að þeir hafa byggt upp færni sína þegar í grunnskóla eru miklu meiri mögu- leikar á því að þeir komi til baka að loknu námi.“ Áhersla á nýsköpun og frumkvöðlamenn- ingu er vel í samræmi við tillögu til Byggða- áætlunar 2010 til 2013. Í umfjöllun um fé- lagsauð sem er eitt af sjö lykilsviðum byggðaáætlunar segir orðrétt: „Félagsauður hvers svæðis er grundvöllur atvinnulífs, þjónustu og almennrar þátttöku í uppbygg- ingu samfélagsins. Félagsauðurinn ræður því miklu um almenn bú- setuskilyrði og samkeppnishæfni. Menntun, menning, félagsstarf, lýðræðisleg þátttaka í stefnumótun og framtíðarsýn eru allt atriði sem skipta máli.“ (Tillaga til þings- ályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2010- 2013.) Í fylgiskjali með tillögunni segir m.a. „Samfélög, þar sem fólks- fækkun hefur verið viðvarandi, þurfa að nýta sér staðbundna sér- stöðu, þekkingu og menningu til að endurvekja og byggja upp sjálfsmynd íbúanna á svæðinu og ímynd þess hjá öðrum.“ Skólar og kennarar eru í lyk- ilaðstöðu til að hlúa að og byggja upp jákvætt viðhorf í samfélögum og opna sýn á tækifæri og mögu- leika, það hlutverk er enda í fullu samræmi við meginmarkmið grunnskóla eins og það birtist í lögum. Nýsköpunar- og frum- kvöðlamenntun er öflugt tæki í þessari viðleitni, en öfugt við það sem margir hyggja snýst hún ekki einungis um tækniþróun og rekst- ur heldur ekki síður ákveðinn hugsunarhátt og viðhorf til um- hverfisins og þeirra verkefna og tækifæra sem þar eru. Ég vil hvetja kennara og skóla til að flétta nýsköpunar- og frum- kvöðlamennt inn í skólastarfið og gefa gaum að þeim tækifærum sem þar felast. Allt frá árinu 1992 hefur Ný- sköpunarkeppni grunnskólanem- enda (NKG) leitast við að efla veg nýsköpunar og frumkvöðlahugs- unar í skólum landsins en að- alstyrktaraðili keppninnar er Mennta- og menningarmálaráðu- neytið. Skólum og kennurum býðst margvíslegur stuðningur á vegum NKG og full ástæða er fyrir kenn- ara, nemendur og foreldra að heimsækja heimasíðu keppninnar www.nkg.is. Það er til mikils að vinna og tækifærin eru mörg. Tak- ist okkur að innleiða og efla já- kvætt viðhorf ungu kynslóðarinnar til nýsköpunar og styrkja þau í að sjá tækifæri í nærumhverfinu stíg- um við stórt skref til viðhalds byggðar í landinu öllu. Þátttaka skóla í Nýsköpunarkeppni grunn- skólanna getur verið fyrsta skrefið í farsælli vegferð til að styrkja bú- setu í landinu öllu. Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt í grunnskólum styrkir byggðir Eftir Erlu Sigurðardóttur Erla Sigurðardóttir »Menningar- og menntamálanefnd Norðurlandaráðs telur að frumkvöðla- og ný- sköpunarmenntun eigi að bjóða í öllum grunn- skólum. Höfundur er fulltrúi í þróunarnefnd NKG, Verkefnastjóri Impra – Ný- sköpunarmiðstöð Íslands. Nú, þegar kominn er góður grundvöllur að stofnun Alþýðulýðveld- isins, þá er best að huga að næstu skref- um í því að skipta út þessum vesalings „al- menningi“ sem enn hírist á landinu. Fá al- mennilegan „almenn- ing“ í landið. 1. skref: Landið eitt kjördæmi Stór-Sovétið í Reykjavík tryggir auðvitað að almenningur heimti að landið verði eitt kjördæmi. Það veit- ir aðalriturum (nauðsynleg nafn- breyting) flokksins örugga kosningu hvernig sem almenningur kýs. Þeir sem eru í 15.-20. sæti á einhverjum landslista hafa hvort eð er ekkert að segja, hafa ekkert bakland, engan stuðning. Hafa enda ekkert að berj- ast fyrir. Verða lítil möppudýr í fangi forystunnar. Sauðtryggð er það eina sem gildir til að prjóna sig hærra á landslistanum. Ótímabær fráföll og svik munu vissulega flýta fyrir upphafningum og auknum völdum, en enginn skortur er á slíku í Alþýðulýðveldum. 2. skref: Að þiggja er þjóðhollt Með því að koma í veg fyrir frjálsa atvinnuuppbyggingu og rekstur fyr- irtækja þá verða fleiri og fleiri þiggj- endur í þjóðfélaginu. Það tryggir völd aðalritaranna. Erlendir aðilar mega alls ekki koma að rekstri eða atvinnuuppbyggingu í Alþýðu- lýðveldinu. Ekki einu sinni frá öðrum alþýðu- lýðveldum. Önnur al- þýðulýðveldi hafa farið flatt á því. Þar hafa að- alaðalritarar jafnvel misst völdin. Það verð- ur að hafa stjórn á þessu. Fjölga þarf hjá hinu opinbera. Það tryggir einnig hollustu. Einn aðalritaranna hefur margbent á að fjölgun tollvarða og lögregluþjóna sé ein af meginstoðum uppbyggingar alþýðu- lýðveldisins. Auk þess þarf fleiri fangelsi og fangaverði. Megi það verða. 3. skref: Miðstýring er markmið gott Með aukinni miðstýringu verður tryggt að Reykjavíkur-sovétið haldi völdum. Þó nú sé aðalútflutningur frá höfnum utan Reykjavíkur og svo höfnum tengdum stóriðju verður að tryggja að sem mestur útflutningur fari um höfnina í Reykjavíkursov- étinu. Það eykur yfirsýn og tryggir að ekkert fari úrskeiðis. Nú fer svo til allur innflutningur um þá höfn og þaðan er skammtað út til annarra byggða. Vart þarf að taka fram að full ástæða er til að koma í veg fyrir innflutning á öllu óþarfa prjáli. Þjóð- in verður að skammast sín og skilja að aðalritararnir eru að hugsa um fólkið. Það eitt kemur okkur áfram. 4. skref: Að skilja skatta sína Öllum er hollt að stytta í beltinu og læra að lifa við þröngan kost. Að- alritararnir vita hvað almenningi er fyrir bestu. Því skyldu allir greiða skatta sína með bros á vör. Laun al- mennings verða hvort eð er greidd af skattfé svo ekki er að undra að skattar verði hraustlegir. Við skul- um alls ekki halda að við getum náð Norðurlöndum í skattheimtu. Í Nor- egi er skattur t.d. 30-36% og það sjá allir hversu fráleitt það er að við get- um lækkað okkar skatta í það við- mið. 5. skref: Fyllum fangelsin fljótt Til að fleiri geti fengið störf við fangavörslu þá verður að finna fleiri sökudólga fljótt. Beint liggur við að allir flokksbundnir í Sjálfstæð- isflokknum verði settir inn til að sauma kartöflupoka eða hlaða varn- argarða um Alþingishúsið. Hefur nokkuð vel tekist að gera þá, alla með tölu, ábyrga fyrir Borgarfjarð- arræðum og Baugsfylleríi, banka- skruni, bruðli og bjánahætti. Og ekki má fyrnast yfir þjófnað á lífeyri, sparnaði og aurum ekkjunnar, því síður sukk, svik og svall þjóðarinnar í boði þingmanna allra. Reykjavíkur-sovétið – hvenær kemur þú? Eftir Sigurjón Benediktsson » Fleiri fangelsi: Beint liggur við að allir flokksbundnir í Sjálf- stæðisflokknum verði settir þar inn til að sauma kartöflupoka eða hlaða varnargarða. Sigurjón Benediktsson Höfundur er tannlæknir. –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 15. október. Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna haustið 2010 í hári, förðun, snyrtingu og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. . MEÐAL EFNIS: Nýjustu förðunarvörurnar. Húðumhirða. Haustförðun. Ilmvötn. Snyrtivörur. Neglur og naglalökk. Hár og hárumhirða. Tískan í vetur. Flottir fylgihlutir. Góð stílráð. Íslensk hönnun. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. . NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 11. október. sérblað Tíska & Förðun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.