Morgunblaðið - 16.09.2010, Síða 23

Morgunblaðið - 16.09.2010, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010 ✝ Ingibjörg Sveins-dóttir fæddist á Skipalóni í Eyjafirði, 23. september 1932. Hún andaðist á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri þann 7. sept- ember 2010. For- eldrar hennar voru Björg Unnur Sveins- dóttir, verkakona á Akureyri og Lars Solebakken frá Brygge i Nordfjord í Vestur-Noregi. Ingi- björg ólst upp hjá móður sinni og frændfólki á Ak- ureyri. Ingibjörg lauk Gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1949. Hún eignaðist son, Sigurð Kristinsson, f. 26. janúar 1951. Faðir hans er Kristinn Sig- urðsson, fv. flugumferðarstjóri. ureyrar, minningar þaðan voru henni mjög kærar og seinna ræktaði hún blóm og trjáplöntur á lóðinni sinni. Ingibjörg starfaði á röntgendeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri og seinna á símanum á sjúkrahúsinu. Hún átti mörg áhugamál. Var félagi í Skógræktarfélagi Akureyrar og formaður þess um tíma. Sótti að- alfundi Skógræktarfélags Ís- lands um skeið. Ingibjörg starf- aði í Kvenfélagi Akureyrarkirkju og var formaður þess um tíma. Eitt af hennar aðaláhugamálum var ferðalög til fjalla meðan heilsan leyfði og eftir það ferð- aðist hún margoft um Evrópu og Ameríku. Ingibjörg fékk liðagigt snemma og gigtin var mjög óvægin við hana. Hún barðist fyrir því að stofnuð var Gigt- arfélagsdeild á Akureyri og að sérfræðingur í Gigtlækningum kæmi til starfa á Fjórðungs- sjúkrahúsinu. Útför Ingibjargar Sveinsdóttur verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 16. september 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30. Sigurður ólst upp hjá móður sinni og ömmu á Akureyri. Sigurður kvæntist Björgu Guðrúnu Pétursdóttur og þau eignuðust þrjár dæt- ur. Þau slitu sam- vistum. Eiginkona Sigurðar er Anna Dís Bjarnadóttir. Ingibjörg giftist 4. júní 1960 Árna Jó- hannessyni mjólk- urfræðingi og þeirra synir eru: Jóhannes, f. 14. september 1963, kona hans er Sólveig Þóra Jónsdóttir, þau eiga tvo syni. Jónas Ingi, f. 8. júlí 1967, rafeindavirki. Ingibjörg átti fimm barnabörn og fimm lang- ömmubörn. Ingibjörg fór snemma að vinna, meðal annars í Blómabúð Ak- Hún elsku mamma mín var ein- stakur dugnaðarforkur, æðrulaus og hugrökk kona sem var búin að ganga í gegnum mikil og langvarandi veik- indi. Hún fékk fyrstu einkenni liðagigt- ar mjög snemma og smám saman tók gigtin völdin yfir líkama hennar, en hún lét aldrei hugfallast þótt allar þær sársaukafullu aðgerðir sem framkvæmdar voru á henni í gegn- um tíðina væru vafalaust þungur baggi, aldrei kvartaði hún né lét þetta hafa mikil áhrif á líf sitt. Sem dæmi um hennar kraft og dugnað dettur mér í hug ár gigtar- innar, árið 1992. Mamma ákvað að ganga til styrktar Gigtarfélagi Ís- lands og ákvað að gengnir yrðu 1992 kílómetrar á árinu til þess að vekja athygli á málefnum gigtarsjúklinga og hvetja aðra gigtarsjúklinga til dáða. Þrátt fyrir veikindi á árinu með tilheyrandi sjúkrahúslegu og endurhæfingu á Reykjalundi, þá setti hún mamma bara í gírinn seinni hluta ársins og lauk göngu sinni á hlaði Reykjalundar á gamlársdag og varð mönnum að orði að þetta væri einkenni Ingibjargar, að ljúka verki sem hafið var. Mamma elskaði ferðalög, innan- sem utanlands, og ferðaðist mikið um Evrópu og til Bandaríkjanna, fórum við til dæmis nokkuð oft til Flórída, þar sem henni þótti sérstak- lega gott að vera. Mamma var mjög gefandi kona og þótti henni einstaklega vænt um fjöl- skyldu sína og fannst mjög gaman þegar stórfjölskyldan kom saman í laufabrauðsbakstur, sláturgerð og þess háttar viðburði og átti það til að koma okkur á óvart með skemmti- legum leikjum eða uppátækjum. Sem dæmi um hennar hugmynda- flug þá bakaði hún gjarnan stóra skúffuköku þegar laufabrauð var bakað og var sú kaka alltaf svokölluð ráðgátukaka, hún skreytti kökuna á þann hátt að hún skyldi minna á ein- hvern sérstakan atburð úr íslensku þjóðlífi á því ári. Ég man til dæmis eftir kökunni sem táknaði Kröflugosið, lausn á þeirri ráðgátu stóð dálítið lengi í mannskapnum, en hafðist að lokum. Ég þótti ódæll mjög í bernsku og átti mamma oft í hinu mesta basli með drenginn og hans óútreiknan- legu uppátæki sem hefðu líklega fengið marga mömmuna til að reyta hár sitt í örvæntingu, en mamma tók þessu öllu með einstöku jafnaðar- geði. Þegar ég var ungur drengur kom sérstakur barnaljósmyndari frá Reykjavík og þurfti að panta mynda- töku með löngum fyrirvara, mamma pantaði og þegar dagurinn mikli rann upp var drengurinn klæddur í sitt fínasta og átti að bíða fyrir utan húsið heima meðan mamma færi í sparikápuna. Þetta frjálsræði stóðst drengurinn ekki og stakk af og fannst um síðir þar sem hann sat í tjörupolli og sull- aði, sparifötin ónýt og hárið fullt af tjöru. Hún mamma mín neitaði að gefast upp, skrúbbaði strákinn með sterkri sápu, klippti tjöruna úr hárinu og klæddi hann í matrósaföt, því í myndatöku skyldi farið og var það gert og myndirnar enn til og eru bara flottar. Mamma kvæntist yndislegum manni, Árna Jóhannessyni, árið 1960 og eignuðust þau tvo syni, kæru bræður mína, Jóhannes og Jónas Inga. Ég kveð mömmu mína með sökn- uði og trega og mun hún alltaf vera til staðar í hjarta mínu. Sigurður Kristinsson. Elskulega amma mín. Ég rita þessi orð með miklum söknuði en jafnframt gleði í hjarta. Það er erfitt að kveðja manneskju sem hefur verið stór hluti af lífi manns alla ævi, en jafnframt er gott að hugsa til þess að nú líður þér loks- ins vel í líkama þínum. Þau orð sem koma upp í huga mér er ég hugsa um þig, eru hetja og fyr- irmynd. Alla þína ævi barðist þú við gigtina sem sigraði að lokum, en þú barðist hetjulega og án nokkurs múðurs. Eitt af því síðasta sem þú sagðir við okkur á sjúkrahúsinu, er við inntum þig eftir hvernig þér liði, þá sagðir þú bara: „Fínt! Nú ef ég segist ekki hafa það fínt koma þessir læknar og sprauta einhverju drasli í mig og ekki hef ég engan áhuga á því“. Þegar þú tókst upp á því að ganga 1992 kílómetra á einu ári, fylltist ég stolti. Þá sannaðir þú að þú lést veikindi þín ekki hafa yfirhönd- ina. Þú varst fyrirmynd okkar allra og leit ég afar mikið upp til þín. Lífs- gleði þín var smitandi og vissir þú ekkert betra og yndislegra en að njóta lífsins í útlöndum í sól og hita. Þú talaðir alltaf um það að við skyld- um öll ferðast, fara út um allan heim og skoða ókunnar slóðir. Sem betur fer hafðir þú tækifæri til að gera það með afa og fóruð þið víða og var Flórída í sérstöku uppáhaldi. Okkur í fjölskyldunni þótti það afar yndis- legt þegar þú komst í heimsókn til okkar þegar við bjuggum í Dan- mörku, í tilefni fermingar Kristins. Það var yndislegt að sjá hve vel þér leið og hvað þú hafðir gaman af líf- inu, svo mikill lífskúnstner varstu. Þú talaðir um alveg fram að þinni síðustu stundu að við þyrftum að skella okkur aftur til Danmerkur og hefði það verið yndislegt ef það hefði ræst. Það var afar gott að koma til þín, hvort sem var í Stekkjargerði eða í Hjallalundinn og spjalla við þig um allt milli himins og jarðar, því afar fróð varst þú. Einnig voru fjöl- skylduhefðirnar okkar í gamla daga yndislegar, laufabrauðsgerðin með getraunarkökunni þinni, jólakaffið á aðfangadagskvöld o.s.frv. Það er einkennileg tilviljun að þú og Steini hennar Kollu skylduð fara með fjögurra daga millibili, en ég trúi að þið munið passa hvort annað vel. Þín verður sárt saknað, elsku amma, eða langa, eins og þú sagðir alltaf. Megi Guð vera með þér að ei- lífu og vonandi ertu á heitri sólar- strönd með sherry úr blárri flösku í fallegu staupi. Við elskum þig öll, hvíl þú í friði. Rúna Kristín, Haukur Arnar, Kristinn Arnar, Stella Rún og Björgvin Páll. Amma og langamma í Stekk fékk loks hvíldina. Í okkur hinum togast á sterkar tilfinningar, annars vegar feginleiki yfir að hún þurfi ekki leng- ur að finna til og vera svo ólík sjálfri sér og hins vegar ofboðslegur sökn- uður og tregi yfir því að fá ekki leng- ur að hitta hana og njóta alls sem hún gaf af sér. Frá fyrstu minningu hafa amma og gigtin fylgst að. Amma var samt aldrei sjúklingur í mínum huga, gigt- in hafði bara áhrif á hennar lífshætti en mér fannst aldrei að amma léti hana stoppa sig í því sem hún hafði áhuga á. Hún átti ýmis tæki og tól til að auðvelda sér verkin, t.d. sérstak- an ostaskera með lóðréttu haldi og saumavélin var ekki með hefð- bundnu fótstigi heldur sveif sem amma gat ýtt með lærinu á þar sem hún hafði ekki styrk til að stíga á fót- stigið. Amma þurfti að hafa fyrir sínu lífi. Hún vann m.a. við það að gera við nælonsokka fyrir konur í bæn- um. Það er ótrúlegt að ímynda sér hana með litlu samanknýttu hend- urnar laga lykkjuföll með hárfínni heklunál. Hún var ekki fyrir prjál, hún var náttúruunnandi. Hún ræktaði tré, rifsber, sólber, gulrætur, kartöflur, blóm og kryddjurtir o.fl. í gluggan- um. Garðurinn var heill heimur út af fyrir sig, þar var maður oft og lengi að leika sér. Fuglarnir áttu hennar stuðning því hún hrakti alla ketti á brott sem voguðu sér nálægt garðinum í Stekkjargerðinu og átti það til að setja á þá bjöllur til að bjarga fuglunum. Hún var drifkraftur í fjölskyld- unni, hún var okkar kjarni. Ein- hvern veginn var allt upprunnið hjá ömmu og afa í Stekk. Það var tekið bæði slátur og laufabrauð fyrir alla. Laufabrauðsgerðin var helgiathöfn í fjölskyldunni og tók marga klukkutíma. Það var svo margt sem amma mín kenndi mér og öðrum í kringum sig bara með hugarfari og gjörðum. Henni fannst yndislegt að ferðast, sérstaklega til heitari staða. Við töluðum reyndar oft um það hvort ekki væri hægt að draga bara Ísland aðeins sunnar í Atlantshafið. Hún kenndi mér að vera sjálf- stæð, vera óhrædd við að fara á nýja staði og gera nýja og spennandi hluti. Hún kenndi mér að allir eru jafnir, okkur ber að hjálpa þeim sem minna mega sín og eiga bágt. Hún ýtti okkur til heilbrigðara líf- ernis og skynsemi með því að vera góð fyrirmynd. Hún stundaði sund eins lengi og hún gat, fór í göngu- ferðir og naut þess út í ystu æsar að komast í endurhæfingu á Kristnesi og Reykjalundi. Rosalega væri það flott ef hún væri nú á sólríkum stað, skellihlæjandi og á fleygiferð á vespunni sem hana langaði svo að eignast. Í mínum huga var valið afskap- lega einfalt þegar ég átti að skrifa ritgerð í skóla um fyrirmynd mína og hetju í lífinu: ég skrifaði að sjálf- sögðu um ömmu Ingibjörgu. Hún var, er og verður mín hetja. Minningarnar og hugsanirnar eru svo miklu fleiri en það er kom- inn tími til að þakka allt sem hún gaf okkur og halda hennar merki á lofti. Björg Unnur, Rúnar Ingi, Aron Ingi og Dögg. Ingibjörg Sveinsdóttir kær vin- kona og fóstra er farin yfir móðuna miklu, á eilífðar sólarströnd. Hún var alltaf hluti af tilveru minni. Mikil tengsl voru á milli fjölskyldu minnar á Brúarlandi og þeirra Ingibjargar og Árna á Akureyri. Strákarnir þeirra voru í sveit hjá okkur á sumr- um og við systkinin dvöldum hjá þeim þegar við vorum á Akureyri og eftir að ég fór í menntaskóla var heimili þeirra heimili mitt í þrjá vet- ur, það var góður tími. Þar kenndi hún mér margt af því sem ég enn í dag nota við heimilishaldið. Ingi- björg var létt í lund og aldrei heyrði ég hana kvarta yfir þeim sjúkdómi sem hún fékk ung. Var liðagigtin þó stundum svo slæm að hún átti erfitt með að komast um stigana í Stekkjargerðinu. Oft var gestkvæmt á því heimili og öllum vel tekið. Þarna í eldhúsinu voru e.t.v . Sigga vinkona hennar úr næsta húsi, karl- arnir sem leigðu í kjallaranum, við krakkarnir og fleira fólk. Ingibjörg var hrókur alls fagnaðar og sá skemmtilegu hliðarnar á hlutunum. Þá, eins og nú, féll flug niður vegna veðurs, stundum dögum saman. Komst þá skólafólk frá Þórshöfn og nágrenni sem statt var á Akureyri og Laugum ekki til síns heima á réttum tíma og sátu þá hjónin í Stekkjar- gerðinu uppi með strandaglópa. Ingibjörg eins og venjulega gat séð góðu hliðarnar á þessu og vonaðist bara til að við kæmumst ekki af stað fyrr en jólabakstrinum væri lokið. Það hlýtur þó að hafa verið mikið álag að hafa okkur á heimilinu svona alveg ofan í jólin. Þegar ég útskrifaðist úr MA þá héldu þau hjónin mikla veislu fyrir mig og mitt fólk sem kom á staðinn. Ingibjörg tók ekki annað í mál þó svo á þeim tíma væri ég farin að búa ann- ars staðar. Samskiptin urðu ekki eins mikil eftir að ég flutti suður en þó vorum við alltaf í sambandi. Fyrir nokkru fór heilsu Ingibjargar að hraka mjög. Hitti ég hana síðast í júlí og var hún þá ákveðin í því að fara sem fyrst á sólarströnd, hún hlyti bara að geta haft súrefniskútinn með sér, það var henni líkt. Ég vil að lokum þakka fyrir kynni mín af þessari heiðurskonu og alla hjálpina. Elsku Árni, Siggi, Jóhannes, Jón- as Ingi og aðrir afkomendur. Ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðj- ur. Sigrún Lilja og fjölskylda. Ingibjörg Sveinsdóttir Mig langar að minn- ast góðrar vinkonu til rúmlega 40 ára. Helena og Birgir fluttu til Neskaupstaðar árið 1968 og bjuggu þá í næsta húsi við okkur við Nesgötuna. Það myndaðist fljótt góður vinskapur á milli okkar sem aldrei slitnaði, þó samskipti hefðu mátt vera meiri. Elsta dóttir mín gætti Brynju sumarið 1969, þá að verða 8 ára og Brynja á öðru ári og var henni sýnt þar mikið traust, ekki eldra barni og allt gekk það vel. Helena hefur ekki farið varhluta Helena Svavarsdóttir ✝ Helena Svav-arsdóttir fæddist í Reykjavík 15.12. 1947. Hún lést á taugalækningadeild Landspítalans í Foss- vogi hinn 28.8. sl. Útför Helenu var gerð frá Bústaða- kirkju 8. september 2010. af áföllum í lífinu, en stóð sig eins og hetja, og tókst á við þau með skynsemina að leiðarljósi. Heilsu hennar hrakað mikið á þessu ári og hefur hún dvalið á sjúkra- húsi nánast allt þetta ár. Ég var svo lánsöm að heimsækja hana tveimur vikum áður en hún lést og var hún þá ágætlega hress og bjartsýn og áttum við góða stund saman og spjölluðum um margt gamalt og gott og lífið og tilveruna. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa farið til hennar þennan dag. Hún sagði mér brosandi að nú væri Brynja að flytja heim eftir að hafa búið í mörg ár erlendis og hlakkaði hún mikið til.að fá hana heim fyrir jól. Ég þakka Helenu góða tryggð og vináttu og mig langar að kveðja hana með þessu fallega ljóði eftir Þórunni Sigurðardóttur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. Elsku Reynir, Linda, Brynja, Birgir og fjölskyldur. Guð styrki ykk- ur á þessum erfiðu tímum. Góð minning er gulli betri. Blessuð sé minning Helenu Svavarsdóttur. Rósa Skarphéðinsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.