Morgunblaðið - 16.09.2010, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010
✝ Jóna Björg Páls-dóttir hjúkr-
unarfræðingur fædd-
ist 9. nóvember 1966 í
Keflavík. Hún lést á
líknardeild Bispe-
bjerg Hospital í
Kaupmannahöfn 4.
september 2010.
Foreldrar hennar
voru Unnur Lár-
usdóttir húsfreyja, f.
á Sauðárkróki 26.
mars 1930, d. í Kefla-
vík 17. maí 2008 og
Páll Jósteinsson sjó-
maður, f. í Veiðileysu, Árneshreppi,
9. desember 1932, d. 9. febrúar
2010 í Keflavík. Hálfsystkini Jónu
Bjargar, sammæðra, eru Ellen Jón-
asdóttir húsmóðir, f. 1. júlí 1949,
Kristinn E. Jónsson skipstjóri, f. 1.
júní 1951, Nanna S. Jónsdóttir
kaupmaður, f. 4. janúar 1953, Jón
B.G. Jónsson yfirlæknir, f. 8. febr-
úar 1960. Samfeðra er Páll Krist-
berg Pálson vélvirki, f. 10. febrúar
1964. Albróðir Jónu Bjargar er
Guðmundur L. Pálsson tannlæknir,
þar sem Birgir var við framhalds-
nám.
Hún réði sig til starfa á lyflækn-
ingadeild St. Jósefsspítala í Hafn-
arfirði að námi loknu og starfaði
þar síðan. Jafnframt því þá vann
hún alltaf hluta af sumarleyfum sín-
um ýmist á líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi, lungnadeild
Landspítalans á Vífilsstöðum,
hjúkrunarheimilinu Sólvangi í
Hafnarfirði eða Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja. Síðastliðið ár var hún í
leyfi frá St. Jósefsspítala og starf-
aði þá á handlækningadeild melt-
ingarfæra á sjúkrahúsinu í Herlev í
Kaupmannahöfn.
Félagsstörf Jónu Bjargar helg-
uðust af störfum fyrir kvenfélagið
Hvöt í Sandgerði og Oddfellow-
hreyfinguna, en hún var félagi í Re-
bekkustúku nr 11, Steinunn IOOF.
Þá var hún félagi í Samtökum
SUMS, um sár og sárameðferð. Þá
tók hún virkan þátt í fagnám-
skeiðum og endurmenntun hjúkr-
unarfræðinga og sótti fjölmörg
námskeið og ráðstefnur.
Útför Jónu Bjargar verður gerð
frá safnaðarheimilinu í Sandgerði í
dag, 16. september 2010, og hefst
athöfnin kl. 14. Jarðsett verður í
Hvalsneskirkjugarði.
f. 1. nóvember 1964.
Jóna Björg ólst upp
í Sandgerði og lauk
grunnskólaprófi frá
grunnskólanum í
Sandgerði. Hún fór í
síðan í Mennta-
skólann á Laugar-
vatni og lauk þaðan
stúdentsprófi árið
1988. Hún flutti til
Reykjavíkur það
sama ár og bjó þar á
loftinu hjá Guðlaugi
frænda sínum og
Hólmfríði konu hans
á meðan hún lagði stund á nám í
hjúkrunarfræði við Háskóla Ís-
lands. Því námi lauk hún vorið
1993. Veturinn á eftir stundaði hún
nám í táknmálstúlkun við Háskóla
Íslands. Ári seinna kynnist hún eft-
irlifandi eiginmanni sínum, Birgi
Elíassyni rekstrarverkfræðingi, f.
3. apríl 1963. Þau byrjuðu búskap í
risinu hjá Gulla frænda og Hólm-
fríði en fluttu í Hafnarfjörð árið
1999 og bjuggu þar til ársins 2009
er þau fluttu til Kaupmannahafnar,
Elsku Jóna, það eru undarlegar
aðstæður okkar núna. Þú sefur hér á
líknardeild Bispebjerg sjúkrahúss-
ins í Kaupmannahöfn, við hlið mér,
þú ert ekki dáin, en ég er byrjaður
að skrifa minningargrein um þig. Já,
við fengum að vita það fyrir nokkr-
um dögum að sól lífs þíns er að setj-
ast við sjóndeildarhringinn. Kannski
næsta dag, kannski eftir mánuð.
Lengri verður barátta þín á vígvelli
heilsunnar ekki, við erum orðin
vopnlaus. Þú hefur marga hildi háð
við hina ýmsu sjúkdóma og ávallt
haft yfirhöndina þar til nú. Þennan
stutta tíma sem þú ert vakandi þá
leggjum við á ráðin um framtíðina,
hvað þarf að gera og hvað þarf ekki
að gera, því nú er tíminn svo dýr-
mætur.
Þegar þú ert sofandi þá hlusta ég
á andardrátt þinn og rifja upp þessi
fimmtán ár sem við höfum átt sam-
an. Ekki óraði mig fyrir því að ári
eftir að þú fluttir út til Kaupmanna-
hafnar þá stæðum við í þessum spor-
um. Það var ekki af ævintýraþrá
sem þú fluttir, nei, ég var búinn að
vera hér í eitt ár í framhaldsnámi og
þú sagðir alltaf að heimili okkar væri
þar sem við værum saman. Það
skipti ekki máli hvar það væri.
Tíminn líður. Þetta er erfið helgi.
Röddin er orðin að lágværu hvísli.
Þú átt orðið erfitt með andardrátt.
Stundum er eins og þú hættir að
draga andann, sért að hvíla þig, ég
tel upp að þrjátíu, kannski er þetta
allt í lagi. Ég hef svo oft hlustað á
andardrátt þinn þegar þú ert sof-
andi. Líf þitt hefur alltaf verið nokk-
urs konar línudans þar sem ekkert
hefur mátt útaf bera til að líkaminn
missi ekki jafnvægi sitt. Þetta krefst
mikillar reglu og aga sem þú virðist
eiga endalaust nóg af. Við erum svo
ólík að því leyti. Þegar við förum í
ferðalag þá er það mikið frekar
flakk, London, París, Róm eru
stoppistöðvar okkar, áfangastaðirn-
ir eru borgir eins og Prag, Budapest,
Zagreb, Belgrad, Skopje og Sofia.
Ef við förum á sólarströnd þá er það
Kýpur, Grikkland eða Marokkó. Við
förum bara af stað án þess að vita
áfangastað, förum bara útí buskann.
Dagarnir líða, þú þraukar, eins og
þú sért að bíða eftir einhverju. Það
hefur verið gestagangur, ættingjar
og vinir eru að kveðja. Allir í síðasta
sinn, þú veist að þú sérð þá ekki aft-
ur. Það hlýtur að taka á að vera að
kveðja alla í síðasta sinn. En þú bug-
ast aldrei, ótrúlegt jafnvægi, ég vildi
að ég hefði þennan aga. En þú ert
óróleg, sefur stutt og vaknar sífellt
til að elda eða baka. Þér finnst þú
alltaf vera að taka á móti gestum.
Það er eitt það skemmtilegasta sem
þú gerir, að taka á móti gestum. Þeir
eru ófáir sem hafa notið gestrisni
þinnar.
Við erum að fara heim. Þetta er
okkar síðasta ferðalag saman. Ekk-
ert flakk að þessu sinni. Áfangastað-
urinn er Hvalsneskirkjugarður. Því
verður ekki breytt. Þú ert dáin. Það
gerðist nákvæmlega eins og þú varst
búin að segja mér að það myndi ger-
ast. Nú er orrustunni lokið og við yf-
irgefum vígvöllinn. Flugið til Kefla-
víkur er framundan og þú ert komin
um borð. Þetta er í fyrsta skipti sem
við sitjum ekki saman í flugvél.
Elsku Jóna Björg, sár er söknuður-
inn og mikill er missirinn, en minn-
ing þín lifir.
Birgir Elíasson.
Meira: mbl.is/minningar
Það er komið að kveðjustund.
Systir mín Jóna Björg verður borinn
til grafar í dag. Hún lést á sjúkra-
húsi í Kaupmannahöfn 4. sept. sl.
eftir erfiða sjúkdómslegu aðeins 43
ára gömul. Lífshlaup Jónu var eng-
inn dans á rósum. Hún veiktist sem
barn að aldri af alvarlegum sjúk-
dómi. Hún þurfti að dvelja á sjúkra-
húsi stóran hluta af sinni barnæsku
og unglingsárum. Það markaði djúp
spor í hennar lífshlaup. Hún átti þó
sínar góðu stundir þegar veikindin
voru minni en meiri. Þann tíma not-
aði hún til að mennta sig. Hún lauk
stúdentsprófi og í kjölfarið hóf hún
nám í hjúkrunarfræði og lauk því
með sóma.
Jóna var vinnusöm og hafði mik-
inn metnað. Þrátt fyrir erfið veikindi
sinnti hún krefjandi vinnu bæði hér
heima og erlendis. Síðast vann hún
sem hjúkrunarfræðingur við
Rigshospitalet í Kaupmannahöfn.
Komin til Kaupmannahafnar í krefj-
andi og skemmtilegt starf virtist nú
sem hún væri komin fyrir vind en þá
skellur sjúkdómurinn á henni með
fullum þunga og þrátt fyrir bestu
læknishjálp varð ekki við neitt ráðið
og Jóna lést 4. september sl.
Það var aðdáunarvert að fylgjast
með því hvernig hún tókst á við erfið
veikindi af kjarki og yfirvegun. Hug-
urinn var óbugaður fram á síðustu
stund þótt líkaminn gæfi eftir.
Hvíl í friði, kæra systir.
Jón B. G. Jónsson.
Eitt af því síðasta, sem þú sagðir
við mig, elsku systir, var hvort ég
myndi ekki skrifa minningargrein
um þig. Á þeirri stundu fannst mér
sem sá tími kæmi ekki nærri strax,
þrátt fyrir að ég gerði mér grein fyr-
ir því hversu veik þú varst orðin og
vonaði innst inni að þú myndir vinna
þessa baráttu. Mér fannst nóg um
þau áföll, sem við höfum gengið í
gegnum í fjölskyldunni frá því í maí
2008 þegar elskuleg móðir okkar
lést og síðan kvaddi yndislegur faðir
okkar í febrúar síðastliðnum. Þrátt
fyrir að það værir þú sem væri mikið
veik og lægir fyrir dauðanum þá
varst það þú, elsku systir, sem með
ótrúlegu jafnaðargeði og styrk
huggaðir mig og okkur ástvini þína
sem sátu við sjúkrabeð þitt.
Ég bjóst ekki við að þú færir
svona fljótt, kannski einkum vegna
þess að á þinni stuttu ævi hefur þú
sigrast á veikindum, sem hrjáð hafa
þig allt frá því að við vorum börn.
Allt frá 8 ára aldri hefur þú átt við
veikindi að stríða. Það er með ólík-
indum og sýnir styrk þinn og metnað
að þú sért hjúkrunarfræðingur, þar
sem þú misstir úr nær allan grunn-
skólann þar sem þú lást löngum á
Landspítalanum. Oft var þér vart
hugað líf en alltaf barðist þú gegn
dauðanum og komst á fætur aftur.
Nokkur jólin héldum við hjá þér á
spítalanum, þá var mottóið að halda
næstu jól heima.
Erfiðast fannst mér að hafa þig í
Danmörku, að berjast fyrir lífi þínu,
en þangað fluttir þú einungis fyrir
tæpu ári til Birgis þíns sem er að
ljúka þar námi en þú byrjaðir að
vinna á sjúkrahúsi. Það var gaman
fyrir okkur Ólöfu að koma í heim-
sókn til ykkar í júní síðastliðnum,
þar sem þú stjanaðir við okkur eins
og ávallt, því þú varst höfðingi heim
að sækja. Það var mér því svolítið
reiðarslag, þegar þú sagðir mér, eitt
sinn er við fórum tvö út að ganga
saman að þú hefðir tilfinningu fyrir
því að þetta myndi ekki enda vel. Því
miður reyndist þú sannspá, en allt
gerðist þetta svo hratt og kom okkur
öllum á óvart.
Elsku systir, faðmaðu mömmu og
pabba frá mér og minni fjölskyldu
og vonandi fæ ég eitthvað af styrk
þínum og æðruleysi til að komast yf-
ir þann mikla missi sem ég hef mátt
þola.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þinn bróðir
Guðmundur.
Elsku Jóna Björg.
Hugsunin er óbærileg að fá ekki
að sjá þig aftur, elsku litla systir
mín. Ég læt hugann reika aftur í til
baka til þess tíma er þú komst í
heiminn. Ég man að ég hljóp heim úr
skólanum í löngu frímínútum til þess
að fá að taka þig upp úr körfunni og
knúsa þig. Þú varst heilbrigð og ró-
legt barn en um 8 ára aldur veiktist
þú og varst mánuðum saman á spít-
ala og þar fór þín skólaganga að
mestu fram. Ekki léstu þar við sitja,
heldur hélst þú áfram og fórst á
Laugarvatn, kláraðir stúdentinn og
fórst síðan í hjúkrunarfræði. Allt
þetta afrekaðir þú með smá hléum
vegna veikindanna og oft komu góð-
ir kaflar inn á milli og þá var ekki
slegið slöku við. Þú kláraðir námið
með stæl. Allan þinn starfsferil
varstu á Skt. Jósefsspítala í Hafn-
arfirði og þar leið þér vel í vinnu. Þú
eignaðast einstakan lífsförunaut,
hann Birgi þinn sem stóð eins og
klettur við hlið þér í blíðu og stríðu.
Ykkur leið vel saman og nutuð lífs-
ins. Þú greindist með krabbamein
2007 sem var talið á algeru byrjun-
arstigi. Allt leit vel út eftir meðferð-
ina en ekki var þrautagöngu þinni þó
lokið. Árið 2009 kom svo stóra högg-
ið og krabbameinið tók sig upp aftur.
Þú varst svo sterk og tókst á þessu
eins og þú hafðir gert í þínum veik-
indum, af miklum styrk með Birgi
þér við hlið. Þessi vágestur sem
krabbameinið er dró þig svo til
dauða, aðeins 43 ára að aldri.
Ég trúi, elsku Jóna mín, að þú sért
komin á betri stað, laus við þennan
veika líkama. Þér hlýtur að vera ætl-
að stærra hlutverk hjá æðri mátt-
arvöldum með mömmu og pabba
þinn þér við hlið. Þið hafið öll kvatt
þetta jarðlíf á aðeins 2 árum og það
er mikill söknuður að ykkur öllum.
Ég kveð þig, elsku systir, og bið góð-
an Guð að létta þér ferðina yfir á
annað tilverustig. Ég veit að við
munum sjást aftur.
Þín systir
Nanna.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
viðskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðasta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Elsku Jóna mín! Þá hefur þú kvatt
eftir stutta en hetjulega baráttu við
krabbamein og ert komin í faðm for-
eldra þinna.
Allt frá því að ég kynntist þér fyr-
ir tæpum 30 árum hefur þú átt í bar-
áttu við erfið veikindi en ávallt staðið
uppi sem sigurvegari þar til nú.
Efst í huga mér er heimsókn okk-
ar Guðmundar til þín og Birgis til
Kaupmannahafnar í júní síðastliðn-
um, þar sem þú dekraðir við okkur á
allan hátt, enda húsmóðir fram í
fingurgóma. Þrátt fyrir að þú hefðir
verið mjög veik þá hikaðir þú ekki
við að keyra um allt með okkur og
sýna okkur marga fallega staði í ná-
grenni við heimili ykkar.
Ég minnist einnig með miklu
þakklæti okkar síðustu samveru-
stundar á sjúkrabeði þínum, um
miðjan ágúst. Þú sast uppi í rúminu
þínu með fallegan brúðarvönd í vasa
á borðinu við hlið þér og sagðir mér
hversu hamingjusöm þú værir að
vera orðin eiginkona þíns elskulega
Birgis, sem hafði verið unnusti þinn í
15 ár. Þegar við síðan kvöddumst í
síðasta sinn, þakkaðir þú mér full
æðruleysis fyrir góðar samveru-
stundir á liðnum árum en baðst mig
jafnframt að hlúa vel að Guðmundi
bróður þínum og ekki síst að mér
sjálfri.
Elsku Jóna mín, við hittumst aftur
þegar minn tími kemur en þangað til
mun ég hugga mig við góðar minn-
ingar um yndislega konu.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það,
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því,
sem ég get breytt,
og vit til að greina
þar á milli.
Þín mágkona,
Ólöf.
Manni finnst það ekki gangur lífs-
ins að skrifa minningarorð um tæp-
lega 44 ára gamla manneskju. En
hún mágkona mín Jóna Björg lést 4.
september sl., fædd 9. nóvember
1966. Jóna Björg átti við langvar-
andi veikindi að stríða frá unga aldri
en inn á milli komu góðir tímar þar
sem hún reyndi eftir fremsta megni
að lifa lífinu. Hún var mjög dugleg
að eðlisfari og framkvæmdi marga
hluti sem heilbrigð manneskja hefði
verið stolt af að geta gert. Hún náði
að útskrifast sem hjúkka og vann
sem slík lengst af á St. Jósefsspítala
í Hafnarfirði.
Jóna Björg fluttist til Köben sl.
haust til að geta verið með honum
Birgi sínum sem þar er við nám. Þar
vann hún á Rigshospitalet þar til
veikindin tóku sig upp aftur og ekki
varð aftur snúið. Jóna Björg var
skapmikil manneskja og lét mann
heyra það óþvegið ef henni mislíkaði
eitthvað, og þannig var hún bara,
hún var ekkert að skafa utan af hlut-
unum. Sumir gátu tekið þannig
framkomu en aðrir ekki, sjálfsagt
hafa hennar veikindi markað hennar
karakter. Jóna Björg var mjög
fylgin sjálfri sér og með ríka réttlæt-
iskennd, hún var ekki allra en mjög
góð og einlæg við þá sem komust inn
fyrir skelina hjá henni. Jóna Björg
missti mikið þegar mamma hennar
lést fyrir rúmum tveimur árum því
þær voru mjög nánar og Jóna Björg
henni einstaklega góð.
Enn var höggvið skarð í líf Jónu
Bjargar þegar svo pabbi hennar lést
í febrúar sl. Birgir eiginmaður Jónu
Bjargar hefur staðið eins og klettur
við hlið hennar í öllum þessum veik-
indum síðan þau kynntust fyrir all-
mörgum árum og missir þinn, Birgir
minn, er mikill og sár. Ég vil þakka
mágkonu minni samfylgdina sl. 26 ár
og megir þú hvíla í friði, elsku Jóna
Björg mín .
Ingibjörg Guðmundsdóttir.
Elsku Jóna Björg frænka mín.
Mikið sakna ég þín sárt. Og Biggi
minn, mikið átt þú erfiða tíma í
vændum án Jónu. Það er ekki hægt
að hugsa sér ykkur tvö hjónakornin
hvor án annars. Yndislegt að þið lét-
uð gefa ykkur saman á síðustu
stundunum í ykkar lífi saman. Jóna
Björg var svo hamingjusöm með
það. Það fyrsta sem hún gerði þegar
ég kom til hennar á spítalann var að
sýna mér brúðarmyndina.
Við áttum svo margar góðar
stundir saman, frænka. Það hefur
alltaf verið svo mikill kærleikur á
milli okkar. Nú ylja minningarnar
manni um hjartaræturnar og eru
svo mikilvægar á þessum erfiða
tíma. Það var svo notalegt að vera
hjá ykkur á heimili ykkar í Kaupa-
mannahöfn nú í vetur. Þegar ég
spurði þig hvort ég mætti koma í
heimsókn svaraðir þú, „Já, endilega
komdu sem fyrst og vertu sem
lengst“.
Mér þykir erfitt að hugsa til þess
að þú sért búin að kveðja en erfiðara
fannst mér að sjá þig svona las-
burða. Það er stutt á milli þín, afa og
ömmu. Ótrúlegt að vera að kveðja
ykkur öll á aðeins tveimur árum.
Þau taka eflaust vel á móti þér, mín
kæra.
Elsku Biggi, ég sendi þér hlýja
strauma og bið að guð veiti þér styrk
í sorginni.
Ragnheiður.
Elsku frænka.
Minningarnar sækja á mig þegar
ég sest niður til að skrifa nokkur orð
til að minnast þín. Það eru til mörg
falleg orð til að lýsa þér, orð eins og
gjafmild, hjartahlý, sanngjörn,
vinnusöm og baráttuglöð.
Mér fannst gott að koma til þín á
efri hæðina hjá Gulla frænda og
Hólmfríði á Miklubrautinni þegar ég
var í Iðnskólanum í Reykjavík. Þú
hafðir sannarlega ósvikinn áhuga á
því sem aðrir voru að gera og þegar
við spjölluðum um það sem ég var að
gera í skólanum þá léstu mér finnast
eins og ég væri í stórkostlega merki-
legu námi. Þú áttir auðvelt með að
láta fólki líða vel með sig sjálft og
vera þakklátt fyrir það sem það hef-
ur fengið í lífinu.
Veikindi settu sín spor á líf þitt og
ég minnist þess að hlusta á mömmu
og ömmu tala um hvað þú værir veik
og að það stæðu allir ráðþrota gagn-
vart því sem hrjáði þig. Sjúkdóm-
urinn sem hafði rænt þig svo stórum
hluta þinnar barnæsku og ung-
lingsára var loks greindur Það var
þó ekki fyrr en eftir að amma hafði
fengið það samþykkt að þú fengir að
komast undir hendur sérfræðinga á
Englandi. Upp frá því lá leiðin upp á
við og þú sóttir þér þína menntun.
Sú menntun sem þú sóttir þér lýsir
þér og þinni skapgerð og hjartalagi,
hjúkrunarfræði.
Lokabarátta þín í lífinu reyndist
vera við illvígt krabbamein. Það
hefði ekki komið mér vitund á óvart
að þú myndir sigrast á því eins og
öðrum áskorunum í lífi þínu. Þú
Jóna Björg Pálsdóttir