Morgunblaðið - 16.09.2010, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010
✝ Unnur IngunnSteinþórsdóttir
fæddist í Keflavík
13. febrúar 1942.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Hlévangi 6. sept-
ember sl.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Steinþór Sig-
hvatsson, inn-
heimtumaður,
fæddur á Gunn-
laugsstöðum á Hér-
aði 15. janúar 1906,
d. 25. nóvember 1991, og Sigríður
Stefánsdóttir, húsmóðir, fædd í
Hafnarfirði 10. október 1914, d. 7.
janúar 1998. Systir Unnar er
Lára, húsmóðir, f. 12. nóvember
1939, gift Braga Magnússyni járn-
smíðameistara, f. 6. ágúst 1936.
Börn þeirra eru: Sigríður, f. 20.
janúar 1958, Bryndís, hár-
greiðslumeistari, f. 9. september
1959, og Steinþór, tæknifræð-
ingur, f. 3. júlí 1969.
Unnur Ingunn giftist 7. október
1961 eftirlifandi eiginmanni sín-
um Jóni William Magnússyni
framkvæmdastjóra, f. 16. desem-
ber 1940. Foreldrar hans voru
Magnús Jónsson, sjómaður, fædd-
ur á Kálfsá, Ólafsfirði 18. apríl
1893, d. 4. júní 1973, og Guðlaug
Helga Jóhannesdóttir, húsmóðir,
fædd á Grund, Ólafsfirði 22. ágúst
1894, d. 29. júlí 1970. Unnur og
Börn Guttorms eru Örvar, f. 23.
mars 1987, Ásdís, f. 27. desember
1992, og Ólöf Rún, f. 28. maí 1997.
4) Davíð, aðstoðarhótelstjóri, f.
16. ágúst 1976, kvæntur Evu
Dögg Sigurðardóttur, f. 10. des-
ember 1976. Börn þeirra eru
Lovísa Björk, f. 10. desember
2004, Snorri Rafn William, f. 16.
desember 2007, og nýfæddur son-
ur, f. 2. september sl.
Unnur ólst upp hjá foreldrum
sínum í Keflavík, fyrst að Hafn-
argötu 49 og síðar að Vatns-
nesvegi 36. Unnur Ingunn og Jón
William hófu búskap sinn að Sól-
vallagötu 44 en bjuggu sér síðan
fallegt heimili að Krossholti 6 í
Keflavík. Að loknu námi á Hús-
mæðraskólanum Ósk á Ísafirði
hóf hún störf sem deildarstjóri
hjá Kaupfélagi Suðurnesja en
helgaði síðan fjölskyldunni og
fjölskyldufyrirtækjum starfs-
krafta sína. Þau hjónin stofnuðu
ásamt öðrum Ofnasmiðju Suð-
urnesja en eignuðust síðar fyr-
irtækið og ráku saman í 33 ár. Ár-
ið 1986 reistu þau ásamt
fjölskyldunni fyrsta hótel bæj-
arins, Hótel Keflavík, en þar
starfaði Unnur fyrstu árin við ým-
is störf. Aðaláhugamál Unnar
voru líknar- og mannúðarmál og
hafði hún mikið yndi af að hjálpa
öldruðum og þeim sem minna
máttu sín. Þá tók hún virkan þátt
sem leiðbeinandi í Biblíubréfa-
skóla Aðventista.
Unnur dvaldi síðustu tvö æviár-
in Hlévangi þar sem hún naut
góðrar umhyggju starfsfólks.
Útför Unnar Ingunnar fer fram
frá Keflavíkurkirkju í dag, 16.
september 2010, og hefst athöfnin
kl. 13.
Jón eignuðust fjög-
ur börn: 1) Magnús,
sjómaður, f. 2. febr-
úar 1962, kvæntur
Ellu Björk Björns-
dóttur húsmóður, f.
25. mars 1967. Börn
þeirra eru Sigrún
Ella, f. 17. maí 1992,
Jón Þór, f. 10. mars
1994, og Anna
Marý, f. 22. febrúar
1997. 2) Steinþór,
hótelstjóri, f. 22.
október 1963,
kvæntur Hildi Sig-
urðardóttur leikskólakennara, f.
11. maí 1966. Dætur þeirra eru
Lilja Karen, f. 29. september
1987, unnusti Viggó Helgi
Viggósson, f. 11. október 1987,
Katrín Helga, f. 21. september
1989, unnusti Aron Örn Grét-
arsson, f. 21. júní 1988, Unnur
María, f. 6. nóvember 1995, og
Guðríður Emma f. 30. júní 1997.
3) Guðlaug Helga, kennari, f. 31.
október 1966, gift Guttormi Gutt-
ormssyni tæknifræðingi, f. 14. júlí
1966. Synir Guðlaugar eru Sam-
úel Albert William, f. 24. nóv-
ember 1987, unnusta Þórunn
Kristjánsdóttir f. 17. nóvember
1992, Jakob Elvar William, f. 25.
ágúst 1989, unnusta Áslaug Erla
Hansdóttir, f. 1. maí 1993, og Sig-
urður Haukur William, f. 30. des-
ember 1990, unnusta Tinna
Snorradóttir, f. 6. október 1992.
Það er með þakklæti og virðingu
fyrir móður minni sem ég tekst á
við sorgina á þessum erfiða tíma.
Það hefur verið yndislegt að
heyra frásagnirnar um mömmu síð-
ustu daga frá fólki sem hún gladdi
og minnist hennar sem góðrar konu
sem gerði góðverk í hljóði og ein-
lægni. Slíkt segir meira en mörg
orð um heilindi hennar og trú-
mennsku.
Mínar minningar snúa frekar að
daglegu lífi og þeim forréttindum
sem lítill drengur fékk að njóta hjá
heimavinnandi móður sem lagði allt
sitt kapp á að gera okkur fallegt og
vinalegt heimili. Snyrtimennska og
skipulag var henni mikilvægt. Hver
einasta máltíð og kaffitímarnir voru
daglegir fjölskyldufundir sem báru
vitni um ást hennar og kærleika.
Ég minnist líka ferðanna á sumr-
in til ömmu og afa á Ólafsfirði. Það
var ævintýri líkast að koma í fallega
fjörðinn þar sem öldurnar skullu á
svörtum sandinum rétt við húsið og
við systkinin fengum að njóta okkar
við leik og frjálsræði. Veiði- og
berjaferðir voru í uppáhaldi en ekki
þótti mér það leiðinlegt að heim-
sækja alla sem mamma sótti heim
til að gefa gjafir, enda ís og ávextir
oft á borðum í þakklætisskyni. Síð-
asta ferð mömmu var upp að Með-
alfellsvatni í bústaðina okkar í sum-
ar þar sem við nutum samvista á
yndislegum stað og mamma naut
útiverunnar í síðasta sinn.
Mamma var brautryðjandi og
vann af heilum hug að uppbyggingu
fyrirtækja okkar og hvatti okkur
áfram. Í hennar huga snerist þetta
aldrei um eitthvað sem hún vildi
eignast, heldur vilja til að skapa
vinnu og gera eitthvað jákvætt fyrir
samfélagið. Ég mun seint geta
þakkað henni og pabba fyrir að hafa
fengið að taka svo virkan þátt í lífi
þeirra og fyrirtækjarekstri og finna
það traust sem ég hef alltaf notið.
Ég mun alltaf geyma kortin sem
hún skrifaði með fallegu skriftinni
sinni en öllum hamingjuóskum
hennar fylgdu þakklæti og hand-
skrifaður boðskapur um hvernig við
ættum að lifa lífinu. Hún hafði gam-
an af að taka myndir en aðallega þó
að koma þeim til viðkomandi. Þetta
fengum við fjölskyldan og svo
margir aðrir að upplifa. Enginn
sem ég þekki hefur sýnt það betur
en mamma að sælla er að gefa en
þiggja. Þar var hún heil í gegn.
Veikindi mömmu hafa verið mikil
og langvinn. Hún kvartaði aldrei og
gekk í gegnum lífið af miklu æðru-
leysi og óhrædd við það sem koma
skyldi. Hún minnti okkur reglulega
á þá velgengni sem við fjölskyldan
höfum notið án þess að sjá sína eig-
in stöðu eða veikindi í því samhengi.
Með þessari jákvæðni og trúnni á
Guð náði hún að vinna óteljandi
baráttur gegn öllum líkum.
Elsku pabbi, þú hefur staðið þig
eins og hetja allan þennan tíma
þannig að eftir var tekið. En við vit-
um líka báðir að það hefði verið eins
ef hlutunum hefði verið öfugt farið.
Megi góður Guð, sem mamma
treysti fyrir öllu, styrkja okkur í
sorginni.
Elsku mamma mín, ég mun aldr-
ei gleyma því sem þú varst mér. Við
Hildur og stelpurnar kveðjum þig
með eilífu þakklæti fyrir það sem
þú hefur kennt okkur með lífshlaupi
þínu.
Guð gefi þér góða nótt, elsku
mamma mín.
Þinn elskandi sonur,
Steinþór.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku mamma og tengdamamma.
Þvílíkur heiður að hafa verið
dóttir ykkar pabba.
Yndislegasta móðir, hérna kemur
versið þitt:
Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi
aftur: Verið glaðir. Ljúflyndi yðar
verði kunnugt öllum mönnum. Drott-
inn er í nánd. Verið ekki hugsjúkir
um neitt heldur gjörið í öllum hlutum
óskir yðar kunnar Guði með bæn og
beiðni og þakkargjörð. Og friður
Guðs, sem er æðri öllum skilningi,
mun varðveita hjörtu yðar og hugs-
anir yðar í Kristi Jesú. (Fil.4:4.)
Þar til Kristur kemur aftur í
skýjum himinsins.
Guð blessi þig.
Þín elskandi,
Guðlaug og Guttormur.
Elsku amma mín. Ég ákvað að
setjast ein með sjálfri mér og skrifa
til þín mína hinstu kveðju. Söknuði
mínum er vart lýsandi með orðum
og ég á erfitt með að trúa því að þú
sért í raun búin að kveðja þennan
heim. Ég mun leita mér huggunar í
orði Guðs eins og þú hefðir sagt
mér að gera. Sunnudagsnóttin 6.
september síðastliðinn er ég kom til
þín upp á Hlévang var ein erfiðasta
stund lífs míns. Þó að veikindi þín
hefðu hrjáð þig lengi þá var ég ekki
tilbúin að kveðja þig strax. Þú barð-
ist hetjulega, kvartaðir aldrei og
sýndir ekkert nema styrk, svo innst
inni hélt ég ávallt enn í vonina. En
hvíld þurftir þú á að halda, elsku
amma mín og hana áttir þú skilið.
Þú lifðir góðu lífi og kvaddir okkur
með frið í hjarta. Nú sefur þú vært
og ert laus við þær byrðar sem
sjúkdómurinn olli þér. Þó mér finn-
ist óréttlátt að þú varðst að fara svo
fljótt frá okkur þá er ég afar þakk-
lát fyrir þann tíma sem ég átti með
þér og fyrir allt það sem þú kenndir
mér. Minningarnar um þig munu
fylgja mér alla mína lífstíð.
Á stundu sem þessari hellist yfir
mig heilt haf af yndislegum minn-
ingum sem styrkja mig í þessum
þunga harmi. Ég minnist þess þeg-
ar ég var lítil og var í pössun hjá
þér að við horfðum saman á uppá-
halds kvikmyndina þína „Sound of
Music“; eins okkar vikulegu ævin-
týraferðir með þér og afa Nonna og
öllum barnabörnunum. Fara í klipp-
ingu hjá þér með háværu rakvélinni
þinni, fylgjast með þér sauma og
sjá hvað þú varst flink í höndunum.
Eins þegar þú varst vön að koma
heim til okkar færandi gjafir af
engu sérstöku tilefni. Fylgjast með
þér takandi ljósmyndir sem urðu
ávallt að vera fullkomnar og allir á
myndinni urðu að vera rétt upp-
stilltir og vel greiddir. Hlusta á þig
lesa upp úr þinni Biblíu og biðja
bænir fyrir svefninn og kyssa mig
svo góða nótt. Ég minnist einnig
allra þeirra litlu hluta eins og það
eitt að halda í höndina á þér, þitt
innilega bros og fallega rauða hárið,
fallega rithöndin þín og að hlusta á
þig syngja fallegt lag á góðri
stundu. Það er svo margt sem ég
hef lært af þér sem ég kem til með
að hafa að leiðarljósi. Það helsta
sem ég mun tileinka mér er hjálp-
semi þín og gjafmildi. Þú gast alltaf
fundið tíma, ástæðu og leiðir til að
hjálpa öðrum. Allir þeir sem þekktu
eitthvað til þín vissu af þessum eig-
inleikum þínum. Ég mun leitast við
að halda minningu þinni á lofti um
ókomin ár.
Ég held áfram lífsins leið með orð
þín og minningar að veganesti og
geymi þig í hjarta mínu um ókomna
tíð. En ég veit að við munum hittast
aftur á ný svo þangað til næst,
elsku amma mín, megi Guð varð-
veita þig og geyma. Ég bið Guð um
að passa afa Nonna, börnin þín,
barnabörn og aðra ættingja. Ég
enda kveðju þessa með þeim hinstu
orðum er ég sagði við þig: Góða
nótt, elsku amma mín og sofðu rótt.
Ég hugsa til þín.
Þitt elsta barnabarn,
Lilja Karen Steinþórsdóttir.
Okkur langar að minnast frænku
okkar Unnar Ingunnar í nokkrum
orðum. Það fyrsta sem kemur í
hugann þegar við hugsum um Unni
er hversu gjafmild hún var og hve
vel hún hugsaði um alla í kringum
sig. Í nánast hvert skipti sem við
komum til Keflavíkur þá fórum við
heim með ýmsar gjafir t.d. sokka,
spegla, greiður og á hverju heimili í
fjölskyldunni eru til mörg hand-
klæði merkt með nöfnum okkar
ísaumuðum. Unnur var líka með
töluvert magn af gjöfum tilbúið í
bílnum sínum til að gefa ef hún hitti
einhvern á leið sinni. Hún var alltaf
að hugsa um að gera öðrum gott.
Unnur hafði alveg sérstakan
áhuga á ljósmyndun og notaði öll
tækifæri til að mynda stórfjölskyld-
una. Hún tók hvern og einn fjöl-
skyldumeðlim afsíðis og stillti hon-
um upp þar sem bakgrunnurinn var
góður, t.d. við hurð sem hún notaði
oft sem ramma. Við eigum nokkur
hundruð mynda frá Unni úr brúð-
kaupum, skírnum, fermingar-
veislum og myndir sem teknar voru
við önnur tækifæri. Unnur lagði sig
alla fram við ljósmyndunina, ef
henni fannst lýsingin ekki nógu góð
úr framkölluninni lét hún náttúru-
lega laga það. Hún var nánast alltaf
með myndavélina í þeim veislum
sem henni var boðið í, sem voru
ekki fáar. Þeir sem náðust á mynd
fengu hana senda og voru þær að
sjálfsögðu settar í plast og merktar
af Unni. Það fór alveg gríðarlegur
tími hjá Unni að vinna úr öllum
myndunum sem hún tók og erum
við afar þakklátar fyrir það og fyrir
þær minningar sem fylgja mynd-
unum.
Unnur hélt alltaf góðu sambandi
við okkur og hringdi hún oft í okk-
ur, oftar en ekki hringdi hún nokk-
ur símtöl í röð sama kvöldið því hún
gleymdi alltaf einhverju sem hún
ætlaði að segja okkur.
Unnur frænka okkar var mjög
trúuð kona. Afmælis- og jólakortin
frá henni og fjölskyldunni báru vott
um það, en þau voru undantekning-
arlaust með tilvitnun í hin ýmsu
guðspjöll, eftir því sem við átti. Hún
sá til þess að fermingarbörnin eign-
uðust biblíur og gaf börnunum í
fjölskyldunni bækurnar Trúfastir
vinir, sem voru áritaðar af henni.
Í sumar var ég að leita að lesefni
fyrir Hafdísi, barnabarnið mitt og
fann bækurnar sem móðir hennar
hafði fengið frá Unni frænku. Þvílík
hamingja hjá barninu þegar hún
komst í bækurnar og spurði strax
hvort hún mætti eiga þessar bækur.
Blessuð sé minning Unnar
frænku. Við vitum að amma og afi
taka á móti henni opnum örmum.
Við vottum Nonna, Magga, Steina,
Gullu, Davíð og fjölskyldum okkar
dýpstu samúð.
Sigríður, Bryndís og Arna Lára.
Hún var að taka myndir þegar ég
sá hana fyrst. Var ekki sama hvern-
ig fólkið raðaði sér upp og lét það í
ljós. Við þekktumst ekkert en ég
átti samt að vera með. Svo vildi hún
taka mynd af mér einni. Ég var
ekki á því, – sagðist myndast svo
illa, – hefði aldrei slegið í gegn í
þöglu myndunum! En hún brosti
bara og smellti af, mörgum sinnum.
Ég fékk svo sent þykkt umslag fullt
af myndum, filmurnar líka. Góðar
myndir. Unnur gerði allt vel. Þann-
ig hófust kynni okkar og kær vin-
átta. Marga myndina hef ég síðan
þegið frá Unni minni og ófáar aðrar
gjafir. Hún var örlátasta manneskja
sem ég hef kynnst.
Við hétum sama nafni, eiginmenn
okkar líka og áttum saman margar
ógleymanlegar stundir. Ferðirnar
til Ólafsfjarðar voru ævintýr með
Jón William sem fararstjóra, um
hans æskuslóðir. Heimboðin að
Hótel Keflavík og veislurnar þar og
ferðirnar með Bergmáli vítt og
breitt um landið. Ekki má heldur
gleyma heimsóknum í Lindina, –
við Meðalfellsvatn þar sem fjöl-
skyldu-paradísin þeirra er staðsett.
Og þá ekki síður í ævintýrahöllina
„Lækinn“ sem er nýjasta viðbótin
þar. Þarna naut Unnur sín vel enda
staðurinn henni einkar kær, nátt-
úrufegurð allt um kring og töfrar í
loftinu.
Bergmál, líknar- og vinafélag, var
Unni líka hugleikið. Þau hjón voru
stofnfélagar. Eftir að heilsan versn-
aði var hún oft þátttakandi í orlofs-
vikum félagsins, bæði að Hlíðar-
dalsskóla og Sólheimum og naut
þar hvíldar og hressingar. Hún var
afar þakklát fyrir og við sem stóð-
um að orlofinu ekki síður að hafa
hana hjá okkur. Öllum þótti vænt
um Unni og fyrir hönd félagsins
þökkum við áralanga vináttu þeirra
hjóna og sendum samúðarkveðjur
Unnur Ingunn
Steinþórsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Ó þú minn Jesús þess ég bið,
sem ert svo góður börnum við
að láta okkur aldrei skilja.
Ef að þú Jesús ert mér hjá,
er ég gott barn og læri þá
míns Guðs að gera vilja.
(G.H.J.)
Elsku amma. Við viljum
þakka þér fyrir allar góðu bæn-
irnar þínar. Elskum þig. Hvíl í
friði.
Samúel William, Jakob Willi-
am og Sigurður William.
Þökkum áralanga vináttu og
umhyggju, sérstaklega fyrir
Klöru. Guð blessi þig fyrir það.
Sjöfn og Björn.
Elsku pabbi,
tengdapabbi, afi og
langafi.
Takk fyrir samveruna í gegnum
árin. Við söknum þín sárt.
Dökkur skuggi á daginn fellur,
dimmir yfir landsbyggðina.
Köldum hljómi klukkan gellur,
kveðjustund er milli vina.
Fallinn dómur æðri anda,
aðstandendur setur hljóða.
Kunningjarnir klökkir standa,
Haukur Haraldsson
✝ Haukur Haralds-son mjólkurfræð-
ingur fæddist á Húsa-
vík 17. september
1928. Hann lést á
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 4. september
2010.
Útför Hauks var
gerð frá Akureyr-
arkirkju 14. sept-
ember 2010.
komið skarð í hópinn
góða.
Gangan með þér
æviárin
okkur líður seint úr
minni.
Við sem fellum tre-
gatárin
trúum varla brottför
þinni.
Þína leið til ljóssins
bjarta
lýsi drottins vernd-
arkraftur.
Með kærleiksorð í
klökku hjarta
kveðjumst núna, sjáumst aftur.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Jóhannes Haukur, Ásdís,
Jóhannes Haukur, Rósa
Björk, Ólöf Halla, Árni
Haukur, Ingibjörn, Aron
Snær, Elín Huld, Sigrún
Ósk og Haukur Atli.