Morgunblaðið - 16.09.2010, Page 36

Morgunblaðið - 16.09.2010, Page 36
LISTIN AÐ KYSSA María Ólafsdóttir maria@mbl.is Það er list að kyssa og eittþað skemmtilegasta við þálistgrein er að æfinginn skapar meistarann. Jú, jú, það eru til ýmis konar bækur sem eiga að vera einskonar masterskúrs í fag- inu en verklegi parturinn virkar langbest! Fyrsti kosinn hefur mik- ið að segja og því mikilvægt að vanda til verksins, en þegar lengra líður á er auðveldlega hægt að hlæja að misheppnuðum og illa tímasettum kossum.    Mikilvægt er að fara hægtog rólega í fyrsta kossinn. Það vill enginn láta stökkva á sig og sitja svo eftir svekktur og blautur í framan. Samanber kossa- stíl herramanns sem Charlotte í Sex and the City fór á stefnumót með og fannst andlit sitt hafa ver- ið misnotað eftir á. Þá er ljúfur bíómyndakoss betri þar sem hend- ur hans leita í hár stúlkunnar en hendur hennar að bringu drengs- ins. Þannig vefja einstaklingarnir sig saman þar til varirnar mætast heitar og seiðandi. Næsta stig er svo að hleypa tungunni að og keyra hana ekki ofan í kok á mót- leikaranum heldur að leyfa henni að gæla ljúflega við tungu hans. Þannig geta tungurnar kynnst í rólegheitum og fundið út hvað þeim finnst best. Síðan er líka gott að hafa í huga á hvaða vett- vangi kossinn er framkvæmdur því aðferðin getur breyst sam- kvæmt því.    Kossar kysstir í mesta ná-rými tveggja einstaklinga eru gjarnan ástríðufyllri og æstari en gengur og gerist. Þá er allt í lagi að gleyma reglunum og hafa bara gaman af þessu. Þá má ekki gleyma hinum margfræga skemmtistaðasleik, en þegar hann er framkvæmdur eru fæstir í nokkru ástandi til að fara eftir reglunum. Það er svo sem allt í lagi við og við en skemmti- legra er þó að æfa þessa list í ró- legheitum heima við. Í slíkum til- fellum er mikilvægt að skapa rétta stemningu og vera vel undirbúinn. Listin að kyssa vel og vandlega Reuters Kyss,kyss Þessi tvö eru greinilega á leiðinni að skella sér í einn góðan koss. Góður varasalvi er alveg nauðsyn- legur til að halda vörunum kyssi- legum og þær þurfa líka á honum að halda eftir sífelldar æfingar. Dálítið eins og þarft er að teygja á eftir góða útrás í ræktinni.    Á fyrstu skrefum nýs sam-bands er ágætt að lauma stöku léttum kossum að hér og þar. Til að mynda í eldhúsinu ef þið eruð að elda saman eða annar fyrir hinn. Notið tækifærið til að skapa smá spennu en hafið koss- ana litla og snögga. Eins og smá forrétt að girnilegu hlaðborði. Þreifið ykkur síðan áfram í nota- legheitum í sófanum og eftir nokkrar góðar æfingar ættu tveir einstaklingar að hafa náð að stilla saman strengi sína. Nema auðvit- að að þeir eigi bara kyssilega ekki saman, það getur alveg komið fyr- ir. En ef allt gengur vel jaðrar við alsælu sú stund þegar tveir ein- staklingar ná hámarks tækni í list- inni að kyssa. Þá er fyrsta skref- inu náð og hægt að þróa leikni einstaklinganna áfram og lengra á nýjar brautir. »Notið tækifærið tilað skapa smá spennu en hafið kossana litla og snögga. Eins og smá- vegis forrétt að girni- legu hlaðborði. 36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2010 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI Robert Pattinson stórstjarnan úr Twilight mynd- unum, sýnir magnaðan leik í sínu besta hlutverki til þessa. HHH „BESTA MYND ROBERT PATTINSONS TIL ÞESSA“ - EMPIRE HHH „VIRKILEGA VEL GERÐ MYND.“ - R.EBERT CHICAGO SUN TIMES Mynd sem kemur virkilega á óvart.Sveppi, uppáhald allra!!! Og nú í þrívídd (3D) STÆRSTA HELGAROPNUN ÁRSINS VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! STÆRSTA ÍSLENSKA 3D MYNDIN FYRR OG SÍÐAR HHH „FYNDIN OG HRESS GAMANMYND.“ „BARNABARNIÐ VILDI GEFA Í ÞAÐ MINNSTA FJÓRAR EF EKKI FIMM STJÖRNUR.“ - S.V. – MORGUNBLAÐIÐ HHHH „VIRKILEGA VEL HEPPNUÐ FJÖLSKYLDU- MYND, BÆÐI SPENNAN- DI OG SKEMMTILEG“ „MAÐUR GETUR HREIN- LEGA EKKI BEÐIÐ EFTIR NÆSTU MYND SVEPPA.“ „SVEPPI, TAKK FYRIR AÐ SKEMMTA BÖRN- UNUM OKKAR.“ - K.I. – PRESSAN.IS BESTA SKEMMTUNIN ALGJÖR SVEPPI OG DULARFULLA HÓTEL... kl.63D -83D L STEP UP 3 - 3D kl.83D -10:103D 7 ALGJÖR SVEPPI OG DULARFULLA HÓTEL... kl.6 L HUNDAR OG KETTIR 2 - 3D m. ísl. tali kl.63D L REMEMBER ME kl.8 -10 L LETTERS TO JULIET kl.8 -10:20 L AULINN ÉG m. ísl. tali kl.6 L INCEPTION kl.10:20 L THE GHOST WRITER kl.8 -10:30 12 SHREK: SÆLL ALLA DAGA m. ísl. tali kl.6 L THE GHOST WRITER kl.5:30-8-10:30 VIP-LÚXUS / ÁLFABAKKA ALGJÖR SVEPPI OG DULARFULLA HÓTELHERB... kl.63D -83D -10:203D L THE GHOST WRITER kl.10 12 STEP UP 3 - 3D kl.5:403D -83D 7 INCEPTION kl. 8 -10:40 12 LEIKFANGASAGA 3 m. ísl. tali kl. 5:50 L / KRINGLUNNI Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Nýrokksveitin Amusement Parks On Fire lenti á Keflavíkurvelli í gær og hafði Gylfi Blöndal, skipu- leggjandi tónleikanna, þá óðar fært leiðtoga sveitarinnar, Michael Feerick, símtól. Feerick var eld- hress, og að baki honum mátti greina hlátrasköll, enda sveitin komin aftur til lands elds og ísa eftir nokkurra ára fjarveru. Þann- ig er nefnilega að önnur plata sveitarinnar, Out of the Angeles (2006), var hljóðrituð í Sundlaug Sigur Rósar um hávetur. Í dag er sveitin hins vegar í stuttu stoppi hérna áður en lagt verður í hann til Bandaríkjanna, þar sem nýj- asta platan, Road Eye, verður kynnt. „Já, við vorum hérna fyrir fjór- um árum,“ útskýrir Feerick glað- hlakkalega. „Ég veit eiginlega ekki af hverju við komum hingað. Útgáfan okkar átti slatta af pen- ingum og ég notaði tækifærið og lét senda okkur hingað um hávet- ur. Það var dásamlegt! Síðan tók- um við upp þessa nýjustu að sumri til í Los Angeles. Tókum al- gera u-beygju (hlær).“ Sveit hans hefur verið nokk far- sæl undanfarin misseri en Feerick segist vera hræddur við að halda sig einhvers staðar annars staðar en á jörðinni. „Við megum ekki vera of æstir. Þú veist hvernig þessi bransi er. Við erum bara að njóta þessa meðan þetta varir. Það er mikil stemning í hópnum og vonandi skilar það sér til áhorfenda í kvöld.“ Rokk Amusement Parks On Fire. Algjört indí  Nottinghamsveitin Amusement Parks On Fire spilar á Sódómu í kvöld Húsið verður opnað kl. 21 og að- gangseyrir er 1.200 krónur. For a Minor Reflection hitar upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.