Morgunblaðið - 07.10.2010, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010
Elsku afi minn,
núna ertu kominn á
staðinn sem þér líður
vel á, staðinn sem þú
varst í rauninni löngu tilbúinn til
að fara á. Þinni þraut er lokið og
þú ert laus við allar þjáningar. Ég
efast ekki í eina mínútu um það
að þú sért farinn að synda skrið-
sund í einhverri sundlaug og jafn-
vel farinn að taka einhver júdó-
brögð.
Reglulega kom ég til ykkar
ömmu eftir skóla þegar ég var lít-
il, þá sótti amma mig í Fossvogs-
skóla og svo var farið heim að fá
sér goggol (Cheerios), litað, spilað
á píanóið og margt annað. Alltaf
man ég eftir þér, elsku afi minn,
sem einstaklega flottum í tauinu,
allt í stíl alveg sama hvort það
voru jakkaföt, hversdagsföt eða
íþróttaföt. Alla tíð varstu dugnað-
arforkur og eru margir sem geta
litið upp til þín hvað varðar að
vera duglegur í vinnu. Ef ég segi
rétt frá að þá varstu veikur í 14
daga í bankanum á þessum 50 ár-
Jóhann Ágústsson
✝ Jóhann Ágústssonfæddist í Reykja-
vík 4. maí 1930. Hann
lést á hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð 23.
september 2010.
Jóhann var jarð-
sunginn frá Bústaða-
kirkju 30. september
2010.
um sem þú varst
þar.
Þér fannst afskap-
lega leiðinlegt að
þurfa að hætta að
vinna enda langt frá
því að vera tilbúinn
til þess.
Þegar þú varst
orðinn mikið veikur
dvaldir þú á Sunnu-
hlíð, þú varst ekkert
voðalega sáttur við
það fyrst en það lag-
aðist þó. Ég heim-
sótti þig reglulega
og alltaf varstu jafnánægður að
sjá einhvern koma til þín.
Þú varst mikill sundgarpur alla
tíð og þín daglega rútína var að
fara í laugarnar eldsnemma á
morgnana, synda og spjalla við
hina gömlu kallana í pottunum
um daginn og veginn. Undir lokin
gastu ekki stundað sundið en við
fjölskyldan þín vorum svo heppin
að fá aðgang að sundlaug rétt hjá
heima og gátum við farið með þig
í nokkur skipti þangað. Ég þakka
Guði fyrir í dag að hafa fengið að
fara með þig í sund fimmtudeg-
inum áður en ég flutti til Eng-
lands. Þér fannst yndislegt að
vera í vatninu, því þar varstu
frjáls. Í sundinu tók ég eftir að þú
hafðir engu gleymt hvað varðaði
sundtökin, já þau voru svo sann-
arlega enn til staðar. Ég man þá
setningu sem þú sagðir við mig
þegar ég sagði þér að það þýddi
nú lítið að hafa hendurnar í loft-
inu að reyna að synda, ég bað þig
vinsamlegast um að hafa hend-
urnar ofan í vatninu (með ákveð-
inni röddu en samt smáhlæjandi).
Þá sagðir þú: „Díana, þú ert hör-
kukvendi.“ Já, það er ég kannski,
sagði ég á móti og þú brostir þínu
blíðasta og hélst áfram að synda.
Við áttum góðar stundir saman,
þú og ég, og ég veit að þér þótti
afar vænt um mig. Ég kvaddi þig
vel og lengi áður en ég flutti til
Englands í júlí því innst inni vissi
ég að það yrði mitt síðasta skipti
sem ég myndi spjalla við þig. Þú
varst úti í garðinum með hinu
fólkinu sem býr á Sunnuhlíð, þið
voruð öll með derhúfur í ann-
aðhvort gulum eða gráum lit, þú
auðvitað varst með gula húfu, því
gulur fór þér einstaka vel. Þið
sátuð í stólunum ykkar og nutuð
sólarinnar og er það mín síðasta
minning um þig elsku afi minn,
ljúf, falleg og björt.
Ég kveð þig með söknuði, elsku
afi minn, og ég veit að þú ert um-
kringdur fólki sem er annt um
þig. Við pössum upp á ömmu fyrir
þig, þú þarft engar áhyggjur að
hafa.
Þín
Díana Íris.
Skömmu eftir að ég, sem algjör
nýgræðingur, hóf störf hjá
Landsbanka Íslands, Austurbæj-
arútibúi, þá ungur maður, um tví-
tugt, kom annar ungur maður,
rúmlega þrítutugur, til starfa þar,
sem skrifstofustjóri útibúsins.
Þessi maður var Jóhann Ágústs-
son, reynslubolti þó ungur væri,
sem hafði verið yfirmaður gjald-
eyrisdeildar aðalbankans um
nokkurt skeið og unnið víða ann-
ars staðar í bankanum. Jóhann
varð síðan útibússtjóri og enn síð-
ar starfsmannastjóri Landsbank-
ans og að síðustu tók hann við
starfi aðstoðarbankastjóra Lands-
bankans en því starfi gegndi hann
allt þar til hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir.
Ég held að Jóhann hafi kennt
mér meira í bankafræðunum, en
nokkur annar maður, á þeim 44
árum sem ég starfaði í bankakerf-
inu eins og það var í þá daga, það
er fyrir hrun. Leiðir okkar Jó-
hanns lágu víða saman. Í um ára-
tug var hann næsti yfirmaður
minn í Austurbæjarútibúi bank-
ans og síðar lágu leiðir okkar
saman í aðalbankanum eftir að ég
kom heim frá London þar sem ég
starfaði í um 1 ½ ár hjá Scand-
inavian Bank Ltd. En lengst og
kannski nánast störfuðum við
saman i stjórn VISA Ísland –
Greiðslumiðlun hf.
Jóhann vann að undirbúningi
að stofnun Visa Ísland fyrir
Landsbankann og ég fyrir Bún-
aðarbankann ásamt með mörgum
öðrum góðum mönnum frá hinum
bönkunum og sparisjóðunum. Jó-
hann var svo stjórnarformaður fé-
lagsins fyrstu 15 árin og ég vara-
formaður allan þann tíma. Aldrei
minnist ég þess að greiða hafi
þurft atkvæði á fundum félagsins.
Allt var ákveðið samhljóða. Það
var ekki síst Jóhanni að þakka.
Hann var mannasættir.
Það eru margar ánægjulegar
minningar frá þessum langa tíma.
Við Jóna fórum mörg ferðalögin
með þeim Jóhanni og Svölu, bæði
innanlands og utan en öll þau æv-
intýri væri of langt að telja upp
hér. Eitt sinn vorum við báðir að
fara á aðalfund VISA Internatio-
nal sem í það sinnið skyldi hald-
inn í Vínarborg. Við vorum ekki
samferða en áttum að hittast í
Vínarborg á ákveðnum degi. Ég
notaði ferðina og heimsótti
nokkra banka sem Búnaðarbank-
inn var í viðskiptum við. Meðal
annars var komið til München og
um kvöldið vorum við hjónin á
gangi um aðaltorgið og Jóna seg-
ir: „Ég finn það á mér að við hitt-
um Jóhann og Svölu hérna.“ „Það
getur ekki verið, þau eru á leið-
inni til Vínarborgar,“ segi ég. Í
því er kallað á okkur frá einu úti-
veitingahúsinu og þar eru komin
Jóhann og Svala. „Nei, nú finnst
mér sambandið vera orðið fullná-
ið,“ varð mér þá að orði.
Leiðir okkar Jóhanns lágu
einnig saman, þegar hann stjórn-
aði fundi í Frímúrarareglunni,
þegar ég var tekinn inn í Regl-
una. Hin síðari ár, á meðan heilsa
Jóhanns leyfði, höfum við hjónin
hitt þau Jóhann og Svölu eina
kvöldstund árlega, ásamt gömlum
Landsbankamanni, Helga H.
Steingrímssyni og Völu konu
hans. Það hafa verið gefandi
stundir fyrir okkur öll.
Við viljum nú þakka fyrir sam-
verustundirnar, sem allar voru
ánægjulegar, hvort sem var við
leik eða störf.
Elsku Svala, úr fjarlægð send-
um við þér og fjölskyldunni okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Jóna Árnadóttir og
Sólon R. Sigurðsson.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Gisting
Hjá okkur gista hópar og
fjölskyldur allt árið
Frábær aðstaða fyrir ættarmót, fyrir-
tæki. Heitir pottar, grill og samkomu-
salur. Ódýr gisting á góðum stað.
www.minniborgir.is
Sími 868-3592
Atvinnuhúsnæði
Til leigu nýinnréttuð skrifstofu-
herbergi í 104 Rvk. Securitas-
öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð
samnýting. Uppl. í síma 896 9629.
Geymslur
Geymi tjaldvagna, fellihýsi ofl.
Ímynd gæða. Fjögurra stjörnu. 13
ára reynsla. Í símaskrá ja.is undir;
geymsla asgeirs eirikssonar ehf.
Upplýsingar 897 1731
klettar@heimsnet.is
Sumarhús
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Sumarhús - orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratugareynsla.
Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig
á hinum ýmsu byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Námskeið
Hjartanærandi uppeldi f. erfið
börn Námskeið í Hjartanærandi
uppeldi f. foreldra erfiðra barna
verður í Ólafsvík 8.-11. okt. Viltu upp-
lifa kraftaverk? Skráning í s. 6152161
eða greta@lifogframtid.net.
Til sölu
Steypusög - Til sölu Partner
K-3500 steypusög (þessi gamla góða)
og dælustöð. Vel yfirfarin.
Upplýsingar í síma 897-7162.
Ódýr blekhylki og tónerar í
HP, Dell, Brother, Canon og Epson.
Send samdægurs beint heim að
dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150.
Sjá nánar á blekhylki.is
STIGA – borðtennisborð
Mikið úrval, sjá;
www.pingpong.is
Suðurlandsbraut 10 (2.h.),
S. 568 3920.
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi. Kaupi
allt gull, nýlegt, gamalt og illa
farið. Leitið til fagmanns og fáið
góð ráð. Upp. á demantar.is, í
síma 699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13 (við Austurvöll).
Verið velkomin.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Blómaskór. Margir litir.
Eitt par 1.200 kr., tvö pör 2000 kr.
Ný sending af kínaskóm kr. 1500
Póstsendum.
Skarthúsið, Laugavegi 44.
Sími 562 2466.
s
persónuleg spil
...þegar þú vilt þægindi
Kr. 12.990,-
Klossar. Litir: Svart - Hvítt
stærð 36- 46
Bonito ehf. Praxis
Faxafeni 10, 108 Reykjavík
Sími: 568 2878
Opnunartími: mánud.-föstud. kl.
11.00-17.00
www.praxis.is
TILBOÐ
Þægilegir bandaskór úr leðri.
Stakar stærðir. Verð: 3.500.-
Sími: 551 2070,
opið: mán.- fös. 10 - 18.
laugardaga 10 - 14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Nýkomið – Úlpur
Dúnúlpa, litir svart,grá,
St.S-XXXL.
Hálfsíð úlpa, létt, litir svart,
blágrá. St S-XXXL.
Sími 588 8050
Dömur!
Inniskór og sandallar úr leðri í úrvali.
Margar gerðir.
Verð: 10.900 - og 11.870.-
Sími: 551 2070,
opið: mán.- fös. 10 - 18.
laugardaga 10 - 14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Bílar
Range Rover Vouge 2004
Á 22” felgum og með öllum búnaði.
Ekinn 64 þ. km. Bíllinn er sem nýr.
Hvort vilt þú þremur árum nýrri Kia
jeppling eða þennan glæsivagn á
svipuðu verði? Verð aðeins 4.250
þús.
www.sparibill.is
Fiskislóð 16 - sími 577 3344.
Bílaþjónusta
Húsviðhald
Þak og
utanhússklæðningar
og allt húsaviðhald
Ragnar V Sigurðsson ehf
Sími 892 8647.