Morgunblaðið - 04.11.2010, Page 4

Morgunblaðið - 04.11.2010, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Flestir hafa leitað til hjálparstofnana í enda mánaðar, þegar laun og bætur eru gengin til þurrðar. En það virðist vera að breytast. Sífellt fleiri sækja matarúthlutanir í upphafi mánaðar, en í byrjun októ- ber sóttu yfir eitt þúsund manns mat- og hreinlætisvörur til Mæðrastyrks- nefndar og Fjölskylduhjálpar. Í gær, við fyrstu úthlutun mánaðarins, voru þeir tæplega eitt þúsund. „Ég hélt ekki að það kæmu svona margir annan mánuðinn í röð. Ég sá mörg ný andlit,“ sagði Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskyldu- hjálparinnar. Matarúthlutun Mæðrastyrks- nefndar hófst klukkan tvö í gær. Klukkan eitt var starfsfólk nefndar- innar önnum kafið við að setja upp tjald við innganginn, en með tilkomu þess þurfa gestir Mæðrastyrksnefnd- ar ekki að bíða úti í köldum vetrar- stormum. Þegar fólk kemur á staðinn þarf að gefa upp kennitölu og sýna skilríki. Það er fært inn í skrá, sem tengist Þjóðskrá. „Umræðan um að fólk sé að villa á sér heimildir til að fá ókeypis mat byggist á fordómum,“ segir Ragn- hildur Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Mæðrastyrksnefndar. „Við vitum að þeir eru miklu fleiri sem hugsa hlýlega til okkar. Mæðra- styrksnefnd á marga vini og vel- unnara.“ Nokkur gagnrýni hefur verið á störf hjálparstofnana að undanförnu. „Talað er um niðurlæginguna sem felst í því að standa í biðröð og að láta afhenda sér mat í poka. En hingað kemur fólk með reisn og við tökum á móti því með reisn. Hins vegar mynd- um við gjarnan vilja að rót vandans yrði fundin,“ segir Ragnhildur. „Félagsþjónusta Reykjavíkurborg- ar hefur sent fólk til okkar þegar allt um þrýtur hjá þeim. Það er því afar einkennilegt að fá gagnrýni úr þeirri áttinni,“ segir Ragnhildur og segir hjálparstofnanir taka við þegar hinu opinbera sleppir. Ásgerður Jóna tekur í sama streng. „Á meðan ástandið er svona slæmt, þá er ekki hægt að aðstoða fólk öðruvísi en með sjálfboðastarfi. Velferðarapparatið virðist ekki vera fært um neitt annað en að viðhalda sjálfu sér. Það er endalaust verið að búa til nefndir og halda ráðstefnur. En það hjálpar ekki fólki, sem á ekki fyrir mat.“ Mikil neyð þegar í upphafi mánaðar  „Ráðstefnur hjálpa ekki fólki sem á ekki fyrir mat“ Hanna María Pétursdóttir, fimm ára gömul telpa, teiknaði fyrir ári mynd af broskarli. Móðir hennar, Auður Lind Aðalsteinsdóttir, lét framleiða tíu þúsund endurskinsmerki með mynd af karlinum broshýra, með það í huga að allur ágóði af sölunni rynni til Fjölskylduhjálparinnar. Hún fékk styrk frá ýmsum fyrirtækjum til að fjármagna framleiðslu endurskins- merkjanna. Nú hefur broskarlinn heldur betur látið gott af sér leiða, fyrir utan það að þjóna hlutverki sínu dyggilega sem öryggistæki í svartasta skamm- deginu. Í gær færði Hanna María Fjölskylduhjálpinni allan ágóða af sölu broskarlanna og nam hann 1,1 milljón króna. Broskarlar fyrir milljón HJÁLPARSAMTÖK EIGA MARGA VINI Broskarl Teikning Hönnu Maríu Pétursdóttur af broskarli hefur glatt marga. FRÉTTASKÝRING Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Norðurlandaráð samþykkti í gær til- lögu þess efnis að ráðið beindi þeim tilmælum til Norrænu ráðherra- nefndarinnar að dönsk stjórnvöld hættu að vísa nor- rænum þegnum úr landi sem þörfnuðust fé- lagslegrar að- stoðar. Danir hafa vísað sex hundruð og þrjá- tíu manns úr landi frá árinu 2000 með skírskotun til þarfar þeirra fyrir félagslega aðstoð. Þetta er talið brjóta í bága við norræna sáttmálann um félagslega aðstoð og félagslega þjónustu frá árinu 1994. Í tillögum þingsins kemur fram að hin norrænu ríkin túlki þennan sáttmála á þann veg að öllum þegnum frá Norð- urlöndum séu tryggð sömu réttindi. Helgi Hjörvar, forseti Norð- urlandaráðs, segir Karen Elleman, samstarfsráðherra Dana, hafa gert grein fyrir þessum brottvís- unarmálum og afstöðu Dana í þeim í þinginu í gær. „Hún áréttaði það að þeir teldu sínar aðferðir ekki vera brot á norræna sáttmálanum. Um það sköpuðust mjög harðar umræð- ur og mikil áhersla lög á mikilvægi þess að réttindi íbúa á Norð- urlöndum séu túlkuð eins í öllum löndunum. Þetta er náttúrlega einn vinnumarkaður sem við höfum,“ seg- ir Helgi. Þverpólitísk samstaða Tillagan var samþykkt með fimm- tíu og átta atkvæðum gegn fimm. Helgi segir þetta til marks um þver- pólitíska samstöðu um málið. „Það verður að teljast mjög breið og þver- pólitísk samstaða. Bæði þvert á hitt pólitíska litróf og þvert á öll löndin. Samstaða um það að þetta sé ekki viðunandi og auðvitað mikilvægt fyr- ir fólk sem er í vandræðum og leitar til hins opinbera í vandræðum sínum að því sé ekki vísað úr landi. Þetta eru skýr skilaboð til Danmerkur frá Norðurlandaráði.“ Helgi segist vita um mál þar sem Íslendingi var meinuð félagsleg þjón- usta í Danmörku. „Við vitum um eitt mál sem tengist íslenskri konu sem átti von á barni og leitaði eftir aðstoð í tengslum við það. Það mál er í áfrýjun og hún dró um- sókn sína til baka og sem betur fer eru þetta ekki mörg mál sem hafa farið í hið formlega ferli.“ Helgi kveður þó fjölmargt fólk ekki leita réttar síns í slíkum málum þar sem það sé ekki í stöðu til þess. „Það er auðvitað umtalsverður fjöldi tilfella þar sem fólki hefur verið sagt að það ætti að fara úr landi og hefur ekki skotið málinu áfram. Það hefur bara hlýtt því og er væntanlega í mjög lélegri aðstöðu til að standa á rétti sínum fyrst það er að leita eftir aðstoð.“ Skýr skilaboð til Dan- merkur frá nágrönnum  Meina norrænum þegnum um aðstoð  „Harðar umræður“ Vísað úr landi » Danmörk hefur vísað 630 manns úr landi á tíu árum með skírskotun til þarfar þeirra fyr- ir félagslega aðstoð. » Aðrar Norðurlandaþjóðir hafa ekki meinað þegnum slíka aðstoð. » Þing Norðurlandaráðs beinir nú þeim tilmælum til danskra stjórnvalda að vísa ekki nor- rænum þegnum úr landi. Helgi Hjörvar Strandríkjaráðstefna Heimssýnar Grand hótel föstudaginn 5. nóvember kl. 9:00 til 12:00 Grænland, Ísland, Færeyjar og Noregur mynda samfellda landfræði- legri keðju á N-Atlantshafi. Ríkin eru virk í alþjóðlegu samstarfi og standa utan Evrópusambandsins, þótt blikur séu á lofti vegna um- sóknar Íslands. Á ráðstefnunni verða ræddar áskoranir sem ríkin fjögur standa frammi fyrir á 21. öld. Dagskrá Ásmundur Einar Daðason alþingismaður og formaður Heimssýnar Ávarp Högni Höydal, þingmaður og formaður Þjóðarflokksins í Færeyjum Norður-Atlantshafssamband sem valkostur við ESB Heming Olaussen formaður Nei til EU í Noregi Norsk andspyrna gegn ESB, norðurslóðir og vestnorrænt samstarf utan ESB Josef Motzfeldt, formaður Inatsisartut og forseti grænlenska þingsins Hagsmunir strandríkja í Norður-Atlantshafi og Evrópusam- bandsins eru andstæðir (Skriflegt erindi) Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra Er eitt strandríkið, Ísland, að hverfa? Pallborðsumræður undir stjórn Páls Vilhjálmssonar, framkvæmdastjóra Heimssýnar. Ráðstefnustjóri er Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðubandalagsins Ráðstefnan eru öllum opin og aðgangur er ókeypis. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Auðvitað erum við að þessu í fullri alvöru og ef menn eru að spyrja hver stefnan sé þá fórum við yfir það í dag [í gær]. Við erum að tala um stefnuna í nýsköpunarmálum, í mannafls- frekum stórframkvæmdum, í græn- um störfum og svo framvegis. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur sett fram sínar hugmyndir í þessum málum og þær munu sannarlega koma til um- ræðu ef þeir vilja fara í slíkt samráð,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra, aðspurð um þá gagn- rýni stjórnarandstöðunnar að ekkert nýtt hafi komið fram á fundi um at- vinnu- og skuldamál með stjórninni í gær. „Ég held að það sé þetta sem verið er að kalla eftir og ef menn halda að þetta sé eitthvert leikrit, eins og mér finnst þeir stundum vera að nefna, þá er full alvara að baki þessu hjá okk- ur.“ Fundur í Þjóðmenningarhúsinu Jóhanna boðar fund um skulda- vanda heimilanna eftir næstu helgi. „Það verður væntanlega á mánu- daginn sem skýrsla þessarar nefndar liggur fyrir og þá viljum við í fram- haldinu boða til fundar aftur í Þjóð- menningarhúsinu með öllum þeim aðilum sem komu að þessum málum fyrir þremur vikum.“ – Þú ert skipstjórinn á þessu skipi og stýrir stjórninni. Stjórnarand- stæðingar gagnrýna þig fyrir að vera ekki nógu sýnileg og að þú sért orðin þreytt. Hvað viltu segja um þessi tvö atriði? „Þetta er alrangt. Ég er uppfull af bjartsýni fyrir hönd samfélagsins um að við getum náð okkur út úr þessu ef við berum gæfu til þess að ná sam- an um lausn á erfiðleikunum. Við þurfum á jákvæðni að halda í sam- félaginu en ekki svartsýni, sem mér finnst of mikið bera á hjá stjórnar- andstöðunni.“ – Þú minnist á að þið séuð hálfnuð. Sérðu fyrir þér að þessi stjórn ljúki kjörtímabilinu? „Já. Auðvitað stefnum við að því að ljúka þessu kjörtímabili og það er ágætt að þessir menn sem eru að gagnrýna okkur svona hart muni eft- ir því hvert er nú upphafið að þessum erfiðleikum sem við erum að glíma við.“ Hefur ekkert fram að færa Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur stjórnina ekki hafa lagt fram neitt nýtt. „Hún hefur auðvitað ekkert annað fram að leggja en einhvers konar al- menn áform um að reyna að bregðast við. Fyrir mér er það algerlega óskiljanlegt hvers vegna ég ætti að fara að ganga til samstarfs við rík- isstjórnina um að hvika frá þeim hug- myndum sem ég tel að komi þjóðinni að gagni. Þetta er eingöngu gert til að skapa frið um ríkisstjórn sem ég tel að hafi ekki afl eða mátt til þess að ljúka verkefninu.“ Jóhanna lýsir sig tilbúna til samráðs  Vill skoða tillögur sjálfstæðismanna  Kveðst munu ljúka kjörtímabilinu Jóhanna Sigurðardóttir Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.