Morgunblaðið - 04.11.2010, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010
Ríkisstjórnin lýtur forystutveggja ráðherra. En stundum
mætir þriðja persónan óvænt til
leiks. Steingrímur hefur til þessa
gengið erinda erlendu rukkaranna
í Icesavemálinu. En
nú hefur þriðja per-
sóna blandað sér í
málið og sagt að það
gæti orðið jólagjöf
ríkisstjórnarinnar
til þjóðarinnar.
Á meðan nið-urskurður í velferðarmálum
var kynntur og hengingarólin hert
að hálsi landsbyggðarinnar heyrð-
ist ekkert í þriðju persónunni.
En þegar skoðanakönnun sýndiað fylgið hryndi af Samfylk-
ingunni lét þriðja persónan í sér
heyra frá útlöndum. Könnunin
sýndi, sagði hún, að hætta yrði að
mestu við niðurskurðinn.
Þriðja persónan í forystusveit-inni tekur hlutverk sitt svo al-
varlega að hún talar oftast um sig í
þriðju persónu. „Sá fyrrverandi
formaður SF sem hér talar …“
„Gamli umhverfisráðherrann fyrir
framan þig …“ „Utanríkisráðherr-
ann sem fer með málið og hér
stendur …“
Og meira að segja í návist ljóssheimsins og leiðtoga lífsins,
stækkunarstjórans sjálfs, var talað
þannig: Sá utanríkisráðherra sem
hér vélar um mál … En stækk-
unarstjórinn, sem var staddur
þarna í eigin persónu, sagði við
þann í þriðju persónu að allt sem
sagt væri um samningaviðræður og
undanþágur frá reglum Evrópu-
sambandsins væri blekkingar.
Það var ekki beysið upplitið áþriðju persónu þegar talað var
við hana í fyrstu persónu af annarri
persónu sem vildi ekki taka þátt í
ruglinu.
Össur
Skarphéðinsson
Þriðja persónan
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 3.11., kl. 18.00
Reykjavík 0 snjókoma
Bolungarvík 1 snjókoma
Akureyri -2 snjókoma
Egilsstaðir 0 snjókoma
Kirkjubæjarkl. 0 alskýjað
Nuuk -2 léttskýjað
Þórshöfn 5 skýjað
Ósló 5 léttskýjað
Kaupmannahöfn 10 léttskýjað
Stokkhólmur 8 skýjað
Helsinki 7 skúrir
Lúxemborg 11 súld
Brussel 15 léttskýjað
Dublin 11 súld
Glasgow 8 skýjað
London 16 léttskýjað
París 15 skýjað
Amsterdam 12 heiðskírt
Hamborg 12 skýjað
Berlín 11 skúrir
Vín 13 skýjað
Moskva 7 skýjað
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 21 heiðskírt
Barcelona 20 heiðskírt
Mallorca 20 léttskýjað
Róm 17 léttskýjað
Aþena 16 léttskýjað
Winnipeg 7 heiðskírt
Montreal 6 léttskýjað
New York 10 heiðskírt
Chicago 4 skúrir
Orlando 26 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
4. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:21 17:03
ÍSAFJÖRÐUR 9:40 16:54
SIGLUFJÖRÐUR 9:23 16:36
DJÚPIVOGUR 8:54 16:29
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Fyrrverandi eigandi að Laufásvegi
65 hefur valdið meðeigendum sínum
verulegu tjóni vegna breytinga sem
hann gerði á íbúðinni. Íbúarnir hafa
neyðst til að flytja út úr íbúðinni
vegna leka af efri hæðum hússins.
Breytingarnar eru gerðar án leyfis
byggingafulltrúans í Reykjavík.
Í Morgunblaðinu í gær var rætt
við Arnar Má Þórisson íbúa við
Laufásveg 65, en Landsbankinn hef-
ur krafist þess að hann verði borinn
út úr íbúðinni. Arnar gagnrýndi
framgöngu Landsbankans.
Íbúðin er ekki í eigu Arnars held-
ur fyrirtækisins sem heitir Nordic
Workers sem Arnar á hlut í. Það fyr-
irtæki varð gjaldþrota í mars 2009.
Eftir að félagið varð gjaldþrota gerði
Landsbankinn leigusamning við
Arnar Má, en hann rann út í apríl á
þessu ári. Hann hefur því búið í íbúð-
inni í um 20 mánuði eftir að félagið
varð gjaldþrota.
Nordic Workers var komið í fjár-
hagserfiðleika áður en hrunið skall á
haustið 2008, en við hrunið brustu
allar forsendur sem félagið hafði
gert varðandi tvö parhús sem það
var með í byggingu.
Nordic Workers hefur einnig stað-
ið í framkvæmdum á Laufásvegi.
Skorsteinn sem var á húsinu var t.d.
tekinn niður og breytingar gerðar
innandyra. Þessar framkvæmdir
hafa ekki verið samþykktar hjá
byggingafulltrúanum í Reykjavík og
í bréfi hans segir að embættið hafi
„um árabil“ reynt að leysa málið.
Fyrir liggja drög að samkomulagi
við meðeigenda, en Arnar neitaði að
samþykkja það vegna þess að þar er
gert ráð fyrir að Nordic Workers
greiði kostnað við matsgerð.
Óíbúðarhæf íbúð
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
skoðaði í haust íbúðina á neðri hæð-
inni og segir í bréfi frá eftirlitinu að
stöðugur leki sé úr lofti gestasnyrt-
ingar og miklar rakaskemmdir í lofti
á stærra baðherbergi og í vegg á
stigagangi. „Mikilvægt er að stöðva
lekann, fjarlægja skemmt bygging-
arefni og endurnýja á fullnægjandi
hátt. Óhollusta getur hlotist af svo
háu rakastigi innanhús og blautu
byggingarefni. Íbúðin uppfyllir ekki
kröfur ... reglugerðar um hollustu-
hætti að mati Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur,“ segir í bréfi eftirlits-
ins frá því í október. Eftir að bréfið
barst fluttu íbúar á neðri hæðinni út.
Neyddust til að flýja úr húsinu
Íbúð á Laufásvegi liggur undir skemmdum vegna breytinga sem íbúi á efri hæð-
inni gerði á þaki en þær voru ekki gerðar með leyfi byggingafulltrúa
Morgunblaðið/RAX
Útburður Heimavarnarliðið sló skjaldborg utan um Laufásveg í fyrradag
þegar bera átti Arnar út. Ekkert varð því af útburðinum.
Lögmaður eigenda íbúa á neðri
hæð hússins segir mikilvægt að
koma í veg fyrir að íbúðin verði fyrir
frekari skemmdum vegna um-
gengni og aðgerða íbúa á efri hæð-
inni. Eigandi íbúðarinnar, sem er
Landsbankinn, verði að stöðva lek-
ann.
„Það er auðvitað hagsmunamál
Landsbankans að fá umráðarétt yf-
ir húsinu svo að það sé hægt að
stöðva skemmdir á eigninni og tjón
sem verið er að valda þriðja aðila.
Þakið er búið að liggja undir
skemmdum í nokkur ár og ekkert
fæst lagfært,“ sagði lögmaðurinn.
Lögmaðurinn sagði að sam-
skiptin við Arnar Má Þórisson
hefðu verið erfið og valdið eiganda
íbúðarinnar á neðri hæðinni bæði
fjárhagstjóni og margvíslegum erf-
iðleikum.
„Ég fagna því að dagblöð og
fréttamiðlar taki málstað smæl-
ingjanna í samfélaginu, en þetta er
ekki rétta málið,“ sagði lögmað-
urinn.
Tengdi framhjá mælum
Lögmaðurinn nefndi sem dæmi um
framgöngu Arnars að hann hefði
tengt vatn framhjá mælum og
þannig komið sér hjá því að greiða
fyrir heitt vatn í nokkur ár.
Í DV í gær kemur fram að Nordic
Workers hafi í árslok 2007 skuldað
um 200 milljónir og eigið fé félags-
ins hafi þá verið neikvætt um 69
milljónir. Það er því ljóst að félagið
stóð mjög höllum fæti áður en
bankarnir hrundu og lokaðist fyrir
frekari fjármögnun. Ekkert hefur
verið átt við parhúsið, sem félagið
var með í byggingu, sl. tvö ár.
Íbúðin liggur undir skemmdum
LÖGMAÐUR MEÐEIGANDA Á LAUFÁSVEGI
Latibær ® & © 2010 Latibær ehf. Öll réttindi áskilin.
KRAKKA
DAGAR
4.-8. NÓVEMBER
Frítt fyrir alla krakka í
Íþróttaskóla Latabæjar
7. nóv. kl. 13.00 í
Vetrargarðinum.
Frábær
tilboð í
verslunum
Sjá
dagskrá o
g
tilboð á
smaralind
.is
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
44
12
2