Morgunblaðið - 04.11.2010, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010
„Við heyrum af mönnum sem lang-
ar að fara yfir. Það eru margir
spenntir,“ segir Steinn Leó Sveins-
son, verkefnisstjóri hjá Ræktunar-
sambandi Skeiða og Flóa. Starfs-
menn fyrirtækisins og
undirverktaka eru að ganga frá
nýju brúnni á Hvítá við Bræðra-
tungu en hún verður opnuð fyrir al-
menna umferð undir lok mánaðar-
ins.
Nýja Hvítárbrúin tengir betur
saman Biskupstungur og Hruna-
mannahrepp og þar með helstu
þjónustukjarna sveitanna, þar á
meðal Reykholt og Flúðir. Hún
kemur í kjölfar nýs vegar um
Lyngdalsheiði, á milli Þingvalla og
Laugarvatns.
Mikil samgöngubót
Nýja brúin er 270 metrar að
lengd. Starfsmenn undirverktakans
JÁ verks eru að ganga frá hand-
riðum og öðru slíku. Þá er Rækt-
unarsambandið að ganga frá veg-
tengingum sem alls eru um 9
kílómetrar. Þá eru Fossvélar við
efnisvinnslu.
Samkvæmt samningi á að vera
hægt að hleypa umferð á veginn í
nóvember. Steinn Leó segir að það
verði gert undir lok mánaðarins.
„Þetta verður mikil samgöngubót,“
bætir hann við. Vegurinn verður
látinn síga í vetur og klæðning lögð
á hann næsta vor. Verkinu á að
vera að fullu lokið 15. júní á næsta
ári. helgi@mbl.is
Spenntir að komast yfir
Morgunblaðið/RAX
Brúargerð Hvítárbrúin er 270 metra löng og um 9 kílómetra vegur að.
Umferð verður hleypt á Hvítárbrú við Bræðratungu undir
lok mánaðarins Verktakar eru að ganga frá vegi og brú
Sjávarútvegsráðherra ákvað í gær
40 þúsund tonna upphafskvóta á ís-
lenskri sumargotssíld. 25 þúsund
tonnum verður úthlutað að þessu
sinni því um miðjan síðasta mánuð
var úthlutað 15 þúsund tonnum.
Ákvörðunin er tekin í framhaldi af
nýrri ráðgjöf Hafrannsóknastofn-
unar þar sem lagt er til að heildar-
aflamark vertíðarinnar fari ekki yfir
40 þúsund tonn. Í frétt frá stofn-
uninni um ástand síldarstofnsins og
ráðgjöf fyrir vertíðina kemur fram
um 35% síldarinnar eru talin vera
sýkt og er þetta þriðja vertíðin sem
sýking er í stofninum.
Niðurstöður bergmálsmælinga
benda til þess að veiðistofn síldar sé
um 27% minni í fjölda en hann var í
október 2009, en framreikningar
Hafrannsóknastofnunarinnar í júní
síðastliðnum gerðu ráð fyrir enn
minni stofni en nú mældist. Nið-
urstöður stofnmats benda til þess
að hrygningarstofninn verði um 370
þúsund tonn í byrjun árs 2011.
Lágt hlutfall nýsmits
„Um 35% þess lífmassa er metinn
vera sýktur nú í haust í samanburði
við 32% og 40% haustin 2008 og
2009. Samkvæmt ofangreindu stofn-
mati hefur hrygningarstofninn farið
ört minnkandi frá árinu 2006 er
hann metinn hafa verið um 700 þús-
und tonn. Þrátt fyrir að hlutfall
sýktrar síldar í stofninum sé enn
hátt er hlutfall nýsmits lágt. Mestur
hluti sýktu síldarinnar er með sýk-
ingu sem er langt gengin.
Þessar niðurstöður eru ólíkar því
sem sést hefur á undanförnum
tveim árum þar sem hlutfall lítið
sýktrar síldar var hæst í október en
minnkaði þegar leið á veturinn á
sama tíma og hlutfall mikið sýktrar
síldar jókst. Gæti þetta verið vís-
bending um að sýkingarfaraldurinn
sé í rénun.
Eins var stóran hluta 2007 ár-
gangsins, sem kemur inn í veiðina á
næsta ári, að finna nánast ósýktan í
Breiðamerkurdjúpi,“ segir í frétt
Hafrannsóknastofnunarinnar.
aij@mbl.is
Sýking er
enn í þriðju
hverri síld
Afli fari ekki yfir 40
þúsund tonn í vetur
Síldarafli
í þúsundum tonna
Veiðiár Afli
2000 – 2001 100
2001 – 2002 95
2002 – 2003 94
2003 – 2004 126
2004 – 2005 115
2005 – 2006 103
2006 – 2007 135
2007 – 2008 159
2008 – 2009 152
2009 – 2010 46