Morgunblaðið - 04.11.2010, Side 14

Morgunblaðið - 04.11.2010, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010 Hlaupið í Gígjukvísl Guðni Einarsson Ragnar Axelsson Árni Sæberg Grímsvatnahlaupið tók að sjatna eft- ir miðjan dag í gær. Vatnamælinga- menn Veðurstofu Íslands mældu rennslið vera um 2.600 m3/s laust fyr- ir hádegið. Um kl. 16.30 mældist það vera 2.620 m3/s og þykir ljóst að flóð- toppurinn hafi verið þar á milli. Þegar Morgunblaðsmenn komu að Gígjukvísl í gærmorgun var unnið að því að styrkja vesturbakka árinnar til að forða því að áin græfi undan staurasamstæðu raflínu. Ísjaki braut staurasamstæðu neðan við brúna á mánudag. Í gær hékk staurinn enn á tveimur raflínum í vatnsflaumnum en þriðja línan slitnaði í fyrrakvöld. Hópur vísindamanna flaug með flugvél Landhelgisgæslunnar yfir Grímsvötn í gær. Engin merki sáust um eldsumbrot. Eyjólfur Magnús- son, jarðeðlisfræðingur, sagði í sam- tali við mbl.is að einungis hefðu sést ummerki um hlaupið. Taldi hann ólíklegt að gos væri að hefjast. Í fyrrinótt mældist aukinn titringur á mæli á Grímsfjalli. Ekki er vitað hvað olli titringnum. Jökulsporðurinn heillegur Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur og sérfræðingur á sviði jöklafræði, var ásamt fleiri vísindamönnum frá Veðurstofunni við Gígjukvísl í gær. Morgunblaðsmenn fóru með þeim upp að útrás hlaupsins við austurjað- ar Skeiðarárjökuls nokkuð vestan við Jökulfell. Oddur sagði að sér kæmi á óvart hve lítið hafði brotnað úr jök- ulsporðinum og furðulítið af jökum í ánni. Hins vegar hefur mikið brotnað úr sendnum malarbökkunum gegnt jökulsporðinum. Víða mátti sjá hol- bakka yfir beljandi jökulfljótinu. „Ég vara við því að fólk fari tæpt á þessum bökkum. Maður veit aldrei hvar næsta spilda dettur eða hvað hún er stór,“ sagði Oddur. Hann hef- ur vaktað íslenska jökla og framgang þeirra og rýrnun um árabil. Oddur þekkir vel til Grímsvatnahlaupa og því við hæfi að spyrja hvernig hann meti hlaupið nú. Hlaupið nú líkt og var 2004 „Þetta hlaup er í svipuðum dúr og hlaupið 2004. Þó hefur hlaupið nú vaxið heldur hraðar en þá. Var það þó það hlaup sem hafði vaxið hraðast af þeim hlaupum sem við höfum mælt fyrir utan stóra hlaupið 1996,“ sagði Oddur. Hlaupið 1996 kom í framhaldi af eldgosi í Gjálp sem bræddi rúm- lega þrjá rúmkílómetra af jökulís á skömmum tíma. Bræðsluvatnið safn- aðist fyrir í Grímsvötnum og hljóp þaðan um mánuði síðar. Urðu þá miklar hamfarir og ruddi hlaupið burtu brúm, m.a. brúnni yfir Gígju- kvísl og brúnni yfir Skeiðará að hluta. Oddur taldi sig sjá þess merki við upptökin laust eftir hádegið í gær að hlaupið hefði náð hámarki og væri tekið að sjatna. Hlaupvatnið er um tvær stundir að renna að brúnni. Mat Odds reyndist vera rétt því vatna- mælingamenn töldu að hlaupið hefði verið í hámarki við brúna eftir hádeg- ið. Þeir sögðu það vera gamalla manna mál að þegar myndist drýli í ánni sé hlaupið í hámarki. Drýli sáust einmitt eftir hádegið. Grímsvatnahlaupið leitar nú niður farveg Gígjukvíslar en slík hlaup fóru til skamms tíma niður farveg Skeið- arár og voru þá kölluð Skeiðarár- hlaup. Oddur sagði í samtali við Morgunblaðið 12. ágúst árið 2000 að ef Skeiðarárjökull hopaði nógu mikið myndi vatn Skeiðarár leita í Gígju- Hlaupið metið Oddur Sigurðsson jarðfræðingur segir að hlaupið nú hafi verið í svipað og hlaupið 2004. Nú fer hlaupið niður Gígjukvísl í stað þess að fylla farveg Skeiðarár eins og á árum áður. Grímsvatnahlaupið tók að sjatna síðdegis í gær  Engin merki sáust um eldsumbrot í Grímsvötnum  Súla mun væntanlega fara að renna í Gígjukvísl  Allt vatn undan Skeiðarárjökli mun líklega sameinast í einum farvegi líkt og var á miðöldum Morgunblaðið/Árni Sæberg Grímsvötn Jökulhettan yfir Grímsvötnum var kolsprungin og hafði sigið eins og sást vel úr flugvél Landhelgisgæslunnar í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.