Morgunblaðið - 04.11.2010, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Núna fer ég norður!“ er heiti há-
tíðar sem haldin verður á Þórshöfn
um helgina. Bættar samgöngur
með tilkomu Hófaskarðsleiðar er
tilefni hátíðarinnar.
Hófaskarðsleið liggur þvert
yfir Melrakkasléttu og styttir leið-
ina á milli Þórshafnar og annarra
bæja á Norðurlandi um liðlega
fimmtíu kílómetra og eykur jafn-
framt öryggi. Þá er Raufarhöfn
tengd inn á þennan veg. Hófa-
skarðsleiðin kemur í stað vegarins
fyrir Melrakkasléttu og gamals
sumarvegar um Öxafjarðarheiði.
Nýi vegurinn var opnaður fyrir
umferð í lok ágúst.
Þarf að vekja athygli þjóðar
„Þetta skiptir miklu máli fyrir
samfélagið,“ segir Halldóra Gunn-
arsdóttir, menningar- og ferða-
fulltrúi Langanesbyggðar. Hún
segir að full þörf sé á því að vekja
athygli þjóðarinnar á því að ekki sé
lengur allt of langt til Þórshafnar
og vegir of vondir til að hægt sé að
skreppa þangað. Með sama hætti
hafi nú Þórshöfn dregist inn í
stærra samfélag. Auðveldara verði
fyrir íbúa sveitarfélagsins að taka
þátt í viðburðum á Húsavík eða
Akureyri, svo dæmi séu tekin.
Eftir að menningarfulltrúinn
byrjaði að skipuleggja hátíð til að
vekja athygli á veginum komu ein-
staklingar og fyrirtæki með sína
atburði og uppákomur inn í dag-
skrána. Sömuleiðis nágrannar á
Raufarhöfn, Kópaskeri og í Öxar-
firði.Vegagerðin og samgönguráðu-
neytið gengu til liðs við heimamenn
og ákveðið var að opna veginn með
borðaklippingu og viðhöfn þannig
að nú er með sanni hægt að nefna
þetta vegopnunarhátíð.
Athöfnin fer fram við áning-
arstað í Hófaskarði og hefst klukk-
an 11 á laugardag. Þá munu Ög-
mundur Jónasson samgöngu-
ráðherra og Hreinn Haraldsson
vegamálastjóri klippa á borða sem
strengdur verður yfir veginn. Gest-
um er síðan boðið í kaffisamsæti í
félagsheimilinu Hnitbjörgum á
Raufarhöfn.
Ekki lengur of langt
Þórshafnarbúar og nágrannar fagna bættum samgöngum
með Hófaskarðsleið með hátíðinni „Núna fer ég norður!“
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Vegagerð Framkvæmdum við veginn um Hófaskarð og Raufarhafnarveg
lauk í sumar og var umferð hleypt á vegina í ágústmánuði.
Vegopnunarhátíð
» Hátíðin hefst á föstudags-
kvöld með konukvöldi á Eyr-
inni.
» Markaðsdagur verður í
íþróttamiðstöðinni á Þórshöfn
á laugardag.
» Píanótónleikar Þórarins
Stefánssonar verða í Þórshafn-
arkirkju kl. 18.
» Hátíðinni lýkur á sunnu-
dag með Héraðsmóti HSÞ í
knattspyrnu 12 ára og yngri.
sveitar Norðurlands í útsetningum
Högna Egilssonar.
Helgi og hljóðfæraleikararnir eru
með tónleika á Græna Hattinum
annað kvöld og á laugardagskvöldið
verða Hjálmar á hattinum; kynna
þar afurðina Frá Keflavík til Kings-
ton – ljósmyndabók og disk.
Tíu ár voru liðin á þriðjudaginn
frá því að verslunarmiðstöðin Gler-
ártorg var opnuð. Afmælisveisla
hefst í dag og stendur fram á sunnu-
dag. Í dag verður m.a. boðið upp á 30
metra langa afmælistertu frá kl. 14
til 18.
Paradísarland er þjónusturými
ætlað börnum, sem opnað verður á
Glerártorgi í dag. Það er ekki
„geymsla“ heldur „ekki síst hugsað
sem samverustaður fyrir foreldra og
börn,“ segir Ásdís Elva Rögnvalds-
dóttir sem þar ræður ríkjum.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Snjór Sumir hjóluðu í vinnuna í gær
og þurftu að skafa fyrir heimför.
Af pörupiltum og
hvunndagshetjum
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Einhverjir óknyttadrengir (eða
stúlkur) skemmtu sér við það að aka
vélsleða og fjórhjóli um golfvöllinn
að Jaðri í vikunni. Spóluðu m.a.
marga hringi á hjólinu á flötunum
við 10. og 12. braut.
Ég geri ekki ráð fyrir því að kylf-
ingar séu almennt hrifnir af snjó og
frosti, en þær aðstæður koma von-
andi í veg fyrir miklar skemmdir að
Jaðri. Er ekki nóg pláss annars stað-
ar til að leika sér?
Fjöldi fólks var í Hofi á þriðju-
dagskvöld og stemningin mjög góð,
en þar voru haldnir tónleikar til
stuðnings Sævari Darra Sveinssyni
og foreldrum hans. Sævar Darri,
sem er 8 ára, greindist með hvít-
blæði í byrjun september.
Margir tónlistarmenn komu fram
í Hofi og gáfu allir vinnu sína. Frá-
bært framtak, og þeim sem vilja
styðja fjölskylduna er bent á styrkt-
arreikninginn 0515-14-405236,
kennitala: 140780-3759.
Spennandi tónleikar verða í
Hofi annað kvöld; hljómsveitin
Hjaltalín leikur þar efni af plötunum
Sleepdrunk season og Terminal
ásamt meðlimum Sinfóníuhljóm-
Helgi Björns
syngur Hauk Morthens
Trommur
Einar Valur Scheving
Bassi
Róbert Þórhallsson
Gítar
Stefán Már Magnússon
Píanó
Kjartan Valdimarsson
Bakraddir
Erna Hrönn Ólafsdóttir
Rósa Guðrún Sveinsdóttir
Stefán Örn Gunnlaugsson
Salurinn
Kópavogur, Hamraborg 6
Miðapantarnir í síma 570 0400
og á miði.is
ÍS
LE
N
SK
A
/S
IA
.I
S
/I
S
L
51
82
2
10
/1
0
Vegna mikillar
aðsóknar og fjölda áskorana
hefur verið bætt við aukatónleikum
sunnudaginn 7. nóvember
kl. 20:00.