Morgunblaðið - 04.11.2010, Síða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010
Mér þótti vænt um
að sjá það í grein Ög-
mundar Jónassonar
ráðherra í Morg-
unblaðinu á þriðjudag-
inn að hann hefur
áhyggjur af því eins og
Jón Grunnvíkingur á
sínum tíma hve baga-
leg fábreytni í atvinnu-
málum sé. Báðir eru
nútímamenn í hugsun.
Grunnvíkingurinn vitnar til séra
Narfa á Útnyrðingsstöðum um verk-
legar nýjungar, en það orð lá á að
séra Narfi kynni að búa til peninga og
bláan lit úr steinum. Ögmundur vill
„huga að orðum Jóns frá Grunnavík
og lofta út“.
Það er rétt hjá Ögmundi að um
hálfrar aldar skeið hef ég verið
áhugamaður um stóriðju og vísast til
ályktunar ungra sjálfstæðismanna á
Akureyri árið 1961 um þau efni. En
alþýðubandalagsmenn (vinstri græn-
ir) vildu eitthvað annað þótt þeir létu
sér ekki detta í hug fjallagrös á þeim
tíma. Þeir voru hræddir við útlend-
inga í atvinnurekstri, einkum banda-
ríska. Einar Olgeirsson hvessti augun
á Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson
og sagði: „Þér, villidýr í frumskógum
auðvaldsins.“ Talað var um Mið-
nesheiði til að lýsa andúð á varnarlið-
inu og Nató eins og nú er talað um
Hádegismóa út af Morgunblaðinu.
Atvinnuleysi fer vaxandi, ungt fólk
hverfur úr landi og æ fleiri fjöl-
skyldur sjá ekki fram úr
fjárhagsvanda sínum.
Forsætisráðherra talar
um græna atvinnu-
stefnu. Það kallast spilli-
bloti í harðindum, þegar
þiðnar, en of lítið þó til
að auðni. Næsta frost
myndar harðfenni eða
svell og tekur fyrir alla
beit. Þvílík eru loforð
ríkisstjórnarinnar til
bjargar atvinnulausum
og heimilunum í landinu
– loforðin eru spillibloti í harðindum. .
Eitt er sameiginlegt með Ögmundi
ráðherra og Grunnvíkingnum, báðir
trúa á kynjasögur frá fjarlægum slóð-
um. Grunnvíkingurinn spurði Jón
Hreggviðsson hvað væri nýjast af Ís-
landi og hann sagði honum frá sjók-
indum á Akranesi og væru sumar
ljótar. Ögmundur sá roðann í austri.
Og báðir fundu það sem þeir leituðu
að.
En þó hefur ekkert breyst – at-
vinnuleysið eykst og leitin endalausa
að einhverju öðru heldur áfram.
Leitin endalausa að
einhverju öðru
Eftir Halldór
Blöndal
Halldór Blöndal
»Eitt er sameiginlegt
með Ögmundi ráð-
herra og Grunnvík-
ingnum, báðir trúa á
kynjasögur frá fjar-
lægum slóðum.
Höfundur var forseti Alþingis.
Það er skoðun okkar
hollvina og Konráðs
Lúðvíkssonar læknis að
hægt sé að koma í veg
fyrir að fæðingar- og
skurðlæknaþjónusta
hér á Heilbrigðisstofn-
un Suðurnesja verði
áfram í Reykjavík ef
stjórnendur HSS og
ráðuneytið vinni saman af heilum hug í
málinu.
Við hollvinir og Konráð Lúðvíksson
læknir áttum fund með heilbrigðis-
ráðherra Álfheiði Ingadóttir í vor þar
sem við kynntum hugmyndir okkar
um lausn sem gæti tryggt áfram þjón-
ustuna á HSS. Þar segir meðal ann-
ars:
„Að heilbrigðisráðherra veiti leyfi til
að nýta umfram rými á skurðstofu til
útleigu enda sé tryggt að allur ágóði
renni óskertur til HSS til að standa
straum af þeirri lágmarks skurðþjón-
ustu sem starfrækt væri samtímis í
þágu íbúa Suðurnesja. Hér skal undir-
strikað að um er að ræða leigutekjur
sem renna óskertar til HSS.“
Ráðherra lét í framhaldi af þessari
beiðni reikna út hver áætlaður kostn-
aður væri af rekstri skurðstofunnar,
miða við þá starfsemi sem verið hefði
og liggur sú áætlun fyrir.
Einnig fengum við upplýsingar frá
starfsmönnum heilbrigðisráðuneytis-
ins að þeirra túlkun væri að næsta
skef varðandi umsókn um þetta form á
rekstri væri í höndum framkvæmda-
stjórnar HSS. Framkvæmdastjórnin
hefur hins vegar tekið þá afstöðu að
þær umsóknir sem berast um leigu á
skurðstofu skuli fara beint til heil-
brigðisráðuneytisins.
Hollvinir telja að það verði að fá nið-
urstöðu í þetta aðkallandi mál. Við
heitum á heilbrigðisráðherra Guð-
bjart Hannesson og framkvæmda-
stjórn HSS að leysa þetta brýna mál
hið bráðasta. Fæðandi konur á Suð-
urnesjum og aðrir íbúar eiga fyllsta
öryggi í heilbrigðismálum skilið.
Þetta er rifjað upp núna að gefnu
tilefni og vegna þess sem fram kom á
fundinum um atvinnumál í Stapa 28.
október en þar mátti skilja á við-
brögðum nokkra fundarmanna að við
undirrituð værum andvíg útleigu á
skurðstofum. Eins og rakið er hér að
framan höfum við lagt til og munum
leggja áherslu á að skurðstofurnar
verði leigðar út ef það gæti orðið til
þess að þjónustan yrði áfram hér á
Suðurnesjum.
Hollvinir Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja.
Eftir Eyjólf
Eysteinsson og
Sólveigu
Þórðardóttur
» „Að heilbrigðisráð-
herra veiti leyfi til að
nýta umfram rými á
skurðstofu til útleigu
enda sé tryggt að allur
ágóði renni óskertur til
HSS.“
Sólveig Þórðardóttir
Eyjólfur Eysteinsson er fomaður
Félags eldri borgara á Suðurnesjum
Sólveig Þórðardóttir er ljósmóðir.
Eyjólfur Eysteinsson
Skurðstofur
sjúkrahússins
verði leigðar útSunnudagskvöldið31.10. var sýnd í Sjón-varpinu óvenjulega
vönduð heimildamynd
um kirkjugluggana frá
Coventry sem voru
upprunalega í dóm-
kirkjunni þar. Myndin
var gerð af Hjálmtý
Heiðdal og Karl Smári
Hreinsson var sögu-
maður en hann hefur
um árabil rannsakað þetta ein-
kennilega mál.
Eftir myndina verður eðlilega til
spurning sem brennur á vörum fjöl-
margra: Eigum við Íslendingar að
skreyta kirkjurnar okkar með mis-
jafnlega vel fengnum munum sem
auk þess bera tákn sem eiga sér enga
skírskotun í okkar kirkjusögu?
Hvaða erindi á t.d. heilagur Georg í
íslenskar kirkjur og hvað þá breski
konungsfáninn Union Jack frá fyrri
öldum? Þessir munir voru gefnir
dómkirkjunni í Coventry á Englandi
til minningar um enskt hefðarfólk.
Þessar rúður eru því mjög framandi
og jafnvel ankannalegar
í okkar guðshúsum. Við
Íslendingar búum svo
vel að meðal okkar er
frábært listafólk sem
með list sinni, hugviti
sínu og frábæru hand-
verki, hefur gert mjög
fögur listaverk sem
prýða kirkjur okkar.
Eru þessi íslensku lista-
verk ekki eðlilega mun
heppilegri í kirkjunum
okkar sem eru okkur til
lofs en ekki lasts. Má
þar nefna kirkjuglugga Skálholts-
dómkirkju, Bessastaðakirkju, Ak-
ureyrarkirkju og fjölmargra annarra
kirkna.
Í síðastnefndu kirkjunni er að
finna í kór kirkjunnar mjög framandi
glugga sem í ljós hefur komið að eru
þýfi sem hvarf úr kirkjugóssi og kom-
ið var fyrir í geymslu snemma í stríð-
inu en hvarf af óútskýranlegan hátt
og barst hingað til lands af ókunnum
ástæðum. Ber okkur Íslendingum
ekki siðferðislegur réttur og lagaleg
skylda að skila hlutum sem vitað er
að geta ekki verið annað en þýfi?
Gildir einu þó að einhverjir telji sig
hafa komist yfir þessa muni á lögleg-
an hátt á sínum tíma. Brigðaréttur
upphaflegs eiganda er óumdeil-
anlegur og fyrir hendi enda hefur allt-
af legið fyrir vitneskja um að um þýfi
væri að ræða. Við getum minnst þess
að um aldamótin 1900 keypti ensk
ferðakona fyrir örfáar krónur gömlu
altaristöfluna í Þingvallakirkju. Alt-
aristöfluna gerði Ófeigur Jónsson,
bóndi í Heiðarbæ, og er mjög fallegur
gripur og tengist alþýðulist fyrri
hluta 19. aldar. Heimkomin gaf þessi
ferðakona sóknarkirkjunni á eynni
Wright í Suður-Englandi þessa alt-
aristöflu. Þó svo að þessi kirkjumunur
væri upphaflega vel fenginn þar sem
presturinn hafði látið hann af hendi
frjáls gegn greiðslu brugðust Eng-
lendingar vel við tilmælum Magnúsar
Magnússonar sem var kunnur BBC-
maður í Edinborg af íslenskum ætt-
um. Magnús benti með hægversku
sinni á að þessi einstaki kirkjumunur
ætti fremur heima á upprunalegum
stað í Þingvallakirkju fremur en
breskri kirkju. Þessu listaverki var
skilað 1974 og tilefnið var Þjóðhátíðin
sem haldin var þá um sumarið. Það
var Bretum til mikils sóma og okkur
sem nú lifum til eftirbreytni. Við Ís-
lendingar eigum að sýna öðrum þjóð-
um þann skilning að skila merkum
gripum, sem eru heimamönnum kær-
ir, án undanbragða. Þurfum við að
tengja muni kirknanna okkar við ein-
hver myrkraverk?
Kirkjumunir – gamalt þýfi?
Eftir Guðjón
Jensson »Við Íslendingar eig-
um að sýna öðrum
þjóðum þann skilning að
skila merkum gripum,
sem eru heimamönnum
kærir, án undanbragða.
Guðjón Jensson
Höfundur er bókasafnsfræðingur og
leiðsögumaður.
Morgunblaðið birtir alla útgáfu-
daga aðsendar umræðugreinar frá
lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til
að hafna greinum, stytta texta í sam-
ráði við höfunda og ákveða hvort
grein birtist í umræðunni, í bréfum til
blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið
birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar
fyrst og fremst til að kynna starfsemi
einstakra stofnana, fyrirtækja eða
samtaka eða til að kynna viðburði,
svo sem fundi og ráðstefnur.
Þeir sem þurfa að senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins.
Formið er undir liðnum „Senda inn
efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig
er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Ekki er lengur tekið við greinum
sem sendar eru í tölvupósti og grein-
ar sem sendar eru á aðra miðla eru
ekki birtar.
Ekki er hægt að senda inn lengri
grein en sem nemur þeirri hámarks-
lengd sem gefin er upp fyrir hvern
efnisþátt en boðið er upp á birtingu
lengri greina á vefnum.
Móttaka aðsendra greina
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Í jólablaðinu í ár komum við
víða við, heimsækjum fjölda
fólks og verðum með fullt
af spennandi efni fyrir alla
aldurshópa.
JÓLABLAÐIÐ
sérblað
Morgunblaðið gefur út
stórglæsilegt jólablað,
laugardaginn 27. nóvember 2010
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 22. nóvember
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
–– Meira fyrir lesendur