Morgunblaðið - 04.11.2010, Page 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010
Í nýlega föllnum dómi við
Héraðsdóm Suðurlands komst dóm-
arinn að því að almennur borgari á
Íslandi hafi tekið lán í erlendri
mynt og ógengistryggt þrátt fyrir
að samið hafði verið um geng-
istryggingu og erlenda vexti.
Dómarinn og lögmaðurinn
Í síðustu grein undirritaðs í
Morgunblaðinu var bent á að þáver-
andi dómsmálaráðherra lagði eitt
sinn fram frumvarp til laga um lög-
menn. Frumvarpið hafði verið í
smíðum hjá Réttarfarsnefnd um
nokkurn tíma og lagði upp með að
lögmenn yrðu ekki skyldaðir í félag,
þ.e. að það yrði félagafrelsi, enda
sögð hætta á réttarspjöllum ella ef
menn yrðu þvingaðir undir einn
“vinskap“.
Frumvarpið, með réttarbótinni,
var gert óvirkt að stórum hluta,
m.a. af lögmanni Lýsingar hf., sem
varði það félag í svokölluðum
gengislánamálum nýlega. Alþingi
var misnotað, ábyrgð lögmanna var
gerð að engu gegn almennum
mannréttindum.
Dómarinn og þrællinn
Með nýföllnum dómi hafa átt sér
stað réttarspjöll á Íslandi. Venju-
legt fólk var dæmt til þrældóms í
andstöðu við almenn mannréttindi,
eftir þungbæra málsmeðferð og
með dómara sem virð-
ist hafa aðra sýn á
mannréttindi en þorri
löglærðra um allan
heim.
Hafa of lágar tekjur
dómara stefnt dóms-
kerfinu í hættu?
Lögmaðurinn og
þrællinn
Lögmaður stefndu
sýndi af sér dóm-
greindarskort og
stefndi umbjóðanda
sínum í meiri áhættu
með þvældum málflutningi sínum
en efni stóðu til. Hver ber þarna
ábyrgð? Er það Lögmannafélagið,
Úrskurðarnefnd lögmanna, sem úr-
skurðar innan eigin vébanda og vin-
skapar, eða lögmaðurinn sjálfur?
Lögmaður stefndu óskaði eftir
áliti EFTA-dómstólsins. Sú ósk kom
ekki fram á réttum stað og tíma við
flutning málsins.
Formið er fast. Lögmaðurinn hef-
ur svo yfirgnæfandi umboð í lögum
frá umbjóðanda sínum að þar ræður
hann öllu, hvað sem tautar og raul-
ar. Dómarinn beitir dómsvaldi sínu
óspart fyrir ríkið og bankann gegn
þrælnum þrátt fyrir aukinn rétt
neytenda í lögum síðustu ár. Þræll-
inn er því seldur í ánauð í umboði
lögmanns sem gæti alveg eins hafa
viljað að þetta færi svo illa sem
raunin varð.
Umbjóðandinn er
neytandi og fórnarlamb
í senn. Hann hefur ekki
þekkingu á þessum
sviðum og treystir
presti sínum, lögfræð-
ingi og lækni. Flestir
virðast vera starfs-
menn ríkisins og dæma
ávallt í eigin sök. Þetta
þekkir íslensk þjóð.
Dómurinn
og bankinn
Gengistryggt lán í
erlendri mynt að jafn-
virði 20 milljóna króna hinn 5. sept-
ember 2007 var gengistryggt.
Gleymdist það? Greiða átti LIBOR-
vexti af láninu sbr. efni þess. Í mál-
inu kemur skýrt fram að Íslands-
banki hf. hafi fengið lánið tekið yfir
að fjárhæð 16.345.211 JPY og
174.186 CHF hinn 14. október 2008,
þ.e. í miðju hruninu. Slitastjórnir að
hámarka virði kröfuhafa?
Þessi fjárhæð m.v. gengi gjald-
miðlanna 5. september 2007 nemur
19.551.711 krónum en ef miðað er
við 14. október 2008 nemur hún
34.443.031 krónu og þá er aðeins
miðað við höfuðstól og ekki tillit
tekið til afborgana. Rangt?
Á þessum tíma lá ekki fyrir dóm-
ur Hæstaréttar um ólögmæti geng-
istryggðra lána sem féll í júní 2010
og varðaði skuldbindingar í íslensk-
um krónum, ekki erlendri mynt.
Þeir sem tóku ákvörðun um virði
lánanna við yfirfærsluna yfir í hina
nýju banka á þessu virði verða að
bera hallann af því að hafa ekki
reiknað þetta rétt. Áhættan liggur
hjá þeim en ekki þrælnum.
Bankinn, ríkið og réttlætið
Gengistryggðu lánin í erlendri
mynt áttu að lækka við fall krónu.
Lánin eru gengistryggð þar sem er-
lendi höfuðstóllinn tekur breyt-
ingum. Slíkt vinnur með fjár-
málastöðugleika, ekki gegn honum
og er réttlátt. Það vita allir nú að
bankarnir unnu gegn almenningi,
gegn ríkinu, en nú virðist sem ríkið
vinni með bönkum og gegn almenn-
ingi.
Það er óréttmætt að bera fyrir
sig yfirfærslu lánsins og verðgildi
þess í mati aðila eins og dómarinn
virðist gera. Lánið átti að færast
hinn 14. október 2008 í hinn nýja
banka á um 9.332.711 JPY (gengi
1,0715 isk/jpy) og um 102.891 CHF
(gengi 97,19 isk/chf) en ekki á því
virði sem að framan greinir og gert
var.
Íslandsbanki hf. vélaði þrælinn í
skilmálabreytingu sbr. það sem
fjallað er um í dómnum. Þá var lánið
tilgreint og sagt standa í 15.636.919
JPY og 166.633 CHF hinn 19. nóv-
ember 2008. Stefndu töldu sig vera
að fara í frystingu með lánið, vera
að fá aðstoð banka síns en voru vél-
uð í að samþykkja höfuðstólinn eins
og bankinn og ríkið vildi hafa hann.
„Inni í kompunni með mér einni
svipti biskupinn af sér hempunni.“
Þrællinn og ríkið
Telja má fullvíst að dómarinn í
málinu, sem er maður eins og við
hin, hafi dæmt eins og búið er að
markaðssetja málið í fjölmiðlum
mjög lengi. Var dómarinn beinlínis
að stefna sjálfstæði Íslands í voða
vegna áróðurs innan þriðja ríkisins?
Ríkið samþykkti nýju bankana,
yfirfærslu lánanna og það verð sem
þau voru færð yfir á í nýja banka.
Eru lögmenn og dómarar ekki leng-
ur óháðir ríkinu? Er þrískipting rík-
isvaldsins ekki í gildi á Íslandi?
Löggjafinn hefur innleitt reglur
Evrópusambandsins um neytenda-
rétt. Íslenska dómskerfið og ís-
lenska ríkið refsar samt sínum þræl
enda sjálfstætt og fullvalda ríki.
Eftir Svein Óskar Sigurðsson
Sveinn Óskar
Sigurðsson
» Telja má fullvíst að
dómarinn í málinu,
sem er maður eins og
við hin, hafi dæmt eins
og búið er að markaðs-
setja málið í fjölmiðlum
mjög lengi.
Höfundur er BA í heimspeki og hag-
fræði. Viðskiptafræðingur, MBA.
Dómarinn, þrællinn og ríkið
Það er greinilegt að
breyting á umræðu um
kynferðislegt ofbeldi
hefur orðið í samfélag-
inu. Ekki líður sá dag-
ur að ekki sé verið að
ræða um dóma sem
falla í kynferð-
isafbrotamálum hér-
lendis sem og erlendis.
Mikilvægt er að við
fáum að sjá og heyra af
þeim málum sem ná alla leið inn í
dómsali. Að þolandi segi frá, sé trú-
að og fái tækifæri til að kæra ger-
anda sinn. En við skulum átta okkur
á því að flest þessara mála koma
aldrei upp á yfirborðið, hvað þá að
þau komist í réttarsal.
Undirrituð hefur haldið erindi um
forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi
á börnum í sex ár. Í gegnum árin
hafa vaknað spurningar eins og; ef
börnin segja ekki frá, hvernig náum
við að finna og opna umræðuna um
gerendurna? Þess vegna er mikil-
vægt að við opnum augu okkar fyrir
spurningunni, hvernig förum við að
því að þekkja ofbeldismennina/
konurnar?
Carla van Dam, klínískur réttar-
sálfræðingur, hefur ritað tvær bæk-
ur um þetta efni þar sem kemur
fram að kynferðislegt ofbeldi sé
samfélagslegur vandi. Gerendur
tæla til sín börnin, rífa niður varnir
þeirra jafnvel fyrir framan fullorðið
fólk sem áttar sig ekki á því sem er
að gerast eða gerir ekkert í málinu
af því það er svo „óþægilegt“. Tæl-
ingin getur verið falin snerting eins
og kitl, strokur utanklæða sem inn-
an og jafnvel snertingar sem „óvart“
færast yfir á einkastaðina. Nuddast
upp við brjóst og rass. Þessi falda
snerting og strokur eru oftar en
ekki framkvæmdar af fjölskyldu-
meðlimum eða einhverjum sem
þekkir barnið vel. Einstaklingi sem
er sérstaklega ljúfur og þægilegur.
Þrátt fyrir að eitthvað sé óþægilegt
við hann getur enginn sett fingurinn
á það.
Einstaklingum sem beita kynferð-
islegu ofbeldi má skipta í tvo flokka
samkvæmt Carla van Dam. Grab-
bers/tækifærissinna og
groomer/ætlunarsinna.
Þeir sem nást eru í
flestum tilfellum tæki-
færissinnar. Ætl-
unarsinnar eru stærsti
hópurinn eða 75% af
gerendum kynferð-
islegs ofbeldis. Þeir
nota svokallaða „sölu-
mannstækni“ og aðlöð-
un og verða „virtir“
samfélagsþegnar. Það
er þessi virðing sem
þeir gera mikið til að
öðlast, svo þeir virðist traustir og yf-
ir allan vafa hafnir!
Þeir treysta á að við lítum
framhjá óþægilegri snertingu. Ræð-
um ekki við aðra foreldra um óæski-
lega hegðun kennara og þjálfara.
Viljum ekki valda fullorðnum nein-
um óþægingum. Gerendur sem eru
ætlunarsinnar beita börnin ekki of-
beldi fyrr en þeir hafa fyrst náð full-
orðnum á sitt band og myndað sterk
tengsl svo þeir séu hafnir yfir ásak-
anir ef þær skyldu koma upp. Þessi
aðferð er gerð af ráðnum hug af
hundruðum kynferðisafbrotamanna
sem þeir sjálfir hafa sagt frá, nefnir
Carla í bók sinni. Með því að verða
meðvitaður um hætti og hegðun
þeirra geta fullorðnir nú áttað sig á
því að það er á þeirra ábyrgð að
vernda barnið en ekki á ábyrgð
barnsins að segja frá. Carla ítrekar
það í bók sinni að hér er skýr leið til
að grípa inn í þar sem kynferð-
isafbrotamenn sem eru „of góðir“
gætu verið að reyna að draga niður
siðferðisvitund hinna fullorðnu og
barnanna og þannig náð að stíga yfir
mörkin þeirra.
Ekki sætta þig lengur við óþægi-
leg eða skrítin samskipti við fjöl-
skyldumeðlimi eða aðra sem eru í
kringum barnið þitt. Mikilvægt er
að gera sér grein fyrir þessu þar
sem 95% af þeim sem beita kynferð-
islegu ofbeldi þekkja barnið.
Ef við þekkjum ekki þetta ferli er
upplifunin óumflýjanleg vantrú þeg-
ar vel liðinn einstaklingur sem virt-
ist traustur í samfélaginu fær
ákæru. Ákærur sem koma frá barni
eða jafnvel vandræðaunglingi gagn-
vart „virtum“ eintaklingi. Orð gegn
orði. Engin vitni og foreldrar barna
eiga erfitt með að trúa þessu upp á
einstaklinginn. Horfum ekki
framhjá því lengur heldur verum
tilbúin að bregðast við með þær
upplýsingar sem við höfum til að
vernda barnið og hindra að aðilinn
fái aðgang að barninu. Í því felst
ábyrgð foreldrisins. Kennari sem
strýkur yfir bak og læri nemenda.
Þjálfari sem vill skoða meiðsl í nára
og rassi. Frændi sem heimtar að fá
að sitja með börnin sem eru orðin of
gömul til að það sé setið með þau. Ef
við upplifum hegðun einhvers full-
orðins óþægilega þá ber okkur að
biðja viðkomandi að hætta. Með því
er verið að gefa bæði honum og
barninu skýr skilaboð. Það er ekki
lagi að snerta barn á þennan hátt.
Við viljum ekki að það sé komið
svona fram við barnið.
Með þessum orðum vil ég einnig
benda á að óæskilegur aldursmunur
á barni eða unglingi sem er í vina-
sambandi eða nánum samskiptum
við fullorðinn einstakling er eitt af
því sem er varhugavert og ætti því
ekki að taka því sem eðlilegum hlut.
Það er ekkert eðlilegt við að fullorð-
inn karlmaður sé í slíku sambandi
við barn sem er 20-40 árum yngra.
Eftir Sigríði
Björnsdóttur »Með því að verða
meðvitaður um
hætti og hegðun ger-
enda geta fullorðnir átt-
að sig á að það er á
þeirra ábyrgð að vernda
barnið en ekki á ábyrgð
barnsins að segja frá.
Sigríður Björnsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri Blátt
áfram.
Hverjir fremja kynferðis-
ofbeldi gegn börnum?
Ráðamenn Morg-
unblaðsins hafa neitað
að birta grein undirrit-
aðs á grundvelli rit-
skoðunar er fram fer
hjá blaðinu.
Því er fróðlegt að
fletta upp í Morg-
unblaðinu 9. október
2010 þar sem fjallað er
um þann er áskotnaðist
friðarverðlaun Nóbels
fyrir árið 2010. Fyrirsögn umræddrar
greinar í Morgunblaðinu er:
„Ættum að láta af þeim ljóta ósið að
líta á orð sem glæpi.“
Þessa fyrirsögn ættu ráðamenn
Morgunblaðsins að taka sér til fyr-
irmyndar og fara ekki út á þá hættu-
legu braut að stunda ritskoðun á efni
er fjallar um glæpsamlegt athæfi af
hálfu ráðandi afla í þjóðfélaginu.
Umrædd grein sem óskað var eftir
að birt yrði fjallaði um lögbrot og brot
á mannréttindum sem framin voru af
hálfu ráðandi afla í þjóðfélaginu.
Þriðjungsvald í hinu þrískipta
stjórnkerfi Íslendinga hefur verið á
stalli eins og guðir fortíðarinnar.
Það er talið glæpur að gagnrýna
lögbrot þeirra er fara með dómsvaldið
í landinu og dómararnir eru hinir
ósnertanlegu í íslensku samfélagi. Í
krafti ósnertanleikans hafa komist til
valda innan dómskerfisins menn sem
svífast einskis og virða ekki lög er sett
hafa verið af löggjafarsamkomu þjóð-
arinnar. Þetta komast þeir upp með í
skjóli þess að enginn þorir að and-
mæla eða benda á lögbrotin af ótta við
hefndaraðgerðir af hálfu þessara
manna.
Dæmi eru um að lögmenn, sem eiga
að vera sérfræðingar til aðstoðar hin-
um almenna borgara við málflutning,
neita að taka að sér mál og gefa þá yf-
irlýsingu að þeir treysti sér ekki til að
taka málið að sér af ótta við hefnd-
araðgerðir af hálfu dómara. Ef þeir
taki málið að sér geti þeir hætt sem
lögmenn því þeim verði refsað af dóm-
urum með því að niðurstöður í málum
er þeir flytji verði alla tíð þeim í óhag.
Ef lögmaður gefur tilvonandi skjól-
stæðingi sínum slíka yfirlýsingu er
komin skýringin á áliti meirihluta
þjóðarinnar á dóms-
kerfinu. Meirihluti
þjóðarinnar ber ekkert
traust til dómstóla.
Staða dómsmála á Ís-
landi í dag er eins og
vald rannsóknarréttar
kirkjunnar var á mið-
öldum. Ótti fólks við
hina ósnertanlegu er
slíkur að enginn þorir
að tjá sig um þá réttar-
farsglæpi sem framdir
eru í skjóli ósnert-
anleikans.
Það tók áratugi fyrir þá sem urðu
fyir kynferðisglæpum hinna kristnu
höfðingja að ná rétti sínum eins og
fréttir utan úr heimi hafa borið með
sér og slíkar fréttir hafa einnig birst í
Morgunblaðinu.
Það þarf hugsanlega áratuga bar-
áttu á Íslandi til að tekið verði á þeim
gerræðisglæpum sem framdir eru í
skjóli dómstóla og dómara hins ís-
lenska réttleysis. Réttarfarsnauðgun
er glæpur á við hvaða aðra nauðung
sem framin er. Það að þegnarnir eru
beittir af hinu ráðandi afli í þjóðfélag-
inu ólöglegum
aðgerðum og brotið á rétti þeirra
er vísbending um þann skort á sið-
ferði er hefur hrjáð íslenskt samfélag
eins og bankahrunið, stjórnsýslan,
kirkjuveldið og dómsvaldið hefur
sýnt hinum almennu þegnum íslensks
samfélags á umliðnum áratugum.
Hér með er skorað á ráðamenn
Morgunblaðsins að afleggja rit-
skoðun og virða hið ritaða mál.
Aths. ritstj.:
Orðaval í umræddri grein var að
mati Morgunblaðsins ekki sæmandi.
Greinarhöfundur neitaði beiðni um
að færa það til betri vegar og þess
vegna var birtingu hafnað. Morg-
unblaðið gerði engar athugasemdir
við innihald greinarinnar.
Eftir Kristján
Guðmundsson
»Hér með er skorað
á ráðamenn
Morgunblaðsins að
afleggja ritskoðun og
virða hið ritaða mál.
Kristján Guðmundsson
Höfundur er fv. skipstjóri.
Ritskoðun
Morgunblaðsins