Morgunblaðið - 04.11.2010, Page 22

Morgunblaðið - 04.11.2010, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010 ✝ Sæmundur Krist-inn Klemensson fæddist í Grænuborg á Vatnsleysuströnd 29. júlí 1941. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 28. okt. 2010. Foreldrar hans voru Guðrún Krist- mannsdóttir, f. 23. júní 1919, d. 14. mars 2007, og Klemens Sæ- mundsson, f. 28. des. 1916, d. 10. des. 2002. Systkini Sæmundar eru Þórður, f. 1943, Kristmann, f. 1946, Elís Björn, f. 1949, Egill Hallgrímur, f. 1954, og Brynjar, f. 1957. Sæmundur kvæntist 31. des. 1961 Soffíu Guðjónínu Ólafsdóttur, f. 30. nóv. 1943. Foreldrar hennar voru Ólafur Gunnar Sigurðsson, f. 20. ágúst 1922, d. 24. maí 2010, og Guðrún Ólafía Helgadóttir, f. 16. dísar eru Ólafur Ágúst, f. 1990, Ólavía Mjöll, f. 1991, í sambúð með Elvari Arnarssyni, f. 1989, og eiga þau einn óskírðan son, f. 2010, Gunnþór, f. 1993, og Anna Eygló, f. 1997; 4) Guðjónína, f. 9. sept. 1970, var gift Bergi Sigurðssyni, þau skildu, börn þeirra Kristinn, f. 1992, Pálína Björg, f. 1998, og Sig- urður Ingi, f. 2000. Sæmundur bjó fyrstu ár sín í for- eldrahúsum á Sólbakka í Vogum en árið 1960 fluttist hann til Soffíu, tilvonandi eiginkonu sinnar, í Lyngholti í Garði. Árið 1968 fluttu þau í nýbyggt einbýlishús sitt á Skólabraut 12 í Garði og 1991 fluttu þau hjónin til Keflavíkur að Vatnsholti 7a. Sæmundur var 14 ára þegar hann fór að stunda sjó- inn og var hann m.a. á Ágústi Guð- mundssyni, Jóni Garðari og Jóni Finnssyni og tók m.a. þátt í síld- arævintýrinu. Sæmundur hættir til sjós 1976 og fór hann að vinna hjá Flugleiðum á Keflavíkurflugvelli sem svo varð Flugþjónustan og starfaði þar sem hlaðmaður til árs- ins 2008, þegar hann hætti vegna aldurs. Útför Sæmundar verður gerð frá Útskálakirkju í dag, 4. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 15. maí 1918, d. 26. feb. 2005. Börn Sæmund- ar og Soffíu eru: 1) Ólafur Gunnar, f. 10. sept. 1961, kvæntur Hjálmfríði Krist- insdóttur, f. 2. jan. 1961, börn þeirra Kristinn, f. 1993, Sæ- mundur, f. 1995, Ólafur, f. 1999, d. 1999 og Soffía f. 2001; 2) Klemenz, f. 4. sept. 1963, kvænt- ur Katrínu Sigurð- ardóttur, f. 20. apríl 1963, dætur þeirra Elín Óla, f. 1991, Soffía, f. 1993, og Þóra Krist- ín, f. 1998; 3) Hlíðar, f. 12. okt. 1964, var kvæntur Valdísi Fanndal, þau skildu, fósturbörn Hlíðars, Birgitta Jóna, f. 1984 í sambúð með Heiðari Erni, f. 1984, Birgitta á tvö börn, Róbert Snæ, f. 2001, og Söndru Ýri, f. 2002, Sindri Fann- dal, f. 1986. Börn Hlíðars og Val- Elsku Sæmi minn. Ég er ekki far- in að trúa því að þú sért farinn frá mér. Við vorum svo bjartsýn þegar þú gekkst inn á sjúkrastofnunina að allt mundi ganga upp þó svo að við vissum að þetta væri mikil aðgerð, en því miður þá reyndist aðgerðin þér ofviða. Við vorum ung þegar við felldum hugi saman, kynntumst á dansleik í Ungó í Keflavík sumar- daginn fyrsta 1960 og dönsuðum saman allt kvöldið. Elsku vinur, við áttum góða ævi saman. Við eigum stóra fjölskyldu sem hefur verið okkur náin og við höfum fengið að taka þátt í lífi barnanna okkar og nú á seinni árum lífi barnabarnanna okkar. Þú varst ekkert gefinn fyrir mikið prjál og varst alltaf nægjusamur og fórst vel með alla hluti. Eyðslusemi þoldir þú ekki og þú sagðir svo réttilega að það væri dyggð að vera sparsamur, þannig kenndir þú börnum okkar ráðdeildarsemi. Þú varst sanngjarn en um leið ákveðinn og heiðarlegur og þeim boðskap komst þú áleiðis til afkom- enda þinna. Þú varst ákaflega stolt- ur af þínum börnum og hvað þau hafa komið sér vel áfram og ánægð- ur með að þau fóru í nám og þín heit- asta ósk var að barnabörnin standi sig vel í lífsins ólgusjó, fari í fram- haldsnám og verði góðir og nýtir þjóðfélagsþegnar, heiðarleg og sanngjörn. Við vorum um margt ólík en bætt- um hvort annað upp. Þú varst ekkert fyrir félagsmálin, ég sá um þann pakkann. Þú varst fréttasjúkur, hlustaðir á allar fréttir bæði í útvarpi og sjónvarpi og fræðslu- og frétta- tengda þætti en ekkert gefinn fyrir kvikmyndir. Árið 1990 keyptum við okkur fellihýsi og árið 1999 fengum við okkur húsbíl og höfum notið þess að ferðast um landið okkar og þá höfum við tekið barnabörnin með. Þau hafa verið mjög ánægð með það og það veitti okkur mikla gleði og ánægju. Fyrir tveimur árum hættir þú að vinna og ég svo skömmu síðar. Við vorum alsæl með það. Við fengum okkur fjórhjól og það höfum við haft með í ferð okkar um landið og sl. tvö ár höfum við farið margar skemmti- legar ferðir með fjölskyldunni okkar og góðum félögum í félagsskap sem við gengum í sem er Félag húsbíla- eigenda. Þar eignuðumst við marga góða vini. Við höfðum mikla ánægju af harmonikkutónlist og þú spilaðir á harmonikku sem þér fannst mjög gaman en varst ekki mikið fyrir að spila fyrir fjöldann en þú spilaðir ósjaldan fyrir mig og ef einhver kom í bílinn okkar þá var alveg sjálfsagt að spila og þá var lagið tekið og við gleymdum öll hvað tímanum leið. Við höfum alltaf haft mjög gaman af því að dansa og á okkar yngri árum var tekið vel á í tjúttinu. Margs er að minnast og mikið er dýrmætt að geta yljað sér við minn- ingarnar. Það er þyngra en orðum tekur að kveðja þig, elsku vinur. Ég þakka þér öll árin sem við áttum saman. Ég elska þig. þín að eilífu. Við kveðjum þig öll með bljúgri bæn og biðjum að Guð þér yfir vaki. Friðarins engill, óskin væn er að Kristur þig í faðm sinn taki. Síðar við hittumst ástin ein, í æðra veldi á friðar grein. (Ó. Sig.) Soffía. Elsku pabbi. Við erum vart enn búnir að átta okkur á því að þú sért farinn frá okkur. Þegar við komum í heimsókn gerum við hálfpartinn ráð fyrir því að sjá þig liggjandi í sóf- anum, hlustandi á fréttir eða veður- fréttir! Eftir að hafa unnið sleitu- laust frá unga aldri og oft tvöfalda vinnu til að geta séð fjölskyldunni vel farborða (því ekki mátti heyra á það minnst að taka lán, alltaf borgað út í hönd) þá hefði mátt ætla að þú fengir að njóta lífsins í nokkur ár í viðbót svo sem við að aka um landið þvert og endilangt með mömmu á nýjum húsbíl með fjórhjólið í eftir- dragi. En því miður gekk það ekki eftir. Frá því við munum eftir okkur hafið þið mamma verið dugleg að ferðast, bæði innanlands sem er- lendis og hafa afkomendur notið samvistar ykkar í ófáum ferðanna. Við bræður minnumst þess sérstak- lega þegar þið heimsóttuð okkur til Bandaríkjanna þar sem við vorum við nám. Munum eftir hvað þú fuss- aðir og sveiaðir yfir öllum þeim föt- um og glingri sem eiginkonan festi kaup á. En þú varst að sjálfsögðu ekkert skárri því þegar þú komst inn í flottar verkfærabúðir rann á þig mikið kaupæði og þá var ýmislegt keypt sem síðar meir var lítið sem ekkert notað. Elsku pabbi. Það er komið að kveðjustund. Fyrir um 50 árum kynntust þið mamma og hafið síðan verið óaðskiljanleg og hafið átt því láni að fagna að sjá fjölskylduna stækka og dafna. Líf þitt hefur á svo margan hátt verið gleðiríkt og gjöf- ult og mannkostir þínir margir. Sem dæmi má nefna að þá varstu ham- hleypa til vinnu og ávallt reiðubúinn að veita hjálp ef eftir því var leitað. Þú varst tónelskur og harmonikk- an þitt uppáhaldshljóðfæri og ófáir eru þeir „fjölskyldutónleikarnir“ sem þú hefur staðið fyrir í gegnum tíðina okkur öllum til mikillar ánægju.. Við kveðjum þig með söknuði og sorg í hjarta en jafnframt þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast góð- um manni og góðum föður. Sorgin þunga svíður, nagar sálarangist kvelur und. Vitund dofin, viljinn kraminn viljum sofa enn um stund. Hverfult lífið að oss leikur ljúfan kveðjum gæða mann. Hvíl í friði, hjartans pabbi, hvíl í friði vinur sann. (Ó.S.) Þínir synir, Klemenz og Ólafur. Elsku pabbi. Það er margs að minnast á þeim 46 árum sem við fengum að vera saman. Fyrstu árin tók maður ekki mikið eftir þér því að þú varst alltaf að vinna en hin seinni ár vorum við orðnir ansi nánir og þú varst ekki aðeins pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. Og sem dæmi má nefna komst þú að heim- sækja mig í vinnuna á hverjum morgni og fékkst þér kaffi og spjall- aðir við mig og vinnufélaga mína og eigum við allir eftir að sakna þess. Núna þegar ég skrifa þessar línur verður mér hugsað til allra ferðanna sem við fórum saman svo sem til Kanada, Tyrklands eða allra hús- bílaferðanna sem voru orðnar mjög margar áður en yfir lauk. Í sumar fórum við svo saman í „Stóru ferð- ina“ og tókum með okkur fjórhjólin. Þú hafðir svo gaman af því að skoða landið á fjórhjóli, fara leiðir sem hefðbundnir bílar geta ekki farið og vorum við búnir að ákveða að fara margar slíkar ferðir á næsta ári. En því miður gripu örlögin óvægilega í taumana. Ég kveð þig með söknuði, elsku pabbi, og bið Guð um að styrkja mömmu og alla fjölskylduna. Þinn sonur, Hlíðar. Elsku pabbi. Það eru engin orð sem lýsa okkar líðan þessa dagana. Ég tel mig hafa verið svo heppna að hafa átt ykkur mömmu að. Þið stóð- uð alltaf við bakið á okkur börnunum og síðar barnabörnunum. Mínar minningar frá barnæsku einkennast af mikilli væntumþykju. Þú hvattir okkur systkinin ávallt áfram, bæði í vinnu og námi. Þú varst alltaf svo stoltur af okkur og var ómetanlegt að finna það. Þú varst maður sem einkenndist af gömlu góðu gildun- um. Þau orð sem mér finnast ein- kennandi fyrir þig eru heiðarleiki, dugnaður og hjálpsemi. Þú kenndir mér margt án þess í raun að reyna það sérstaklega. Þitt mottó var að skulda aldrei neinum og að maður ætti að eiga fyr- ir því sem maður vildi eignast. Það mætti vera meira af þessum gildum í samfélaginu í dag. Þú vannst ávallt mikið. Ég man eftir því þegar þú vannst hjá Flugleiðum og svo í vaktafríum varstu á sjónum. Af- raksturinn af aukavinnunni einn vet- urinn var píanó sem þið keyptuð handa mér til að geta stundað píanó- námið. Ég er þér svo þakklát fyrir þau gildi sem þú prentaðir inn hjá okkur en þú kenndir okkur að maður þarf að hafa fyrir hlutunum og að dugn- aður og hjálpsemi væri dyggð. Við vorum svo heppin að fá að alast upp í góðu umhverfi þar sem pláss var fyr- ir margar kynslóðir og ást og um- hyggja var í fyrirrúmi. En á sama tíma fengum við sem einstaklingar að dafna á eigin forsendum. Þið mamma biðuð lengi eftir að verða amma og afi. Mikil varð gleðin þegar barnabörnin fóru að koma. Þú tókst afahlutverkinu af mikilli alvöru. Ég leitaði mikið til ykkar og var elsti sonur minn oft hjá þér og mynduðust sérstök tengsl ykkar á milli. Þú passaðir oft fyrir mig og man ég sérstaklega eftir því að ein tengdadóttir þín hafði strítt þér á því að þú myndir hringja í hana ef það þyrfti að skipta á kúkableiu á drengnum. Þú gast nú ekki látið hana hafa rétt fyrir sér og skiptir sjálfur þó að þér hefðir nú aldrei dottið það í hug þegar börnin þín voru að alast upp. Við höfum oft rifj- að þetta upp og hlegið að þessu. Síðan þú hættir að vinna hafa börnin mín leitað mikið til þín með að komast í íþróttir eftir skóla. Dag- lega komst þú til að skutla þeim í fót- bolta, körfubolta eða dans, oft mörg- um sinnum á dag. Ég man eftir því þegar ég var að segja við þig að þú þyrftir nú ekki að vera að skutla þeim svona út um allt, þau gætu nú komið sér sjálf í þetta. Þá komst ég að því að þér þótti þetta svo gaman. Þarna gafst þér tækifæri til að eiga dagleg samskipti við börnin, spjalla við þau á leiðinni og fylgjast með hvað þau væru að gera. Þetta var ómetanlegt fyrir þig og eins fyrir börnin sem hafa átt því láni að fagna að geta verið í daglegum eðlilegum samskiptum við þig. Ég er ekki enn búin að meðtaka það að þú komir ekki aftur. Enn býst ég við að fá þig í heimsókn, að þú komir til að skutla krökkunum og komir að hjálpa mér þegar ég þarf á því að halda. Missir okkar er mikill og, elsku mamma, guð gefi þér styrk til að takast á við breyttar aðstæður. Þú átt okkur fjölskylduna alltaf að. Takk fyrir allt, elsku pabbi. Þín dóttir, Guðjónína. Elsku besti afi okkar. Það er erfitt að vita til þess að við fáum aldrei að sjá þig aftur, fáum aldrei að sjá þig horfa á fréttir og lesa dagblöð, fáum aldrei að fara í húsbílaferð með þér framar, fáum aldrei að tala við þig um hvernig okkur gengur í skólan- um og áfram mætti telja. Minning- arnar sem við eigum af þér eru fjöl- margar og skemmtilegar. Við munum til að mynda minnast afa „stríðnispúka“ sem stríddi okkur oft á því að við værum skotin í ein- hverri/einhverjum sem við auðvitað þvertókum fyrir. Elsku afi, við lofum að passa ömmu mjög vel og hún veit að hún er alltaf velkomin í faðm okk- ar. Elsku afi, okkur þykir svo und- urvænt um þig og þú munt alltaf eiga stóran sess í hjarta okkar. Þín barnabörn, Kristinn, Sæmundur, Soffía. Elsku afi okkar. Þú varst alltaf svo góður við okkur. Við fengum alltaf að koma með þér og ömmu í húsbíla- ferðalögin. Þar var alltaf svo gaman, hægt að leika við marga krakka, þú spilaðir á harmónikuna og við sung- um með og alltaf var nóg af nammi. Eftirlætisferðirnar okkar voru á Fiskidagana á Dalvík og hvítasunnu- ferðirnar. Þú varst svo duglegur að skutla okkur á æfingar. Við gátum alltaf hringt í þig og þú komst. Svo fórst þú með okkur á fjórhjólið, það var voða gaman. Þú varst dálítið mikið stríðinn en við höfðum nú gaman af því að stríða þér til baka. Elsku afi okkar, við munum sakna þín mjög mikið. Við skulum vera dugleg að vera hjá ömmu svo henni leiðist ekki eins mikið. Pálína Björg og Sigurður Ingi Bergsbörn. Maður er algerlega orðlaus. Þetta er eitthvað sem ég bjóst ekki við að þurfa að upplifa næstu 10-15 árin. Lífið getur stundum verið ósann- gjarnt. Ég er svo glöð að hafa kíkt til þín og ömmu í heimsókn á þriðjudag fyrir viku með litla kút. Þú varst svo stoltur langafi og spjallaðir heillengi við okkur mæðginin. En aldrei datt manni í hug að það væri í seinasta skiptið sem ég fengi að sjá þig. Þegar ég lít til baka á maður enda- lausar minningar af ferðalögum, heimsóknum, matarboðum og afa sem var alltaf til í að knúsa mann og stríða. Þú varst mjög góður afi og gerðir mjög mikið fyrir afabörnin þín. Þín verður rosalega sárt saknað og munt alltaf vera í hjarta mínu. Passaðu ömmu vel á þessum erfiðu tímum og ég mun líka gera það. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Sæmundur Kristinn Klemensson HINSTA KVEÐJA Elsku langafi okkar við eig- um eftir að sakna þín mikið. Það á eftir að verða skrítið að hafa þig ekki með okkur á jól- unum og húsbílaferðalögum á næsta ári. En í staðinn munum við hugsa fallega til þín með bros á vör. Við elskum þig. Kveðja, Róbert Snær og Sandra Ýr. Guðrún Neegaard Holm, fædd Erlendsson, lést á tíræð- isaldri í hjúkrunarheimilinu Liselund í Vodskov á Jótlandi hinn 8. þessa mánaðar. Guðrún fæddist árið 1917 í Frederikshavn. Faðir hennar var þekktur og vinsæll læknir, Valdimar Erlendsson, sem stundum var nefnd- ur „Íslendingurinn í Frederikshavn“. Hún var 23 ára gömul þegar hún gift- ist Jóhannesi Björnssyni, lækni, flutt- ist til Íslands og eignaðist með honum þrjú börn; tvo syni, sem búa á Íslandi, og dóttur, sem býr í Danmörku. Þau hjón skildu eftir 14 ára sambúð og Guðrún hvarf aftur til Danmerkur. Guðrún Neergaard Holm ✝ Guðrún Neerga-ard Holm (fædd Erlendsson) fæddist í Frederikshavn á Jót- landi 13. nóvember 1917. Hún lést 5. október sl. á hjúkr- unarheimilinu Lisel- und í Vodskov á Jót- landi. Guðrún var jarð- sungin frá Fladstrand kirke í Frederikshavn 19. október 2010. Þar giftist hún Erik Neegaard Holm, hag- fræðingi. Þeim varð ekki barna auðið. Erik lifir konu sína í hárri elli. Guðrúnu kynntist ég fullorðinni. Hún var fríð kona og einstak- lega aðlaðandi. Frá henni geislaði hlýja og návist hennar var nota- leg. Í allri framgöngu var hún heimsborgari. Danskt uppeldi hennar kom m.a. fram í góðu skopskyni, sem var græskulaust og án þess að gera lítið úr nokkrum manni. Þrátt fyrir að búa í Danmörku mestan hluta ævi sinnar, var Ísland henni hugstætt. Hér hafði hún eign- ast börn sín og marga góða vini, sem hún virti og mat mikils. Nokkrum sinnum kom hún í heimsókn til að eiga samfundi með sonum, barna- börnum og stórum vinahópi. Þá var hún himinsæl og glöð og naut tilver- unnar. Hennar mun ég ávallt minnast með mikilli virðingu. Árni Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.