Morgunblaðið - 04.11.2010, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 04.11.2010, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010 ✝ Egill Ágúst Jacob-sen fæddist í Reykjavík 19. ágúst 1933. Hann lést á gjörgæsludeild Land- spítalans við Hring- braut 26. október sl. Foreldrar hans voru hjónin Þorvaldur Valdemar Jacobsen skipstjóri í Reykjavík, f. 8. sept. 1896, d. 16. mars 1970, og Dag- mar Guðnadóttir Ja- cobsen, húsfreyja í Reykjavík, f. 5. júlí 1899, d. 7. ágúst 1986. Systir Egils var Sigríður Lovísa Bergmann, f. 25. okt. 1928, d. 20. feb. 2001. Hinn 22. júní 1957 kvæntist Egill eftirlifandi eiginkonu sinni Katrínu Jóhannsdóttur Jacobsen, fyrrv. stjórnarráðsfulltrúa, f. 15. apríl 1934. Foreldrar hennar voru Jó- hann Elí Bjarnason, skipstjóri og út- gerðarmaður á Eyrarbakka, f. 20. mars 1890, d. 23. des. 1951, og Þór- dís Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1897, d. 30. des. 1978. Börn Eg- ils og Katrínar eru: 1) Elín Ingi- björg, lyfjafræðingur, f. 7. ágúst 1961, börn hennar eru Anna Kristín Birgisdóttir, f. 25. mars 1988, Katr- ín Birgisdóttir, f. 6. okt. 1990, og Ólafur Egill Birgisson, f. 29. júlí 1995. 2) Þorvaldur framkvæmda- stjóri, f. 21. des. 1963, maki Jensína Kristín Böðvarsdóttir fram- kvæmdastjóri, f. 19. mars 1969, barn þeirra er Hólmfríður Kristín 1975 var Egill við störf og í sérnámi í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Hann var sérfræðingur við slysadeild Borgarspítalans 1975 og sérfræð- ingur í þvagfæraskurðlækningum við Landspítalann 1977. Hann var skipaður yfirlæknir í þvagfæra- skurðlækningum við handlækn- ingadeild Landspítalans frá 1. febr- úar 1990 og starfaði þar til eftirlaunaaldurs. Egill var einn stofnenda Læknahússins hf. 1983. Samhliða læknisstörfum sínum ann- aðist Egill kennslu læknanema bæði við Háskólasjúkrahúsið í Lundi og við læknadeild Háskóla Íslands. Hann var skipaður prófdómari í handlæknisfræði við Háskóla Ís- lands frá árinu 1979. Hann var einn stofnenda og ritari í stjórn Félags íslenskra þvagfæraskurðlækna 1976-1994 og átti sæti í presidium Nordisk Urologisk Förening á sama tíma. Þá sat hann um tíma í samn- inganefnd Læknafélags Íslands við Tryggingastofnun ríkisins og í ýms- um nefndum á vegum læknaráðs Landspítalans. Hann sat í ritstjórn (advisory board) Scandinavian Jo- urnal of Urology and Nephrology til dauðadags og eftir hann liggja greinar í innlendum og erlendum læknatímaritum. Hinn 25. febrúar 2005 var Egill gerður að heið- ursfélaga í Félagi íslenskra þvag- færaskurðlækna. Að loknu sér- fræðinámi byggðu Egill og Katrín fjölskyldu sinni heimili á Seltjarn- arnesi og bjuggu lengst af á Bakka- vör 36. Egill hafði sérstakan áhuga á sögu. Útför Egils verður gerð frá Sel- tjarnarneskirkju í dag, 4. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Jacobsen, f. 29. nóv- ember 2003. Börn Þorvaldar frá fyrra hjónabandi eru Karl Anton Jacobsen, f. 21. júní 1989, Anna Katr- ín Jacobsen, f. 20. mars 1991, og Egill Ingi Jacobsen, f. 20. mars 1991. Barn Jens- ínu frá fyrra sam- bandi er Katarína Sif Kjartansdóttir, f. 21. des. 1994. 3) Katrín Þórdís, þroskaþjálfi og félagsráðgjafi, f. 15. apríl 1970, maki Sveinn Ingi- berg Magnússon aðstoðaryfirlög- regluþjónn, f. 31. okt. 1970, börn þeirra eru Elín Helga Sveinsdóttir, f. 14. maí 1993, Sveinn Fannar Sveinsson, f. 16. okt. 1998 og Magn- ús Ingi Sveinsson, f. 21. nóv. 2000. Egill fæddist á Ránargötu 26 og ólst þar upp. Hann var í sveit á bæn- um Eskifirði við Eskifjörð á upp- vaxtarárum sínum. Á mennta- skólaárum sínum var hann öll sumur til sjós hjá Landhelgisgæsl- unni. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, stærðfræðideild, 1953 og lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1962. Egill hlaut almennt lækn- ingaleyfi á Íslandi 1964 og í Svíþjóð 1968, sérfræðingsleyfi í almennum skurðlækningum í Svíþjóð 1972 og á Íslandi 1975 og sérfræðingsleyfi í þvagfæraskurðlækningum á Íslandi og í Svíþjóð 1975. Á árunum 1964- Elskulegur tengdafaðir minn er látinn. Hann kvaddi þennan heim með reisn, umvafinn flestum þeim sem hann elskaði mest og var elsk- aður af. Það er ofboðslega sárt að hann skuli vera farinn, en á sama tíma og við kvöddum hann fann ég hvernig sælan og friðurinn lagðist yfir hann. Allt frá því ég kynntist Þorvaldi mínum og frá því ég kom inn í fjöl- skylduna var mér tekið opnum örm- um og af mikilli hlýju af öllum í fjöl- skyldunni. Egill hafði alltaf áhuga á því sem ég var að takast á við í lífinu og sérstaklega af mínum störfum. Hann spurði oft hvernig gengi og hann hafði alltaf tíma og áhuga á að hlusta á svörin mín, hversu löng sem þau voru. Mér þótti sérstaklega gott að finna fyrir þessari athygli og hlýju þegar ég var að ganga í gegn- um einhver erfið mál. Alltaf hvatti tengdapabbi mig. Það voru alltaf stór og jákvæð orð sem fylgdu hvatningarræðum Egils og barna- börnin fengu einnig sinn skammt. Ég vona að þessar minningar fylgi barnabörnum hans og þau kunni að meta námsmetnaðinn sem hann hafði fyrir þeirra hönd og að þau hugsi oft til þessara stunda þegar afi var að gefa þeim ráð og hvetja þau áfram. Fyrir tveimur árum fórum við Þorvaldur hringinn í kringum landið með foreldrum hans. Við fórum um hásumar en fengum allar gerðir af veðri, það snjóaði á Akureyri, rigndi heil ósköp fyrir austan og svo feng- um við sandrok á Suðurlandi. Þetta var yndislegur tími sem ég mun seint gleyma. Það var gaman að ferðast með Agli því hann hafði frá svo mörgu að segja. Það stendur upp úr að fyrir algjöra tilviljun pantaði ég gistingu fyrir okkur á Mjóeyri á Eskifirði, en þar var pabbi Egils fæddur. Það var eitthvað sem leiddi mig á þennan stað og aldrei hef ég fundið fyrir eins mörgu fólki á eins fámennum stað. Ég veit að við fjöl- skyldan munum fara fljótlega aftur á Mjóeyrina og finna fyrir nærveru Egils. Ég kveð elskulegan tengdapabba minn með miklum söknuði. Vertu sæll, elsku Egill minn. Guð blessi þig. Jensína Kristín Böðvarsdóttir. „Ykkur standa allir vegir færir“ voru orð sem oft hljómuðu af vörum tengdaföður míns. Egill var maður sem hafði mikla trú á sínu fólki, hvatti það til dáða og fannst þar eng- in áskorun of stór. Hann var jafn- framt tilbúinn að leggja sitt af mörk- um svo markmiðunum yrði náð. Ég var 15 ára gamall þegar ég kynntist Katrínu, dóttur Egils, fór að venja komur mínar á heimili þeirra og varð þar fljótt heimagang- ur. Egill var fjölskyldufaðir af gamla skólanum og hélt sig við hefðbundna verkaskiptingu á heimilinu. Þannig gátum við setið yfir tafli og rætt mál- efni líðandi stundar á meðan kven- fólkið hafði til matinn. Best kunni hann við sig þegar hann hafði alla fjölskylduna hjá sér í mat. Þá sat hann við borðsendann í borðstofunni og sagði sögur úr lífi fjölskyldunnar, einkum frá þeim tíma sem þau bjuggu í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Það sem mér þótti athyglisvert var að sögurnar frá Svíþjóð voru jafnan sagðar á sænsku og sögurnar frá Bandaríkjunum jafnvel á ensku. Agli þótti gaman að segja frá þessum tíma og mátti greina mikla hlýju í frásögn hans. Sumar af þessum sög- um urðu sígildar með tímanum, þannig að allir í fjölskyldunni kunna þær. Læknisstarfið var stór þáttur í lífi Egils og sinnti hann sjúklingum sín- um hvort sem hann var heima við eða við vinnu. Skipti þá ekki máli þótt hringt væri í hann heim á kvöld- in og um helgar, alltaf gaf hann sér tíma fyrir sjúklingana. Egill starfaði sem læknir meðan heilsa hans leyfði, allt til 72 ára aldurs. Fljótlega eftir að hann var kominn á eftirlaun fór hans eigin heilsu að hraka. Veikindin settu strik í reikn- inginn varðandi margt af því sem hann hafði haft í hyggju að gera þeg- ar hann færi á eftirlaun. Þannig átti hann sér draum um að kaupa sér smábát og sigla út á sundin frá smá- bátahöfninni í Bakkavör, en umrædd höfn og sundin blá blasa við út um stofugluggann hjá honum. Þess í stað sinnti hann barnabörn- um sínum af enn meiri alúð og áhuga. Fyrir okkur Kötu hefur það verið ómetanlegt. Börnin okkar hafa öll leitað mikið til ömmu og afa á Bakkó og notið umhyggju þeirra og félagsskapar. Þú hefur reynst mér traustur og góður vinur og ómetanlegur stuðn- ingur í gegnum lífið, betri tengda- föður er ekki hægt að biðja um. Ég vil þakka þér fyrir allt og allt. Hvíldu í friði, minn kæri. Þinn tengdasonur, Sveinn I. Magnússon. Elsku afi okkar. Það er skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur, en á sama tíma er gott að vita að þú sért kom- inn á betri stað þar sem þér líður betur og veikindunum lokið. Minn- ingar okkar um þig eru allar góðar og munum við sakna þess að vera með þér. Það var alltaf gott og hlý- legt að koma til þín og ömmu á Bakkó og höfum við barnabörnin verið mikið hjá ykkur og notið þess. Þú afrekaðir mikið á öllum sviðum og stóðst þig vel í lífinu. Þú hefur verið okkur mikil fyrirmynd og hvatning. Þín verður sárt saknað og viljum við kveðja þig með þessu ljóði: Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þínar afastelpur, Elín Helga og Anna Katrín. Látinn er kær vinur minn og fé- lagi, Egill Jacobsen, og fer útför hans fram í dag. Við Egill kynntumst fyrst í byrjun vetrar árið 1940 og höfum verið nán- ir vinir og félagar síðan. Bjuggum við sömu götuna í Vesturbænum og voru aðeins tvö hús á milli okkar. Ekki gengum við í sama barna- og gagnfræðaskóla, en fylgdumst hins vegar að í MR og læknadeild HÍ. Egill kaus sér þvagfæraskurðlækn- ingar að sérgrein, en ég geðsjúk- dóma. Egill átti góða og ástríka foreldra. Faðir hans, Þorvaldur Jacobsen, var skipherra hjá Landhelgisgæslunni, mikill sómamaður og einstakur faðir. Móðir Egils, Dagmar, var góð kona, sem tók okkur vinum Egils vel, enda vorum við þar eins og gráir kettir. Eina systur átti hann, Sigríði, nokkr- um árum eldri og er hún látin. Egill ólst upp í snotru steinhúsi á horni Ránargötu og Stýrimanna- stígs. Þetta hús hafði byggt móðurafi hans, Guðni Egilsson múrarameist- ari og bjó þar einnig ásamt eigin- konu sinni, Sigríði Finnsdóttur, Diddu ömmu eins og við strákarnir kölluðum hana. Guðni var hægur maður og stilltur, sómi sinnar stétt- ar. Það sýndi m.a. áletruð múrskeið úr silfri, er hann hafði hlotið að heið- ursgjöf frá stéttarfélagi sínu. Ég virti hana oft fyrir mér með lotningu sem drengur. Sigríður var kona af- skaplega hlý og notaleg. Egill ólst upp og mótaðist í þessu snyrtilega og virðulega fjölskyldu- húsi í gamla Vesturbænum, ör- skammt frá skipum og athafnalífi hafnarinnar, umvafinn ást og um- hyggju þessa ágæta fólks. Sú mótun, ásamt sumarbúðum í Vatnaskógi, sumardvöl í sveit austur á Eskifirði, skátastarfi og sjómennsku á íslensk- um varðskipum, hlaut að skila góð- um dreng, nýtum manni og um- hyggjusömum föður. Allt þetta var Egill. Hann varð góður læknir, athugull, samviskusamur og nærgætinn við sína sjúklinga. Egill hvarf um tíma til Svíþjóðar og Bandaríkjanna og aflaði hald- góðrar sérþekkingar á sviði þvag- færaskurðlækninga, er hann flutti með sér heim til Íslands. Starfaði hann að þeirri sérgrein það sem eftir var starfsævinnar. Vann þar gott uppbyggingarstarf og gat sér góðan orðstír fyrir. Egill varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast góða, dugmikla og mynd- arlega konu, Katrínu Jóhannsdóttur, ættaða frá Eyrarbakka. Saman byggðu þau sér fallegt heimili á Sel- tjarnarnesi og eignuðust þrjú mann- vænleg börn: Elínu lyfjafræðing, Þorvald verkfræðing og Katrínu fé- lagsráðgjafa. Þau hafa verið foreldr- um sínum miklir gleðigjafar og stækkað fjölskylduna með mynda- legum hópi barnabarna. Egill bar hag þeirra allra og hamingju mjög fyrir brjósti, ólatur alla tíð að hvetja þau til dyggða og dáða. Egill vinur minn var gæfumaður, átti góða, gjöfula og farsæla ævi. Hann var vinfastur. Við höfum Egill Ágúst Jacobsen ✝ Hákon Sigtryggs-son fæddist í Hof- staðaseli í Viðvík- urhreppi í Skagafirði 5. apríl 1920. Hann lést á Landspítalanum v/Hringbraut 29. október 2010. Foreldrar hans voru Jakobína Þor- bergsdóttir og Sig- tryggur Jakobsson. Systir Hákonar var Sigríður Lovísa, 14.10. 1918, d. 25.4. 2002. Hákon giftist 28. okt. 1944 eftirlifandi eiginkonu sinni Oddnýju Gestsdóttur, f. 24.12. 1918, frá Garðsvík á Svalbarðsströnd. Börn þeirra eru Sigrún, f. 1.1. 1945, hennar börn Hákon Lennart, f. 19.2. nám og vega- og brúartæknifræð- ingur frá Stockholms Tekniska Insti- tut eftir 3 ára nám. Hákon starfaði sem bæjartæknifræðingur og bygg- ingafulltrúi á Húsavík 1950-1963. Meðal bygginga sem hann hafði yf- irumsjón með byggingu á var sund- laugin, pósthúsið, skrifstofa sýslu- manns, barna- og gagnfræðaskólinn á Húsavík. Félagsstörf og íþróttir voru Hákoni hugleikin, hann spilaði badminton og starfaði með Völsungi, var félagi í Rótarýklúbbi Húsavíkur, söng í Þrym karlakór og í kirkjukór Húsavíkurkirkju. Til Reykjavíkur flutti hann 1963 og starfaði hjá Vegagerð ríkisins við eftirlit vega- framkvæmda og sem vega- og brúar- tæknifræðingur frá 1963-1993. Hann stofnaði og var fyrsti starfsmaður Vegminjasafn Vegagerðarinnar 1989. Útför Hákonar fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 4. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 11. 1967, og Iréne Lovísa, f. 31.3. 1969. Sólveig, f. 30.5. 1948, hennar syn- ir Grétar, f. 5.12. 1967, og Elvar Þór f. 6.8. 1975, d. 11.3. 1987, Karin, f. 12.12. 1950, hennar synir Robert, f. 31.3. 1971, og Daniel, f. 18.4. 1982, Hákon Arnar, f. 19.8. 1956, d. 27.6. 1997, hans dætur Margrét Elín, f. 2.4. 1979, og Nína Dröfn, f. 1.11. 1987. Hákon flutti til Húsavíkur með foreldrum sínum og systur 1930. Hann gekk í barna- og unglingaskóla Húsavíkur. Hákon fór í Bændaskólann á Hólum og útskrif- aðist sem búfræðnigur eftir 2 ára Elsku pabbi, hvíldin er góð eftir langa ferð. Ég er ánægð að við mamma sátum við endastöð ferðar þinnar og gátum kvatt. Þú áttir langt og gott ferðalag, þú bauðst mörgum með þér og deildir nesti þínu af þinni einstæðu gestrisni og gjafmildi. Þú áttir draum sem þú lést rætast, þú skyldir menntast og sjá aðeins meira en rétt túnfótinn. Þú féllst fyrir ungri stúlku og baðst hana að koma með þér í ferðalag lífs- ins og þið giftuð ykkur og fóruð sam- an í ævintýraferð. Saman fóruð þið litla fjölskyldan til Svíþjóðar þar sem þú namst tæknifræði. En hugurinn stefndi heim á Húsavík eftir nám og fluttust þið þangað með tvær ungar dætur og bættuð fljótlega þeirri þriðju við. Pabbi byggði fjölskyldu sinni þar fallegt og traust hreiður og allir undu sér afar vel. Fjölgun fjöl- skyldunnar var fullkomin þegar son- urinn fæddist og fjölskyldan orðin stór, húsið var stækkað og bíll var keyptur, allt eins og best varð á kos- ið. Þar var gott að vera en pabbi var strangur og sérstakur í þessu litla samfélagi, hann var þekktur fyrir sínar „ígrundanir, þvermóðsku og stífni“ hann gaf ekki eftir fyrr en bú- ið var að sanna að annað væri betra en það sem hann hafði ákveðið. Hann var snyrtipinni mikill og aldrei sást á honum kusk eða úfið hár, allt í sínum skorðum, hann fór ekki í póstkass- ann án þess að setja á sig bindi og fara í jakka. Pabbi var allt of vand- virkur og tók sér allt of langan tíma til að „hugsa og ígrunda“ málið, allt skyldi vera hornrétt, lóðrétt eða lá- rétt, engar fellur skyldu sjást. Pabbi kenndi mér að hjóla á sínu karlahjóli undir stöng í þá daga og hann hvatti mig til að stunda íþróttir, ég þurfti greinilega á hreyfingu að halda, enda hreyfanleg enn í dag. Pabbi var frægur fyrir sína sérvisku og gárungarnir á Húsavík upp- nefndu hann eins og títt var um um- deilda merkismenn í þá daga, en honum var nokk sama og hélt sínu striki. Fjölskyldan fluttist til Reykjavík- ur og það breytti miklu hjá okkur systkinum að flytja frá vinum og litla fallega þorpinu sem okkur leið svo vel í, en þetta ákvað hann og svo skyldi vera. Hann passaði líka upp á ungar dætur sínar eftir að flutt var á „mölina“. Þær voru allar settar í hús- mæðraskóla svo þær gætu sinnt heimilum sínum eins vel og mamma, sem stjanaði við okkur öll. Dagar pabba voru ekki samir eftir fráfall einkasonarins. Hann naut þess að vera með barnabörnum sínum í bíl- skúrnum og kenna þeim „handbragð og vandvirkni“. Pabba fannst gaman er gesti bar að garði og naut þess að spila á sög- ina sína, það gerði hann líka á smá- fundum og skemmtunum. Hann hélt sínu beina striki á leiðarenda og kvaddi saddur lífdaga. Hann hefði ekki mælt sjálfan sig betur í sína síð- ustu legu, í mitt rúmið með nákvæm- lega jafnt til beggja hliða. Hann skildi við með reisn. Elsku pabbi minn, ég vil þakka þér samfylgdina og hvað þú gerðir fyrir mig og drengina mína. Söknuðurinn er sár en sprettur af væntumþykju og gleði sem við áttum saman. „Okk- ar“ sem farnir eru taka vel á móti þér. Ég skal hugsa vel um mömmu. Þinni ferð er lokið og hvíl í friði. Þín dóttir, Sólveig. Hákon Sigtryggsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.