Morgunblaðið - 04.11.2010, Qupperneq 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2010
Sunnlensk safnahelgi verður
sett í Listasafni Árnesinga í
Hveragerði kl. 17 í dag. Safna-
helgin er nú haldin í þriðja
skipti og er samstarf safna,
setra og safnvísa á Suðurlandi.
Þá eru veitingastaðir á Suður-
landi með sérstaka safnahelg-
arrétti á matseðlum sínum.
Ýmsir listamenn troða upp víða
á svæðinu.
Meðal dagskrárliða má
nefna að boðið er upp á portert-ljósmyndun hjá
Anne Marie Sörensen milli kl. 13 og 15 á laug-
ardag og sunnudag, í Listamannaíbúðinni Varma-
hlíð í Hveragerði.
Dagskrána má sjá á www.sunnanmenning.is.
Safnahelgi
Sunnlensk safna-
helgi sett í dag
Listasafn
Árnesinga.
Arkitektarnir Ásmundur
Hrafn Sturluson og Steinþór
Kári Kárason stofnuðu arki-
tektastofuna Kurtogpí árið
2004. Í kvöld, fimmtudag, kl.
20, munu fulltrúar stofunnar
kynna verkefni, lausnir og
sjónarmið sín í Hafnarhúsi.
Í tilkynningu segir að Kurt-
ogpí nálgast öll sín verkefni í
þeirri trú að lausnin sé falin í
umhverfinu, manngerðu og
náttúrulegu jafnt sem félagslegu og sögulegu.
Lausnin er dregin fram í arkitektúr sem bæði
undirstrikar og talar við umhverfið og elur á til-
finningu og ábyrgð fyrir því. Meðal verkefna stof-
unnar er Menntaskóli Borgarfjarðar.
Arkitektúr
Kynna verkefni og
lausnir Kurtogpí
Steinþór Kári
Kárason
Fjórar góðkunnar myndlist-
arkonur hafa opnað sýningu í
Lækjarkoti, nýjum sýning-
arstað í Borgarbyggð.
Þær sem sýna þar verk sín
eru Ása Ólafsdóttir, Bryndís
Jónsdóttir, Kristín Geirsdóttir
og Magdalena Margrét Kjart-
ansdóttir.
Á sýningunni eru málverk,
textílverk, leir- og gler-
skúlptúrar og grafíkverk.
Sýningin er haldin í nýjum sýningarsal sem
tengist vinnustofu Ásu Ólafsdóttur. Lækjarkot
stendur við þjóðveg númer eitt um sex km norðan
við Borgarnes. Sýningin er opin um helgina frá
klukkan 14-18 og lýkur á sunnudag.
Myndlist
Samspil mynd-
verka í Lækjarkoti
Frá opnun
sýningarinnar.
Um helgina verður haldin í Hafn-
arhúsinu ráðstefna um samtímalist
á Norðurlöndum, í tengslum við
Ting – norræna listahátíð. Ráð-
stefnan er haldin í samstarfi Lista-
safns Reykjavíkur, Norræna húss-
ins, Nýlistasafnsins og
Kynningarmiðstöðvar íslenskrar
myndlistar.
Heiti ráðstefnunnar er Alterna-
tive North og þar munu koma sam-
an sýningastjórar, menningarrýnar
og safnstjórar til að ræða um stöðu
samtímamyndlistar á Norð-
urlöndum. Sjónum verður einkum
beint að nýsköpun og óháðum sýn-
ingarstöðum, með sérstakri áherslu
á tilraunalist og krítíska umræðu. Á
dagskránni verða ýmist kynningar
og pallborðsumræður, meðal annars
um þróun og ástand þessarra mála í
hverju Norðurlandanna, hvað er líkt
og hvað sérstakt og hvaða tækifæri
standa listamönnum til boða.
Ráðstefnan er sett á föstudags-
kvöldið en formleg dagskrá er bæði
laugardag og sunnudag.
Ráðstefnan fer fram á ensku og er
öllum opin en gestir eru beðnir um
að skrá sig hjá Listasafni Reykjavík-
ur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í Nýlistasafninu Rætt verður um
nýsköpun og tilraunalist á þinginu.
Málþing
um sam-
tímalistina
Rætt um stöðuna á
Norðurlöndum
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Ég bjó til stutta sögu í myndbandi
þar sem mávar leika öll hlutverkin,“
segir Bjarni massi (Bjarni Þór Sig-
urbjörnsson) um sýninguna Allir um
borð sem hann opnar í D-sal Hafn-
arhúss Listasafns Reykjavíkur í dag
klukkan 17. Listasafnið vekur at-
hygli á ungum myndlistarmönnum í
sýningaröðinni sem kennd er við sal-
inn og er þetta sú 18. í röðinni.
Bjarni varpar verkinu á stóran
vegg í salnum og segist einnig vera
með þrívíð verk byggð á fuglunum.
„Ég bjó til dúklagt borð sem flýt-
ur úti í firði, og fæ máva til að koma
og leika fyrir mig,“ segir hann.
Forsaga verksins nær aftur til
2008 þegar Kling og Bang flutti inn-
viði barsins Sirkuss til London, en
Bjarni sá um að setja leikmyndina
saman í Johnson & Kaaber-húsinu.
„Í húsinu vann þá listamaður sem
setti rusl alltaf út fyrir húsið. Þegar
maður mætti á morgnana var eins
og maður hefði misst af einhverju
svakalegu partíi, allt var útatað og
mávarnir í tómu rugli,“ segir Bjarni
og hlær. Síðan hefur hann verið að
hugsa um mávaveisluna.
„Ég býð mávunum í mat úti á sjó.
Myndin er eins og dagur í lífi máv-
anna úti á firði. Það byrjar á auðu
borði og endar í allsherjar sódómu.
Saman við myndbandið mixa ég
gömlum sjómannalögum, völsum og
slíku; ég blanda saman hinum og
þessum hljóðum og fær fólk að upp-
lifa mávahljóð ásamt hljóðum úr
ýmsum leynigestum. Þetta er eins
og hljóðsetning í árdaga hljóðsetn-
ingar, maður tengir það sem maður
heyrir við kvikmyndina en er ekki
alveg viss,“ segir Bjarni en hann
vinnur talsvert með myndbandsverk
og segist yfirleitt vera að segja sög-
ur í þeim, með fólki, en nú komi máv-
arnir í þess stað.
Má segja að verkið fjalli á ein-
hvern hátt um græðgi?
„Ég vil ekki fullyrða að verkið
fjalli um neyslugeðveiki en kannski
hvarflar það að einhverjum,“ segir
hann. „Líklega er gargandi symból-
ismi í verkinu – ég get sagt það án
þess að ljúga nokkru.“
Bjarni massi vann verkið sér-
staklega fyrir sýninguna þar sem
hann dvaldi vestur á fjörðum síðasta
hálfa árið, á Flateyri þar sem hann á
hús. Hann segir mikilvægt fyrir sig
og sína sköpun að sækja út á land.
„Það hefur áhrif á mann að búa í
litlu sjávarþorpi – og það hefur líka
áhrif á endanlega útkomu verksins.
Fyrst ætlaði ég að taka myndbandið
upp í smíðaðri leikmynd en síðan sá
ég að ekkert toppar náttúruna fyrir
vestan,“ segir Bjarni.
Morgunblaðið/Ernir
Bjarni massi „Ég vil ekki fullyrða að verkið fjalli um neyslugeðveiki en
kannski hvarflar það að einhverjum,“ segir listamaðurinn.
„Ekkert toppar
náttúruna fyrir
vestan“
Nýtt myndbandsverk
» Sýning Bjarna massa
(Bjarna Þórs Sigurbjörns-
sonar) sem opnar í dag kl. 17
er 18. verkefnið í röð sýninga
sem kenndar eru við D-sal
Hafnarhússins.
» Bjarni sýnir myndbandsverk
sem hann kallar Allir um borð,
auk þrívíðra myndverka.
Bjarni massi sýnir verk með mávum
Maríus Sverrisson tenórsöngvari kemur fram á
hádegistónleikum Hafnarborgar í dag, fimmtu-
dag, ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara. Hefj-
ast tónleikarnir, sem þau kalla Allskonar ást,
klukkan 12.
„Efnisskráin byggist á þýskum og aust-
urrískum óperettum sem voru mjög vinsælar
um aldamótin 1900, í bland við tónlist úr amer-
ískum söngleikjum,“ segir Maríus.
„Þetta eru allt klassískar melódíur sem mjög
margir þekkja.
Þetta verða mjög léttir og skemmtilegir tón-
leikar. Antonía er ættuð frá Ungverjalandi og
er með þessa tónlist í blóðinu. Ég ólst upp í
Vín að hluta og hef þetta líka í blóðinu, það er
því gaman að flytja þetta með henni. Við höf-
um bæði lært í Vín á ákveðnu tímabili í okkar
lífi.“
Maríus hefur gert nokkuð af því að syngja
óperettutónlist á tónleikum og hefur einnig
komið fram í klassískum söngleikjum, en hann
lærði söng og leiklist í Vínarborg, New York
og Hamborg. Hann hefur tekið þátt í fjölda
leiksýninga víðsvegar í Evrópu, og í söng-
leikjum, og í fyrravetur kom hann víða fram
með stórsýningunni Apassionata.
„Ég hef verið svo lengi erlendis að ég ætla
að vera á Íslandi í vetur og leyfa fólki að heyra
í mér,“ segir hann.
efi@mbl.is
Flytja klassískar melódí-
ur sem allir þekkja
Morgunblaðið/Ernir
Maríus Sverrisson og Antonía Hevesi „Þetta verða mjög
léttir og skemmtilegir tónleikar,“ segir hann.
Kórin Vox feminae, undir listrænni
stjórn Margrétar Pálmadóttur, flyt-
ur að vanda í ár trúarlega tónlist um
allra heilagrar messuleytið. Að
þessu sinni verða tvennir tónleikar,
undir heitinu O magnum mysteinum
og eru þeir fyrri í Kristskirkju í
Landakoti í kvöld, fimmtudag, og
hefjast klukkan 20.30. Síðari tónleik-
arnir verða á miðvikudaginn kemur,
10. nóvember, í Hafnafjarðarkirkju.
Þá verður hluti dagskrárinnar jafn-
framt fluttur við og eftir messu í
Reykholtskirkju í Borgarfirði á
sunnudaginn kemur, 7. nóvember,
klukkan 14.
Á tónleikunum spinnur Stefán S.
Stefánsson á saxófón við sum verk-
anna.
Fyrir tónleikana hefur Margrét
valið úrval fagurra trúarlegra verka
frá endurreisnartímanum, meðal
annars eftir tónskáldin Palestrina,
Orlando di Lassio og Tomás Luis de
Victoria. Að auki flytur kórinn tvo
sálma Þorkels Sigurbjörnssonar
sem bera með sér anda liðins tíma.
Að tónleikunum loknum mun
Margrét J. Pálmadóttir kórstjóri
árita nýútkomna bók, Vox feminae,
de capo. Bókinni fylgir geisladiskur
með nokkrum verkum sem kórinn
hefur flutt og hljóðritað á liðnum ár-
um.
Vox feminae með
trúarlega tónlist
Fyrri tónleikarnir í Kristskirkju í kvöld
Morgunblaðið/Eggert
Vox Feminae Kórinn flytur trúar-
lega tónlist á tónleikunum.
Þarna voru frábærir
leikarar, dansarar,
söngvarar og tónlistar-
menn … 36
»