Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Uppsögn Þórhalls Jósepssonar, fréttamanns hjá Ríkisútvarpinu (RÚV), var rædd á Alþingi í gær. Össur Skarp- héðinsson utanríkis- ráðherra taldi forkastanlegt að fréttamanninum hefði verið sagt upp fyrir að skrifa sam- talsbók við fyrr- verandi stjórn- málamann. Össur sagði m.a. að starfsmenn ríkisins hlytu að eiga rétt á að tjá skoðanir sínar í gegnum bók af þessu tagi. Guðlaugur Þór Þórðarson kvaðst vita að Þórhallur hefði ekki fengið neitt tækifæri til málsvarnar vegna uppsagnarinnar. Ólína Þor- varðardóttir taldi að um væri að ræða innri málefni fréttastofunnar og að Alþingi gæti ekki blandað sér beint í slík mál. Verkefnið ekki rætt nánar Þórhallur Jósepsson frétta- maður kveðst hafa tilkynnt Óðni Jónssyni, fréttastjóra RÚV, snemma í janúar á þessu ári að hann hygðist hefja ritun bókar með fyrrverandi ráðherra. Hvers vegna nafngreindi hann ekki ráðherrann fyrrverandi í samtalinu? „Þetta var ekki afráðið og þess vegna vildi ég ekki segja þá hver það væri,“ sagði Þórhallur. Hann segir að Óðinn hafi ekki spurt hann um verkefnið né viðmælandann eft- ir það. Hann hafi heldur ekki upp- lýst Óðin um það nánar. „Ég ræddi þetta ekkert meira. Ég fór af þeim fundi í þeirri öruggu vissu – góðri trú eins og það heitir á lagamáli – að þetta væri í fínasta lagi,“ sagði Þórhallur. Tilefni upp- sagnarinnar er sagt vera trúnaðar- brestur. Hefur Þórhallur fengið skýringu á honum? „Skýringin mun vera sú að þetta sé Árni M. Mathiesen sem sé hrunráðherra í hrunríkisstjórninni og hafi verið í fréttum fyrir að verða e.t.v. dreginn fyrir landsdóm. Þetta er það sem ég hef fengið skriflega og reyndar fleiri kollegar mínir í innanhússkeytum frá fréttastjóranum. Einnig að ég hafi ekki upplýst um að ég hafi verið að vinna þetta verk,“ sagði Þórhallur. Hann segist ekki, svo hann muni, hafa fengið fréttaverkefni frá því að ritun bókarinnar hófst sem voru þess eðlis að hann þyrfti að lýsa sig vanhæfan til að vinna þau og ekki hafa fjallað um málefni Árna M. Mathiesen í fréttum RÚV á þeim tíma. „Ég vann aldrei verkefni sem snertu rannsóknarskýrslu Alþing- is, engin sem snertu Árna Mathie- sen og landsdóm. Ég var aldrei beðinn um þessi verkefni,“ sagði Þórhallur. Hann kvaðst m.a. hafa verið í tveggja mánaða fríi frá 1. apríl. Þá kom rannsóknarskýrslan út og hann var ekki við störf þegar umfjöllun um hana stóð sem hæst. Hreyfa ekki athugasemdum Stjórn Félags fréttamanna (FF) við RÚV mun ekki álykta vegna uppsagnar Þórhalls Jóseps- sonar, að sögn Aðalbjörns Sigurðs- sonar, formanns félagsins. Hann taldi málið ekki snúast um viðmælanda Þórhalls heldur það að hann skyldi vinna að bókinni á sama tíma og hann sinnti frétta- flutningi – oft af hrunmálum og málum sem tengdust hruninu þótt þau tengdust ekki Árna Mathiesen beint. Einnig að hann hefði ekki sagt neinum frá því. „Það er litið á það sem trúnaðarbrest milli Þór- halls og stjórnenda fréttastofu. Við gerum ekki athugasemd við þá túlkun,“ sagði Aðalbjörn. Hann kvaðst sjá eftir Þórhalli því hann væri vandaður og góður fréttamaður. Uppsögn Þórhalli Jósepssyni fréttamanni var sagt störfum hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins vegna trúnaðarbrests. Aldrei spurður um ráðherrann  Þórhallur Jósepsson fréttamaður kveðst hafa farið af fundi fréttastjóra RÚV í þeirri öruggu vissu að ritun bókar hans um Árna M. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra, væri í góðu lagi Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, kveðst aldrei hafa samþykkt að Þórhallur Jósepsson skráði ævi- sögu Árna Mathiesen. „Samkvæmt starfsreglum RÚV er slíkt samþykki forsenda þess að fréttamaður geti tekið að sér slíkt starf,“ segir í yfirlýsingu Óð- ins. Hann segir að Þórhallur hafi spurt sig óformlega um það snemma á þessu ári hvort hann væri andvígur því að Þórhallur tæki að sér að rita ævisögu fyrr- verandi ráðherra. Óðinn kveðst hvorki hafa treyst sér þá „til að veita óskorað samþykki né leggj- ast afdráttarlaust gegn því – enda vildi Þórhallur ekki nefna um hvern væri að ræða“. Óðinn segir og að með fram- göngu frétta- mannsins hafi verið vegið að trú- verðugleika fréttastofu RÚV. Vegið að trúverðugleika RÚV FÉKK EKKI SAMÞYKKI FRÉTTASTJÓRA FYRIR RITUN BÓKAR Óðinn Jónsson Þórhallur Jósepsson Fálkar lifa einungis á þeim stöðum í heiminum þar sem rjúpu er að finna, enda aðalfæða þeirra. Að sögn Ólafs Nielsen, fuglafræðings við Náttúru- fræðistofnun Íslands, er stofninn algjörlega háður rjúpunni og sveiflast hann í takt við stofn hennar. Fálkastofninn er nú talinn frekar lítill, eða um 1.500 fuglar. Hann er þó á uppleið, líkt og rjúpnastofninn, og var viðkoman ágæt á liðnu sumri. Þessi ungi fálki var spakur þar sem hann sat á steini í Engidal, vestan Strákaganga, í gær. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Á allt sitt undir rjúpunni Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Samgöngumið- stöð mun ekki rísa austan við Reykjavíkurflug- völl eins og ríki og borg hafa stefnt að um árabil. Þetta varð ljóst á fundi Ögmundar Jónassonar sam- gönguráðherra með Jóni Gnarr borgarstjóra og Degi B. Eggerts- syni, formanni borgarráðs, í gær. Þess í stað verður kannað hvernig bæta megi aðstöðu fyrir starfsfólk og farþega í innanlandsflugi vestan við Reykjavíkurflugvöll. Ögmundur segir að um sameiginlega niðurstöðu hafi verið að ræða. Á fundinum hefði komið fram sú afstaða borgaryfirvalda að ekki væri áhugi á því af hálfu borgarinnar að halda áfram við hönnun og byggingu samgöngumiðstöðvarinnar. Þetta hefði raunar verið í kortunum. Ög- mundur sagðist hafa lýst því yfir að hann yrði ekki sá sem blési miðstöð- ina af. Hann er engu að síður sáttur við niðurstöðuna. Ódýrara og hagkvæmara En taldir þú þörf á samgöngumið- stöð? „Nei, það sem hefur verið efst í mínum huga og hefur allan tímann verið, er að bæta aðstöðuna fyrir inn- anlandsflugið. Og ég tel það ekki síðri kost sem nú verður sennilega ofan á, að bæta aðstöðuna vestan megin á flugvellinum,“ sagði Ög- mundur. Hefði það verið eindreginn vilji borgarinnar að bæta aðstöðu fyrir innanlandsflugið, samhliða því að reisa samgöngumiðstöð, hefði hann ekki lagst gegn því. Hann teldi þá niðurstöðu sem nú lægi fyrir, að kanna uppbygginu vestan við flug- völlinn, ekki síðri kost. „Það er líka kostnaðarminna fyrir flugið, þarna eru flugplön og aðstaða fyrir flugvélarnar sem gerir það að verkum að þetta verður miklu ódýr- ari aðgerð. Á þeirri forsendu er þetta skynsamlegt í ljósi efahagsþrenging- anna, að horfa til þess sem er ódýr- ast og hagkvæmast,“ sagði hann. Samgöngumið- stöðin rísi ekki Ögmundur Jónasson  Sameiginleg niðurstaða ríkis og borgar Óskýr tilgangur » S. Björn Blöndal, aðstoðar- maður borgarstjóra, segir að það hafi aldrei komið skýrt fram hvert gagnið af miðstöð- inni hefði átt að vera. » „Það er ekki gott þegar miklir peningar eru í spilinu að menn geri bara eitthvað. Af því að það er líka lítið til af pen- ingum,“ sagði hann. » Besti flokkurinn vill flugvöll- inn úr Vatnsmýrinni, sam- gönguráðherra vill hann þar áfram. Forsvarsmenn Landsvirkj- unar áætla að fyrirtækið verði í stakk búið að hefja greiðslur tekju- skatts á árinu 2014 og að um- talsverðar arð- greiðslur til ríkisins sem eiganda þess geti hafist árið 2015. Á haustfundi Landsvirkjunar í gær kom fram að áhersla verði lögð á rannsóknir, þróun og nýsköpun, sem geti skilað sér í betri nýtingu á virkjunum og athugunum á nýjum orkugjöfum. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði möguleika á verulega aukinni arðgreiðslugetu fyrirtækisins á næstu árum. Nái áætlanir um aukna raforkusölu og hærra raforkuverð fram að ganga, geta tekjur fyrirtækisins fimmfald- ast fram til ársins 2030 á meðan raf- orkusala tvöfaldast. Ábyrgðargjald sem Landvirkjun greiðir til ríkisins vegna lána sem eru með ríkisábyrgð hækkar úr 6 milljónum dollara nú (jafnvirði 670 millj. kr.) í a.m.k. 12 milljónir dala á næsta ári (jafnvirði um 1,4 milljarða kr.) Þá er áætlað að verðmæti hluta- fjár Landsvirkjunar hækki um 250- 350 milljónir dollara á árinu ári en vaxtaberandi lán lækki um 130-150 milljónir dala eða sem nemur 14,5 til 16,8 milljörðum kr. omfr@mbl.is Hörður Arnarson Aukin geta til greiðslu arðs á næstu árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.