Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 Það er ekki gott að vera með tóman maga þegar matarbloggið hennar Ha- zel Sy er skoðað. Á Tastypursuits- .com hóf ung kona nýlega að blogga um mat, hún segist vera að finna jafnvægið milli bragðs og áferðar svo hægt sé að skella í eina máltíð án uppskriftar. Sy byrjaði að blogga því henni fannst hún hjálparlaus í eldhúsinu án uppskrifta, hún fór á fjölda mat- reiðslunámskeiða og fór að reyna að skilja hráefnin og finna sjálf út hvað passar saman og skapar ákveðið bragð. Hún hóf að blogga til að skilja betur hvers vegna sum bragðefni passa vel saman í uppskriftum sem hún finnur í uppskriftabókum, fær frá vinum eða finnur á vefsíðum. Hún gerir svo tilraunir til að skapa sínar eigin uppskriftir byggðar á bragð- blöndunni sem hún uppgötvaði áður. Það eru ekki margar uppskriftir komnar inn á síðuna, enda er bloggið bara síðan í júlí, en þær eru allar girnilegar, fjölbreyttar og virðast vera einfaldar í framkvæmd. Nýjasta færslan er frá því á þriðju- daginn og er hún um kryddaðar kok- teil-kjötbollur sem virðast bragðast mjög vel. Einnig er nýleg færsla þar sem hún gefur fimm ráð um hvernig hægt er að takast á við allt hátíð- arátið sem er framundan. Vefsíðan www.tastypursuits.com Nammi namm Krydduðu kjötbollurnar hennar Hazel Sy líta vel út. Kryddaðar kokteil-kjötbollur Magnús Hlynur Hreiðarsson frétta- maður Ríkisútvarpsins á Suðurlandi hefur sett saman mynddisk með úr- vali af sunnlenskum sjónvarps- fréttum frá 1998- 2010. Um er að ræða 85 fréttir á 85 mínútum auk þess sem það er heilmikið af auka- efni með sunnlenskri tónlist. Dæmi um fréttir á diskinum eru; Taminn krummi, Syngjandi hundur, Vindverkir hjá fólki, Þriggja vikna önd að bera út póst, Knattspyrnuhund- urinn Kolla og 90 ára körfuboltakona. Mynddiskurinn kemur út á morgun og mun fást víða á Suðurlandi og á völdum stöðum í Reykjavík. Endilega … … rifjið upp sunnlenskar sjónvarpsfréttir Fréttamaðurinn Magnús Hlynur. Atli Vigfússon laxam@simnet.is Ég ólst upp við það aðtil væri kjöt á krukkumen þegar ískisturnarkomu hættu margir að sjóða kjötið niður með þessum hætti. En mér fannst spennandi að fara að prófa þetta aftur vegna þess að í nútímaþjóðfélagi kemur fólkið oft seint heim og þá er fljót- legt að grípa til krukkukjötsins. Þetta er skyndimatur sem mörg- um þykir góður, “ segir Sigrún Marinósdóttir bóndi á Núpum í Aðaldal en hún og maður hennar Karl Sigurðsson suðu nýlega niður kjöt á krukkur eins og gert var fyrr á árum, áður en frystiskápar og kistur hófu innreið sína á ís- lensk heimili. „Það er vissulega vinna að búa þetta til,“ segir Sig- rún en henni finnst það gaman og árangurinn lýsir sér í því að mat- urinn sem borinn er á borð er bragðgóður og nýtist mjög vel. „Við erum að nýta ærkjötið okkar hér heima og úr því má gera mjög margt eins og t.d hakk og gúllash. Við úrbeinum kjötið, en reynum að hafa fituminni bita í krukk- urnar. Hryggvöðvinn er mjög góð- ur og á mínu heimili var talað um sparigúllas úr þeim bita. Þá látum við reykja nokkuð af kjöti, en svo búum við til sperðla úr slögunum. Mikilvægt að vanda vel til verka Sigrún steikir kjötið, sem á að fara í krukkurnar, á pönnu og not- ar olíu við steikinguna. Hún segir að áður fyrr hafi afgangsfita úr kleinupottum verið notuð til að steikja, en það þurfi ekki nú á dögum. Hún lætur kjötið brúnast vel og kælir það síðan. Krukkurnar þvær hún í upp- þvottavél þar sem þær sótt- hreinsast. Þetta eru krukkur með gúmmíhring og spennu sem oft er hægt að fá í búðunum á haustin. Þá lætur hún kjötið á krukk- urnar, fyllir upp með köldu vatni en skiptir síðan afgangnum af fit- unni á pönnunni á milli þeirra. Þá er stráð 1 tsk. salti í hverja krukku en það fer aðeins eftir stærð. Að þessu loknu er krukk- unum lokað, tekinn stór pottur sem í er sett viskustykki í botn- inn. Krukkurnar settar ofaní og fyllt upp með vatni upp að spenn- unni. Síðan er þetta látið malla við suðu í eina og hálfa klukkustund. Ástæðan fyrir því er að þetta er ærkjöt og það þarf aðeins meiri suðu. Gaman að nýta eigin afurðir Sigrún er alin upp á Þórshöfn en foreldrar hennar eru bæði úr sveit og mjög vön mat sem þess- um enda hjálpuðu þau henni og Karli þegar byrjað var á þessu á Núpum. Sigrún segir að fjöl- skyldan sé búin að prófa afrakst- Kjöt á krukkum eins og í gamla daga „Mér fannst spennandi að fara að prófa þetta aftur vegna þess að í nútímaþjóð- félagi kemur fólkið oft seint heim og þá er fljótlegt að grípa til krukkukjötsins. Þetta er skyndimatur sem mörgum þykir góður, “ segir Sigrún Marinósdóttir bóndi á Núpum í Aðaldal en hún og maður hennar Karl Sigurðsson suðu nýlega niður kjöt á krukkur eins og gert var fyrr á árum. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Krukkukjöt Kjötið er soðið niður í krukkurnar og lítur vel út. Núpar í Aðaldal » Bærinn Núpar í Aðaldal stendur austan Laxár um 1 kílómetra norðan brúarinnar við Núpafoss. » Á Núpum búa Sigrún Mar- inósdóttir og Karl Sigurðsson ásamt þremur börnum sínum og móður Karls. Þau reka sauðfjárbú en vinna bæði utan heimilis stóran hluta úr árinu. » Sauðféð hefur sumarhaga á Hvammsheiði, sem er ein af þingeysku lyngheiðunum, og gefur sú beit kjötinu góðan keim. Bónus Gildir 11. - 14. nóvember verð nú áður mælie. verð Nóa konfekt, 650 g ................. 1.498 1.798 2.304 kr. kg Ferskt pitsadeig, 400 g............ 259 295 647 kr. kg KF pitsaskinka, 125 g.............. 98 129 784 kr. kg Myllu heimilisbrauð, 770 g ...... 229 287 297 kr. kg Os heimilisostur ...................... 890 1.127 890 kr. kg Búrfell hamborgarhryggur ......... 898 1.169 898 kr. kg Ferskar grísakótilettur .............. 898 998 898 kr. kg Ferskt blandað hakk ................ 798 898 798 kr. kg Mh smjörlíki, 500 g................. 149 179 298 kr. kg Gk suðusúkkulaði, 300 g ......... 259 298 863 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 11. - 13. nóvember verð nú áður mælie. verð Lambainnralæri úr kjötborði ..... 2.498 2.999 2.498 kr. kg Folaldainnralæri úr kjötborði..... 1.998 2.245 1.998 kr. kg Svínasíða m/puru úr kjötborði .. 589 745 589 kr. kg Hamborgarar, 4x80 g m/brauði 496 596 496 kr. pk. Kjúklingastrimlar frá Matfugl..... 1.986 2.483 1.986 kr. kg Ali lasagne frosið, 900 g ......... 998 1.221 998 kr. pk. Ali kjötbollur frosnar ................ 1.198 1.498 1.198 kr. pk. Ali grísasnitsel ........................1.198 1.498 1.198 kr. pk. FK súkkulaði ís, 2 ltr ............... 398 488 199 kr. ltr Hagkaup Gildir 11. - 14. nóvember verð nú áður mælie. verð Íslandsnaut hamb., 2x140 g .... 374 498 374 kr. pk. Íslandsnaut hamb., 2x175 g .... 509 679 509 kr. pk. SS rifsberja lambal. án/rófub... 1.784 2.378 1.784 kr. kg Holta kjúklingalundir................ 1.946 2.595 1.946 kr. kg Chicaco Town pitsa, 3 teg. ....... 449 649 449 kr. stk. Kjörís, 4 teg............................ 449 739 449 kr. stk. Myllu sveitabrauð .................... 259 499 259 kr. stk. Myllu ostaslaufur..................... 199 329 199 kr. stk. Amerískir kleinuhringir, 2 í pk. .. 259 378 259 kr. pk. Myllu kryddkaka ...................... 299 519 299 kr. stk. Helgartilboðin Þín Verslun Gildir 11. - 14. nóv verð nú áður mælie. verð Ísfugls kjúklingur heill .............. 749 1.072 749 kr. kg Ísfugls kjúklingalæri og -leggir .. 698 998 698 kr. kg Mozzarella rifinn, 200 g ........... 285 318 1.425 kr. kg Casa Fiesta Taco skelj., 135 g.. 319 399 2.363 kr. kg Casa F. Tortillas, 8 stk.............. 308 385 39 kr. stk. Casa Fiesta Taco sósa, 225 g .. 249 315 1.107 kr. kg Champ. sveskjur steinl., 340 g. 398 459 1.171 kr. kg Daim kúlur, 100 g................... 298 439 2.980 kr. kg Toblerone, 100 g..................... 239 298 2.390 kr. kg Morgunblaðið/Ásdís Brauðmeti Er á tilboði um helgina ásamt öðru. Kjólar Áður: 14.990 Nú: 9.990 Úlpur Áður: 19.990 Nú: 13.990 Vetrarútsala 30-50% afsláttur af öllum vörum Fleiri myndir á facebook Vertu vinur Laugavegi 54, sími 552 5201 Peysur Áður: 9.990 Nú: 4.990 Gallabuxur háar í mittið Áður: 9.990 Nú: 6.990

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.