Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 28
Miðvikudaginn 20. október feng- um við þær sorglegu fréttir að Jó- hann, dóttursonur minn hefði látist í bílslysi ásamt unnustu sinni Dag- björtu Þóru. Við erum harmi slegin við sviplegt fráfall þeirra Jóhanns og Dagbjartar. En gleðjumst á sama tíma yfir því kraftaverki að Daníel Ernir, sonur þeirra, skuli hafa lifað slysið af. Aldrei sáum við Jóhann öðruvísi en kátan og glaðan og alltaf stutt í bros og grín. Hann stundaði nám sitt af kappi og gekk vel. Aga þekkti hann vel úr sundinu þegar hann æfði það með góðum árangri. Framtíðin blasti við þessari litlu fjölskyldu, en á einu augnabliki eru þau hrifsuð burt í blóma lífsins frá litla drengnum sín- um. Stórt skarð hefur verið rofið í fjölskyldur þeirra beggja og við spyrjum okkur hver er tilgangurinn? Við lútum höfði hrygg í bragði, fráfall þeirra lætur engan ósnortinn. Við sendum fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Megi góður Guð hughreysta litla drenginn, foreldra, systkini og aðra ástvini og gefa ykk- ur styrk til að takast á við framtíðina. Hugur okkar er hjá ykkur. Einarína J. Sigurðardóttir og fjölskylda (Amma Ninna.) Elsku besti frændi. Spjallið sem við áttum fyrir svo stuttu og það að hafa fengið að hitta þig í sumar hjálpar gífurlega við það tómarúm sem hefur myndast við að missa þig svona snöggt. Ég var svo hamingjusamur þegar ég heyrði að þú værir orðinn pabbi og það var svo gaman að heyra þig tala um hvað þú værir ánægður og stoltur faðir. Alla tíð hef ég verið mjög heppinn Jóhann Árnason og Dagbjört Þóra Tryggvadóttir ✝ Jóhann Árnason, húsa-smíðameistari og bygg- ingafræðingur, fæddist í Keflavík 23. janúar 1985. Dagbjört Þóra Tryggva- dóttir byggingafræðingur fæddist á Ísafirði 20. janúar 1976. Þau létust af slysförum í Tyrklandi 20. október 2010. Útför Dagbjartar og Jó- hanns fór fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 2. nóvember 2010. að hafa haft þig sem svo góðan vin, það hefur aldrei neinn komist eins nálægt því að vera vinur og þú varst. Öll þau prakkarastrik sem við gerðum sem krakkar eru frábærar minningar um vinskap okkar. Það hefur fylgt mér alla tíð að segja hverjum sem vildi heyra og hlæja að þeim hugmyndum sem við létum okkur detta í hug og framkvæmdum sem börn. Allt frá því að þú fórst fyrst til Danmerkur í nám hef ég litið mikið upp til þín og dáðst að því hvað þú hefur verið að gera góða hluti. Öll okkar ferðalög innanlands sem utan eru eintómar hamingjuminningar. Allar gömlu ljósmyndirnar sem þú sendir mér í tölvupósti og hvatning þín til að halda áfram í námi á eftir að fylgja mér eftir um ókomna tíð. Það er satt sem er sagt, þeir deyja ungir sem Guð elskar mest. Minning þín lifir í hjarta mér. Kær kveðja. Hilmar Ásgeirsson. Dagbjört, eða Dadda frænka eins og við frændsystkinin kölluðum hana, var hress og skemmtileg, lífs- glöð og afskaplega ákveðin mann- eskja og fylgin sér. Hún lifði hratt og naut þess að ferðast og fór víða enda vann hún sem flugfreyja í nokkuð mörg ár. Hún var mjög fram- kvæmdasöm og þegar við krakkarnir fengum hugmyndir hjálpaði hún okkur iðulega við að framkvæma þær. Hún var óhrædd við að leggja okkur lífsreglurnar og kom sínum skoðunum óhikað framfæri. Hún tók að sér að skipuleggja flestar fjöl- skyldusamkomur og gerði það með stæl. Dadda var snyrtimennskan uppmáluð og ótrúlega skipulögð. Sem dæmi um hve hún þoldi óreglu illa þá tók hún eitt sinn fataskápinn hjá tánings frænda sínum í gegn og braut saman alla fatahrúguna og raðaði aftur í hillurnar. Dadda mundi alltaf eftir okkur og kom fram við okkur á jafningja- grundvelli, hún var okkur eins og eldri systir og góð fyrirmynd sem slík. Þegar hún var stödd í Reykjavík var hún mjög dugleg að sinna yngstu frændsystkinum sínum og þó að þau séu mjög ung munu þau alltaf muna eftir henni. Hún Dagbjört var alltaf til staðar þegar við þurftum á henni að halda og var ávallt til í að hjálpa og gera allt fyrir fjölskyldu sína. Elsku Dadda og Jóhann, ykkar verður sárt saknað. Við munum leit- ast við að reynast Daníel jafnvel og þú reyndist okkur. Magnús Þór, Tryggvi Örn, Iðunn, Bjarni Rúnar, Rósa, Magnea, Arna Lind og litlu krílin Leifur Steinn, Dýrleif Lára og Vésteinn – bræðrabörn Dagbjartar. Mér var rosalega brugðið þegar mamma hringdi í mig og sagði mér að Jóhann, vinur minn, væri dáinn, hann hefði látist í hræðilegu slysi í Tyrklandi ásamt Dagbjörtu, unn- ustu sinni. Ég fór einn og settist nið- ur í anddyri á hótelinu sem ég var staddur á í Tékklandi, þar sat ég dof- inn og trúði þessu eiginlega ekki, þá fór ég að hugsa um allar minning- arnar sem ég á með Jóhanni í æsku. Ég kynntist Jóhanni fyrst þegar ég var 6 ára og þá var hann 7 ára á sundæfingu og upp úr því urðum við bestu vinir. Jóhann var glaðlegur, skemmtilegur og alveg rosalega góð- ur drengur, það eru margar fallegar minningar sem maður á með honum. Það var alltaf nóg að gera þegar maður var með Jóhanni, við eyddum miklum tíma í skúrnum á Holtsgöt- unni að búa til allt sem okkur datt í hug og þess á milli fórum við út í Fía- búð og keyptum okkur þrist og happaþrennu, aldrei vann ég á happaþrennuna en í svona tvö af þremur skiptum vann Jóhann. Jóhann var mikill íþróttamaður, mjög efnilegur sundmaður og mjög efnilegur maður á öllum sviðum. Hann var einn af þeim sem hefði náð góðum árangri í öllu því sem hann hefði tekið sér fyrir hendur. Þegar við fórum í útileigur var Jóhann allt- af fyrstur að tjalda, fyrstur að pakka saman og þannig var þetta með allt hjá Jóhanni, hann var með allt á hreinu. Ef maður þurfti hjálp með eitthvað var Jóhann alltaf tilbúinn að hjálpa og bað aldrei um neitt til baka. Elsku Jóhann minn, ég vildi bara þakka þér fyrir að hafa verið vinur minn, allar mínar fallegustu og bestu minningar úr æsku eru með þér, þín verður sárt saknað. Elsku Daníel, Árni, Dóra og fjöl- skylda, megi guð gefa ykkur styrk til að takast á við þessa erfiðu og sorg- legu tíma, minn hugur er allur hjá ykkur. Þinn vinur. Hermann Ragnar Unnarsson. Það er erfitt að koma orðum að því hvað fer í gegnum huga manns þegar ungt fólk er tekið í blóma lífsins. Það eru margar minningar sem koma upp þegar ég minnist Dagbjartar frænku minnar. Það voru mikil tíð- indi í strákahópnum á Ísafirði þegar Dagbjört kom í heiminn 20 janúar 1976, eina stúlkan í strákafarganinu á Krók 4. Ég á yndislegar minningar um mín æskuár frá Ísafirði og ófáar áttu sér stað í Krók 4 hjá Rósu og Tryggva og börnunum þeirra. Við brölluðum mikið saman við Gunnar og hann sem stóri frændi minn kenndi mér ýmislegt, svo sem fót- bolta, skák, golf o.fl. Mér er minnisstætt að Rósa þurfti oft að skamma okkur strákana fyrir læti, því við vorum að vekja Dag- björtu litlu þegar hún svaf í barna- vagninum úti í garði. Oft urðum við að taka til fótanna þegar Dadda frænka vaknaði við lætin í okkur Gunna. Þá heyrðist oft hátt í Rósu, þegar við hlupum upp garðinn og földum okkur. Þegar ég minnist Döddu frænku kemur upp í hugann hlýja, kærleikur og ekki síst húmor sem var aldrei langt undan hjá Dagbjörtu. Þó að við hittumst sjaldnar hin síðari ár voru það ávallt fagnaðarfundir. Við höfð- um oft gaman að því að þrjá daga í röð í janúar áttum við afmæli, Halli 18., ég 19. og Dagbjört 20. janúar. Það verður skrýtið að heyra ekki í Döddu frænku þessa afmælisdaga okkar. Það er margs að minnast á þess- um erfiðu tímamótum og ómögulegt að finna sanngirni eða réttlæti í líf- inu þegar Dagbjört er tekin frá okk- ur með þessum hætti. Mínar hugs- anir eru hjá þeim yndislegu Rósu og Tryggva, bræðrum hennar Döddu og fjölskyldum þeirra. Mér er það ei- lítil huggun að mamma hugsar vel um Dagbjörtu hinum megin. Fjöl- skyldu Jóhanns sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Minningin um ykkur tvö lifir með Daníel litla og okkur hinum. Guð blessi minningu Dagbjartar og Jóhanns. Kolbeinn Már Guðjónsson. Ég kynntist Dagbjörtu fyrir ekki svo löngu við mjög óvenjulegar að- stæður. Við vorum báðar að glíma við sams konar sjúkdóm og sóttum styrk hvor í aðra. Við töluðum mikið saman og fylgdumst með hvor ann- arri í gegnum þetta ferli. Hún var alltaf svo dugleg að senda mér ráð- leggingar og efni um hvernig hægt væri að gera sér lífið léttara í gegn- um þetta allt saman. Ég held að ég hafi sagt henni oftar en einu sinni að ég væri ótrúlega þakklát fyrir að hafa hana með mér í þessu öllu sam- an. Þegar ég hitti hana fyrst var ég í lyfjagjöf uppi á Landspítala og hún nýkomin frá Danmörku til að byrja meðferð hér heima. Ég kyssti hana og faðmaði um leið og ég hitti hana og fann um leið hversu þægilegt og skemmtilegt var að vera í kringum þessa ungu konu. Hún hafði svo mikla útgeislun og laðaði alla að sér. Ótrúlega sterk var hún og sagði hún mér oftar en einu sinni að hún hefði engar áhyggjur af því að sjúkdóm- urinn tæki yfirhöndina heldur liti hún á þetta sem verkefni sem hún þurfti að klára. Ég dáðist að henni og var hún á tímabili sú sem skildi mig best af öllum. Lífið getur verið skrýtið og ósann- gjarnt. Ég lofa þér því, elsku Dag- björt, að ég tek þennan slag fyrir okkur báðar. Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu Dagbjartar og megi Guðs englar vaka yfir litla Daníel Erni. Stella Víðisdóttir. Það er með miklum trega sem þessi fátæklegu orð eru rituð. Dag- björt, skólasystir okkar og vinur, var jarðsungin þriðjudaginn 2. nóvem- ber sl. og stórt skarð hefur verið höggvið í hópinn. Hugurinn reikar heim til Ísafjarðar þar sem við ól- umst upp við leik, störf og skóla- göngu og hittist hópurinn þar nú síð- ast í sumar. Dagbjört hafði þá nýlega fengið slæmar fréttir og stóð frammi fyrir mikilli baráttu. Sjálf valdi hún að líta á þetta sem áskorun, baráttu sem hún ætlaði sér að vinna og ekki aðeins fyrir sig heldur allar konurnar í fjölskyldunni. Krafturinn og hugrekkið fór ekki framhjá nein- um og var aðdáunarvert að fylgjast með. Dagbjört átti yndislegan mann, hann Jóa sinn, sem stóð eins og klettur við bakið á henni í gegnum þessi veikindi og ætluðu þau að berj- ast saman fyrir Daníel Erni, litla gullmolann, sem þau elskuðu svo mikið. Þetta hugarfar einkenndi Dag- björtu sem lifði lífinu til fulls, fyrsti gírinn var einfaldlega ekki valmögu- leiki. Hún var iðulega skrefinu á undan okkur hinum, en á meðan sum okkar léku sér enn í drullupollum var hún komin á fullt út í lífið, að hugsa til framtíðar og leita nýrra áskorana. Dagbjört var mikil fram- kvæmdamanneskja í eðli sínu, ferð- aðist m.a. heiminn þveran og endi- langan, bjó, starfaði og menntaði sig á ólíkum stöðum, sótti flugtíma og stofnaði sitt eigið fyrirtæki ung að árum. Til að mynda þótti henni það ekkert tiltökumál að fljúga frá Eng- landi til Danmerkur til þess að fara í mæðraskoðun. Krafturinn var því- líkur. Hér var ekki staðið við orðin tóm heldur hentist hún af stað og hefur eflaust tekið fram úr sjálfri sér við og við og hafði hún lúmsk gaman af því að vera kölluð litla fiðrildið af bræðrum sínum, Halla, Heimi og Gunna. Sjálf kallaði hún sig fyrsta flokks vestfirska brussu en hún gerði stólpagrín að sjálfri sér og var óspör á það, enda mikill húmoristi og hláturinn hennar aðalsmerki. Dagbjört var stolt af fjölskyldu sinni og heimahögunum og fylgdist vel með því sem þar gerðist. Þegar pólitíkina bar á góma tókst hún öll á flug og fílefldist ef einhver var henni nógu ósammála. Á þessum stundum kom berlega í ljós hversu hreinskipt- in og heiðarleg hún var en hún átti sér þá ósk að fólk þyrfti ekki að standa í baráttu fyrir mannsæmandi lífskjörum enda hafði reynslan kennt henni að forgangsraða í lífinu. Það er á stundum sem þessum sem stóru spurningar lífsins koma upp í hugann og við skiljum ekki hversu ósanngjarnt lífið getur verið. Ljósið í þessum harmleik er elsku Daníel Ernir og með allt það góða fólk sem er í kringum hann á hann eftir að dafna vel. Dagbjört skilur margt eftir sig, ekki aðeins í orðum heldur fyrst og fremst í gjörðum og hefur kennt okkur að hika ekki við að sækjast eftir því sem við viljum fá út úr lífinu. Vafalaust er hún nú þegar komin á fullt í önnur mikilvægari verkefni á æðri stöðum. Elsku Daníel Ernir, Rósa, Tryggvi, Halli, Heimir, Gunni og fjölskyldur ykkar allra og Jóhanns. Megi algóður guð styðja ykkur á þessum erfiðu tímum og gefa ykkur styrk í sorginni. Fyrir hönd skólasystkina á Ísafirði, Anna M. Magnúsdóttir. Aldrei kom ég að tómum kofunum á heimili þeirra bræðra, Friðriks, Húnboga og Jóhanns, og þar sem ég ólst einn upp með mömmu leit ég ef- laust meir á þá sem bræður en frændur mína og fjölskyldan þeirra hefur reynst mér mjög vel bæði á gleði- og sorgarstundum. Því varð það verulega sárt þegar mamma tjáði mér að Jóhann og Dagbjört hefðu látist í bílslysi þá um morg- uninn og biðin var erfið að fá fréttir af litla Daníel Erni því í fyrstu var ekki vitað hvort eða hversu mikið hann hefði slasast. Það er þó huggun harmi gegn að hann er óslasaður og andi foreldranna lifir áfram í gegn- um hann. Dauðinn er alltaf þungbær þegar ungt fólk er kallað fyrirvaralaust á HINSTA KVEÐJA Samfélag Íslendinga erlend- is verður náið og samheldið og kynni djúp og innileg. Það er því erfið stund að þurfa að kveðja ungt fallegt fólk, með stórt bros í blóma lífsins. Hér kveðja kærir vinir, kunningjar, bekkjar- og skólafélagar. Sorg- in er mikil og hugur allra er hjá litla ljósinu honum Daníel Erni, foreldrum, systkinum og öðr- um ættingjum þeirra Dagbjart- ar og Jóhanns. Stórt skarð er höggvið í okkar hóp og verður þeirra minnst af útgeislun, brosi og nærveru. Bæði höfðu þau stundað nám við VIA-há- skólann og búið hér í Horsens um nokkurt skeið, þó Dagbjört lengur og því margir sem þeirra minnast og sakna. Dag- björtu þakkar Íslendingafélag- ið í Horsens vel unnin störf í þágu félagsins. Litla fallega ljósinu, Daníel Erni, fjölskyldu, vinum og öðr- um þeim sem eiga um sárt að binda sendum við fyrir hönd Ís- lendinga í Horsens okkar dýpstu samúðarkveðju vegna þessa hörmulega fráfalls. Megi guð og aðrar góðar vættir styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Fyrir hönd stjórnar Íslend- ingafélagsins í Horsens, Helga Fanney Jónasdóttir. 28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, MARKÚS HJÁLMARSSON frá Lækjarbakka í Vestur-Landeyjum, sem andaðist mánudaginn 18. október, verður jarðsunginn frá Akureyjarkirkju laugardaginn 13. nóvember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á PKU-félagið á Íslandi, s. 552-4242. Hjálmar Markússon, Þorgeir Markússon, Álfheiður Árnadóttir, Grétar Markússon, Sigurbjörg Á. Ólafsdóttir, afabörn. ✝ Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR BJÖRNSSON matsveinn, andaðist á Hrafnistu Hafnarfirði þriðjudaginn 9. nóvember. Jóna Ásgeirsdóttir, Gunnar Ingi Ragnarsson, Valdís Bjarnadóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Egill Þórðarson, Anna Birna Ragnarsdóttir, Snorri Sigurjónsson, Ásgrímur Ragnarsson, Unni Larsen, Einar Ragnarsson, Hafdís Erla Baldvinsdóttir, Ingibjörg Ragnarsdóttir, Lúther Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.