Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 8
BAKSVIÐ Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Það hefur tekist að opna umræðuna þannig að sjálfsvíg eru ekki eins mikið tabú og þau voru áður,“ segir sr. Halldór Reynisson. Hann er for- maður Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, sem í kvöld standa fyrir fræðslufundi um sorg eftir sjálfsvíg. Í hverjum mánuði svipta að með- altali þrír til fjórir einstaklingar sig lífi á Íslandi, skv. upplýsingum frá Landlæknisembættinu. Halldór bendir á að almennt látist fleiri vegna sjálfsvíga á Íslandi en vegna umferðarslysa. Árið 2009 sem dæmi létust 17 manns í banaslysum í um- ferðinni, en 36 sviptu sig lífi. „Ég leyfi mér að setja fram þenn- an samanburð vegna þess að menn taka ekki alltaf eftir því hvað þetta er í raun stórt vandamál,“ segir Hall- dór. „Þetta er falið og það er hluti af því sem Ný dögun vinnur að, ásamt heilbrigðiskerfinu öllu, að hafa um- ræðuna um sjálfsvíg opnari og hjálpa fólki út úr þessari stimplun sem hef- ur svo lengi fylgt sjálfsvígum.“ „Smitáhrif“ frægra sjálfsvíga Áður fyrr var það stundum við- horfið að ekki væri rétt að fjalla um sjálfsvíg vegna þess að þá skapaðist sú áhætta að fólk í svipuðum hugleið- ingum myndi fylgja fordæminu Það er ekki nýtt af nálinni að bylgja sjálfsvígstilrauna fylgi sjálfs- vígi frægs einstaklings. Hefur stund- um verið vísað í fyrirbærið sem „Werther-heilkennið“ eftir skáld- sögu Goethe, Raunir Werthers unga. Halldór segir að menn tali stund- um um „smitáhrif“ sjálfsvíga en flestir þeir sem vinni í því að takast á við þennan vanda séu þó á þeirri skoðun að umræðan verði að vera opin. „En getur verið vandasamt hvernig á að ræða þau og það sem menn vilja fyrst og fremst forðast er að sjálfsvíg séu rómantíseruð.“ Halldór segir að þörfin sé sann- arlega til staðar fyrir stuðningshóp fyrir aðstandendur fólks sem sviptir sig lífi. Að missa einhvern nákominn skyndilega eða ótímabært sé alltaf gríðarlegt áfall og þegar um er að ræða sjálfsvíg verði oft enn erfiðara fyrir fólk að vinna úr sorginni. „Þá bætast við sektarkennd, reiði og jafnvel skömm. Sjálfsásakan- ir, sem eru mjög erfiðar tilfinn- ingar.“ Vegna þess hve við- kvæm sjálfsvíg eru, og hve lengu þau hafi verið tabú, segir Halldór að svo virðist líka vera sem umhverfið eigi erfiðara með að nálgast syrgj- andann. Fundur Nýrrar dög- unar er í Háteigskirkju í kvöld kl. 20.30. Skráð verð- ur í stuðningshóp að- standenda. Sjálfsvíg eru samfélagsmein sem nauðsyn er að ræða  Fleiri deyja vegna sjálfsvíga en bílslysa  Sorg vegna sjálfsvíga rædd í kvöld Morgunblaðið/Golli Þunglyndi Sjálfsvígum ungra karla hefur fjölgað undanfarna áratugi. Sjálfsskaðandi hegðun og dauðahugsanir eru þó algengari hjá konum. Tíðni sjálfsvíga er þó í lægri kantinum hér m.v. annars staðar á Norðurlöndum. 8 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 Lengi hefur verið bærileg sáttum Ríkisútvarp, þótt tækni- framfarir hafi auðveldað einkafyr- irtækjum slíkan rekstur. Rök um öryggishlutverk og hlutleysi hafa ráðið mestu um þetta. En Ríkis- útvarpið hefur því miður hvað eftir annað brugðist öryggishlutverkinu, og eru jarðskjálftarnir fyrir ára- tug, Eyjafjallajökulsgosið og fram- gangan við „búsáhaldabyltinguna“ glögg dæmi af mörgum. Frétta- stofa RÚV er að auki mjög höll und- ir einn stjórnmálaflokk landsins. Um það er varla deilt. Gagnrýn- islaus stuðningur hennar við ESB aðild er sjálfsagt hluti af þeim vanda.    Evrópuvaktin nefnir nýlega eittlítið dæmi til sögunnar: „Það var beinlínis hlægilegt að hlusta á umfjöllun Spegilsins í RÚV í gær- kvöldi um framvinduskýrslu fram- kvæmdastjórnar ESB um Ísland. Svo virðist sem orðið „aðlögun“ sé nánast bannorð á RÚV! RÚV hafði fengið fræðimann til þess að fjalla um skýrsluna, að því er virtist ekki fyrst og fremst til að leggja mat á skýrsluna heldur til þess að rekja efni hennar. Er það ekki verkefni fréttamanna RÚV að rekja efni slíkrar skýrslu?! En kannski er búið að útvista slíkri vinnu. Það bögglaðist hins vegar bæði fyrir brjósti fréttamannsins og fræðimannsins að nota orðið aðlög- un svo að þeir reyndu að nota orðin „breytingu“ eða „styrkingu“ í stað- inn fyrir aðlögun. Hvernig væri nú að fréttastofa RÚV kíkti í orðabók? Annars gæti hún átt á hættu að vera sökuð (með fullum rökum) um beina fölsun í frásögnum af þessu tagi.“    RÚV vinnur að því að eyða öllumrökum fyrir sinni ríkisreknu tilveru. RÚV í vandræðum STAKSTEINAR Veður víða um heim 10.11., kl. 18.00 Reykjavík -3 heiðskírt Bolungarvík 0 snjókoma Akureyri -3 snjókoma Egilsstaðir 0 alskýjað Kirkjubæjarkl. 0 alskýjað Nuuk -1 snjóél Þórshöfn 5 skúrir Ósló -2 skýjað Kaupmannahöfn 6 skúrir Stokkhólmur 0 skýjað Helsinki 5 skýjað Lúxemborg 5 skýjað Brussel 6 léttskýjað Dublin 6 léttskýjað Glasgow 3 léttskýjað London 7 heiðskírt París 7 léttskýjað Amsterdam 6 skúrir Hamborg 6 súld Berlín 10 skýjað Vín 8 skýjað Moskva 13 léttskýjað Algarve 20 léttskýjað Madríd 11 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 21 skýjað Winnipeg 8 alskýjað Montreal 5 léttskýjað New York 10 skýjað Chicago 13 skýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:44 16:41 ÍSAFJÖRÐUR 10:06 16:28 SIGLUFJÖRÐUR 9:50 16:11 DJÚPIVOGUR 9:18 16:06 „Við finnum fyrir aukningu og sérstaklega með haustinu, þá varð alveg hol- skefla,“ segir Karen H. Theodórsdóttir, verkefnastjóri hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Það sem af er ári hafa borist 248 símtöl sem tengjast á einhvern hátt sjálfsvígum eða sjálfsvígshugleiðingum. Sr. Halldór vekur athygli á því að ungir karlmenn virðist í sér- stökum áhættuhóp. „Margir spyrja sig hvort það sé eitthvað í lífsstíl okkar hér á Vesturlöndum sem sé á einhvern hátt lífs- fjandsamlegt ungum karlmönnum. Það virðist fylgja því meiri tilvistarkreppa að vera ungur karlmaður í dag en ung kona.“ Eins og áður segir sviptu 36 Íslendingar sig lífi árið 2009. Þar af voru 7 konur og 29 karlar. Halldór segir að í þessu samhengi sé stundum talað um „kostnað karlmennskunnar“. Margir vilji beina frekari sjónum að því að efla enn forvarnir gegn þessari vá. „Kostnaður karlmennskunn- ar“ getur verið sjálfsvíg SÍMTÖLUM Í HJÁLPARSÍMA VEGNA SJÁLFSVÍGA FJÖLGAR Halldór Reynisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.