Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Atli vigfússon Sniðug Sigrún á Núpum með kjötkrukkurnar. urinn og hann sé bara góður. „Ég sýð bara kartöflur og geri kart- öflumús, helli kjötinu í pott, set smá hveiti í hristiglas, bý þannig til sósu með smá sósulit. Krydda svo eftir smekk t.d. með Season All og smá pipar. Áður fyrr var bara salt en nú eru möguleikarnir ýmsir hvað varðar kryddið,“ segir Sigrún á Núpum sem hefur gaman af að nýta haustmatinn sem fellur til á eigin búi. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 Þessi spænska kjúklingauppskrift er bragðmikil og chorizo-pylsurnar eru lykilatriði auk þess að maður gefi sér góðan tíma við eldun til að ná öllum þáttum bragðsins saman. 1 kjúklingur, bútaður í átta bita 2 laukar, grófsaxaðir 2 mislitar paprikur, grófsaxaðar 1 dós tómatar 5 hvítlauksgeirar, saxaðir 1 poki spínat 1 pakkning Chorizo-pylsur í sneið- um (skerið sneiðarnar í minni bita) 2 dl rauðvín 1 dl ólívuolía auk 3 msk til steik- ingar 1 msk paprikukrydd 1 tsk chiliflögur 1 tsk kóríanderkrydd salt og pipar 1. Hitið ofninn í 180 gráður. 2. Blandið öllu nema kjúklingn- um, lauknum og hvítlauknum sam- an í stórri skál. Setjið blönduna í fat og inn í ofninn í 30 mínútur. 3. Hitið olíu á pönnu. Bútið kjúk- linginn niður. Steikið á pönnu þar til hann hefur tekið á sig lit. Saltið og piprið. Bætið söxuðum lauknum og hvítlauknum út á og steikið áfram þar til laukurinn er orðinn mjúkur og farinn að brúnast. 4. Takið grænmetisblönduna úr ofninum og bætið út á pönnuna. Látið malla þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og sósan farin að þykkna. Berið fram með hrísgrjónum. Steingrímur Sigurgeirsson Uppskriftin Spænskur kjúklingur Fleiri uppskriftir má finna á Matur og vín-vef Morgunblaðsins: mbl.is/ matur og á www.vinotek.is. Vantar þig hugmyndir að einföldum smáréttum sem útbúa má með lítilli fyrirhöfn? Ætlarðu að halda afmæl- isveislu, útskriftarboð, saumaklúbb eða bara matarboð? Út er komin uppskriftabókin Smá- réttir Nönnu: Fingramatur, forréttir og freistingar eftir Nönnu Rögn- valdsdóttur. Meðal uppskrifta í bók- inni eru: fyllt horn og snúðar, smápítsur og bökur, snittur og vefjur, kex og brauðstangir, tví- bökur og kökur, grillp- innar, litlar bollur,sósur og ídýfur, grænmet- isréttir, ostaréttir, for- réttir og sætir smáréttir. Nanna Rögnvaldardóttir veit fátt skemmtilegra en að útbúa smárétti fyrir ýmis tilefni og miðlar hér af langri reynslu sinni. Gísli Egill Hrafnsson tók glæsilegar ljósmyndir sem prýða bókina. Iðunn gefur út. Smáréttir Nönnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.