Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Þetta eru ástaratlot til jarðarinnar.
Þessir gripir eiga að auka virðingu
okkar fyrir henni,“ segir Snorri Guð-
mundsson, hraunlistamaður í
Hraunverksmiðjunni (www.hraun-
verksmiðjan.is), og fer mjúkum
höndum um listmuni sem hann hefur
smíðað úr hrjúfum hraunmolum.
Hraunverksmiðjan lætur lítið yfir
sér þar sem hún kúrir á bökkum
Hólmsár í útjaðri Reykjavíkur-
borgar. Þar smíðar Snorri klukkur
og gerir skúlptúra, skartgripi og
lyklakippur úr hrauni.
„Ég byrjaði að vinna úr Heklu-
hrauni eftir gosið 1991. Nú vinn ég
úr hrauni úr Heklu og hrauni úr
Eyjafjallajökli sem ég sótti í Hruna-
gil,“ segir Snorri. Hann sagar
hraunið úr Heklu í þynnur og smíðar
úr þeim. Hraunklukkurnar kallar
hann „Tímabært“ (About Time).
Snorri segir að klukkurnar séu tákn-
ræn áminning um virðingu fyrir
náttúrunni og að tíminn líði hratt í
þeim efnum sem snúa að náttúru-
vernd.
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð
heimsfrægt á einni nóttu þegar flug-
umferð stöðvaðist víða um heim
vegna gossins. Snorri sá björtu hlið-
ina á gosinu og ákvað að nýta það til
góðs. Hann útbjó minjagrip sem
hann kallar á ensku: „One Lava –
One Tree – One World“ (Eitt hraun
– eitt tré – einn heimur). Minjagrip-
urinn er handmáluð askja sem inni-
heldur hraunmola úr Eyjafjallajökli
og hugleiðingu. Þar segir m.a. frá
sambandi eldvirkni og lífs á jörðu,
hvernig frumstæðar lífverur nýttu
sér lofttegundir sem sluppu úr iðr-
um jarðar í árdaga.
„Hraunið er mjög framandi efni
fyrir flesta jarðarbúa,“ segir Snorri.
„Þessum minjagripum var tekið
mjög vel, sérstaklega í vor sem leið.
Það eru alls konar glitrandi agnir í
hraunmolunum úr Eyjafjallajökli.
Þær eru alveg frá því að vera glærar
og út í gull.“
Birkið varð fyrir valinu
Snorri segir að hraunmolarnir
séu táknmynd átaka jurtaríkisins og
jarðeldanna. Hann heitir því að fyrir
hvern seldan mola verði plantað tré í
Hekluskógum við rætur Heklu.
Hekluskógar hafa annast gróður-
setningu plantnanna m.a. með að-
stoð sumarstarfsmanna Landsvirkj-
unar. Búið er að planta um 5.000
birkiplöntum við Hald fyrir framlag
Hraunverksmiðjunnar. Birkið varð
fyrir valinu með vísan í orð Ara
fróða um að landið hafi verið skógi
vaxi milli fjalls og fjöru við landnám.
Birkið þykir líklegast til að standa af
sér öskuregn eldgosa.
Snorri sagði að hraunmolunum
úr Eyjafjallajökli hefði verið vel tek-
ið. Hann telur þá einkar hentuga
fyrir þá sem vilja kynna Ísland með
eftirminnilegum hætti á erlendri
grund. Meðal annars keypti ferða-
skrifstofa marga mola og sendi víða
um heim. Snorri kvaðst hafa heyrt
að sumir molarnir hefðu farið langt,
meðal annars alla leið til Kína.
Birkitré spretta af hraunmolum
Hraunverksmiðjan gefur birkiplöntu fyrir hvern seldan hraunminjagrip Hekluskógar hafa
plantað um 5.000 trjám við Hald í nágrenni Heklu fyrir framlag Hraunverksmiðjunnar
Morgunblaðið/RAX
Hraunlist Snorri Guðmundsson hraunlistamaður með gróðurvænan minjagrip – hraunmola úr Eyjafjallajökli.
Fjölbreytt Í höndum Snorra verða til klukkur, skart-
gripir, lyklakippur, skúlptúrar og margt fleira.
Tengsl Hraunið er framandi flestum jarðarbúum.
Steinarnir minna á náttúruna og tengsl við lífið.
n o a t u n . i s
H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t
Ö
ll
ve
rð
er
u
bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
u
og
/e
ða
m
yn
da
br
en
gl
VEISLUMAT
URÓDÝ
R
10 KLEINUR
TOPPUR
2 L., 3 TEG.
179 KR./STK.
MERRILD
KAFFIPÚÐAR
4 TEGUNDIR
419 KR./PK.
ALLRA
KLEINUR
349KR./PK.
Við gerum
meira
fyrir þig
20%
afsláttur
25%
afsláttur
LAMBAFRAM-
HRYGGJASNEIÐAR
KR./KG
GRÍSALUNDIR
KR./KG
1499
1998
1598
BBESTIR
Í KJÖTI
ÚRKJÖTBOR
ÐI
ÚR
KJÖTBORÐI
BBESTIR
Í KJÖTI
ÚRKJÖTBOR
ÐI
ÚR
KJÖTBORÐI
1998