Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 Á fyrstu kuldadög- um haustsins fékk ég þá harma- fregn að Einar vinur minn væri lát- inn. Það tók langan tíma, eftir að Óli sonur hans hringdi í mig, að meðtaka fregnina. Það var svo fjar- lægt að vinur minn til 50 ára væri horfinn á braut. Kynni okkar hófust á vetrarver- tíð sem hófst með línuveiðum á úti- legu. Á þessari vertíð sást glöggt hversu öll sjóverk léku í höndum Einars þótt hann héldi alla tíð á lofti klaufaskap til landverka, sér- staklega hvað varðaði viðgerðir og þrifnað. Við Einar urðum mjög samferða þessa vertíð og strax góð- ir kunningjar. Einhverju sinni er við sátum að skrafi dró Einar upp veskið sitt og sýndi mér mynd af fallegri ungri stúlku, sem hann sagði mér að myndi verða konan sín síðar. Á þeim tímapunkti vissi ég að kunningsskapurinn hafði breyst í vináttu sem hefur varað skuggalaus í nær 50 ár. Hvort það var þá eða síðar að hann sagði mér að hann væri ákveðinn í að róa næsta sumar á eigin bát frá Suðureyri og sjá hverju fram yndi. Myndi verða sjálfstæður í vinnu við skipstjórn og útgerð í framtíðinni. Læra skip- stjórn og vera tilbúinn á stærra far ef svo byðist. Það varð líka svo að skipstjórn og útgerð urðu hans fyrsti og síðasti starfsvettvangur. Einar var mikill sjómaður, flinkur og fiskinn svo af bar. Við Einar vorum líka samskipa í Stýrimanna- skólanum. Þá hafði hann gifst stúlkunni á myndinni, henni Röggu, og var heimili þeirra þá og æ síðar opið fyrir mér. Í ársbyrjun 1975 réðst ég til út- gerðar á Suðureyri, sem Einar stýrði. Ég hafði vissar efasemdir, taldi með sjálfum mér að vináttan myndi þvælast fyrir fagmennsk- unni. Að sjálfsögðu hafði ég rangt fyrir mér. Einar kunni þá list að láta slíka hluti ekki spilla fag- mennskunni. Skammtímaráðning mín varð að átta árum þegar upp var staðið. Fjölskyldan fylgdi á eft- ir og áttum við Sigga og strákarnir minnisverða tíma á Suðureyri. Móttökurnar voru lýsandi fyrir heimili Einars. Það stóð okkur op- ið, dæturnar aðstoðuðu Siggu með strákana og Ragga, hljóðlát að venju, aðstoðaði Siggu við að aðlag- ast nýju umhverfi. Þær urðu góðar vinkonur sem Sigga mat mikils. Þarna kynntist ég heimilismann- inum Einari. Þau Ragga höfðu skapað sér fallegt heimili og eign- ast þrjú börn sem ólust upp við ást- ríki og hóflegan aga. Það var öllum ljóst sem sáu, hversu mikla alúð Einar lagði við uppeldi barna sinna, sem síðar hefur endurgoldist í elsku og vináttu. Um þetta voru þau hjónin samhent sem og í öðru. Þau hjónin héldu heimilinu opnu fyrir vini og kunningja og kunnu að gefa af tíma sínum til annarra, á sama hátt og þau gáfu börnum sín- um, og síðar barnabörnum, þann tíma sem þurfti. Að leiðarlokum er margs að minnast: Kaffisopinn og spjallið í eldhúsinu, góðlátleg stríðnin, grín- ið beindist oftar að eigin óförum og alltaf stutt í skopið. Veiðiferðirnar með stöng eða byssu þar sem Ein- ar var alltaf tilbúinn að leiðbeina og kenna. Strákarnir mínir sakna góðs vinar og minnast með hlýju samverustundanna á uppvaxtarár- unum. Einnig þeim stóð Einar nærri, bæði sem fræðari og vinur. Vinátta okkar Einars lifir í minn- Einar Ólafsson ✝ Einar Ólafsson,skipstjóri og út- gerðarmaður, fædd- ist á Suðureyri við Súgandafjörð 27. mars 1942. Hann lést úr hjartaáfalli á Torrevieja á Spáni 21. október 2010.Út- för Einars fór fram frá Graf-arvogs- kirkju 10. nóvember 2010. ingunni um góðan dreng. Pétur Sigurðsson. Meira: Mbl.is/ minningar Þú leggur út á hafið. Rétt eins og öldurnar hafi ekki sagt þér að vera heima. Þú siglir inn í myndina sem kallar þig burt í átt til sjóndeildarhrings. Þrátt fyrir allt er þinn bátur stórskip. Enginn mun nokkru sinni taka það frá þér. Þú mælir hann nefnilega út með hjartanu. Lunningarnar eru dýrmæti og hver þófta er hásæti. Og yfir öllu vakir himinninn. Alveg óumbeðinn. Þú horfir í öldurnar. Særótið sem er svipað huganum og það er sama hvað þú reiknar út hafið, það er alltaf jafn ófyrirsjáanlegt. Hvítfyssandi eða kyrrlátt. Þú brettir upp ermar, dregur djúpt andann og rýnir í hluti sem búa innra með þér og fleyta þér áfram yfir öldurótið sem er rétt eins og það sem fer um huga þinn. Þú dregur fram þekkingu sem þú veist stundum varla af. fyrr en þú horfir upp eftir mastri sem tengir saman himin og haf, nýjan morgun og gamalt kvöld. Stafn, skutur og mastur, hornrétt yfir hafinu, undir himninum fleyta þér nær sjóndeildarhringnum. Það brakar í brjósti þér. Sponsgat opnast á óvarlegum stað. Veðragnýr í fjarska kallar til þín. Undir fótum þér brestur í fjöl. Árarnar virðast sleipari en þegar þú lagðir af stað. Myrkrið í djúpinu syngur þér ljóð, seiðandi gutl virðist allt að því fárviðri. Og himinninn galopinn líkt og hafið. Stjörnuskin gælir við vanga þinn. Festingin yfir þér laumar að þér leyndarmálum sem vísa þér leið. Jafnvel alla leiðina heim. Karlsvagn þeysir hjá. Innra með þér hrapa stjörnur. Glæðurnar læðast um fingurna. Þeir grípa árina sem skyndilega er haldreipi. Taug niður í hafið þaðan sem himinninn kallar. Þú horfir í átt að sjóndeildarhring. Þú hefur fiskað. Þinn afli býr í þóftunum, í höndunum og stjörnunum sem falla af himnum ofan og glitra þar sem sloppinn fiskur flýtir sér burt. Og eins og fiskurinn, heldur þú heim á leið. Yfir bárurnar, undir himninum og heim. Vitandi fullvel að þú leggur aftur á hafið. Rétt eins og öldurnar hafi ekki sagt þér að vera heima. (Sigurður Ingólfsson) Ættingja- og vinahópur Einars er stór. Ég votta þeim samúð mína. Ég votta Röggu og allri fjölskyld- unni virðingu mína og votta henni mína dýpstu samúð. Hannes Halldórsson. Frá 7. til 17. október kynntist ég Einari Ólafssyni lítillega suður á Spáni. Ég fór í golf með honum og tveimur félögum hans þrisvar sinn- um. Einar vakti strax athygli mína vegna yfirvegaðrar hógværðar sem mig og marga aðra skortir. Ég sá strax að hann hafði eitthvað slegið í golfkúlu. Í annarri golfferð okkar hafði Einar leikið þokkalegt golf en á 7. teig settist hann á bekk og sagði: „Leikið þið þessa holu strákar, ég ætla að taka það rólega“. Þá gerði ég mér grein fyrir því að þessi yf- irvegaði maður gekk ekki heill til skógar. Í þriðja skipti sem við tók- um í golf lék flest í lyndi hjá Ein- ari. Hann var sigurvegari dagsins og endaði síðustu holuna á pari. Þanni held ég að hann hafi viljað ljúka sinni lífsgöngu. Fjórum dög- um síðar var hann allur. Ég votta aðstandendum og kunningjum samúð. Þökk fyrir góð en snörp kynni. Brynjar Vilmundarson. Elsku amma „Kópi“. Þegar ég sest niður og hugsa til baka flýgur margt í gegnum huga minn. Hversu ljúf og góð manneskja þú varst og allt vildir þú gera fyrir börnin og barnabörnin þín. Ég man þegar þið afi bjugguð á Álfhólsveg- inum og hvað alltaf var gaman að koma í heimsókn til ykkar. Mér er það minnisstætt að stundum þegar ég kom í heimsókn, fékk ég að ganga með reykelsi út um allt hús og dreifa ilminum. Þótt veikindin þín hafi haft mikil áhrif á allt man ég ennþá eftir hlátrinum þínum, faðmlaginu þínu og alltaf varstu brosandi og jákvæð, líka í veikind- um þínum. Sjúkdómurinn hafði þau áhrif að ég gat ekki spurt þig að öllu um daginn og veginn, sem mig hefði langað til að gera, en, amma, það er í lagi, ég spyr þig seinna, þegar leið- ir okkar liggja saman. Ég man að þegar ég kom í pössun til þín fórum við og föndruðum, þú áttir mikið af fallegum glansmyndum af englum, núna ert þú orðin engill, elsku amma. Ég vona að þú sért búin að fá líkn meina þinna og sért komin til allra ættingja þinna sem hafa ábyggilega beðið þín á himnum. Ég er ánægð að hafa getað kvatt þig og veit að þér líður betur núna og horf- ir til okkar af himnum og brosir. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Megi Guð og englarnir vera hjá þér. Nanna Bryndís Snorradóttir. Guðborg Siggeirsdóttir er fallin frá eftir langa og erfiða sjúkdóms- legu og þó svo að erfitt sé að sjá á eftir ástvinum sínum ber öllum saman um um að hún sé vel að hvíldinni komin. Guðborg var gift föðurbróður mínum Rannveri Sveinssyni og eiga þau að baki afar farsælt og gjöfult hjónaband. Frá því að ég man eftir mér bjó fjöl- skyldan að Álfhólsvegi 28A í Kópa- vogi og munu heimsóknir þangað seint gleymast. Bogga, eins og hún var oftast nefnd, tók á móti okkur með hlýju og alltaf var stutt í henn- ar dillandi hlátur. Ekki stóð á veit- ingum, þó svo að fólk gerði ekki allt- af boð á undan sér, en húsmóðirin brá sér í eldhúsið og þær streymdu fram. Skemmtilegast fannst mér þegar hún bakaði pönnukökur handa okkur, en hún notaði gjarnan til þess tvær pönnur og var svo snögg í hreyfingum að það var töfr- um líkast. Ég lærði margt í þessum heim- sóknum, því að Bogga var til fyr- irmyndar í hvívetna og einstaklega skipulögð og má þar nefna að ég sá í fyrsta skipti að stundatöflur barna voru hengdar uppi í eldhúsi. Þetta er algengt í dag, en á þessum tím- um var það sjaldséðara en nú. Svona ætlaði ég að hafa þetta þegar ég yrði stór. Rifsberjahlaupið henn- ar Boggu er það allra besta og ég mun minnast hennar í hvert sinn sem ég nota uppskriftina. Góð gildi og hefðbundnir siðir voru í fyrir- rúmi og það er ljúft að sjá hvernig börnin hennar viðhalda þeim. Bogga og Ranni voru samrýmd og fóru samstiga í gegnum lífið. Þau unnu ferðalögum og fóru víða. Það er erfitt hlutskipti að horfa á maka og móður hverfa í móðu gleymsk- unnar, en fjölskylda Boggu sýndi mikið æðruleysi. Það verður ekki á Guðborg Siggeirsdóttir ✝ Guðborg Sig-geirsdóttir fæddist í Reykjavík 15. apríl 1929. Hún lést í Holtsbúð, Garðabæ, 20. októ- ber 2010. Guðborg var jarðsungin frá Ví- dalínskirkju í Garðabæ 8. nóv- ember 2010. neinn hallað þó að ég nefni hér hlut frænda míns, en hann sýndi eiginkonu sinni ein- stakan stuðning og drengskap í hennar löngu veikindum og vakti aðdáun okkar allra. Um leið og ég votta Rannveri frænda mín- um og fjölskyldunni allri samúð mína, kveð ég Boggu með söknuði. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Rósa Víðisdóttir. Við andlát mætrar vinkonu renna ljúfar minningar í gegnum hugann. Eftir kynni eiginmanna okkar hóf- ust margar ævintýraferðir upp um fjöll og firnindi. Hossast var yfir ófærur og slóða, aðallega vegna vinnu þeirra og verkefna en ekki síður ánægjunnar vegna. Allir nutu þess út í ystu æsar, jafnt börnin sem við fullorðna fólkið. Þegar börnin stækkuðu og urðu ekki jafn viljug í ófærurnar breyttum við samkundum okkar í matarboð. Allt- af var Bogga hrókur alls fagnaðar, hlæjandi sínum dillandi hlátri, já- kvæð og glöð. Hún var matgæð- ingur mikill og ljúf heim að sækja. Þau hjónin voru einstaklega sam- rýnd og fundu allir sem nærri þeim voru kærleikann þeirra í milli. Þau eignuðust fjögur mannvænleg og yndisleg börn sem öll eru foreldrum sínum til sóma og var Bogga ákaf- lega stolt af þeim. Það var mikið áfall þegar þessi gæðakona greind- ist með Alzheimer sem hægt og ró- lega dró hana inn í algleymið sem við kunnum ekki að nálgast. Rann- ver og börnin stóðu við hlið hennar í gegnum þessi erfiðu veikindi sem klettar eins og þeirra var von og vísan og einnig barnabörnin. Ég kveð þessa góðu konu með ljúfsárum söknuði og vissu um að nú hlægi hún aftur sínum dillandi hlátri. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég Rannveri og öllum aðstandendum þeirra. Minning hennar er kyndill og ljós sem lifir. Blessuð sé minning hennar. Unnur S. Magnúsdóttir. Hún var falleg og hún var góð og hún tók mig að sér fyrstu tvo vet- urna sem ég var að heiman í skóla, þó að fjögur börn væru fyrir á heimilinu. Bogga var ekki há í loftinu en innan í hylkinu var stór kona með stórt hjarta. Það var gott að vera eitt af börnunum hennar. Hún var einstaklega góð húsmóðir og þar sem Ranni var oft langdvölum að heiman á þessum árum, mæddu heimilisstörfin og umsjón með okk- ur krökkunum mest á henni. Hún var skapgóð og úrræðagóð og af- skaplega jákvæð og góð fyrirmynd. Á kveðjustund er mér þakklæti efst í huga, þakkir fyrir góð ráð, umhyggju og vináttu liðinna ára. Sigurbjörg Sigurðardóttir. HINSTA KVEÐJA Elsku amma „Kópi“. Þótt ég hafi ekki kynnst þér vegna veikinda þinna, þá finn ég það inni í mér að þú hafir verið yndisleg manneskja. Ég veit að þér líður betur núna uppi á himnum. Daginn sem þú fórst bað ég til Guðs að gera þig að einum af fallegasta englin- um sínum, ég er viss um að þú sért einn af þeim. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Rannveig Eva Snorradóttir. mbl.is Jón Óskar Gunnarsson Höfundur: Erla Hrönn Júl- íusdóttir og fjölskylda. Meira: mbl.is/minningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.