Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lögreglan á Akureyri hafði síðdeg- is í gær fengið sex tilkynningar um að grænum leysigeisla hefði verið beint að fólki undanfarinn mánuð. Tilkynningarnar komu í kjölfar þess að geisla var beint að flugvél Flugfélags Íslands á leið til lend- ingar á Akureyri í fyrrakvöld. Talið er að sá eða þeir sem beindu ljósinu að flugvélinni hafi verið staddir nálægt Vaðlahofi í Vaðlaheiði, gegnt Akureyrarbæ. Þar fundust ógreinileg bílför að sögn lögreglunnar. Þeir sem tilkynntu að þeir hefðu orðið fyrir græna geislanum upp á síðkastið höfðu ýmist verið á gangi, undir stýri eða innandyra. Fyrsta tilvikið varð fyrir um mánuði, að sögn rannsóknarlögreglunnar. Rannsókn málsins heldur áfram. Árni Gunnarsson, forstjóri Flug- félags Íslands, sagði að Fokker- flugvél FÍ hefði verið á lokastefnu að Akureyrarflugvelli þegar ljósinu var beint að henni. Um borð voru 30 farþegar og þriggja manna áhöfn en vélin getur flutt 50 far- þega. Hún kom úr suðri í stefnu út Eyjafjörð og lenti kl. 19.32. Sterkur ljósgeisli „Þeir urðu varir við þennan geisla og það var nokkuð sterkt ljós af þessu en varaði ekki lengi. Svo lentu þeir og tilkynntu þetta til yf- irvalda,“ sagði Árni. „Þetta getur haft truflandi áhrif á vinnu flug- mannanna.“ Hann sagði að ljósið hefði ekki blindað flugmennina. En gátu þeir séð hvaðan ljósið kom? „Þeir reyndu að sjá það út um leið og þeir reyndu að einbeita sér að aðfluginu og gáfu lögreglu eins nákvæma lýsingu á því og þeir gátu,“ sagði Árni. Tvö eldri dæmi eru um að leysi- geislum hafi verið beint að flug- vélum Flugfélags Íslands, að sögn Árna. Nokkur ár eru síðan það gerðist. Annað tilvikið var á Ak- ureyri og hitt í Reykjavík. Söku- dólgarnir fundust ekki. Rannsóknarnefnd flugslysa verð- ur tilkynnt atvikið í fyrrakvöld, enda er skylda að tilkynna slíkar uppákomur. Sex til- kynntu leysigeisla Geisla beint að flug- vél með 33 um borð Morgunblaðið/Skapti Akureyri Vélin var á lokastefnu þegar geislanum var beint að henni. Sunnlendingar standa fyrir hóp- akstri til Reykjavíkur í dag þar sem afhenda á ráðherrum lista með undir- skriftum sem safnað hefur verið um allt land vegna boðaðs niðurskurðar á framlögum til heilbrigðisstofnana. Hollvinir heilbrigðisstofnana um allt land taka einnig þátt í athöfninni, sem fram fer á Austurvelli kl. 16. Búið er að safna þúsundum undir- skrifta og aðeins á Suðurlandi söfn- uðust um 8.500 undirskriftir, sem er um helmingur kosningabærra manna á Suðurlandi. Að sögn Elfu Daggar Þórðardótt- ur hjá Samtökum sveitarfélaga á Suðurlandi er búist við að 4-5 rútur leggi af stað frá Selfossi í dag og fjöldi einkabíla. Í fararbroddi verður gamall sjúkrabíll í eigu Guðmundar Tyrfingssonar, árgerð 1950, en Elfa segir það gert í táknrænu augnamiði. Með niðurskurði og tilfærslu verk- efna frá sjúkrahúsinu á Selfossi sé verið að fara aftur í tíma um 60 ár hvað þjónustu varðar við íbúana. Á Austurvelli verður undirskriftunum svo safnað á gamlar sjúkrabörur og þær afhentar heilbrigðisráðherra, forsætisráðherra og fjármálaráð- herra. Fleiri hollvinir heilbrigðisstofnana stefna suður á bóginn í dag, sem fyrr segir. Guðrún Árný Guðmundsdóttir á Húsavík segir erfiðara um vik fyrir Norðlendinga og Vestfirðinga að komast suður en vitað sé um fjöl- marga sem ætli samt að mæta á Austurvöll. Hún segir hollvini vera að mótmæla niðurskurði en mæla með því að þjónustan verði áfram á þeim stöðum sem hún er. Frekar vilji hún tala um meðmælastöðu á Austurvelli en einhver hávær mótmæli. Allir þurfi að standa saman til að verja heilbrigðiskerfið, þar sé komið að sársaukamörkum í niðurskurðinum. bjb@mbl.is Þúsundir undirskrifta afhentar Ljósmynd/Guðmundur Karl Undirskriftir Mótmælt á Selfossi.  Ráðherrar fá undirskriftir hollvina heilbrigðisstofnana á Austurvelli í dag  Hópakstur frá Selfossi og fleiri stöðum á landinu  Komið að sársaukamörkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.