Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 36
36 MENNINGFréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 helsta takmark hans í lífinu er að komast til Danmerkur að heimsækja drottninguna 38 » Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Í dag eru liðin 175 ár frá því Matthías Joch- umsson fæddist á Skógum í Þorskafirði. Fæð- ingardags Matthíasar verður minnst með ýms- um hætti á Akureyri í dag, fyrst í húsi skáldsins, Sigurhæðum, og síðan í Ketilhúsinu. Hann var lengi prestur í bænum og bjó þar síð- ari hluta ævinnar. Matthías lést árið 1920. „Það fer ekki á milli mála, þegar maður kynnir sér sögu Matthíasar og les verk hans, að þar hefur farið stór maður í orðsins fyllstu merkingu,“ segir Gísli Sigurgeirsson, húsbóndi á Sigurhæðum, í samtali við Morgunblaðið. Hvorttveggja fór saman, segir Gísli; Matt- hías var mikill á velli og persónan stór. „Út- geislunin hefur verið mikil. Davíð Stefánsson, skáldið frá Fagraskógi, líkir því við að mæta fjalli, að mæta Matthíasi á götu,“ segir núver- andi húsbóndi á Sigurhæðum. „Annar góðvinur skáldsins, Guðmundur Hannesson læknir, seg- ir að það hafi stórséð á bæjarmynd Akureyri, þegar Matthías var að heiman. Hann gekk mik- ið um bæinn, heimsótti marga, ýmist í gleði eða sorg og gerði engan mannamun. Hans boð- skapur var einfaldur; kærleikur og fyrirgefn- ing.“ Fjölbreytt dagskrá Allir eru velkomnir í Sigurhæðir til að kynna sér sögu skáldsins og þar verður dagskrá frá kl. 16-17. Barnakór Akureyrarkirkju syngur og yngstu fiðluleikarar bæjarins leika. Aðalhátíðin verður síðan í Ketilhúsinu í kvöld og hefst kl. 20.30. Þar koma fram margir lista- menn og flytja verk tengd Matthíasi. Karlakór Akureyrar syngur, Karl Hallgrímsson frum- flytur eigið lag við ljóð Matthíasar og Strengja- sveit Tónlistarskólans undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar spilar lög úr Skugga-Sveini, en einsöngvarar eru Helena Guðrún Bjarna- dóttir, Jónína Björt Gunnarsdóttir, Guðbjörn Ólsen Jónsson og Michael Jón Clarke. Lang- afabarn Matthíasar, Kristján Árnason, mun fjalla um þýðingar langafa síns og Þráinn Karlsson leikari fer með ljóð eftir Matthías. Milli atriða segir Gísli Sigurgeirsson frá Matt- híasi og lífshlaupi hans. „Það var þröngt í búi hjá Jochum Magnússyni og Þóru Einarsdóttur í Skógum. Kynslóð Matthíasar hefði ekki talið þær þrengingar sem við teljum okkur búa við í dag kreppu, það fólk hefði fremur talað um alls- nægtir,“ segir Gísli Matthías komst með góðra manna hjálp í Lærða skólann, fór síðan í prestaskólann og vígðist til Móa á Kjalarnesi liðlega þrítugur. Hann var síðar langdvölum erlendis. Við heim- komuna gerðist hann ritstjóri Þjóðólfs, var síð- an prestur í Odda á Rangárvöllum í nokkur ár en fékk veitingu fyrir Akureyrarprestakalli og flutti norður. Þar bjó Matthías til dauðadags 18. nóvember 1920. „Ég vil nota tækifærið til að minnast á þátt- töku Hlíðarskóla í minningarhátíðinni,“ segir Gísli Sigurgeirsson. „Krakkarnir komu hingað til mín og ég kynnti þeim Matthías og verk hans. Í framhaldi af því gerðu þau stórkostlega kubbamynd af Matthíasi. Og ekki nóg með það, því þau settu þjóðsönginn okkar upp á risastór- ar plötur, bæði ljóð og lag. Þessi verk verða sýnd á hátíðinni og það var virkilega gaman að kynnast þessum krökkum og því starfi sem unnið er í Hlíðarskóla,“ segir Gísli. Líkt og að mæta fjalli  175 ár eru í dag frá fæðingu séra Matthíasar  Dagskrá á Sigurhæðum og í Ketilhúsinu Matthías Nemendur Hlíðarskóla með kubba- mynd sem þau gerðu af séra Matthíasi. Írskættuðu þjóð- lagasöngv- ararnir Robbie O’Connell og Dan Milner koma fram á tvennum tónleikum í Vík- inni, Sjóminja- safninu við Grandagarð, í kvöld og annað kvöld, fimmtu- dag og föstudag, klukkan 20.30. Þeir félagar hafa verið á tón- leikaferð um Bretland undanfarið og óskuðu eftir því að koma einnig fram hér á landi. Þess má geta að Dan Milner og hljómsveit hafa leik- ið vikulega yfir sumartímann fyrir gesti í sjóminjasafni New York- borgar. O’Connell er kunnur fyrir söng og lagasmíðar og hefur gefið út fjölda hljómplatna, einn og með öðrum. Milner er eitt af stærstu nöfnum írskrar þjóðlagatónlistar í Bandaríkjunum. Sjóræn- ingjalög í Víkinni Kunnir þjóðlaga- söngvarar koma fram Dan Milner Boðað er til kvöldskemmt- unar undir yfir- skriftinni Sjón- varpslaust fimmtudags- kvöld í Nema- forum Slippsal í kvöld, fimmtu- dag klukkan 20. Frá því í haust hafa þessi kvöld laðað að sér gesti á öllum aldri. Í kvöld koma fram Soffía Björg ásamt hljómsveit, trúbadorinn Friðríkur, hörpuleikarinn Sophie Scoonjans frá Belgíu og Anna Jóns- dóttir sópransöngkona, auk söng- laga- og strengjasveitarinnar Kolku með færeysku söngkonunni Birgit Mishi. Nemaforum Slippsalur er að Mýrargötu 2. Sjónvarps- laust kvöld í Slippsal Anna Jónsdóttir söngkona. Kammerkórinn Hymnodia heldur tónleika í Hömrum, minni sal Menningarhússins Hofs á Akureyri, í dag, fimmtudag, klukkan 20. Hver kórfélagi valdi sitt eft- irlætislag af eldri tónleika- skrám kórsins. Kórinn var stofnaður árð 2003 og hefur haldið tugi tónleika, með ólík- um efnisskrám, á þeim tíma. Kórfélagar lofa því fjöl- breytilegri efnisskrá að þessu sinni. Meðal annars verða flutt verk eftir Önnu Þor- valdsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur, Jón Hlöð- ver Áskelsson og Edvard Grieg. Arna Valsdóttir sýnir myndbandsverk á tónleikunum. Tónlist Hymnodia heldur tónleika í Hömrum Frá tónleikum Hymnodiu. Guðmundur Ingi Úlfarsson, grafískur hönnuður, heldur fyrirlestur í Opna listaháskól- anum í dag, fimmtudag, kl. 12.05 í hönnunar- og arkitekt- úrdeild Listaháskóla Íslands. Verður hann haldinn í húsnæði skólans í Skipholti 1, í stofu 113. Guðmundur Ingi útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam í Hollandi í sumar sem leið. Hann flutti nýverið til Íslands til að endurnýja kynnin við land og þjóð. Í fyrirlestrinum mun hann að- allega tala um það sem hann lærði og lærði ekki í útlöndum. Hönnun Guðmundur Ingi fjallar um hönnun Frá sýningu hönn- unarnema í LHÍ. Hausthefti Skírnis er komið út, röskar 300 síður að stærð. Um- fjöllunarefnin ná frá landnámi til landsdóms, og höfundar tak- ast bæði á við sígildar spurn- ingar heimspekinnar og mál sem eru á döfinni í íslensku samfélagi. Af greinum má nefna ritgerð Vals Ingimundarsonar um breytt hlutverk svokallaðra norðurslóða og hvernig ríki sem eiga landamæri að þeim reyna að móta utanríkisstefnu sína, grein Jóhanns Björnssonar um málefni flóttamanna frá sjón- arhorni siðfræði og grein Sigurðar Líndals um landsdóm. Hann færir rök að því að ekki séu efni til að fella lagalega ábyrgð ráðherra úr gildi. Útgáfa Allt frá landnámi til landsdóms í Skírni Hausthefti Skírnis. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Mér finnst þetta vera ný vídd á okkar íslensku abstraktlist, vídd sem menn hafa ekki gefið gaum eða ekki borið sig eftir,“ segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræð- ingur um málverkin sem við er- um að skoða. Þau eru eftir Vi- hjálm Bergsson mynd- listarmann, máluð á tímabilinu 1953 til 1962. Þetta eru verk frá fyrsta skeiði myndlistar- mannsins, flest máluð í Kaup- mannahöfn og í París þegar hann var á þrítugsaldri, og hafa aldrei verið sýnd. Á morg- un, föstudag klukkan 17, verður opnuð sýning á þessum málverkum og gvassmyndum Vilhjálms í Gallery Nútímalist, Skólavörðustíg 3a. Í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir Vilhjálmur er fæddur í Grindavík árið 1937 – bróðir Guðbergs Bergssonar. Unglingspiltur sótti hann námskeið í teikningu hjá Ásgerði Búadóttur, hann stundaði myndlistarnám í Kaupmannahöfn á árunum 1958 – 60 og í París 1960 – 62. Um langt árabil var Vilhjálmur búsettur í Þýskalandi en fyrir um áratug sneri hann heim til Grindavíkur. Eigendur Gallery Nútímalistar, Sveinn Þór- hallsson og Njörður Ingi Snæhólm, höfðu sam- band við Vilhjálm fyrir nokkru og hann sýndi þeim þá þessi verk frá fyrsta skeiði ferils síns, sem nú koma fyrir almenningssjónir. „Þessi verk komu mér á óvart,“ segir Aðal- steinn. Á síðustu misserum hafa verið að koma fram vísbendingar um að tímabil abstraktlistar- innar hér hafi ef til vill verið margbreytilegra en talið hefur verið. Skemmst er að minnast sýninga á verkum Skarphéðins Haraldssonar og Drífu Viðar, sem varpa nýju ljósi á söguna. Birtingarmyndir op-listarinnar Aðalsteinn segist hafa þekkt vel til þeirra verka sem Vilhjálmur sýndi reglulega með SÚM um árabil og hann kallaði „samlífrænar víddir“, fljót- „Elstu verkin sverja sig í ætt við það sem Ís- lendingar voru að vinna að og sáu, það má sjá beinar tengingar við Auguste Herbin annars- vegar og Victor Vasarely hinsvegar, beinni teng- ingar en maður sér hjá mörgum hinna,“ segir Að- alsteinn. „Svo vinnur Vilhjálmur sig út úr því og við sjáum birtast í verkunum þessi svífandi geó- metrísku form. Í framhaldinu koma síðan lagskipt verk, gjarnan með samhverfum og mjúklega mál- uðum grunneiningum sem lagt er á þéttriðið net sem ögrar sjón áhorfandans og ertir.“ Aðalsteinn segir að trúlega séu þessi verk fyrstu birtingar- myndir op-hugmyndafræðinnar í íslenskri mynd- list. andi lífræn form sem eru nákvæmlega máluð. „En þegar við lítum á þessi ártöl þá sést að Vil- hjálmur var kominn snemma til Parísar, 1960, þegar hann var 23 ára gamall, og þegar hann kem- ur heim hefði hann átt að fara inn í fyrstu geó- metrísku abstraktsýningarnar með þessi verk. Kannski hafa verið einhverjir þröskuldar í vegi fyrir því að svo ungur maður færi að banka uppá hjá eldri mönnum, og svo beindist hugurinn fljót- lega að öðru.“ Aðalsteinn segir að í þessum verkum sem Vil- hjálmur málar eftir 1955 birtist til að mynda form- bygging sem ekki sjáist í verkum íslenskra sam- tímamanna hans. Ný vídd í abstraktlistinni  Verk sem Vilhjálmur Bergsson málaði um 1960 sýnd í Gallery Nútímalist  „Þessi verk komu mér á óvart,“ segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Samhverfur Njörður Snæhólm með eitt verka Vilhjálms Bergssonar, þetta er málað árið 1960. Vilhjálmur Bergsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.