Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 Hvað á eiginlega til bragðs að taka þegar ríkisstjórnin leggur fram svo hroðalega illa unnið fjárlaga- frumvarp, að ekki stendur steinn yfir steini í niður- skurðaráformum hennar í heilbrigð- ismálum? Ekki er hægt að bíða til næstu kosninga. Umbylta á öllu heilbrigðiskerfinu í einni svipan, án þess að fram hafi farið fagleg úttekt á þörf fyrir þjónustuna í hinum ýmsu landshlutum og engir – virkilega alls engir – útreikn- ingar hafa verið gerðir í stjórn- kerfinu til að passa nú upp á að niðurskurðurinn borgi sig yfirleitt. Hrikalegt, finnst ykkur ekki? Heimavarnarliðið reiknar sjálft Íbúar norðanverðra Vestfjarða hafa myndað Heimavarnarlið til að berjast gegn illa ígrunduðum nið- urskurði á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði (FSÍ), sem er hluti af Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Boðaður niðurskurður myndi að óbreyttu leggja niður almenna sjúkrahúsþjónustu á Ísafirði. Liðs- menn settu saman skýrslu máli sínu til stuðnings. Það tók ekki langan tíma að finna út, með of- urvarlegum útreikningum, að tæp- lega 200 milljóna króna nið- urskurður heilbrigðisráðherra myndi ekki spara nema um 28 milljónir króna. Mismunurinn ligg- ur að mestum hluta í glötuðu skattfé frá atvinnulausum starfs- mönnum, viðbótarkostnaði á Land- spítala og far- og flutningsgjöldum þess hluta innlagðra sjúklinga á Ísafirði, sem ætla má að þyrftu sjúkraakstur, sjúkra- flug, áætlunarflug eða þyrluflug suður. Tap – Ekki sparnaður Svo varlega fór Heimavarnarliðið í sakirnar, að nauðsyn- legar Reykjavík- urferðir fjölda ann- arra skjólstæðinga FSÍ, sem hingað til hafa fengið úrlausn mála sinna á Ísafirði, voru ekki hafðar með í útreikning- unum. Hvorki beinn kostnaður rík- isins við þær, né stóraukin útgjöld Vestfirðinga og vestfirskra at- vinnurekenda. Má með nokkurri vissu fullyrða, að sú viðbót myndi breyta þessum litla niðurskurð- arsparnaði í húrrandi tap. Ásak- anir um illa meðferð heilbrigðisyf- irvalda á almannafé yrðu þá í brennidepli og bein aðför núver- andi ríkisstjórnar að öryggi og lífsafkomu fjölda fólks yrði stað- reynd. Miklu fleiri suður Þessi óútreiknaði, árlegi viðbót- arkostnaður er m.a. tengdur eft- irtöldu: Tæplega 200 ferliaðgerðir í svæfingu og einnig fjöldi ferliað- gerða í stað- og leiðsludeyfingum hjá börnum, fullorðnum og öldr- uðum, sem „heilsugæslusjúkrahús“ myndi ekki ráða við; margar þeirra myndu kalla á 2-3 suð- urferðir hver, því sjaldnast fer saman læknisheimsókn og tíma- pantanir í rannsóknir, myndatökur og aðgerð, sem læknirinn óskar eftir. Rúmlega 200 maga- og rist- ilspeglanir; ristilspeglanirnar myndu kalla á minnst 3-4 daga í Reykjavík vegna úthreinsunar. Rúmlega 100 krabbameins- lyfjagjafir þar sem gjarnan er um að ræða vikulegar lyfjagjafir í nokkrar vikur hjá hverjum sjúk- lingi; þeir þyrftu því að dvelja vik- um saman í Reykjavík til að klára hvern lyfjakúr, eða fljúga/keyra vikulega suður og tilbaka. Um 60 hjartaálagspróf. Guð má vita hve margar læknisheimsóknir suður, sem sérfræðingar sjúkrahússins á Ísafirði leystu úr áður bæði fljótt og vel. Á ég að halda upptalning- unni áfram? Vanþekking heilbrigðisráðuneytis? Ég ætla ekki að reyna að út- skýra hvers vegna heilbrigð- isráðherra lagði ekki í þessa nauð- synlegu útreikninga, áður en líftóran var hrædd úr virðulegum atkvæðum í 460 km fjarlægð frá næsta sérgreinasjúkrahúsi. Ég veit þó, að engin tilraun var gerð til þess að afla nauðsynlegra upp- lýsinga á Ísafirði, áður en ákvörð- un um niðurskurðarupphæð var tekin. Getur verið að djúpstæð vanþekking, eða misskilningur, sé fyrir hendi hjá starfsmönnum heil- brigðisráðuneytisins um starfsemi FSÍ? Mér finnst það hafa sýnt sig á fundum undanfarið. Nú síðast þegar þeir báðu skýrsluhöfundana að vestan að hafa fræðslufund í ráðuneytinu um útreikninga sína 2. nóvember sl. Ef það sama á við um aðrar sjúkrastofnanir þá erum við í vondum málum. Eftir Hörð Högnason »Má með nokkurri vissu fullyrða, að sú viðbót myndi breyta þessum litla niðurskurðarsparn- aði í húrrandi tap. Hörður Högnason Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Húrrandi niðurskurðartap í heilbrigðisráðuneytinu Veturinn 1961-1962 var ég í öðrum bekk í Gagnfræðaskóla aust- urbæjar. Einu sinni var umræðuefnið á málfundi hvort krist- indómsfræðsla í skól- um væri æskileg. Ég hafði framsögu og flutti skrifaða ræðu. Ég var 14 ára. Næsta vetur var ég í lands- prófi. Um vorið veikt- ist ég og gat ekki tekið prófin. Ég settist því aftur í landsprófsbekk haustið 1963 og var þá orðinn 16 ára. Það æxlaðist þannig að ræðan mín um kristindómsfræðsluna var birt í skólablaðinu skömmu fyrir jól. Ég hélt því fram að kenna ætti almennt um trúarbrögð heimsins en ekki aðeins kristinfræði. En ég gerði líka gys að meyfæðingunni. Ég benti á þau orð ritningarinnar að María hefði verið föstnuð Jósef og guð hefði því augljóslega brotið sitt eigið boðorð sem hann vildi að mennirnir hefðu í heiðri, sem sé það að drýgja ekki hór. Ég var eitthvað lasinn daginn sem greinin birtist og fór ekki í skólann. En fyrir hádegi hringdu til mín strákarnir í ritnefndinni. Þeir sögðu að skólastjórinn væri æfur yfir birtingu greinarinnar og hefði skipað þeim að rífa síðuna með henni úr þeim blöðum sem enn átti eftir að dreifa til nem- enda. Skólastjóri kallaði síðan nemendur og kennara til fundar á sal. Þar afsakaði hann þessa grein og sagði að hún túlkaði einungis afstöðu eins nemanda en ekki skólans í heild. En skólastjór- inn gerði meira. Ég gat þess að ég hefði veikst veturinn áður. Þá varð ég fyrir hast- arlegum og margend- urteknum hjartslátt- artruflunum og var settur í ítarlega rann- sókn á sjúkrahúsi. Síðar kom í ljós að um var að ræða það sem nú yrði kallað kvíð- aröskun. Mér var vís- að til sálfræðings sem ég talaði við í nokkur skipti. Að sögn skóla- félaga minna í ritnefndinni, sem ég skrásetti samdægurs í dagbókina, gerði skólastjórinn í ræðu sinni beinlínis lítið úr skoðunum mínum í greininni með því að ýja að and- legri vanheilsu nemandans sem skrifaði hana. Og nefndi því til sönnunar viðtölin við sálfræðing- inn. Nemendur klöppuðu ekki fyrir ræðu skólastjóra og það var kurr í þeim eftir hana. Mér fannst ég ekki taka þetta neitt inn á mig. En hins vegar læstust saman á mér hnén í tvo daga svo ég gekk um eins og spýtukall! Síðar tók skólastjórinn mig á eintal. Hann sagði að ekki yrði meira gert í málinu. En fjöl- skylda mín vildi gera meira í mál- inu. Hún hafði samband við lög- fræðing sem tók þetta upp á arma sína. Strákarnir í ritnefndinni sögðu honum söguna. Lögfræðing- urinn sagði að lokum að hann myndi kvarta til menntamálaráðu- neytisins. Föstudaginn 3. janúar 1964 birt- ist frétt á baksíðu Vísis undir fyr- irsögninni „Grein „klippt“ úr skólablaði. Þar segir: „Gísli Sig- urbjörnsson, forstjóri, hefur bent blaðinu á að rétt fyrir jólin hafi birzt grein í skólablaði einu hér í borg þar sem farið sé slíkum orð- um um kristindóminn að alla, sem virða þau mál einhvers, hljóti að setja hljóða.“ Gísli kvaðst „engan veginn gera þetta til þess að fordæma þann pilt, sem greinina hefði rit- að … heldur einvörðungu í þeirri von að fyrirbyggja mætti í fram- tíðinni að slíkar ritsmíðir unglinga í ríkisskólunum kæmu fyrir al- menningssjónir.“ Gísli tók fram í Vísi að hann hefði látið ýmsa yf- irmenn skóla og kirkjumála vita af þessu, svo sem biskupinn, fræðslu- málastjóra, fræðslustjóra Reykja- víkur, námsstjóra gagnfræðastigs og formann Prestafélags Íslands, að ógleymdum menntamálaráð- herra. Eftir á að hyggja finnst mér merkilegt að frá svona atburði skuli vera skýrt í fjölmiðli án þess að nokkrar umræður yrðu um mál- ið. Samt er þarna lýst feimn- islausri skoðanakúgun á trúar- legum grunni og fjallað um grein skóladrengs eins og um voðaverk væri að ræða. Mér finnst líka at- hyglisvert að allir þessir háu herr- ar, forsvarsmenn menntamála, skuli hafa vitað um þessa atburði og látið bara eins og ekkert væri. Í dagbók minni segir 12. febrúar 1964 að ég hafi frétt að mennta- málaráðuneytið hafi veitt skóla- stjóranum áminningu. Aldrei lét ég þess getið hvernig ég hefði frétt þetta og veit í rauninni ekki hvað gerðist. Og fram á þennan dag hef ég ekki haft geð í mér til að graf- ast fyrir um það. Ég minntist á þessa atburði á fasbókarsíðu minni fyrir nokkrum dögum. Þá kom maður sem hafði verið kennari við skólann þegar þessir atburðir gerðust með at- hugasemdir. Hann sagði að kenn- ararnir hefðu reiðst mjög atferli skólastjórans. Þessi framkoma hefði verið mjög ólík honum því hann hefði verið mannvinur og húmanisti. Hann hefði hins vegar gert þetta vegna þrýstings há- kristinna manna innan í valdakerf- inu og utan þess. – Innan í valda- kerfinu! Maðurinn sagði líka að kennarinn sem var ábyrgðarmaður blaðsins hefði fengið óþægilegar símhringingar frá trúmönnum og misst svefn um skeið. Af mér er það hins vegar að segja að eftir þetta fylltist ég óyndi miklu og hætti í skólanum eftir fáeinar vikur. Mér fannst ég hafa verið smánaður og nið- urlægður frammi fyrir öllum í skólanum. Og þó að nú sé liðin næstum því hálf öld síðan þessir atburðir gerðust hef ég aldrei treyst mér til að segja ýtarlega frá þeim. En nú er ég loksins búinn að því. Og enn er verið að ræða um kristileg gildi í skólastarfi! Eftir Sigurð Þór Guðjónsson » Samt er þarna lýst feimnislausri skoðanakúgun á trúar- legum grunni og fjallað um grein skóladrengs eins og um voðaverk væri að ræða. Sigurður Þór Guðjónsson Höfundur er rithöfundur. Kristileg gildi í skólastarfi Reykjavík, 4. nóv- ember 2010, hr. borgarstjóri, Jón Gnarr. Frá því að for- svarsmönnum Frjáls- lynda flokksins varð ljóst vorið 2008, í valdatíð Ólafs F. Magnússonar sem borgarstjóra í um- boði Sjálfstæðisflokksins, að lög- bundinn fjárstyrkur barst ekki Frjálslynda flokknum, hefur Frjálslyndi flokkurinn leitast við að ná fram lagalegum rétti sínum. Fjárstyrkur sem Frjálslynda flokknum bar árið 2008 var lagður vorið 2008 inn á nýstofnað einka- hlutafélag sem átti lögheimili á heimili Ólafs F. Magnússonar, þá borgarstjóra í Reykjavík. Sá gjörningur var lögleysa og má margt segja um þá embætt- isfærslu. Eftir að Hanna Birna Kristjáns- dóttir tók við sem borgarstjóri stöðvaði hún þessa óeðlilegu með- ferð á fjárstyrk til stjórn- málaflokka og kyrrsetti fjárstyrk sem tilheyrði Frjálslynda flokkn- um innan borgarkerfisins. Allir aðrir flokkar fengu sína styrki greidda eins og áður í upphafi hvers árs. Hún ákvað að leita álits sveitarstjórnarráðuneytisins um hvort einkahlutafélagi því sem Ólafur F. stofnaði eða Frjálslynda flokknum bæri að fá fjárstyrkinn samkvæmt lögum og gerðum við í Frjálslynda flokknum ekki at- hugasemd við þá málsmeðferð. Niðurstaða sveitarstjórnarráðu- neytisins var skýr um að Frjáls- lyndi flokkurinn einn ætti rétt á að fá styrkinn greiddan, eins og segir í svohljóðandi niðurlags- orðum bréfs samgöngu- og sveit- arstjórnarráðuneytisins frá 4. febrúar 2010: „Það er óumdeilt að Frjálslyndi flokkurinn er þau stjórnmála- samtök sem buðu fram F-lista frjálslyndra og óháðra í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum 2006, sbr. bréf til yfirkjörstjórnar dags. 6. maí 2006 og að listinn fékk 1 mann kjörinn og 10,1 % at- kvæða. Þá telur ráðuneytið verk- lag Innri endurskoðunar Reykja- víkurborgar varðandi greiðslu fjárframlagsins ekki hafa þýðingu í máli þessu og tekur enga afstöðu til þess. Með vísan til alls þess sem að framan greinir er það álit sam- göngu- og sveitarstjórnarráðu- neytisins að Frjálslyndi flokkurinn eigi rétt á framlagi Reykjavík- urborgar sem veitt er á grundvelli 5. gr. laga nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra.“ Að þessu áliti fengnu var fram- lagið fyrir árið 2009 greitt Frjáls- lynda flokknum án þess að vextir væru greiddir vegna tafa á greiðslu í eitt ár eða frá árinu 2009 til 2010. Frjálslyndi flokk- urinn sendi bréf til borgarstjóra þann 31. mars 2010 og óskaði eftir því að farið yrði að lögum nr.162/ 2008 og úrskurði sveitarstjórn- arráðuneytisins frá 4. febrúar 2010. Ekki náðist að ljúka upp- gjöri málsins áður en ný borgar- stjórn tók við völdum í júní 2010. Núna hefur nýr borgarstjóri setið við völd í nokkra mánuði og hvorki gengur né rekur að leið- rétta þessa embættisfærslu sem bitnað hefur harkalega á starfsemi Frjálslynda flokksins. Við höfum enn vilja til þess að leysa þetta mál með núverandi stjórnendum Reykjavíkurborgar og óskum þess enn og aftur að það verði gert hið fyrsta. Sveitarstjórnarráðuneytinu verður sent afrit af bréfi þessi og gerð grein fyrir ótrúlegum seina- gangi í málsmeðferð sem orðinn er þrátt fyrir skýr tilmæli ráðu- neytisins. Nú eru liðnir níu mánuðir síðan niðurstaða sveitarstjórnarráðu- neytisins lá fyrir í byrjun febrúar og forystumenn Frjálslynda flokksins eru vægast sagt orðnir undrandi á því að stjórnendur borgarinnar vilji ekki fara að lög- um og þeim úrskurði frá sveit- arstjórnarráðuneytinu sem fyrr- verandi borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir, óskaði eftir og fékk. Frjálslyndi flokkurinn hlýtur að beina þeim tilmælum til ráðherra sveitarstjórnarmála að hann kanni hvers vegna núverandi borg- arstjóri, Jón Gnarr, fer ekki að lögum og tilmælum ráðuneytisins í þessu máli. Opið bréf til borgar- stjóra Jóns Gnarrs Eftir Sigurjón Þórðarson og Guðjón Arnar Kristjánsson Sigurjón Þórðarson Sigurjón er formaður Frjálslynda flokksins. Guðjón Arnar er formaður fjármálaráðs Frjálslynda flokksins. Guðjón Arnar Kristjánsson » Furðuleg eru vinnu- brögð Jóns að fara ekki að lögum og úr- skurði sem Reykjavík- urborg óskaði sjálf eftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.