Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 35
DAGBÓK 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HVAÐA KORT MYNDI KÆTA HUND? ÉG ÞVOÐI BÍLINN MINN MEÐ GÖMLUM STUTTERMABOL SEM ÉG HÉLT MIKIÐ UPPÁ ÞEGAR ÉG VAR UNGUR MÉR FINNST EINS OG HANN SÉ MÓÐGAÐUR ÚT Í MIG HVERNIG BIÐUR MAÐUR STUTTERMABOL AFSÖKUNAR? OFTAST Í NÁVIST GEÐLÆKNIS AF HVERJU ÞARFTU SVONA MIKIÐ AF VOPNUM? ÉG ÞARF AÐ GETA VARIÐ MIG! EN ÞÚ ERT BARA AÐ FARA TIL TANNLÆKNIS!!! MAÐUR GETUR ALDREI FARIÐ OF VARLEGA ÞÉR HEFUR VERIÐ SAGT UPP STÖRFUM, VERIÐ REKINN, LÁTINN FJÚKA, SPARKAÐ! ÉG BUGAST NÆSTUM ÞVÍ ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÖLL ÞAU VANDAMÁL SEM BLASA VIÐ MANNKYNINU NÚVERANDI VERKEFNI: NÝ SAMHEITAORÐABÓK EN ÞEGAR ÉG SÉ KÖTU LEGGJA SIG SVONA MIKIÐ FRAM VIÐ AÐ BJARGA UMHVERFINU, ÞÁ FYLLIST ÉG VON JÁ, ÉG VAR SVONA ÞEGAR ÉG VAR YNGRI NÚNA HEF ÉG AFTUR ÁHYGGJUR ÉG SKAL FARA MEÐ HANN Í STEININN ÉG ÞARF FYRST AÐ HEIM- SÆKJA SJÚKLING ÉG KEM AFTUR MEÐ HANN EFTIR SMÁ STUND! HVERT Í... ÞÚ MÁTTIR EKKI HLEYPA NEINUM INN! HVERNIG ÁTTI ÉG AÐ STOPPA HANN! Mislangar raðir – matarúthlutanir Hvaða skýring skyldi vera á því að alltaf eru minnstu raðir hjá Hjálparstofnun kirkj- unnar (Grensáskirkja) á miðvikudögum í matarúthlutun en mestu raðir hjá Fjöl- skylduhjálpinni (þeir fá lægsta styrkinn)? Einnig finnst mér mjög ljótt að það er matarúthlutun hjá öll- um þessum stofnunum á sama tíma. Rökin eru að þetta sé gert til að fólk sé ekki að fara á milli staða og safna mat. Þvílíkur vanþroski að hugsa svona. Hver leikur sér að því að labba /keyra milli staða til að fá sem mest af mat? Ef einhver gerir það þá eru það örfáir. Hjálpar- stofnun kirkjunnar var með matar- úthlutun bæði miðviku- og fimmtu- daga en tók annan daginn út, þ.e. fimmtudaginn. Af hverju ekki mið- vikudaginn? Mér finnst þetta bara ljótt. Það var gott að geta farið annan hvorn daginn ef um veikindi var að ræða en ég held reynd- ar að meðan þessar matarstofnanir séu til notfæri stjórnendur þessa lands sér það og geri ekkert í málinu. Því styð ég félagið Bót í að leggja niður þessar hjálparstofnanir. Það er hvort sem er fullt af fólki sem treystir sér ekki til að fara á þessa staði og sveltur. Þetta er smánar- blettur á okkar flotta Íslandi. Allt er „flottast og best“ á Íslandi. Ekki satt? Manneskja. Ráð við sinadrætti Vikverji skrifaði um sinadrátt sem hann fékk, ég veit um gott ráð við honum og það er að drekka tonic wa- ter fyrir svefninn. Ingvar. Ást er… … þegar hjartað verður villt á ný. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnust. kl. 9, gönguhóp- ur II kl. 10.30, vatnsleikf. kl. 10.45, mynd- list/prjónakaffi kl. 13, bókm.klúbb. kl. 13.15, jóga kl. 18. Árskógar 4 | Handav./smíðar/útskurður kl. 9, botsía kl. 9.30, helgist. kl. 10.30, myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist, leikfimi kl. 13, bókband, almenn handavinna. Dalbraut 18-20 | Stóladans kl.10.30, bókabíllinn kl. 11.15, samvera með sr. Bjarna Karlssyni kl. 15.15. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8-16. Digraneskirkja | Leikfimi kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids spilað kl. 13. Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9, handavinna kl. 10, botsía og handav. kl. 13. Málþ.um Guðrúnu frá Lundi 16. nóv kl. 15. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefn- aður kl. 9.05, leikfimi kl. 9.15, málm- og silfursmíði kl. 9.30, bókband kl. 13,bingó kl. 13.30, myndlistarhópur kl. 16.10. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinna kl. 9, ganga kl. 10, handav./brids kl. 13, jóga kl. 18. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinna kl. 9, ganga kl. 10. Handavinna og brids kl. 13, jóga kl. 18. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Gönguh. kl. 11, handav. og karlaleikfimi kl. 13, botsía kl. 14, Garðakórinn, æfing kl. 16. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Gönguhóp. kl. 11, handav./karlaleikf. kl. 13, botsía kl. 14, Garðakórinn, æf. kl. 16. Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund kl. 10.30. Vinnust. e. hádegi, m.a myndlist, búta- og perlus.. Bjartsýni í Breiðholti, Breiðholtsd., 15.-21. nóv. Laugard. 20. nóv. kl. 15 Guðrún frá Lundi lifir enn, fjölbreytt dagskrá, umsj. Marín Hrafnsdóttir. Félagsþjónustan Hraunbæ 105 | Fé- lagsvist kl. 13.30. Hraunsel | Morgunr.kl.9, qi-gong kl. 10, leikfimi kl. 11.20, glers. kl. 13, opið hús kl. 14. Tilboðsv. f. eldri borgara á Orð skulu standa, kr. 1.800, í Borgarleikh., uppl. í s. 861-9047. Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10. Handav. kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið- kaffi- tár kl. 8.50. Stefánsganga kl. 9. Listasmiðj- an. Spænska kl. 12, leikfimi kl. 10. Þegar amma var ung kl. 10.50. Sönghópur Hjör- dísar Geirs kl. 13.30. Línudans kl. 15. Vín- arhljóml. 7. jan. 2011. Uppl. 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í Kópa- vogsskóla kl. 17. Korpúlfar Grafarvogi | Listasmiðjan er opin í dag og á morgun kl. 13. Á morgun er sundleikfimi kl. 9.30. Laugarneskirkja | Ómar Ragnarsson kemur í heimsókn og tekur lagið, spjallar og spekúlerar kl. 14. Umsjón með samver- unni hefur Sigurbjörn Þorkelsson. Norðurbrún 1 | Handav. og leirlistarn. og útskurður kl. 9-12 og 13-16, botsía kl. 10. Vesturgata 7 | Handav. kl. 9 15, gler- skurður (Tiffanys), ganga kl. 11.30. Kerta- skreyt. kl. 13 og kóræf., leikf. kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók- band/postulín kl. 9, morguns. kl. 9.30, botsía kl. 10, framh.s. kl. 12.30, handav. eftir hádegi, spil/stóladans kl. 13. ÍFundafélagi Grímseyinga árið1924 var samþykkt að efna til samkomu til minningar um Willard Fiske. Síðan hafa slíkar samkomur verið haldnar á fæðingardegi hans 11. nóvember, sem í daglegu tali er kallaður „þjóðhátíðardagur Gríms- eyinga“. Willard Fiske þótti merki- legt að á svo afskekktum stað skyldi menningarlífi haldið uppi af slíkri reisn af svo fáum og hreifst af leikni eyjarskeggja í skák. Hann gaf þeim allgott bókasafn, sendi tafl á hvern bæ og ánafnaði þeim verulegan pen- ingasjóð í erfðaskrá sinni. Þrátt fyr- ir rúmlega fimm mánaða einangrun björguðust Grímseyingar frostavet- urinn 1918 með því að koma sér upp kornforðabúri, um 20 tonnum af korni, fyrir hluta af dánargjöfinni. Séra Matthías Jochumsson orti Grímseyjarljóð til prófessors Will- ards Fiske. Þar eru þessi erindi: En sögð mun þín saga og sungin þín fremd, meðan góðs er getið og Grímsey er nefnd. Meðan ég á manntafl og máta kann hrók, um frægð þína, Fiske, ei fletta þarf bók. Síra Jón Normann segir að barnafælan í Grímsey heiti hvorki Grýla né Leppalúði heldur Klapp- arkarl: Karlinn undir klöppunum klórar sér með löppunum, baular undir bökkunum og ber sig eftir krökkunum – á kvöldin. Grímsey heitir eitt ljóða Guð- mundar Friðjónssonar á Sandi og er 17 erindi og byrjar svo: Af gróðurmold og grasailm er Grímsey rík og silfri og gulli, er sólin skín í Súlubrík. Og Eyjan sama og áður fyrr sinn ávöxt ber: á fiski og eggjum fullvel getur fóðrað her. Hún lifir sjálfstæð, lítur naumast landið á. Í röst, sem nálgast ríki Dumbs, hún réttir tá. Vísnahorn Á degi Grímseyinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.