Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, fór lofsamlegum orðum um lýðræðisþróunina í Indónesíu og lýsti landinu sem góðri fyrirmynd annarra þróunarlanda í ræðu sem hann flutti í háskóla í Djakarta í gær. Indónesía er fjórða fjölmenn- asta ríki heims og jafnframt það ríki þar sem flestir múslimar búa. Obama bjó þar í fjögur ár í æsku. Í ræðunni áréttaði hann að Bandarík- in ættu ekki í stríði við íslam og lagði áherslu á mikilvægi Indónesíu sem góðrar fyrirmyndar þróunarlanda hvað varðar lýðræði, hagvöxt og umburðarlyndi í trúmálum. Barack Obama Bandaríkjaforseti heimsækir æskuslóðirnar í Djakarta Indónesía „góð fyrir- mynd“ Reuters Heimsókn Barack Obama kveður gestgjafa sína á flugvelli í Djakarta áður en hann hélt til Suður-Kóreu í gær. „Er Butyrka að breytast í heilsu- hæli?“ spyr rússneska dagblaðið Komsomolskaja Pravda um Butyrka-fangelsið illræmda eftir að fréttir bárust af því að föngum þess yrði gert kleift að stunda sólböð í ljósabekkjum. Auk þess fá fangar að notast við net-síma og þeir fá betri læknisþjónustu og lyf en áður hefur þekkst. „Fangar í Butyrka geta nú gortað af sólbrúnku sinni á Skype,“ segir á fréttavef rússneskrar útvarps- stöðvar og fleiri fjölmiðlar í Rúss- landi hafa furðað sig á fréttunum. Yfirvöldin ákváðu umbætur á að- stöðunni í Butyrka vegna máls lög- manns sem dó í fangelsinu fyrir ári vegna þess að hann fékk ekki að- hlynningu í veikindum sínum. Illræmdu fangelsi í Rúss- landi breytt í heilsuhæli? BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mikill ótti er meðal kristinna Íraka vegna árása sem kostað hafa tugi manna lífið síðasta hálfa mánuðinn. Kristnir menn hafa búið í tæp 2.000 ár á landsvæðinu, sem nú heitir Írak, en þeim hefur fækkað mjög í landinu frá innrásinni undir forystu Banda- ríkjahers árið 2003. Að minnsta kosti sex manns biðu bana og 33 særðust í sprengjuárás- um á heimili kristinna íbúa Bagdad í gær. Tæpum tveimur vikum áður lágu 44 kirkjugestir, tveir prestar og sjö liðsmenn öryggissveita í valnum eftir að byssumenn úr röðum ísl- amskra öfgamanna réðust inn í kaþ- ólska kirkju í borginni. Íslamskt ríki í Írak, hreyfing sem tengist hryðjverkasamtökunum al- Qaeda, lýsti árásinni á hendur sér. Hreyfingin kvaðst hafa gert árásina til að knýja koptísku kirkjuna í Egyptalandi til að sleppa mönnum sem þeir segja að hafi verið í haldi kirkjunnar eftir að þeir snerust til íslamskrar trúar. Hreyfingin lýsti seinna yfir því að allir kristnir menn væru „réttmæt skotmörk“. „Við vitum ekki hvað vakir fyrir þessum glæpamönnum en ljóst er að þetta verður örugglega til þess að enn fleiri sjá sig knúna til að flýja land,“ sagði Pius Kasha, preláti í kaþólsku kirkjunni sem varð fyrir árásinni 31. október. „Fólkið er skelfingu lostið og kem- ur í kirkjurnar til að spyrja hvað það eigi að gera, hvernig það geti haldið áfram að búa í Írak,“ sagði prestur kaþólsku kirkjunnar í Bagdad. Hann skoraði á ríki heims að tryggja ör- yggi fólksins. Nær 2.000 ára saga Um milljón kristinna manna bjó í Írak fyrir Persaflóastyrjöldina árið 1991 en þeim fækkaði í um það bil 800.000 fyrir innrásina árið 2003. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir hafa flúið þaðan síðan þá en fréttastofan AFP hefur eftir frammámönnum kaþólsku kirkjunn- ar að áætlað sé að minnst þriðjungur kristinna íbúa Íraks hafi flúið land frá innrásinni. Áætlað sé að 450 til 500 þúsund kristinna manna búi enn í Írak, þar af eru um 300.000 í kaþ- ólsku kirkjunni. Flestir kristnu Írakanna búa í Bagdad eða borgunum Kirkuk, Irbil og Mosul í norðanverðu landinu. Flestir kaþólsku Írakanna eru Kaldear, sem er heiti manna af sem- ískum þjóðflokki upprunnum í Arabíu, en hann settist að í grennd við borgina Úr í Kaldeu og rann síð- ar saman við Babýloníumenn. Sumir Kaldear tala aramísku, sem var móðurmál Krists. Margir kristnu íbúanna teljast til Assýríumanna, afkomenda íbúa fornu ríkjanna Assýríu og Babýl- oníu. Assýríumenn dreifðust um Mið-Austurlönd eftir að stórveldi þeirra hrundu á sjöttu og sjöundu öld fyrir Krist. Þeir tóku kristni á fyrstu öld eftir Krist og kirkja þeirra er álitin sú elsta í Írak, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Á meðal annarra kristinna Íraka eru kaþólskir Armeníumenn sem flúðu fjöldamorð í Tyrklandi á árun- um 1915-1923. Reuters Sorg Kristnir Palestínumenn í kirkju í Ramallah kveikja á kertum til að minnast fórnarlamba árása á kristna Íraka. Kristnir Írakar skelfingu lostnir eftir blóðsúthellingar  Kristnum íbúum hefur fækkað um þriðjung frá innrásinni í Írak árið 2003 Erkibiskup sýrlensku rétttrún- aðarkirkjunnar, Athanasios Dawood, hefur hvatt alla kristna Íraka til að flýja land vegna blóðsúthellinganna. „Ef þeir verða um kyrrt verða þeir myrt- ir, einn af öðrum.“ Leiðtogar annarra kirkna og ráðamenn í Írak hafa hvatt fólk- ið til að vera um kyrrt í landinu. „Verða myrtir“ Á FÓLKIÐ AÐ FLÝJA LAND? 200 km FJÖLDI KRISTINNA ÍBÚA MIÐ-AUSTURLANDA Heimildir: L’Oeuvre d’Orient, Catholic Hierarchy, CIA World Fact Book, skýrsla utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna um trúfrelsi í heiminum, Reuters Teikning: Fabian Chan* Hlutfall af heildaríbúafjöldanum Miðjarðarhaf Persaflói KÝPUR SÝRLAND 850.000 (4,5%) LÍBANON 1,5 millj. (35%) ÍRAK 500.000 (1,5%) TYRKLAND 85.000 (0,2%)* SÁDI-ARABÍA EGYPTA- LAND 8 millj. (10%) ÍRAN 135.000 (0,3%) JÓRDANÍA 150.000 (2,4%) ÍSRAEL 150.000 (2%) Svæði Palestínumanna 50.000 (0,8%) KÚVEIT Kínverjinn Zhao Lianhai hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fang- elsi fyrir að hafa sett upp vefsíðu til að vara fólk við sjúkdómum af völdum mela- mínmengaðrar mjólkur sem var sett á markað í Kína. Að minnsta kosti sex ungbörn dóu og um 300 þúsund veiktust vegna mjólkur- blöndunnar. Fimm ára sonur Zhaos er á með- al barnanna sem veiktust. Þúsundir foreldra skoðuðu síðuna sem Zhao stofnaði til að fræða fólk um eitrunina, m.a. hvetja foreldra til að fara með börn sín til læknis ef þeir yrðu varir við einkenni hennar. Zhao var ákærður í mars fyrir að hafa „valdið óróa“. Hegnt fyrir að vara foreldra við Stofnaði vefsíðu um eitraða mjólk Zhao Lianhai með barni sínu. Erlendum morð- ingjum, nauðg- urum og öðrum glæpamönnum í Bretlandi stend- ur til boða að fá allt að 1.500 pund, eða sem svarar 270.000 krónum, í reiðufé fyrir að samþykkja að snúa aftur til heimalandsins. Breska dagblaðið The Daily Tele- graph skýrði frá þessu í gær og sagði að fangar sem samþykkja þetta allt að níu mánuðum áður en afplánun á að ljúka fengju hæstu greiðslurnar. Þetta mun vera gert til að bregðast við skorti á fangelsisrými. The Daily Telegraph segir að lík- legt sé að á ári hverju ákveði hundr- uð fanga, sem séu án landvistar- leyfis, að taka tilboðinu og greiðslurnar kosti skattgreiðendur milljónir punda. Fyrrverandi ríkis- stjórn Verkamannaflokksins bauð fyrst greiðslurnar árið 2006 en stjórn Íhaldsflokksins og Frjáls- lyndra demókrata hefur ákveðið að þrefalda fjárhæðina sem fangarnir fá. Föngunum borgað fyrir að fara heim Brixton-fangelsið í Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.