Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 VIÐTAL Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir moheidur@gmail.com Frá eyju í Karíbahafinu á aðra eyju norður í hafi, er komin saman fjölskylda í Kópavoginum. Eftir jarð- skjálftann í höfuðborg Haítí, Port- au-Prince, sem var 7 á Richter, var eyðileggingin algjör. Haítí var illa í stakk búið til að takast á við slíkar hörmungar enda mjög fátækt land. Íslendingar fylgdust vel með at- burðunum, þökk sé íslensku björg- unarsveitinni sem var fyrst á staðinn. Þá þegar var farið að vinna með Rauða krossinum við að hjálpa Haítí- búum hér á landi að sameinast fjöl- skyldum sínum. Marie Phania Rosa og yngsta dóttir hennar, Cindy, hafa verið búsettar hér um nokkurt skeið og eru nú loksins búnar að sameinast tveimur eldri börnum Marie, þeim Klifford 11 ára og Frawenchu 14 ára, ásamt ömmunni Marie Odette. „Það var stuttu eftir jarðskjálftann sem var farið að vinna í því að fá börnin mín og móður hingað,“ segir Marie. En hvernig var fyrir hana að heyra fréttirnar af skjálftanum svo langt í burtu? „Það var hræðilegt,“ segir Marie, og ljóst er að enn hvílir harm- ur þungt í brjóstum fjölskyldunnar. „Við misstum engan úr okkar nán- asta hring. Ég var heima og börnin í skólanum og skyndilega hrundi allt, ég var á götunni og vissi ekkert um börnin,“ segir amman Odette og slettir kreólaorðum sem börnin þýða jafnóðum. „Síðan hefur uppbygging gengið mjög hægt og áföll dunið á, rigning- arnar, fellibylurinn Toma og nú síð- ast kóleran sem er mjög slæm,“ segja mæðgurnar alvarlegar í bragði. Endurfundirnir En er þá ekki gleðilegt að vera öll komin saman? Því er yngsta systirin fljót að svara játandi á íslensku og á svip barnanna má sjá hreina gleði yf- ir endurfundunum og brúnin lyftist á mæðgunum við lífsgleði barnanna. En hverjar eru vonir þeirra um að búa hér? „Við höfum miklar vonir og vænt- ingar til þess að byggja upp framtíð hér, vegna þess að á Haítí er upp- byggingin mjög hæg og ástandið erf- itt, þar er litla sem enga von að fá,“ segir Marie en bætir svo við: „Auð- vitað er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér, ég vildi gjarnan geta heimsótt heimalandið þegar ástandið er orðið betra.“ „Haítí-búar eru alltaf hræddir vegna áfallsins, “ segir amman Odette og þungbúinn svipur hennar og fas segir meira en nokkur orð. „Skólarnir í borginni Port-au- Prince eru enn ekki komnir undir þak eftir skjálftann og kóleran hefur drepið hundruð manna,“ heldur hún áfram. Börnin tvö munu bráðlega fara í skóla systur sinnar í Kópavogi og fá hjálp frönskumælandi kennara, segir Marie. Elsta stelpan, Frawencha, segir feimin en röggsöm: „Ég hlakka til að fara í skólann hér en ég held að það sé pínu erfitt að læra íslensku.“ Systurnar standa í einum hnapp, virðast ekki geta séð hvor af annarri en bróðirinn kímir. Skyndilega hrundi allt  Fjölskylda sem lifði af hörmungarnar á Haítí er nú sameinuð á Íslandi  Hafa miklar vonir og væntingar um að byggja upp framtíð hér á landi Morgunblaðið/Kristinn Endurfundir Þau voru ánægð að vera komin til Íslands til mömmu sinnar, Frawenchu 14 ára og Klifford 11 ára, ásamt ömmu sinni Marie Odette. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nýverið mann til greiðslu 120 þúsund króna sektar fyrir að hafa keypt sér vændi í tvígang. Nafn mannsins var ekki birt í dómnum en í Morg- unblaðinu í gær var greint frá dómi yfir pilti á átjánda aldursári fyrir vörslu á efni með barnaklámi en nafn piltsins var birt í dómn- um. Spurningar hafa vaknað um hvort þarna sé jafnræðis gætt hjá dómstólum við birtingu nafna hinna ákærðu. Haft var eftir Símoni Sigvaldasyni, formanni dómstólaráðs, í blaðinu í gær að þegar menn væru sakfelldir fyrir kynferðisafbrot væri nafnleyndar aðeins gætt ef nafnið á hinum brotlega vísaði beint á brotaþolandann, en í öðrum tilvikum væri ekki nafnleynd. Nafnleyndar væri aldrei gætt sérstaklega í málum ungra afbrotamanna. Spurður hvort ekki hefðu sömu rök átt að gilda í dómnum fyrir vændiskaupin, þ.e. að nafnbirting hefði ekki vísað beint á brotaþol- andann í því tilviki, segist Símon í samtali við Morgunblaðið ekki geta svarað til um það. Reglurnar hljóði þannig að ef nafngreining á hinum brotlega leiði til þess að vitað sé hver brotaþolinn er, þá eigi að gæta nafnleyndar. „Það er síðan í höndum þess dómara sem fer með málið að meta þetta atriði. Þannig eru reglurnar úr garði gerðar. Þær eru leiðbein- andi en dómstólaráð ætlast til þess að eftir þeim er farið. Við höfum hins vegar ekki þá stöðu að geta tekið ráðin úr höndum dómara.“ Hvort til greina komi að endurskoða reglurnar, til að koma í veg fyrir misræmi í nafnbirtingum í dómum, segir Símon að dóm- stólaráð sé með þær til stöðugrar endurskoð- unar. Nauðsynlegt sé að gæta jafnræðis en dómstólar hafi einnig fylgt Hæstarétti eftir í þessu efni sem öðru. Íþyngjandi fyrir vændiskaupandann Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp dóminn um vændiskaupin. Hann segir dóminn hafa verið birtan án þess að getið væri nafna ákærða og annarra með heimild í 2. mgr. í 1. gr. reglna dómstólaráðs nr. 2/2009. Þar segir: „Ef ætla má að birting dóms eða úrskurðar sé sérstaklega íþyngjandi fyrir hlutaðeigandi er rétt að taka úr dómi eða úr- skurði frekari upplýsingar en mælt er fyrir um í reglum þessum“. Arngrímur vildi ekki svara því hvort þarna hefði frekar verið hlíft hinum brotlega með nafnleynd en að nafnbirt- ing hefði vísað á brotaþolann. Jafnræðis ekki gætt í nafnbirtingum?  Nafn kaupanda vændis ekki birt í dómi en nafn pilts með klámefni er birt  Dómara að meta hverju sinni, segir formaður dómstólaráðs  Reglur um nafnbirtingu í stöðugri endurskoðun Úr dómi fyrir vændiskaup » Í birtingu dóms fyrir vændiskaup er nafn og kennitala ákærða afmáð en merkja má að hann búi í einhverjum firði og stundi fasteignaviðskipti. » Var hann ákærður fyrir að hafa keypt vændi í tvígang í Reykjavík, fyrir alls 35 þúsund kr. Símtöl við vændis- konur voru hleruð og í einu þeirra er sagt að búið sé að „redda honum gellu“. Vildi ákærði stúlku fyrir sig og félaga sinn og að þær yrðu að vera hvítar, eins og segir í dómnum. » Í símtölum aðstoðarkonu vændis- konunnar kom m.a. fram að tveir „kúnn- ar“ væru á leiðinni, þetta væri „import- ant people“ (mikilvægt fólk) og stúlkurnar yrðu að líta vel út. Símon Sigvaldason Arngrímur Ísberg Jarðskjálfti sem mældist 7,3 stig á Richter reið yfir Haítí þann 12. janúar á þessu ári og átti hann upptök sín við höfuðborgina Port-au-Prince, sem varð einna verst úti. Skjálftinn er einn sá harðasti sem mælst hefur á eyj- unni í tvær aldir, en margir harðir eftirskjálftar sigldu í kjölfarið. Byggingar hrundu og grófst fólk undir rústum þeirra. Yfir 300 þúsund létust í hamför- unum og að sögn Sameinuðu þjóð- anna er um ein og hálf milljón íbúa nú heimilislaus þar í landi. Þeir hafa að undanförnu þurft að kljást við sjúk- dóma, fátækt og aukið of- beldi. Hamfarir 300 ÞÚSUND LÁTNIR Yfir 80% þjóðarinnar, á aldrinum 12-80 ára, segjast heimsækja fréttavefinn mbl.is í hverri viku. Þá segist 61% heimsækja vefinn daglega, samkvæmt fjölmiðlakönn- un Capacent Gallup fyrir mán- uðina ágúst til október. Það þýðir að í kringum 150 þúsund Íslend- ingar sem búsettir eru á Íslandi fara daglega inn á mbl.is. Hæsta hlutfall notenda mbl.is er í aldursflokkunum 20-29 ára og 30-39 ára, tæplega 92% á viku. Heldur hærra hlutfall karla en kvenna notar vefinn, eða 82,6% karla og 77,8% kvenna á viku. Vefurinn mælist nú í fyrsta sinn í þessari könnun með meiri notkun en dagblöð sem gefin eru út í landinu, hvort sem litið er til dag- legrar notkunar eða vikulegrar. Dagblaðalestur minnkar óverulega Útgáfufélagið Árvakur, sem á og rekur mbl.is, gefur einnig út Morgunblaðið og vikublaðið Moni- tor. Samkvæmt mælingum Capa- cent Gallup lesa 56% þjóðarinnar, á aldrinum 12-80 ára, Morg- unblaðið í hverri viku. Hæst er hlutfallið í aldurshópnum 60-80 ára en rúm 69% þeirra segjast lesa Morgunblaðið yfir vikuna. Daglegur lestur dagblaða minnkar frá síðustu mælinu en óverulega. Nú lesa að jafnaði 60,9% fríblaðið Fréttablaðið dag- lega en voru 61,4% í síðustu mæl- ingu. Að jafnaði 31,5% lesa áskriftarblaðið Morgunblaðið dag- lega en var áður 32,1%. Monitor í sókn Rúm 22% þjóðarinnar lesa viku- blaðið Monitor sem ætlað er ungu fólki. Í aldurshópnum 12-19 ára segjast tæp 37% lesa Monitor og hefur lesturinn aukist um 9% frá síðustu mælingu. 80% þjóð- arinnar heimsækja mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.