Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Svavar Pétur Eysteinsson er
Breiðhyltingur, tónlistarmaður og
jafnframt skapari hljómsveitar-
innar Prinspóló og setti nýverið á
vefsíðu hljómsveitarinnar, prins-
polo.com, fyrstu breiðskífu hljóm-
sveitarinnar, Jukk. Hægt er að
hlusta á lögin á plötunni á vefsíð-
unni en platan kemur út í föstu
formi á vegum Kimi Records undir
lok vikunnar. Svavar samdi og
flutti lögin sjálfur en hóaði svo í
nokkra tónlistarmenn til að full-
klára verkið, þau Lóu Hjálmtýs-
dóttur úr FM Belfast, Loga Hösk-
uldsson úr Sudden Weatherchange
og Kristján Frey úr Reykjavík!.
Lóa leikur á hljómborð, Kristján á
standandi trommur og Logi á gít-
ar.
Pillur og Prince Polo
Það er heilmikið grín í textasmíð
Svavars á plötunni, m.a. sungið um
merkilega strandferð ónefndrar
manneskju sem býður strandgesti
upp á pillur og Prince Polo þegar
sígaretturnar klárast. „Þetta er allt
tekið einhvers staðar úr reynslu-
bankanum og svo hleð ég ofan á
það til þess að láta textann ganga
upp. Þannig að þegar ég les yfir
textann núna veit ég varla lengur
hvað er rétt og hvað rangt,“ segir
Svavar um textasmíðina. Tónlistina
segir hann e.k. lo-fi hátíðnipopp.
„Þetta er bara frekar einföld laga-
smíði, að mestu leyti. Ég hafði svo
sem ekkert sérstakt að leiðarljósi
þegar ég fór að búa til þessa tón-
list, þetta er bara svona músík sem
kemur áreynslulaust.“
– Þú segir í tölvupósti að jukk sé
„skortur á ótilkvaddri hugsun“.
„Já, jukk er svona frasi sem tók
sér bólfestu í höfðinu á mér í sum-
ar og ég fór að kalla alla skapaða
hluti jukk. Allt í einu var allt í
kringum mig orðið að jukki. Svo
fór ég að pæla í því hvað þetta
væri, maður fær oft orð eða frasa á
heilann, og reyna að skilgreina
þennan frasa, jukk, eftir að ég var
búinn að klína honum á plötuna og
ýmislegt annað í kringum mig. Þá
hélt ég að ég væri kominn í blind-
götu með hugsanir mínar og út-
skýrði þetta þá svona, skortur á
„spontaneous“ hugsun, án þess þó
að verða of heimspekilegur.“
Hljómsveitin Prinspóló sendir frá sér breiðskífuna
Jukk Skapari Prinspólós fékk jukk á heilann
Jukk Liðsmenn Prinspóló í algjöru jukki, eða hvað?
Skortur á ótilkvaddri hugsun
Heimildamyndin Árásin á Goða-
foss, í leikstjórn Björns Brynjúlfs
Björnssonar, fékk frábærar við-
tökur þegar hún var sýnd fyrr á
þessu ári. Um myndina sagði Sæ-
björn Valdimarssonar kvikmynda-
gagnrýnandi: „Mér er til efs að jafn
yfirgripsmikil og hádramatísk
heimildamynd hafi áður verið gerð
hérlendis.“ Myndin hefur nú verið
gefin út á tvöföldum mynddiski
með miklu aukaefni. Fyrir utan
heimildamyndina sjálfa eru 60 mín-
útur af aukaefni á diskinum: Viðtal
við Maríu Guðmundsdóttur fyrir-
sætu og ljósmyndara, en Óli sonur
læknishjónanna Friðgeirs og Sig-
rúnar, var í fóstri hjá foreldrum
Maríu vestur á Djúpuvík. Ef allt
hefði farið eftir áætlun hefði Óli
verið þar vestra þegar Goðafossi
var sökkt, en ekki farist ásamt for-
eldrum sínum og systkinum. Þá er á
diskinum áður óbirt viðtal við Jó-
hann Guðbjörnsson sem var háseti
á Goðafossi í þessari örlagaríku
ferð, en hann lést fyrir nokkrum ár-
um. Einnig er á diskinum fjöldi ljós-
mynda frá stríðsárunum á Íslandi
sem margar hverjar hafa ekki sést
fyrr og viðtal við Þór Whitehead
sagnfræðing um ýmislegt for-
vitnilegt sem tengist þessum
dramatíska atburði. Diskurinn er
með íslensku og ensku tali.
Árásin á Goðafoss
komin út á diski
Fólk
Tvær af elstu þungarokks-
hljómsveitum Íslands, Sólstafir og
XIII ætla nú að veita fjölskyldufólki
og unglingum tækifæri til að mæta
á sannkallaða þungarokksveislu á
sannkristilegum tíma. „Við erum
m.a. að gefa helgarpöbbum færi á
að gera eitthvað uppbyggilegt með
börnunum sínum,“ segir Aðalbjörn
Tryggvason, söngvari Sólstafa.
Tónleikarnir verða á Sódómu
Reykjavík laugardaginn 13. nóv-
ember milli 16.00 og 18.00. Að-
gangseyrir er 500 krónur. Síðar um
kvöldið endurtaka hljómsveitirnar
tvær leikinn og þá mun Stafrænn
Hákon og Skálmöld spila með þeim.
Þungarokk fyrir alla
fjölskylduna
til persónur út frá fólki sem
hann hafi kynnst sjálfur á lífs-
leiðinni.
Mjög einfaldur maður
Leikarinn Bergur Þór Ingólfs-
son leikur aðalpersónu þáttanna,
Friðbert, sem er afar mikill ein-
feldningur. „Hann kláraði grunn-
skólann og er sáttur við sitt,
helsta takmark hans í lífinu er að
komast til Danmerkur að heim-
sækja drottninguna,“ segir Gest-
ur um Friðbert. Hann sé virki-
lega sáttur við lífið. Gestur segir
Friðbert samsuðu úr nokkrum
manneskjum sem hann þekki til,
skrautlegum týpum sem eigi það
sameiginlegt að vera miklir ein-
feldningar og sáttir við sitt. „Ég
myndi segja að þetta væri ekki
venjulegt fólk í óvenjulegum að-
stæðum heldur óvenjulegt fólk í
venjulegum aðstæðum,“ segir
Gestur um persónur þáttanna.
Óvenjulegt fólk í
venjulegum aðstæðum
Íslensku gamanþættirnir Tríó verða sýndir í Sjónvarpinu Blaðberi á fer-
tugsaldri er aðalpersónan Bergur Þór Ingólfsson fer með burðarrulluna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Spaug Gestur Valur Svansson segir þættina m.a. sprottna af sögum sem hann hafi heyrt af nágrannaerjum.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Á næsta ári, í febrúar og mars,
mun Sjónvarpið sýna nýja, ís-
lenska gamanþætti, Tríó, eftir
Gest Val Svansson sem skrifar
bæði handrit að þáttunum og
leikstýrir auk þess að vera fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins sem
framleiðir þá, Clear River Pro-
ductions. Tökur á þáttunum hefj-
ast eftir um viku. Í þáttunum
segir af blaðberanum Friðberti
Sigríðarsyni sem býr hjá móður
sinni þó hann sé kominn á fer-
tugsaldurinn. Hann dreymir um
að komast til Danmerkur og hitta
Danadrottningu. En þættirnir
fjalla ekki bara um Friðbert og
móður hans heldur einnig ná-
granna þeirra í tveimur íbúðum í
raðhúsalengju, fasteignasalann
Ragnar sem er með allt niðrum
sig fjárhagslega og unnustu hans
Írisi sem er verslunarstjóri í vin-
sælli tískuvöruverslun. Þau valda
miklum usla í raðhúsalengjunni. Í
hinni íbúðinni býr maður á
miðjum aldri, Þormóður, en hann
er líksnyrtir og býr einn með
ketti sínum Stormi.
Samfarastunur nágranna
Gestur segir hugmyndina að
þáttunum hafa kviknað fyrir
tveimur árum, þegar hann bjó til
persónu fyrir auglýsingaherferð
Íslandspósts sem aldrei var þó
ráðist í. „Ég bjó til kynningar-
vídeó af gæjanum og var farinn
að troða upp í afmælisveislum og
brúðkaupum sem þessi gæi,“
segir Gestur. Þá hafi hann
farið að velta því fyrir sér
hvernig væri hægt að gera
sjónvarpsþætti útfrá þessari
persónu og rifjast hafi upp
fyrir honum nágrannaerjur
sem kunningi hans hefði lent
í, afar hatrammar. „Þá
mundi ég eftir atviki
sem varð að blaða-
máli hérna, þegar
samfarastunur ná-
granna heyrðust um
allt. Þannig kom
þema þáttanna, ná-
grannaerjur, og upp-
byggingin er svipuð
og í Föstum liðum
eins og venjulega
(gamanþáttum sem
sýndir voru í Sjónvarp-
inu árið 1985),“ segir
Gestur. Hann hafi búið
Gestur segist hafa lagt mjög mikla vinnu í skrif handritsins að
Tríói. Hann hafi fengið vilyrði frá RÚV um kaup á þáttunum
fyrir um ári síðan en niðurskurður þar á bæ hafi sett
strik í reikninginn. Þá lét hann þýða tvo þætti Tríós á
ensku, eftir að hafa hitt dönsku leikkonuna Iben
Hjejle, unnustu Klovn-leikarans Caspers Christensen.
Christensen fékk handritið í hendur og segir Gestur
að honum hafi þótt það magnað og haft áhuga á að
framleiða þættina í Danmörku. Ekki varð þó af því,
RÚV hafði samband aftur og spurði hvort hægt
væri að framleiða þættina fyrir lítinn pening.
Gestur var til í slaginn.
Auk Bergs Þórs Ingólfssonar leika í þáttunum
Sveinn Þ. Geirsson, Þórhallur Sverrisson, Tinna
Hrafnsdóttir, Steinn Ármann Magnússon og
María Guðmundsdóttir.
KLOVN LEIKARAR GEFA GRÆNT LJÓS
Casper var hrifinn
Bergur Þór
Ingólfsson