Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 götuna. Ég hlakkaði svo til að fá hann til þeirra, hann var rosalega góður í hugarreikningi, afa fannst svo gaman að nafna sínum, kom með allskonar reikningsdæmi og hann gat oftast svarað rétt og var þó ekki mikið eldri en 7-8 ára gamall. Ég man að ég stóð gjörsamlega á gati og fannst hann svo stjarnfræðilega gáfaður. Kjartan var alveg æðislegur strákur, hörkudug- legur, sí brosandi, og sagði oftast aldrei nei og var bara æðislegur í alla staði. Hann reyndi að gera allt fyrir alla og ef hann gat það ekki reyndi hann að redda því. Það var heldur ekki hægt að hugsa sér betri vin, því hann var sko vinur vina sinna. Kjart- an átti líka sínar fyndnu hliðar. Hann var alltaf að flýta sér og það var algjör brandari að fylgjast með honum þeg- ar ég kom með honum heim til hans. Hann var að gera allt í einu, finna sokka, rista brauð, klæða sig í föt, þvo sér um hárið og allt einhvern veginn í einu, síðan var hann rokinn út, þegar maður var kominn smá frá húsinu þá fattar hann að hann gleymdi brauðinu og snýr við og sækir brauðið. Þetta lýsir Kjartani bara ansi vel. Ég er svo þakklát fyrir að hann og fjölskyldan hans fluttu til Grindavík- ur þegar hann var að byrja í 7. bekk og að hann kom í minn bekk og við fengum að fermast saman og bralla allan fjandann saman, því annars hefði ég aldrei fengið svona margar æðislegar minningar frá svo æðisleg- um strák. Ég gæti skrifað heila bók um þennan fallega, góða og hjarta- hlýja strák sem var svo vinmargur. Ég mun aldrei gleyma þér og ég vona og vil trúa því að þér hafi verið ætlað eitthvert risastórt og stórmerkilegt verkefni annars staðar, því ekki vil ég trúa að þú hafir verið tekinn frá okkur fyrir ekki neitt. En elsku frændi minn og góður vin- ur, ég á eftir að sakna þín endalaust, aldrei eftir að gleyma þér og þú munt lifa í hjarta mínu. Við munum hittast einhvertímann aftur, þá getum við tekið upp þráðinn þar sem hann end- aði. Þín frænka, Ingunn Halldórsdóttir. Elsku hjartans Kjartan minn. Að þú sért farinn frá okkur, svona snögg- lega og svo ungur, er erfitt að átta sig á og sætta sig við. Ég mun aldrei skilja né sætta mig við það að þú varst tekinn svona snemma frá okkur, við munum hittast aftur þegar minn tími kemur, þá átt þú eftir að passa uppá litlu frænku þína eins og þú hefur allt- af gert. Ég sakna þín svo sárt engill- inn minn, þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu, elsku gullið mitt. Ég er svo þakklát fyrir þær stundir sem við höfum eytt saman í gegnum ævina, þá er ég sérstaklega ánægð í hjartanu mínu fyrir þær stundir sem við eyddum saman í Noregi í sumar. Við gerðum fullt af hlutum saman á stuttum tíma, bara dýrmætar minn- ingar. Hulda Karen, Jóhann Gabríel og Sveinn Þór eru svo ung að þau gera sér ekki alveg fullkomlega grein fyrir þessu, að þú sért farinn frá okk- ur fyrir fullt og allt. Ég ætla að sjá fyrir því og vera dugleg að minnast á þig svo þau muni aldrei gleyma þér og þú munt lifa í hjörtum þeirra og minn- ingu að eilífu. Þau sakna þín líka eins og allir. Þú varst yndislegur, fallegur, hjálpsamur, barngóður, handlaginn, skemmtilegur og fyndinn, ég gæti endalaust haldið áfram, það var alltaf gaman að vera í kringum þig. Maður brosir í gegnum tárin þegar maður hugsar um fyndnar og yndislegar minningar frá þér, eitt af því dýrmæt- asta sem ég á. Minningin um þig lifir að eilífu, elsku hjartans Kjartan minn, ég sakna þín og ég elska þig að eilífu, yndislegastur. Þín, Auður Edda frænka. Elsku hjartans Kjartan minn. Ég elska þig af öllu mínu hjarta og mun ávallt gera það. Þú varst frábær maður sem alltaf hjálpaðir öðrum, varst alltaf jákvæður og passaðir uppá litlu frænku. Er þakklát fyrir allar þær góðu minningar sem við eig- um saman. Þú lifir í hjarta mínu. Elska þig, Kjartan minn. Thelma Rut, frænka. Ég man þegar ég kynntist Kjartani fyrst, hann var að flytja inn dótið á Ránargötuna í húsið við hliðina á mér og ég sá hann út um gluggann. Ég fór yfir til hans og endaði á því að eyða öllu kvöldinu hjá honum, það varð ekki aftur snúið frá því. Þetta var gott merki um það hversu auðvelt það var að kynnast honum. Nei var ekki til í hans orðaforða. Það var alveg sama hvað hann var beðinn um og af hverjum, hann hjálp- aði alltaf eða reyndi sitt besta til þess að hjálpa. Gott dæmi er ómetanlega aðstoðin sem hann veitti mér við að koma hjólinu í stand svo við gætum hjólað almennilega saman. Áhugi hans á vélum var ótrúlegur, alltaf með svarta putta. Eitt skipti vorum við búnir að plana það að fara hjóla daginn eftir en hjólið hans var bilað. Hann var ákveðinn í að koma því í gang sem leiddi til þess að hann hafði fyrir því að rífa hjólið þrisvar sinnum í sundur til að finna bilunina. En bilunin fannst ekki, svo hann ákvað að nota Google sem leiddi í ljós að það var einn lítill nemi sem olli bil- uninni, og hann hefði getað sparað sér fyrirhöfnina ef hann hefði bara fattað að gúgla strax, en samt fannst honum þetta ekkert leiðinlegt. Ég heimsótti Kjartan og Katrínu til Noregs fyrir mánuði síðan, og er þessi heimsókn mér mjög kær, við skemmtum okkur konunglega saman og var mikið hlegið og gamlir dagar rifjaðir upp. Hvíldu í friði, besti vinur minn, ég mun þér aldrei gleyma. Þinn vinur að eilífu, Þórarinn (Tóti). Elsku Kjartan, minn kæri vinur, ég, Júlía systir þín og Kata unnusta þín erum góðar vinkonur og í gegnum þær var ég svo heppin að fá að kynn- ast þér. Betri vin en þig var ekki hægt að hugsa sér, þú varst alltaf boðinn og búinn að gera allt fyrir alla. Við áttum margar góðar stundir saman á Ís- landi og eftir að við fluttum út til Nor- ges urðu þær enn fleiri. Ég man svo vel eftir þegar þú, Kata, Júlía, Pat- rekur og ég vorum uppá velli að flytja út með ótrúlegustu hluti í handfar- angri, svo sem millistykki, eldhús- áhöld og borðtölvu og við þurftum að taka þetta allt upp úr töskunum og það sem við gátum hlegið að þessu veseni eftir á. Ég get rifjað upp endalaust af góð- um minningum með þér, til dæmis þegar við vorum að leika okkur að skauta á Oslófirðinum, þegar þú skautaðir yfir svaka poll sem þú hélst að væri sléttur klaki og rennblotnaðir í lappirnar í 20 stiga frosti, og Júlía náði þessu öllu á myndbandsupptöku. Eða þegar þú dróst mig út að hjóla og lést mig hjóla 20 km og ég gat varla stigið í lappirnar þegar við komum heim en þér fannst þetta ekkert mál. Þú varst alltaf tilbúinn í allt og við skemmtum okkur alltaf frábærlega vel saman. Haustvindur napur næðir, og nístir mína kinn. Ég kveð þig, kæri vinur, kveðja í hinsta sinn. Ég man brosið bjarta, og blíðan svipinn þinn. Það er sárt að sakna, sorgmæddur hugurinn. (Sæbjörg María Vilmundsdóttir.) Hvíl í friði, elsku vinur. Ég sakna þín. Þín vinkona, Brynja. Í dag kveðjum við ástkæran vin okkar, hann Kjartan. Mikið er þetta óréttlátt, hjörtu okkar eru buguð og sorgin svo mikil en svo margar minn- ingar sem við eigum um þig tínast fram þegar við tölum um þig og þá sérstaklega við dóttur okkar, Mel- korku Katrínu, þegar hún skoðar myndirnar af ykkur saman í Noregs- ferðinni sem við fórum í ágúst og myndirnar sem Katrín hefur tekið af ykkur gegnum árin. Dýrmæt er sú ferð sem við mæðg- ur fórum með pabba og Þóri til ykkar í ágúst þar sem Melkorka var föst við þig nær allan tímann enda varst þú einstaklega barngóður og ljúfur drengur. Við bíðum enn eftir að vakna upp af þessari martröð sem fylgdi símtalinu þetta föstudagskvöld, lífið lék við ykk- ur Katrínu og þið spennt yfir að kom- ast loks aftur ein í íbúð, þú kominn með draumavinnuna og allt lífið fram- undan hjá ykkur. Öllum sem kynntust þér gegnum tíðina líkaði strax vel við þig og féllst þú inn í hópinn hvar sem þú fórst. Það eru ófáar minningar sem við eigum um þig í hjörtum okkar og frá uppá- tækjum þínum. Enda þurftir þú alltaf að bralla eitthvað eða að hafa eitthvað fyrir stafni, þú vildir öllum vel og varst alltaf tilbúinn fyrir þá sem þurftu á hjálp þinni að halda. Við minnumst Kjartans sem góðs drengs sem var léttur í lund og alltaf var stutt í glensið hjá honum. Hann var hvers manns hugljúfi og urðum við þess aðnjótandi þegar við kynnt- umst honum í gegnum Katrínu okkar fyrir um 5 árum síðan og var augljóst hvað þau elskuðu hvort annað heitt. Sá tími sem við þekktum Kjartan verður alltaf mjög kær í hjarta okkar. Elsku Kjartan, guð geymi þig í ljósinu. Okkur langar að kveðja ein- stakan dreng með þessu einstaka ljóði. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Það er erfitt að kveðja svona ungan dreng eins og Kjartan í blóma lífsins en við vitum að Guð tekur á móti hon- um með hlýju og ástúð. Melkorka okkar segir að þú sért fallegur og góður engill. Elsku Katrín, Elín, Bjössi, Svanbjörg, Sverrir, Júlía, Al- exander og aðrir aðstandendur, við sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hilmir Freyr, Svanhildur Jóna og Melkorka Katrín. Góður drengur er fallinn frá. Þegar Bessi hringdi í mig að morgni 30. októ- ber sl. og sagði mér frá því að Kjartan hefði látið lífið í skelfilegu slysi þá um nóttina, setti mig hljóðan. Ekki hafði ég þekkt Kjartan lengi, kynntist honum raunar ekki fyrr en ég fluttist til Noregs í vor. Kynni okkar voru þannig að ég ætlaði að kaupa mér bíl en lendi í vandræðum þar sem ég var ekki kominn með norska kenni- tölu. Seinna um daginn heyri ég í Bessa vini mínum og segi honum þá frá vandræðum mínum. Hringdu í Kjartan, segir Bessi en ég var nú ekki tilbúinn að fara að biðja ókunnan mann að aðstoða mig í þessu máli. Eftir 10 mínútur hringir Kjartan og segir það sé svo rólegt í vinnunni hjá honum, að hann rúlli bara á mig. Bíllinn var keyptur innan tveggja tíma, þökk sé Kjartani. Þessi hjálpsemi lýsir honum best. Upp úr þessu kynntumst við fjöl- skyldan Kjartani betur þegar hann og Kata komu í heimsóknir á Buaveien til Bessa og Guðrúnar. Alltaf var spennan jafn mikil hjá öllum þegar hann var að koma, þó mest hjá krökkunum enda var hann einstaklega barngóður og sungu þau Kjartan er að koma, Kjart- an er að koma. Kjartan var einstaklega góður maður og það finnast eflaust jafngóðir menn en ekki betri, það full- yrði ég. Kjartan er farinn en minning- in um góðan dreng lifir. Við sendum Kötu, Elínu, Bjössa og allri fjölskyldunni hans Kjartans okk- ar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðum tímum. Guðmundur Árnason og fjölskylda. Lífshlaup okkar er sannarlega óvíst og tekur stundum óvænta stefnu. Það er þyngra en tárum taki að minnast góðs starfsfélaga sem lést af slysförum fyrir stuttu. Daglega höldum við út í lífið og göngum til verka okkar án þess að leiða hugann að því að slys getur borið óvænt og fyrirvaralaust að höndum. Alltaf eru slysin sár en ekki hvað síst þegar ungt fólk á í hlut. Nú í haust, ekki alls fyrir löngu, kom ungur efnilegur maður til okkar hér í Noregi í leit að atvinnu. Hann hélt út í heim í leit að vinnu og æv- intýrum. Það er alltaf rúm fyrir góða menn og ekki þurfti meira til en stutt spjall og kaffibolla til að sjá að hér var á ferð gæðadrengur sem yrði góður liðsmaður í fyrirtækinu. Frá fyrsta degi í starfi sýndi og sannaði Kjartan með vinnu sinni og viðmóti, að fyr- irtækið hafði fundið réttan mann til þátttöku í starfi okkar og féll hann vel inn í hóp starfsfélaga. Það lýsir áhuga Kjartans vel að stundum var hann svo niðursokkinn í vinnu að það þurfti að benda honum á að vinnudegi væri lok- ið og kominn tími til að halda heim. Hann hafði allan metnað til þess að standa sig vel. Það kom að því að við starfsfélag- arnir ákváðum að gera okkur daga- mun í lok vinnuviku. Þannig gæfist gott tækifæri til að kynnast betur, treysta böndin og fara yfir viðfangs- efni fyrirtækisins. Við nýttum tímann vel, spjölluðum og skemmtum okkur þetta kvöld. Ræddum um vinnuna, Ameríkuferð þína og þú sagðir okkur frá Kötu. „Þið verðið að hitta hana, hún er svo frábær,“ sagðir þú um hana sem þú hældir á hvert reipi og barst auðsjáanlega mikið traust til og elskaðir heitt. Þú ákvaðst að fara tímanlega heim því þú varst búinn að taka að þér aukavinnu daginn eftir. Þú kvaddir með bros á vör, þakkaðir fyrir kvöldið og sagðir „sjáumst á mánudaginn“ og þér var skutlað á lestarstöðina. Örlög- in gripu hér inn í atburðarásina með þeim hætti að við vinnufélagar þínir munum seint ef nokkurn tímann gleyma. Hvern hefði órað fyrir þeim fréttum sem við fengum daginn eftir? Megi minningin um góðan dreng lifa, hún gerir það með okkur vinnu- félögunum. Við vottum unnustu, for- eldrum, systkinum, skyldmennum og vinum okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd starfsmanna Arctic Trucks, Eiríkur T. Magnússon. Kæri vinur. Það var mikið reiðars- lag þegar við fréttum að þú værir dá- inn. Þú varst einstakur drengur, svo ljúfur og góður. Við gleymum því aldrei þegar þú fluttir til Grindavíkur en þá vorum við í sjöunda bekk. Það var svo spennandi að fá nýjan skóla- félaga og þú féllst strax inn í hópinn okkar. Þú varst vinsæll og vinmargur enda einstaklega traustur vinur. Það var alltaf hægt að leita til þín því þú vildir allt fyrir okkur gera. Bílaáhug- inn fylgdi þér alla tíð og þegar við keyrðum framhjá Ránargötunni sáum við þig yfirleitt vera að brasa við bílana fyrir utan húsið þitt. Fyrir tæpu ári fluttir þú til Noregs og varst kominn með draumavinnu sem tengdist áhugamáli þínu. Það var ekki að ástæðulausu að við kölluðum þig Kjarra góða. Þú hafðir mikla út- geislun sem náði til allra sem voru í kringum þig. Brosið þitt lýsti langar leiðir og það á eftir að fylgja öllum sem þekktu þig. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta en trúum því að þér hafi verið ætlað annað hlutverk á öðr- um stað. Brosið þitt bjarta mun ylja okkur um ókomin ár. Hvíl í friði. Það hjarta er átti ástir og vonir bærist ei blundar og hinn eilífi Guð ætlar að gæta þess um aldir. Og einhvern tíma tygjumst við til ferðar bindum skóþvengi við skin fjarlægra ljósa. Vitum að lokinni vegferð verða endurfundir góðir (Guðjón Sveinsson) Fjölskyldu hans og unnustu vott- um við dýpstu samúð okkar og biðjum góðan Guð að styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Fyrir hönd árgangs 1987 í Grunn- skóla Grindavíkur, Valgerður Ágústsdóttir. Kristrún mín. Ég hef kviðið þess- ari kveðjustund, von- að að hún drægist á langinn með því að heilsan þín batnaði. Það var dálít- ið barnalegt og eigingjarnt vegna þess að þú varst þegar búin að glíma við hinn erfiða sjúkdóm, sykursýk- ina, í svo langan tíma og af svo mikl- um dugnaði, jákvæðni og æðruleysi að til annála má færa. Allir sem þekktu þig dáðust að því hvernig þér tókst með heilbrigðu lífi, hollu mataræði, glaðværð og andans reisn að lifa góðu lífi, alltaf glæsileg hvar sem þú fórst. Leiðir okkar hafa legið saman í Kristrún Bjarnadóttir ✝ Kristrún Bjarna-dóttir var fædd á Neðri-Arnórsstöðum á Barðaströnd 11. apríl 1925. Hún lést á Landspítalanum 4. nóvember 2010. Útför Kristrúnar verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag, 11. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 15. ríflega fjóra áratugi, eða allt frá því ég kom með honum Andrési þínum í heimsókn í Bröttukinn 13 að vor- lagi árið 1970. Þá var lítil stelpa á leið í heiminn, stelpa sem seinna var skírð Edda Kristrún og varð augasteinninn þinn og Sigvalda. Já, hún átti sannarlega hauka í horni þar sem þið vor- uð, amman og afinn. Ekkert var of gott fyrir hana. Þannig hefur það verið ætíð síðan og það er dýrmætt að eiga þessar minningar. Þú varst svo barngóð að til þess var tekið. Þú gleymdir heldur ekki að víkja ýmsu góðu að drengnum mínum, honum Jóni Óskari þegar hann kom til sög- unnar og Dagur Valgeir barnabarn- ið mitt og langömmubarnið þitt á margs að minnast af Skúlagötunni. Hann mun sakna þess í framtíðinni að geta ekki skroppið til ömmu Kristrúnar, en hann mun eiga í fal- legum sjóði minningar frá stundun- um saman með þér og mömmu sinni, svo og heimboðum með ættingjum og vinum sem þú varst svo dugleg að tengja saman. Þú skilur mikinn andans arf eftir þig, svo margt fyrir okkur sam- ferðafólkið að vinna úr. Þú fylgdist vel með þjóðlífinu og tókst á frábær- lega líflegan og skemmtilegan hátt þátt í umræðum um málefni líðandi stundar. Stjórnmál voru þér sérlega hugleikin. Það yrði enginn lýðræð- isbrestur með þjóðinni okkar ef allir væru jafn virkir í hugsun og þú. Ég vil minnast þín í gleði því það sæmir best. Minnist birtunnar þinn- ar, lífsorkunnar og baráttuviljans. Öll förum við héðan af jörðu þegar okkar tími kemur, en þangað til ætt- um við, í þínum anda, að taka þátt í þessu jarðlífi svona dálítið kotrosk- in, full af réttlætiskennd, dugleg, ósérhlífin, láta okkur þykja vænt um landið okkar, vera þjóðleg í hugsun, bera höfuðið hátt, líta á andstreymi sem verkefni til að vinna úr og leysa, – sem hluta af vegferð okkar í heimi hér. Vera eins og tréð sem aldrei bognar, en brotnar að lokum, í byln- um stóra seinast. Þakka þér fyrir samveruna og hvað þú varst góð fyrirmynd. Takk fyrir mig og fólkið mitt. Ragnheiður Þorgrímsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.