Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 ✝ María Sigurð-ardóttir fædd- ist í Reykjavík 24. nóvember 1926. Hún lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans við Hring- braut 30. október 2010. Foreldrar hennar voru Sig- urður Þorsteinsson frá Brúarhrauni í Hafnarfirði f. 5. september 1888, d. 1. nóvember 1966, og Sveinbjörg Hall- dóra Sumarlilja Marteinsdóttir frá Traðarkoti í Reykjavík, f. 12. maí 1894, d. 15. júlí 1963. Systkin Maríu eru Ólafur, f. 1921, d. 1987, Jarl, f. 1922, d. 2009, Marteinn Ágúst, f. 1923, d. 1999, Sigurður, f. 1924, d. 2008, Lilja Árna, f. 1928, og Þorsteinn, f. 1931. Hálf- systkini samfeðra eru Hilmar Haukur, f. 1937, d. 1972, Gylfi, f. 1942, og Kristín Guðrún, f. 1949. Hulda María, Aðalheiður og Ágúst Ingi. Hulda María á soninn Hrafn Inga. Konráð er kvæntur Bryndísi Hinriksdóttur, börn þeirra eru Unnur Ýr, María og Sigurður Örn. Unnur Ýr er gift Haraldi Þór Hammer Haralds- syni þeirra börn eru Ingimar Örn Hammer og Þórdís Ólöf Ham- mer. María er í sambúð með Frey Guðmundssyni. María ólst upp á Freyjugötu í Reykjavík. Vegna veikinda móð- ur dvaldist hún um tíma að Búr- felli í Grímsnesi. Hún vann ýmis störf,meðal annars í málning- arverksmiðjunni Hörpu, en fór síðan á Húsmæðraskólann á Laugarvatni. Þá tóku við hefð- bundin húsmóðurstörf þess tíma. Þegar synirnir voru vaxnir úr grasi fór hún aftur út á vinnu- markaðinn og starfaði um árabil á Fjölritunarstofu Daníels Hall- dórssonar. Hún var stofnfélagi í Urtum sem hafa stutt skátafélag- ið Kópa og Hjálparsveit skáta í Kópavogi í yfir fjörutíu ár. Útför Maríu verður gerð frá Grensásirkju í dag, 11. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 15 Hinn 5. janúar 1952 giftist María Konráði Ó. Krist- inssyni, f. í Reykja- vík 1. júlí 1920. For- eldrar hans voru hjónin Kristinn Halldórsson, f. 25. júlí 1894, d. 22. ágúst 1982, og Mar- grét Þórdís Víg- lundsdóttir, f. 28. febrúar 1897, d. 4. júlí 1982. Börn Maríu og Konráðs eru 1) Sigurður, 2) Halldór, og 3) Konráð. Sigurður er kvæntur Kristínu Jóhönnu Harðardóttur, synir þeirra eru Hörður og Atli Þór. Hörður er í sambúð með Öddu Jakobsdóttur, synir hans eru Róbert Andri og Alexander. Atli Þór er í sambúð með Lindu Björk Kjartansdóttur, dóttir hennar er Elísa Margrét. Halldór er kvæntur Þóru Þór- hallsdóttur, börn þeirra eru Mig langar til að minnast tengda- móður minnar Maríu eða Mæju eins og hún var ávallt kölluð. Mæja var einstaklega hjálpsöm og vildi öllum vel. Það sem er mér efst í huga þegar ég hugsa til hennar er gleði, bros- mildi, jákvæðni og yndisleg útgeisl- un. Þeir eru ófáir sunnudagarnir sem við fengum að njóta gestrisni hennar og tengdapabba. Ilmur af hjóna- bandssælu, döðlubrauði eða öðru meðlæti var fastur liður er við mætt- um til þeirra hjóna. Öll fjölskyldan ásamt fjölda annarra naut góðs af prjónaskap hennar og hlýjunnar sem fylgdu hosunum og vettlingunum frá henni. Ég vil þakka henni Mæju minni fyrir yndisleg ár og megi minning hennar lifa. Þóra. Elsku amma, þú varst tekin í burtu frá mér svo óvænt, þú sem varst alltaf svo heilsuhraust, aðeins farin að finna til í fótunum, en það batt enda á líf þitt. Þú sem fórst á spítalann til að láta þér batna því þú varst svo viss um að þú færir heim aftur og fyrsta verkið þitt átti að vera að prjóna vettlinga handa Hrafni Inga og Ingimari Erni. En þú kom- ast ekki heim aftur. Ég hef átt mjög erfitt með að sætta mig við brottför þína og ég er viss um að einhverjir hinum megin hafi þurft á þér að halda, einhverjir sem sárvantar vett- linga og hosur frá þér. Nú er ekki lengur hægt að fá hlýju flottu vett- lingana þína né hosurnar, kannski ég setjist niður og reyni að læra prjóna eins og þú án þess að lykkja detti nið- ur eða bæti við þremur aukalykkjum, ég er viss um að þú hlærð dátt að klaufaskap mínum en ánægð með að ég skuli vilja feta í þín fótspor. Elsku amma mín, ég á alltaf eftir að sakna þín rosalega mikið, þú tókst alltaf svo vel á móti mér og Hrafni Inga, ávallt tilbúin með mjólk og kex sem við gátum nartað í meðan við áttum notalegt og gott spjall. Hvíldu í friði. Hulda María. Þegar maður eldist kemur það betur í ljós að lífið er kaflaskipt, nú er komið að þeim kafla í lífi mínu og minnar fjölskyldu að kveðja systur mína Maríu sem ávallt var kölluð Mæja af okkur. Við ólumst upp sam- an á Freyjugötu stór hópur systkina þar til móðir okkar veiktist til margra ára. Mæja var þá 8 ára göm- ul og eflaust hefur sú reynsla verið henni erfið. Hópurinn tvístraðist og fór hún að Búrfelli í Grímsnesi og dvaldist þar um tíma. Árin líða víð ýmis störf og nám við Húsmæðraskólann á Laugarvatni. Þá kemur að þeim kafla að hún kynn- ist Konráð og þau byrja búskap í bíl- skúr við hús foreldra hans. Konni á sjónum að afla fjár en hún að hugsa um börn, en vistin er ekki góð í skúrnum, raki og oft kalt. Lífið heldur áfram, þau koma sér upp íbúð í Kópavogi og síðan ein- býlishúsi og Konni farinn að vinna hjá Mjólkursamsölunni. Síðustu árin bjuggu þau í Hvassaleiti. Með okkur Mæju og Konna var mikill og góður vinskapur, sem aldrei bar skugga á og við áttum margar stundir saman. Á þessum árum þótti svo sjálfsagt að hjálpa hvert öðru, hvort heldur það var stórafmæli, ferming, brúðkaup eða veikindi, allt- af var Mæja fyrsta manneskjan til hjálpar og fyrir það allt erum við fjöl- skyldan ævinlega þakklát. Hún var traustur og góður vinur minnar fjöl- skyldu, sem við kveðjum nú með söknuði um leið og við biðjum hann sem öllu ræður að styrkja og styðja Konna og hans fjölskyldu um ókomin ár. Blessuð sé minning hennar. Sofðu, ljúfa, sól til viðar hnígur, svefn og draumar friða hjartans þrá. Meðan húmið hljótt á jörðu sígur, hvítur engill loki þinni brá. (Þ.H.J.) Þorsteinn (Steini), Erla og fjölskylda. Góð vinkona er kvödd. María Sigurðardóttir eða Maja eins og hún var ævinlega kölluð. Maja var ein af átta ungum stúlk- um sem stofnuðu saumaklúbb árið 1940, og þessi klúbbur er enn virkur, en vegna andláts Maju nú erum við aðeins fjórar eftir, en áður hafa þrjár okkar kvatt þennan heim. Klúbbur- inn hefur starfað samfleytt frá haust- inu 1940, til dagsins í dag eða í full 70 ár. Gaman var að hittast í klúbbi, með handavinnu á meðan margt var skrafað og ýmsar skoðanir látnar í ljós, ekki allar sammála, en allar ánægðar eftir góðan kaffisopa og góðar kökur. Þá kvað stundum við, hvar verður klúbbur næst? Svo var það ákveðið. Maja var dagfarsprúð í allri fram- komu og lét ekki erjur eða annan ágreining hafa áhrif á sig. Maju var mjög annt um fjölskyldu sína og bar hag hennar fyrir brjósti, það duldist engum sem kynntust Maju vel. Á seinni árum var handavinna hennar aðallega að prjóna sokka og vettlinga á barnabörnin og aðra, þar réði smekkvísi og fallegt handbragð. Maja stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Laugarvatni. Skólasysturnar héldu sambandi alla tíð og gerðu ýmislegt skemmtilegt saman, þegar færi gafst. Maja naut þess að hitta þær og rifja upp gömlu árin. Maja var í hópi kvenna sem köll- uðu sig Urturnar þar sem þær voru í Kópavogi, konurnar í þessum fé- lagsskap studdu unga syni sína sem voru í skátunum og voru þær því oft kallaðar skátamömmur. Urturnar héldu áfram að hittast reglulega og Maja naut þess að vera í þessum góða félagsskap, enda var hún mikil félagsvera. Maja og fjölskylda höfðu gaman af að ferðast, hér áður fyrr, um landið okkar, en seinna var farið til útlanda, til Bandaríkjanna, að heimsækja ættingja og vini, þar fengu þau tæki- færi til þess að skoða sig um og sjá fallega og þekkta staði. Við vottum Konna, eiginmanni Maju og fjölskyldum, samúð okkar og þökkum Maju samfylgdina. Það var kvöld eitt mér heyrðist hálfvegis barið. Ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið. Ég kallaði fram en kvöldgolan veitti mér svarið. Hér kvaddi lífið sér dyra, en nú er það farið. (Jón Helgason) Fyrir hönd saumaklúbbsins, Sigrún Einarsdóttir. María Sigurðardóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma mín. Þú hugsaðir alltaf svo vel um okkur. Þú varst svo þakklát, „Heiða mín við erum svo heppnar,“ sagðirðu þegar þú talaðir um fjölskyldu okkar, ég er líka þakklát. Þú spurðir allt- af reglulega hvort mig væri ekki farið að vanta hosur eða vettlinga. Mér var aldrei kalt því ég átti hlýjustu ömmu í heimi. Ég sakna þín. Aðalheiður (Heiða). Takk fyrir að vera svona góð við mig og prjóna handa mér vettlinga og hosur sem hafa haldið mér heitum. Takk fyrir að gefa mér alltaf svo mikið af kex og mjólk. Bless, elsku Mæja langamma. Hrafn Ingi. ✝ Magnfríður JónaJúlíusdóttir fædd- ist í Reykjavík 2. október 1924. Hún andaðist að heimili sínu, Hrauntungu 1, Kópavogi, 21. október 2010. Foreldrar hennar voru Emanúel Július Bjarnason húsasmið- ur, f. 7. júlí 1886, d. 19. nóvember 1969, og Jóhanna Jóhann- esdóttir, f. 18. desem- ber 1889, d. 20. jan- úar 1949. Systkini Magnfríðar eru Júlíana Laufey, f. 3. nóvember 1913, d. 6. janúar 1986, Katrín f. 12. október 1915, d. 13. október 1997, Unnur f. 17. september 1917, d. 7. tvo syni, sem Jónas gekk í föð- urstað. 1) Jóhannes, f. 26. apríl 1942, og 2) Örn, f. 6. janúar 1944. 3) Sölvi, f. 22. júlí 1946, eiginkona hans er Jóhanna Hrefna Baldvins- dóttir. 4) Stefanía, f. 21. september 1947, á hún einn son, Sebastían, hans kona er Kristín Sigursteins- dóttir. 5) Kristján Maríus, f. 27. október 1950 og á hann eina dóttur, Magnfríði Jónu. 6) Jóhanna, f. 26. mars 1955, eiginmaður hennar Ósk- ar Konráðsson, eiga þau þrjú börn, Jóhönnu Marín, hennar maður Vignir Már Sigurjónsson, Konráð Jónas, Albert Sölvi. 7) Kristín Mar- grét f. 15. október 1956, eig- inmaður hennar Frímann Lúðvíks- son, þeirra börn Alexandra Jóna, Jónas Frímann, hans kona Eyrún Sigurjónsdóttir, Lúðvík. Á Magn- fríður eitt langömmubarn, Daníel Sebastíansson. Magnfríður og Jónas voru með fyrstu íbúum Kópavogs og bjuggu þar allan sinn búskap. Útför Magnfríðar fór fram í kyrrþey. mars 2003, Júlíus f. 20. mars 1920, Bjarni f. 19. febrúar 1923, d. 27. mars 1924, Bjarni f. 15. nóvember 1925. Árið 1946 giftist Magnfríður Jónasi Kristjánsyni Sölva- syni kennara og verk- stjóra frá Sauð- árkróki, f. 21. nóvember 1917, d. 26. júlí 1975. Foreldrar hans voru Sölvi Jóns- son járnsmiður, f. 24. ágúst 1879, d. 10. október 1944 og Stefanía Marín Ferdinandsdóttir, f. 7. nóvember 1875, d. 12.ágúst 1962. Magnfríður og Jónas eignuðust fimm börn en fyrir átti Magnfríður Mamma, elsku mamma, man ég augun þín. Í þeim las ég alla, elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd. Bar hún mig og benti, björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt. Gengu hlýir geislar, gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, mér í huga skín. Bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best. Hjartað blíða, heita, hjarta er ég sakna mest. (Sumarliði Halldórsson) Þín dóttir, Jóhanna. Elsku móðir mín. Það húmar og haustar að hjarta mínu við þá stað- reynd að þú skulir farin. Miðað við þann böggul sem þú fékkst í lífinu og hversu hetjulega þú stóðst þig til síðasta dags er ekki hægt að skrifa um þig í fáeinum línum, það yrði að vera í þykku bókarformi. Því læt ég duga að þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og kenndir. Ég kveð þig ljúfust með þökk fyrir öll þín spor, gjafmildina, hugrekkið, glaðværðina og visku þína. Þú ert mér ógleym- anleg fyrir hetjuhug en líka lítillæti. Þú auðgaðir alla er höfðu af þér kynni. Sorgin hart mig sviptir ró, sinnið margt fær stungið. Ég má ei kvarta, en mér finnst þó mitt nær hjarta sprungið. (Hólmfríður Bjarnadóttir) Þín dóttir, Stefanía Jónasdóttir. Elsku mamma. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín dóttir, Kristín. „Hver á nú að blessa blóm og tré og bera fuglum gjafir út á hjarnið.“ Þessar línur úr ljóði Davíðs Stef- ánssonar sóttu á hugann eftir að ég frétti lát sómakonunnar og alþýðu- hetjunnar Magnfríðar Jónu Júl- íusdóttur. Ég kynntist Magnfríði eftir að ég fór að vinna með eldra fólki í Kópavogi. Oft hef ég dáðst að þessari sterku konu sem var alltaf boðin og búin til að rétta þeim sem minna máttu sín hjálparhönd. Alltaf tilbúin að veita þeim sem lítið áttu, af sinni auðlegð sem einhverjum hefði ekki þótt til skiptanna. Ég kall- aði hana stundum Litlu-Féló. Þá kímdi hún, skotraði augunum ákveð- in, eins og hún var reyndar jafnan, í átt til mín og spurði: „Af hverju litla?“ og svo hlógum við báðar. Magnfríður annaðist börn sín af kotsgæfni og veitti þeim það besta uppeldi sem hún hafði getu og vit til. Oft hef ég dáðst að því hversu vel henni tókst að kenna þeim að virða siðareglur samfélagsins. Hér var ekki ætlunin að vera með langt mál heldur aðeins þakka Magnfríði samfylgdina. Af kynnum við slíka persónu er mikið hægt að læra. Hennar vegna gleðst ég yfir að vistaskiptin urðu henni hljóðlát og hún fékk sína ósk uppfyllta að fá að sofna í rúminu sínu heima. Börnum hennar og öðrum syrgj- endum votta ég mína dýpstu samúð. Guð gefi að vistaskiptin verði henni bærileg og börnum hennar einnig. Blessuð sé minning Magnfríðar Jónu Júlíusdóttur. Sigurbjörg Björgvinsdóttir. „Það á sko ekki að halda neina ræðu yfir mér. Þeir þekktu mig sem þekktu mig og hinum kem ég bara ekkert við.“ Þessa setningu heyrðum við hana ömmu okkar segja frá því við mun- um eftir okkur. Þess vegna ætlum við með örfáum og fátæklegum orð- um að fá að þakka þér, elskan okkar, fyrir okkar samfylgd. Þakka þér, elsku hjartans amma mín; fyrir öll þau skipti sem þú söngst okkur í svefn; fyrir allar þín- ar sögur af álfum, tröllum og hröfn- um; fyrir allar ferðirnar sem við fengum að fara með þér; fyrir öll skiptin sem við fengum að gista hjá þér; fyrir allar morgunferðirnar í Kron; fyrir leikhúsferðirnar; fyrir pönnukökukennsluna; fyrir allan þinn dásamlega góða mat og kökur; fyrir Dúralúra í kassa; fyrir að eiga alltaf til það sem okkur þótti svo gott; fyrir laufabrauðsbaksturinn; fyrir ólsen ólsen; fyrir allar okkar samræður; fyrir þína ómetanlegu lífssýn; fyrir allar þínar strokur um vanga og koll; fyrir allan þinn hlátur og gleði; fyrir allan þinn styrk og festu; fyrir alla þína ástúð og elsku. Lífið verður svo tómlegt á þín, mín kæra, og við söknum þín svo óendanlega mikið en við munum hittast síðar. „Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í …“ (H.P.) Þín Jóhanna (Hanna), Konráð (Konni) og Albert. Magnfríður Jóna Júlíusdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.