Morgunblaðið - 11.11.2010, Page 40

Morgunblaðið - 11.11.2010, Page 40
Reuters Sjóaður De Niro hefur túlkað eftirminnilegar persónur. Hinn margreyndi, bandaríski kvikmyndaleikari Robert De Niro mun fá verðlaun kennd við Cecil B. DeMille fyrir ævi- starf sitt á næstu Golden Globe verðlaunum en þau verða afhent 16. janúar á næsta ári. De Niro er orðinn 67 ára og á að baki 81 kvik- mynd, skv. kvikmyndavefnum Internet Movie Database. Kollegi hans Kevin Spacey til- kynnti verðlaunin í vikunni og sagði De Niro meðal stórkost- legustu leikara allra tíma. Meðal þeirra sem hafa hlotið Cecil B. DeMille verðlaunin eru Al Pacino og leikstjór- arnir Martin Scorsese og Ste- ven Spielberg. Spacey sagði De Niro öðrum leikurum fyr- irmynd, hann hefði á ferli sín- um verið óhræddur við að um- breyta sér, bæði líkamlega og andlega. Verðlaunin hlýtur De Niro ekki aðeins fyrir leik heldur einnig leikstjórn og kvikmyndaframleiðslu. Kynn- ir á Golden Globe verður Ricky Gervais. DeNiro heiðraður á Golden Globe Erfiður Rubik-kubburinn er býsna erfið þraut að leysa. Kvikmyndavefurinn Em- pire segir frá því að hugs- anlega verði gerð kvikmynd um Rubik-kubbinn. Kubb þennan ættu margir að kannast við, afar erfið þraut sem felst í því að ná einum lit á allar hliðar kubbsins. Kubbinn bjó Erno nokkur Rubik til, ungversk- ur skúlptúristi og prófessor í byggingarlist árið 1974. Þetta virðist í fyrstu ekki krassandi efni í bíómynd en það þótti ekki heldur stofn- un samskiptasíðunnar Fa- cebook en þó varð úr marg- lofuð kvikmynd. Empire bendir á að kubb- urinn hafi komið við sögu í mörgum kvikmyndum, þó hann hafi ekki beinlínis ver- ið aðalumfjöllunarefnið. Má þar nefna Dude, Where’s My Car? og The Pursuit of Happiness, WALL-E og Duplicity. Og ekki þykir ólíklegt að Hollywood- stjarna leiki í myndinni um kubbinn góða. Kvikmynd um Rubik-kubbinn? 40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 BRUCE WILLIS, MORGAN FREEMAN, JOHN MALKOVICH OG HELEN MIRREN ERU STÓRKOSTLEG Í ÞESSARI ÓTRÚLEGA SKEMMTILEGU GRÍN HASARMYND HHHH - HOLLYWOOD REPORTER HHHH - MOVIELINE HHHH - NEW YORK POST BRÁÐSKEMMTILEG ÞRÍVÍDDAR TEIKNI- MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI „SPRENG- HLÆGILEG... FYNDNASTA MYND SÍÐAN THE HANGOVER“ - JONATHAN HEAF – GQ „DREPFYNDINN“ - TOTAL FILM GÓI JÓHANNES HAUKUR BESTA SKEMMTUNIN DUEDATE kl.5:50-8-10:20 10 ÓRÓI kl.8 -10:20 10 DUEDATE kl.8 -10:20 VIP THETOWN kl.8 16 RED kl.8 -10:30 12 THETOWN kl.5:30 VIP ÆVINTÝRISAMMA-3D m. ísl. tali kl.63D L FURRYVENGEANCE kl.6 L LETMEIN kl.8 -10:30 16 DINNERFORSCHMUCKS kl.10:30 7 KONUNGSRÍKIUGLANNA-3D kl.5:503D m. ísl. tali 7 ALGJÖRSVEPPIOG... kl.6 L / ÁLFABAKKA ÆVINTÝRI SAMMA - 3D ísl. tal kl. 3:553D - 6:153D L DUE DATE kl. 4 - 5:45 - 8 - 8:20 - 10:15 10 RED kl. 3:45 - 6 - 8:05 - 10:30 12 KONUNGSRÍKI UGLANNA - 3D ísl. tal kl. 43D 7 ÓRÓI kl. 8 7 THE SWITCH kl. 6 - 10:20 10 LET ME IN kl. 10:40 L / EGILSHÖLL DUE DATE kl. 8 - 10:20 10 SOCIAL NETWORK kl. 8 7 THE AMERICAN kl. 10:20 L / KEFLAVÍK ROBERT DOWNEY JR. OG ZACH GALIFIANAKIS EIGA EFTIR AÐ FÁ ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI FRÁ TODD PHILIPS, LEIKSTJÓRA THE HANGOVER SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Söngvakeppni Sjónvarpsins hefst laugardaginn 15. janúar 2011. Aug- lýst var eftir lögum í keppnina og bárust alls 174 lög. Valnefnd valdi fimmtán lög og eru þar ýmsir þekkt- ir menn einsog Jógvan Hansen, Ingvi Þór Kormáksson (smásagna- höfundur) og Orri Harðarson. En við spjölluðum við nokkra þeirra. Pétur Örn Guðmundsson Pétur Örn er einn lagahöfunda í keppninni í ár. Pétur Örn hefur ver- ið lengi í tónlistarbransanum. Hann var hér á árum áður mikið í söng- leikjum en stofnaði hljómsveitina Buff ásamt félögum sínum árið 1999. Einna þekktastur er hann fyrir að hafa verið með í Dúndurfréttum sem hafa haldið marga dúndurtónleika, meðal annars með Sinfóníunni árið 2007. En Evróvisjón þekkir hann vel, því hann hefur sungið bakradd- irnar í sigurlaginu í fjögur skipti á síðustu tíu árum. En þetta er í fyrsta skiptið sem hann er með sitt eigið lag í keppninni. „Mig hefur lengi langað til að senda lög í keppnina en það hefur ekki orðið af því fyrr en núna,“ segir Pétur Örn. „Ég sendi þessi tvö lög inn í einhverju bríaríi núna. Annars veit ég ekkert hvaða orð þetta bríarí er, fyndið að maður skuli nota það?“ Aðspurður hvort hann sé með vinningslagið í ár segir hann að hann sé ánægður með lögin sem hann sendi inn. „En maður veit aldrei hvernig þetta fer, en það er gaman að af þessum 170 lögum sem voru send inn, hafi bæði lögin mín komist í 15 laga úrtakið,“ segir Pét- ur Örn. Sigurjón Brink Sigurjón var í fyrra með lagið Waterslide sem fór í úrslitaþáttinn. Hann hefur starfað í tónlistarbrans- anum allt sitt líf. Sigurjón byrjaði í hljómsveitinni In bloom ungur að ár- um og var síðan í Bítlaprógramminu með Jóhannesi Ásbjörnssyni eða Jóa á Hamborgarafabrikkunni. Að- spurður hvað hafi komið til að hann ákvað að taka þátt segir hann að konan hans, Þórunn Erla Clausen, hafi sagt honum að drulla sér inn í skúr og semja eitthvað. „Við gerðum þetta bara á síðustu stundu, ég þarna að semja lagið inni í bílskúr og hún inni í eldhúsi að semja textann. Svo náðum við að koma þessu inn bara korteri fyrir lokun,“ segir Sig- urjón. Spurður hvort þetta sé týp- ískt Evróvisjón-lag hjá honum segir hann að það sé ekki til neitt lengur sem heiti týpískt Evróvisjón-lag. „Lögin sem hafa verið að vinna und- anfarin ár eru ekki í neinum einum anda. Ég hef aldrei sett mig í neinar stellingar þegar ég er að semja, ég leyfi þessu bara að koma eins og þetta kemur. En ég held að lagið henti keppninni, ef ég ætti að lýsa því þá myndi ég kalla það pínu kántrí-skotið, hresst og skemmtilegt lag. En svo getur það breyst núna á næstunni þegar maður sest niður og vinnur lagið. Það er skemmtilegt tímabil framundan. Janúar er yf- irleitt frekar dauður tími fyrir tón- listarmenn þannig að það er gott að hafa eitthvað fyrir stafni á þeim tíma. Allir eiga einhverskonar ástar- haturs-samband við Evróvisjón- keppnina. Jafnvel þeir sem þola hana ekki horfa á hana og hafa skoð- un á henni,“ segir Sigurjón. Tómas Hermannsson Tómas lagahöfundur er þekktari sem útgefandi en hann á bókaútgáf- una Sögur sem hefur ofan á útgáfu þekktra höfunda gefið út hljóm- sveitir einsog Mannakorn, Ívar Bjarklind og Jón Ólafsson. „Ég hef samt fimm sinnum áður átt lag í keppninni,“ segir Tómas. „En ég geri nú meira af því að gefa út tónlist en að semja hana. Þetta er meira hobbý hjá mér. Mér finnst þetta rosalega gaman og held alltaf stór Evróvisjón-partí. En í þetta sinn náði ég að draga snillinginn Orra Harðarson í að hjálpa mér í að klára þetta lag. Lag- ið er búið að hljóma í huga mér í mörg ár. Orri útsetti það og kláraði það. En hann gerði svo mikið fyrir lagið að mér fannst ótækt að hann væri ekki nefndur meðhöfundur. Varðandi framhaldið þá erum við núna búnir að fá Rakel Mjöll Leifs- dóttur til liðs við okkur en hún er í hljómsveit sem heitir Útidúr. Hún ætlar að syngja með okkur lagið. Við erum í góðum fíling og ætlum að halda frábært Evróvisjón-partí og svo kemur bara í ljós hvort aðrir fíla lagið. Evróvisjón er bara leikur, skemmtilegasti leikur sem til er þar sem öll fjölskyldan kemur saman til að kjósa besta lagið. Þetta er frábær veisla,“ segir Tómas. Morgunblaðið/Eggert Búið að velja 15 bestu lögin í söngvakeppnina  Í janúar hefst Eurovision veislan Pétur Örn Guðmundsson Sigurjón Brink Euroveisla Páll Óskar er okkar þekktasta Eurovision hetja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.