Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 Öllu lokið, mamma. Slokknað ævi þinnar ljós. Hjúfrar sig að barmi þínum hvít og friðsæl rós. Lémagna sú hönd, er þerrði ljúfast vota kinn. – Drjúpi hljótt og rótt mín tár við dánarbeðinn þinn. Blessuð sé hver tíð, er leið á braut í fylgd með þér, vongleðin og ástúð þín, sem vakti yfir mér. – Bið eg þess af hjarta nú á bljúgri kveðjustund, að bænir þínar leiði þig sem barn á guðs þíns fund. (Kristinn Reyr) Elsku mamma. Það er með söknuði og sting í hjarta sem ég skrifa þessi kveðjuorð. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og mína þegar við þurftum á hjálp og stuðningi að halda. Ég man sérstaklega eftir þegar ég ákvað með félaga mínum að stofna mitt eigið fyr- irtæki. Þú varst fljót að segja við mig að skella mér í slaginn, þótt ég hafi vitað að þú varst innst inni ekki viss um að ég gæti staðið í þessu eftir alla mína hrakninga fyrir þá ákvörðun. Þú stóðst alltaf við bakið á mér og systur minni, alveg sama hve miklu hugar- angri og erfiðleikum við lentum í og hve mikil vandræði við komum þér í. Helena Gerða Óskarsdóttir ✝ Helena GerðaÓskarsdóttir fæddist í Ólafsvík 7. júlí 1956. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítala við Hringbraut 16. október síðastlið- inn. Útför Helenu Gerðu fór fram frá Hafnarfjarðar- kirkju 22. október 2010. Það var sérstaklega nú á seinni tímum að ég fór að gera mér grein fyrir hve erfiður ég var við þig á mínum yngri árum, samt gafstu aldrei upp á mér. Þú stóðst alltaf með mér og varst til staðar; sama hve erfitt það var fyrir þig að hjálpa til, þá reyndirðu allt sem þú gast til að láta mér líða vel. Ég man þegar ég til- kynnti þér að ég ætti von á mínu fyrsta barni, þá ljómaðir þú af gleði, bæði fyrir mína hönd en einnig fyrir sjálfa þig að fá fleiri barnabörn í hóp- inn. Það sama var upp á teningnum þegar ég tilkynnti þér um hin tvö barnabörnin. Þú dýrkaðir öll barnabörnin eins og þau elskuðu þig. Alltaf þegar maður minntist á að við færum að fara til ömmu Helenu var öskrað „jááá, við erum að fara til ömmu Helenu!“ Það er mikil synd að þau eigi ekki eftir að eiga með þér fleiri stundir. Ég mun halda minningu þinni í huga barnanna minna þar sem þau elskuðu þig af öllu hjarta. Sárast finnst mér að Unnar eigi aldrei eftir að kynnast þér betur þar sem hann er enn svo ungur. Hann hefur samt minningu þína alltaf hjá sér í nýjustu afmælisgjöfinni sem þú gafst honum í síðasta afmæli. Sú gjöf er hans uppáhaldsbangsi, hann er með hann alls staðar og hann víkur varla frá honum. Þegar þú kynntist Helga fannst mér eins og þú hefðir fengið tækifæri til að verða hamingjusöm aftur og síð- ar kom svo í ljós að það var rétt. Þú blómstraðir á þeim tíma og maður virkilega fann hve hamingjusöm þú varst orðin. Nokkrum árum seinna eignuðust þið Sæbjörgu sem þú sást svo ekki sólina fyrir. Þú gast aldrei hætt að tala um hana og segja okkur hve klár hún væri orðin. Hafðu ekki áhyggjur af henni mamma mín, hún mun ætíð hafa okkur stóru systkinin og Helga til að líta eftir sér. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar allra. Kveðja, þinn sonur, Kristinn (Kiddi). Elsku Helena. Það er á tímum sem þessum sem það er erfitt að skilja til- ganginn í hlutunum. Það er erfitt að skilja að þú sért farin og það er svo sárt að þurfa að kveðja þig svona allt- of snemma. Ég á ekki til nógu stór orð til að lýsa öllum þessum tilfinningum sem hlaupa um í mér núna. Hver hefði haldið það þegar við hittumst um þarsíðustu helgi, að það væri í síð- asta sinn? Mikið er ég þakklát fyrir þá stund núna. Líka fyrir stundina sem við áttum saman þegar við héldum upp á afmælið hans Unnars í lok sept- ember. Hann Unnar Freyr hefur ekki sleppt Bubba-bangsanum sem þú gafst honum í afmælisgjöf síðan hann fékk hann. Hann fer með honum út um allt og mér þykir ofsalega vænt um það. Hann er alltof ungur til að skilja allt saman núna, en hann mun alltaf hafa hlut af þér með sér á með- an hann hefur Bubbann sinn. Þú varst yndisleg kona. Gestrisin, hlý og elsku- leg. Ég man okkar fyrstu kynni, en það var á sjálfan aðfangadag þegar við Kiddi vorum fyrst að slá okkur saman. Þú bauðst okkur að halda jólin með ykkur án þess að hafa nokkurn tímann hitt mig og tókst svo á móti mér með opnum örmum. Ég var strax orðin partur af fjölskyldunni, og fjöl- skyldan var þér allt. Þú elskaðir börn- in þín og sást ekki sólina fyrir barna- börnunum. Þú gast endalaust montað þig yfir þeim og þau gátu alltaf stólað á þig. Ég syrgi það að synir mínir fá ekki að kynnast þér eins og þau eldri, en ég mun gera mitt besta til að halda minningu þinni lifandi hjá þeim. Þú helgaðir líf þitt fjölskyldunni og varst límið sem hélst öllu saman. Þú studdir við börnin þín með öllu hjarta, vildir öllum vel og varst alltaf tilbúin að rétta fram hjálparhönd ef einhver þurfti. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Elsku tengdamamma, það er með mikilli sorg sem ég kveð þig í dag. Ég syrgi það hvernig þú varst tekin frá okkur og ég syrgi allar þær stundir sem við áttum eftir. En eitt máttu vita, við erum ætíð hjá þér eins og þú hjá okkur, hvar og hvenær sem er. Minning þín er ljós í lífi okkar. Litla vina, lífið kallar, leiðir okkar skilja í dag. Góðar vættir vaki allar, verndi og blessi æ þinn hag. (Höf. ókunnur) Kveðja, þín tengdadóttir, Svava Guðbjörg. Elsku Helena. Ég trúi því varla að ég sé að kveðja þig. Bara nokkrir dag- ar síðan ég kom í heimsókn til þín síð- ast og prófaði nýja Lazyboy-sófann þinn sem þú varst svo ánægð með. Ég kom inn á heimilið þitt fyrst þegar ég var um 10 ára gömul, þú hafðir verið að passa Björgu fyrir mömmu og pabba og ég kom með að sækja hana. Þá kynntist ég Evu og við urðum vinkonur fyrir lífstíð. Eftir þetta var ég eins og grár köttur inni á heimilinu þínu enda leið mér alltaf svo vel hjá ykkur. Mínar kærustu minn- ingar eru frá Hringbrautinni þar sem við sátum stundum og spiluðum langt fram á nótt og drukkum kók úr gleri. Hjá þér lærði ég að bakaðar baunir og rauðkál passa með nánast öllum mat. Skemmtilegast fannst okkur Evu þegar við fengum að leika okkur í föt- unum þínum og setja á okkur skart- gripina þína, ég þekkti engan sem átti eins mikið af hálsfestum og nælum og þú. Svo málaðir þú okkur Evu að sjálfsögðu með bleikum varalit, bláum augnblýanti og skærbláum maskara og við hlustuðum á Stjórnina og Whitney Houston. Ekki var maður nú alltaf sammála þér en þú varst afar skoðanasterk og skiptir helst ekki um skoðun. En mað- ur vissi það bara að svona væri Hel- ena og ekkert við því að gera. Alltaf var samt gott að koma til þín og þú gerðir alltaf vel við gestina þína. Þegar ég settist niður til að skrifa þetta þá voru nokkrir hlutir sem skaut upp í kollinum á mér, eins og Wine Gums-hlaup, krembrauð, lakkr- ís, kók í gleri, Winston Long, kaffi, svikinn héri, djúpsteiktur fiskur, bak- aðar baunir, rauðkál og súrar gúrkur. Ég man ekki eftir því að hafa nokkurn tíma komið til þín á kvöldmatartíma og ekki hafi verið heitur matur í boði því það klikkaði aldrei hjá þér að börnin þyrftu að nærast. Þú komst til að kveðja í gær. Þú kvaddir og allt varð svo hljótt. Á glugganum frostrósin grær. Ég gat ekkert sofið í nótt. Hvert andvarp frá einmana sál. Hvert orð sem var myndað án hljóms, nú greindist sem gaddfreðið mál í gervi hins lífvana blóms. (Freymóður Jóhannsson) Nú er komið að kveðjustund, svo alltof, alltof snemma. Elsku Helgi, Eva, Kiddi, Sæbjörg og fjölskyldur. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur á þess- um erfiða tíma. Ykkar vinkona, Oddrún. HINSTA KVEÐJA Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku amma. Okkur mun vanta þig. Kveðja, Benedikt Elí og Unnar Freyr. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, ömmu og langömmu okkar, BRYNDÍSAR VON ANCKEN. Sérstakar þakkir fá heimahjúkrun og Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja fyrir góða umönnun. Diana Von Ancken, Grétar Þorgeirsson, Bryndís Gwenhywfar Grétarsdóttir, John Friðrik Grétarsson, Sigurboði Grétarsson, Bjartur Lúkas Grétarsson, Grétar Anton Gunnarsson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samhug og hlýju við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, EYBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR, Hagamel 30. Þorvaldur Geirsson, Helga Guðjónsdóttir, Lovísa Geirsdóttir, Valgerður Geirsdóttir, Viktor Arnar Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. Margs er að minnast og margs er að sakna nú þegar Pálmar móð- urbróðir minn er farinn í ferðina löngu. Bernskuminningarnar koma upp í hugann hver af annarri. Það má segja að þrjár fjölskyldur hafi búið á sömu torfunni, tvær systur og amma. Tel ég að við höfum öll notið góðs af því. Sérstaklega var Palli sá trausti og hjálpsami. Einnig hafði hann svo skemmtilegt skopskyn, sá spaugilegu hliðarnar á málunum, sagði sögur með viðeigandi málróm. Það kom okkur alltaf í gott skap. Alltaf á aðfangadagskvöld kom Pálmar Þórarinn Eyjólfsson ✝ Pálmar ÞórarinnEyjólfsson var fæddur í Skipagerði á Stokkseyri 3. júlí 1921. Hann lést á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Kumbara- vogi 6. október 2010. Pálmar var jarð- sunginn frá Stokks- eyrarkirkju 16. októ- ber 2010. hann með ömmu til okkar. Kvöldið var ekki fullkomnað fyrr en þau voru mætt. Ýmislegt var það sem ég lærði af honum og bý að enn í dag. Ég lærði hjá honum á org- el, að áeggjan pabba míns. Ung að árum labbaði ég heim að Skipagerði til hans með gamla þýska skólann. Hann var mjög góður, en strangur kennari. Ekki komst maður undan því að gera allt rétt. Gaman var þegar hann tók sig til og kenndi okkur stelpunum að dansa á litlum gólffleti í gamla húsinu. Þá var nú heldur betur líf í tuskunum. Einu sinni kenndi hann mér undir- stöðuatriði í skrautskrift, því hann var listaskrifari, eins og sést á Söngva- safninu hans, sem Árnesingafélagið í Reykjavík gaf út árið 1980, en þar er allt handskrifað, bæði texti og nótur. Stundum kom hann heim til okkar, settist við orgelið og vildi leyfa okkur að heyra nýtt lag sem hann hafði skrifað um leið og hann hlustaði á út- varpsleikritið. Það þótti okkur furðu- legt afrek, því alltaf voru lögin hans svo falleg. Og sjaldan komum við að Skipagerði án þess að heyra nýtt lag. Eitt þótti okkur skrýtið; að næst- um aldrei heyrðum við hann syngja. Á kóræfingum spilaði hann raddirnar, eða jafnvel flautaði. Þess vegna höfð- um við svo gaman af því krakkarnir að sitja fyrir utan gluggann ef við vissum að hann var einn við orgelið. Þá söng hann við raust, því auðvitað hafði hann góða söngrödd. Hann fékk mig 13 ára gamla til þess að syngja hjá sér í kirkjukórn- um. Það var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Gerði ég það alveg þangað til ég flutti í burtu. Svo leið að því að við veittum því eftirtekt, að ung kona úr næsta hreppi kom oft til þess að læra hjá honum. Höfðu þau kynnst á kirkju- loftinu í Gaulverjabæ og síðar gengu þau í hjónaband. Hefur kona hans ætíð verið honum til halds og trausts í hans mikla tónlistarstarfi, bæði sem organista í tveimur kirkjum, stjórn- anda karlakóra í lengri eða skemmri tíma á Stokkseyri, Selfossi og Vest- mannaeyjum, kvartetts í Gaul- verjabæ í mörg ár, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir utan öll þau verk sem hann samdi. Fyrir sitt eigið brúðkaup samdi hann brúðkaupsmars. Og margt af unga fólkinu okkar hefur látið hann spila við sitt brúðkaup. Oftar en ekki hefur hann þó komið sjálfur og spilað. Við höfum öll verið svo stolt af honum og glaðst yfir því að heyra lögin hans á tónleikum eða í útvarpi. Já, þessar perlur hafa gefið okkur og allri þjóð- inni svo mikið. En nú er hann kallaður til starfa Guðs um geim. Elsku Gunna, Andrés, Helga og Eyjólfur; – Guð styrki ykkur. Kristín María Waage. Elsku afi. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, Sæmundur Kristinn Klemensson ✝ Sæmundur Krist-inn Klemensson fæddist í Grænuborg á Vatnsleysuströnd 29. júlí 1941. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 28. okt. 2010. Útför Sæmundar var gerð frá Útskála- kirkju 4. nóvember 2010. þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í friði, Elín Óla, Soffía og Þóra Kristín Klemenzdætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.