Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 Golli Jólaverkin Á dimmum dögum er kærkomið að mæta glitrandi jólaljósum og næsta víst að léttist brún margra sem ganga um skreyttar götur næstu daga. Þessir voru í óðaönn að koma upp jólaseríum og trjágreinum í Bankastræti. Um næstu mán- aðamót verða kjara- samningar almennt lausir hjá aðildar- félögum ASÍ. Í komandi kjaraviðræðum er mik- ilvægt að víðtæk sátt náist um verulega hækkun lægstu launa og kaupmáttur launa verði jafnframt tryggð- ur. Í dag eru byrj- unarlaun verkafólks 157.752 kr. á mánuði. Samningsaðilum ber að hlusta á umhverfið s.s. velferð- arsamtök sem tala fyrir hækkun lág- markslauna til að sporna við frekari fá- tækt á Íslandi. Það er nöturlegt til þess að vita að stór hópur þeirra sem sækja sér að- stoð til framfærslu hjá góðgerðar- samtökum í hverri viku er láglauna- fólk, fólk án atvinnu, aldraðir og öryrkjar. Mikilvægt er að mynda sátt um að tryggja þessum hópum mann- sæmandi framfærslu. Hvernig sem á því stendur hefur það verið feimnismál á Íslandi að reikna út framfærslustuðul sem segði til um framfærsluþörf ein- staklinga og fjölskyldna. Háværar kröfur eru hjá lágtekjufólki um að stuðullinn verði reiknaður út. Ég er stuðningsmaður þess að það verði gert og mun fylgja því eftir. Víða svigrúm til hækkana Að sjálfsögðu geri ég mér fulla grein fyrir því að atvinnugreinarnar standa misvel við núverandi aðstæður og hafa því mismikla burði til að taka á sig launahækkanir. En það er engin ástæða til að tala hlutina niður. Út- flutningsgreinarnar hafa gengið vel og skilað góðum hagnaði. Þar er staða til að hækka launin myndarlega sbr. út- tekt sem Háskólinn á Akureyri gerði um áhrif innköllunar aflaheimilda á stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja en þar kom fram að greinin þyldi um 30 til 50% launahækkun. Þar komu einnig fram aðrar athyglisverðar upp- lýsingar sem styðja hækkun launa í fiskvinnslu. Samkvæmt samantektinni hefur mikil framleiðniaukning orðið í vinnslunni á sama tíma og veruleg lækkun á launakostnaði hefur orðið hjá fiskvinnslunni. Launa- kostnaður var 16% af tekjum vinnslunnar 1997. Fór hæst í 20% af tekjum 2005 en var kominn niður í 12% af tekjum 2008. Þá var afl- inn 87 þorskígildistonn á starf í vinnslunni árið 1991 en var kominn í 151 tonn á hvert starf 2008. Árið 1991 var útflutn- ingsverðmæti á hvert starf um 65 þúsund SDR en árið 2008 var sama tala 170 þúsund SDR. Því hefur framleiðni íslensks sjávarútvegs auk- ist um 260% sem samsvarar um 86% raunaukningu þegar tekið er tillit til verðlagshækkana. Þarf því einhver að efast um að svigrúm sé til launahækk- ana í fiskvinnslu? Aðkoma stjórnvalda Samfara sátt um hækkun lægstu launa í landinu umfram önnur laun þurfa stjórnvöld að koma að næstu kjarasamningum með skattkerfis- breytingum. Hækkun skattleysis- marka yrði góð kjarabót fyrir þá lægst launuðu. Þá þurfa stjórnvöld einnig að blása raunverulegu lífi í at- vinnulífið með markvissri atvinnu- stefnu sem nær til sem flestra lands- hluta í stað þess að þvælast fyrir góðum verkefnum eins og orkufrek- um iðnaði á Bakka við Húsavík. Stór- felldur niðurskurður á fjármagni til heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er heldur ekki leiðin út úr vandanum. Þar er væntanlega um að ræða eina mestu árás sem gerð hefur verið á til- vist byggðar utan höfuðborgarsvæð- isins frá landnámi. Eftir Aðalstein Á. Baldursson » Því hefur framleiðni íslensks sjávar- útvegs aukist um 260% sem samsvarar um 86% raunaukningu þegar tekið er tillit til verð- lagshækkana. Aðalsteinn Á. Baldursson Höfundur er formaður Framsýnar- stéttarfélags. Fiskvinnslufólk á betra skilið Nú tveim árum eftir hrun erum við Íslend- ingar enn hálfringlaðir og spyrjum hver annan hvernig slík firn máttu ganga yfir þjóðina. Þeg- ar eitthvað bilar er okk- ur teknókrötum tamt að huga að undirstöðunum. Hvernig er Alþingi t.a.m. skipað, er þar fyr- ir hendi öll sú reynsla og yfirsýn sem nauðsynleg er til að stýra farsælu þjóðfélagi? Einu sinni var Sú var tíð að Alþingi Íslendinga skipaði einkum harðfullorðið fólk, gjarnan með langa reynslu úr at- vinnulífi, stjórnsýslu eða skólakerfi. Innan stjórnmálaflokkana störfuðu þá jafnan kjörnefndir sem leituðu eftir hæfu fólki og gerðu tillögur um fram- boðslista. Þessar nefndir höfðu svipað hlutverk og mannauðsstjórar í stór- fyrirtækjum í dag, að leita eftir hæfu fólki. Ég minnist frá þessu skeiði fjöl- margra merkra alþingismanna sem vörðuðu framfarasókn þjóðarinnar á síðustu öld. Ég nefni af handahófi dr. Bjarna Benediktsson, Lúðvík Jós- epsson, Auði Auðuns, próf. Gylfa Þ. Gíslason, próf. Ólaf Björnsson, próf. Ólaf Jóhannesson, Geir Hallgrímsson og svo mætti lengi telja. Ég tel að þetta fólk hafi jafnan unnið mjög óeig- ingjarnt hugsjónastarf með almannaheill að leiðarljósi . Þannig segir t.d. séra Hjálmar Jóns- son um próf. Ólaf Jó- hannesson í minningum sínum. „Hann hugsaði lítt um stundarhags- muni og ennþá síður sína eigin hagsmuni, heldur fyrst og fremst þjóðarhag. Það voru hans hagsmunir“. Í lok 7. áratugarins tók að gæta nokkurrar gagnrýni, einkum meðal ungs fólks, vegna meintrar lítillar endurnýjunar á Alþingi. Hugmyndir um prófkjör vegna vals á framboðslista flokkanna komu fram og voru gjarnan kynntar sem skref í lýðræðisátt. Þessar hug- myndir þóttu áhugaverðar þótt vissu- lega heyrðust líka efasemdarraddir. Þannig mun próf. Ólafur Jóhannesson hafa látið þau orð falla af sinni al- kunnu hægð í tíma í stjórnsýslurétti, að það sé „nú ekki víst að hinir hæf- ustu gefi kost á sér“. Breyttir tímar Í kosningum 1971 var efnt til próf- kjörs hjá Sjálfstæðisflokknum í fyrsta sinn. Áður hafði flokksráð ráðið fram- boðslistum „Prófkjör náðist fram fyr- ir atbeina okkar yngri mannanna,“ segir Ellert B. Schram í viðtali við tímaritið Skjöld. Í þessu prófkjöri féll próf. Ólafur Björnsson út, gjörhugull maður og hlédrægur. Vakti það nokkra óánægju í flokknum, en þar við sat. Prófkjörin náðu smám saman almennri útbreiðslu í stjórnmálalífinu. Kom þar margt til. Stjórnmálaflokk- unum fannst þægilegt að losna við þann kross að velja fólk úr sínum röð- um til setu á Alþingi eða í sveit- arstjórnum og geta varpað því til al- mennings. Í öðru lagi vildu flokkarnir ógjarnan virka gamaldags í augum kjósenda sinna. Í þriðja lagi töldu stjórnmálaflokkarnir að prófkjörin mundu örva áhuga á stjórnmálum og auka fylgi þeirra í kosningum. Eðli prófkjöranna Ég ræddi nýlega eðli prófkjöranna við kunningja minn, sem starfað hefur við stjórnmál allt sitt líf. Hann sagði: „Þetta er einfalt, í prófkjörum merkir fólk bara við nöfn sem það þekkir“. Hvað merkir þetta í raun? Hvaða nöfn þekkir fólk, þegar það kemur á kjör- stað? Það þekkir fjölmiðlafólkið, það þekkir afreksfólk í íþróttum, það þekkir þá sem starfa sinna vegna þurfa oft að koma fram í fjölmiðlum. Aðrir sem áhuga hafa á þátttöku í stjórnmálum þurfa að kynna sig í fjöl- miðlum með ærnum tilkostnaði. Margt jarðbundið fólk er ekki tilbúið að verja fjármunum sínum í próf- kjörsbaráttu. Margir hafa heldur ekki geð í sér til að leita eftir fjárstuðningi vandalausra. Ýmis fjársterk fyrirtæki og hagsmunaaðilar hafa hins vegar í vaxandi mæli nýtt sér þetta ástand. Bandarískur prófessor lýsti því hér fyrr á árinu að þar í landi væri fjár- festing í stjórnmálamönnum gjarnan talin sú vænlegasta sem mörg fyr- irtæki ættu kost á. Óhætt mun að full- yrða að prófkjörin hafa þróast mjög á annan hátt en menn sáu fyrir í upp- hafi. Samherjar berast á banaspjót- um, netvæðingin óspart nýtt í smala- mennsku til stuðnings tilteknum frambjóðendum, sem viðkomandi kunna jafnvel engin deili á og fjár- magnið stundum verið ríkjandi og jafnvel ráðandi áhrifavaldur. Þá spyr maður í einlægni, hvar eru mörkin milli lýðræðis og anarkisma? Kolbrún Bergþórsdóttir spyr í Mbl. 18. okt. 2009 „af hverju heiðarlegt og skynsamt fólk með sæmilega jarð- tengingu sæki ekki í stjórnmálin“. Ég vil svara Kolbrúnu með annarri spurningu. Hví skyldi fólk sem hefur komið sér vel fyrir í lífinu, býr við ör- yggi og nýtur virðingar samborg- aranna vera reiðubúið að verja fjár- munum sínum, fjölskyldulífi og jafnvel mannorði til að taka þátt í þeim óvinafagnaði sem prófkjörin hafa þróast í? Ég tel að prófkjörin hafi gríð- arlegan fælingarmátt á jarðbundið fólk, grafi undan siðferði í stjórn- málum og nagi flokkana að innan. Ég fæ ekki varist þeirri tilfinningu að Al- þingi hafi veikst jafnt og þétt frá þeim tíma að prófkjörin urðu ríkjandi að- ferð við skipan á framboðslista. Fólk á borð við þá einstaklinga sem ég nefndi í upphafi er að mestu horfið úr ís- lenskum stjórnmálum en með fáum undantekningum komið miklu reynsluminna fólk í staðinn, jafnvel fólk sem er rétt vaxið upp úr mál- fundafélögum stjórnmálaflokkanna. Ef Alþingi er veikt er hætta á að rík- isstjórnin sé veik og til lengri tíma lit- ið einnig stjórnsýsla og eftirlitsstofn- anir. Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur mun hafa spáð því þegar árið 1996 að prófkjörin mundu leiða til hruns íslenskra stjórn- mála. Sú spá rættist eftirminnilega í síðustu sveitarstjórnarkosningum, þegar Reykvíkingar kusu Besta flokkinn, sem þeir vissu engin deili á, í örvæntingu sinni yfir vanmætti fjór- flokksins Lokaorð Lýðræðið byggir sem kunnugt er á því að hugsandi einstaklingar taki af- stöðu á grundvelli fullnægjandi upp- lýsinga. Mér er ekki kunnugt um að prófkjör að hætti Íslendinga séu nokkurs staðar viðhöfð í nágranna- löndum. Ég hallast að því að þetta séríslenska fyrirbæri sé öfgakennd túlkun á lýðræðinu. Ég velti því jafn- framt fyrir mér hvort þau séu hluti af þeim öfgum sem nú hafa leitt til skyndilegrar hnignunar íslensks sam- félags. Eftir Pétur Stefánsson »Ég tel að prófkjörin hafi gríðarlegan fæl- ingarmátt á jarðbundið fólk, grafi undan sið- ferði í stjórnmálum og nagi flokkana að innan. Pétur Stefánsson Höfundur er verkfræðingur. Prófkjörin – böl eða blessun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.