Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 29
brott og þeir sem hafa gengið í gegn- um sorgina þekkja hve erfitt það er að sætta sig við þegar fólk í blóma lífsins fellur frá. En eftir stendur minningin um góðan og traustan dreng. Fjölskyldum Jóhanns og Dag- bjartar vottum við Helga okkar dýpstu samúð. Megi Guð lina sorg ykkar og þjáningar þannig að það birti aftur yfir lífinu um síðir. Ragnar Sigurðsson og Helga Björg Steinþórsdóttir. Hugar okkar eru dofnir af sorg yf- ir þessum hörmulegu tíðindum, að ung hjón séu hrifsuð svona burtu í blóma lífsins. Horfin er á braut, úr okkar hópi, yndislegur félagi og vinur. Við í sunddeildinni nutum samvista við Jó- hann í mörg ár og þekktum hann vel. Í huga okkar stendur nú eftir minn- ingin um duglegan, ljúfan, lífsglaðan og yndislegan pilt, sem var öðrum góð fyrirmynd í lífinu. Hlýr og góður persónuleiki sem gaf af sér til ann- arra, og var ávallt reiðubúinn að að- stoða ef til hans var leitað. Við erum þakklát fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum með Jóhanni. Í svartnætti sorgarinnar er ljós í myrkrinu, ungur sonur þeirra lifði af þetta hræðilega slys og heldur áfram að lýsa upp heimili ættingjanna. Kæru fjölskyldur og aðstandend- ur, stórt tóm hefur myndast. Við vilj- um votta ykkur okkar innilegustu samúð vegna fráfalls Jóhanns og Dagbjartar Þóru. Megi Guð gefa ykkur styrk og kraft til að takast á við sorgina. Blessuð sé minning þeirra. Fyrir hönd ÍRB, sundfélaga og vina; Steindór Gunnarsson. Okkur langar í fáum orðum að minnast góðs vinar sem tekinn var frá okkur allt of fljótt í hörmulegu slysi 20. október sl. Ég kynntist Jóa þegar við byrjuð- um í byggingafræði í Horsens fyrir fjórum árum, 21 árs gömlum, há- vöxnum og með þetta fallega bros, enda man ég ekki eftir honum öðru- vísi en brosandi og glöðum. Það er margt sem flýgur í gegnum hugann á þessari sorgarstundu og margs að minnast um góðan dreng. Við bekkjarsystkinin tókum strax eftir því hversu klár og útsjónarsam- ur Jói var, það voru til lausnir við öllu, ekkert of flókið til að væri hægt að leysa það. Jói var ávallt tilbúinn að rétta fram hjálparhönd og það má með sanni segja að Jói var vinur í raun. Á öðru árinu okkar í bygginga- fræðinni unnum við saman í hóp og var það á sama tíma og ég var að kynnast minni kærustu og hann Dagbjörtu, ekki minnkaði gleðin hjá okkar manni þá, svo stoltur var hann af kærustunni. Haustið 2008 byrjar Dagbjört nám við háskóla í Svíþjóð og urðu ferð- irnar tíðar á milli því að hann vildi vera sem mest hjá sinni konu. Ekki kom það að sök og kláraði hann þá önn með miklum sóma þó að fjarver- an hafi verið mikil. Í haust byrjuðum við í meistara- námi við skólann og að því var ekki að spyrja að hann varð vinsæll meðal nemenda og vildu margir vinna með honum. Eitt af hans fyrstu verkum var að útbúa gagnagrunn á netinu svo við gætum deilt upplýsingum, all- ir áttu að ganga að því sama, svona var Jói, hugsaði alltaf um fjöldann. Jói og Dagbjört höfðu unun af því að ferðast og nýttu þau hvert tæki- færi til þess, stuttar sem langar ferð- ir voru farnar út um allan heim, nýttu þau sannarlega tímann sinn vel. Í apríl fæddist þeim lítill drengur, Daníel Ernir. Stoltari foreldra var vart hægt að ímynda sér. Faðirinn sá vart sólina fyrir litla gullinu sínu og er óhætt að segja að enginn hafi get- að staðið sig eins vel í föðurhlutverk- inu og Jói, hann tók því af mikilli ást- úð og alvöru. Þó svo að Jói hafi ekki fengið eins langan tíma með litla drengnum sínum og við öll hefðum óskað er óhætt að segja að hann stóð sig eins og hetja. Á sunnudeginum fyrir hið hörmu- lega slys hafði hann samband við mig til að deila með mér nýjustu upplýs- ingum sem hann hafði fengið frá kennaranum, kvaddi mig svo með þeim orðum: Ég ætla að skjótast að- eins í sólina „sjáumst á mánudaginn, kappi,“ sagði hann, ekki grunaði mig að þetta væri okkar síðasta samtal. Við sitjum hér með tárin í augun- um og minnumst góðs vinar og hugg- um okkur við þau orð sem áður hafa verið kveðin: Þeir deyja ungir sem guðirnir elska og viljum við trúa því að honum hafi verið falið mikilvæg- ara verkefni en hér meðal oss. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta nærveru Jóhanns í þennan tíma sem okkur var gefinn með honum og minning hans mun lifa um ókomna tíð. Elsku Daníel og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð á þessum sorgartíma. Guð mun gefa okkur styrk til að komast í gegnum þessa erfiðu tíma sem framundan eru. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Vignir Stefánsson og Anna Berglind Sigurðardóttir. Þegar ég kynntist fyrrverandi manni mínum Gunnari, var Dagbjört systir hans aðeins 11 ára gömul, það kom fljótt í ljós að sú stutta vissi al- veg hvað hún vildi. Hún var ákveðin dugleg og gafst ekki upp þó að ein- hverjir hnökrar yrðu fyrir á vegi hennar. Hún fór alltaf sína leið. Hún var ótrúlega skipulögð með svo margt, til dæmis voru skáparnir hennar fullkomnir, vel raðað í þá. Ég kunni vel að meta þegar hún breytti skipulagi heima hjá mér, henni tókst alltaf vel til með það. Hún var dugleg að rækta vini sína. Börnin mín tvö Tryggvi Örn og Magnea voru í góðu sambandi við frænku sína. Þeirra missir er mikill. Magnea fékk að dvelja hjá Dag- björtu í Danmörku dýrmætan tíma fyrir tveimur árum. Ég hef oft sagt að ég sjái Dagbjörtu svo mikið í dótt- ur minni. Dagbjört var gullfalleg að innan sem og að utan. Hún var með ein- staklega fallegt bros sem var alltaf svo stutt í. Ég fékk að kynnast Jó- hanni örlítið, það litla sem ég þekkti af honum var að hann var yndislegur og Dagbjört heppin að hafa kynnst honum. Guð blessi og styrki fjölskyldur þeirra og Daníel litla í sorginni. Hrafnhildur Arnardóttir. Dagbjört var orkumikil, ákveðin, skemmtileg, lífsglöð, klár og hjálp- söm, hún var frænka mín. Ég var alltaf stolt af Dagbjörtu, hún var bú- in að sjá heiminn, ferðast út um allt. Hún var ótrúlega frændrækin, hún var mín leið aftur inn í fjölskylduna, það er að miklu leyti henni að þakka að ég kynntist aftur föðurfjölskyld- unni minni fyrir nokkrum árum. Hún var óhrædd við að skamma mig fyrir að vera ekki nægjanlega dugleg að heimsækja fólkið mitt. Við vorum á margan hátt líkar – gátum rifist en án nokkurra eftirmála, báðar fljótar upp en jafn fljótar niður. Dagbjört var að kljást við krabba- mein og þegar hana grunaði hvað væri að spurði hún mig mikið um mín veikindi, við ræddum það fram og til baka. Þegar ljóst var að hún væri með krabbamein var ekki hægt að sjá neinn bilbug á henni – hún tókst á við þetta „verkefni“ af heilum hug, las allt sem hægt var að lesa og spurði lækna og hjúkrunarfræð- ingana endalaust. Enda voru svörin á reiðum höndum þegar maður spurði hana út í sjúkdóminn, ég skildi ekki hvernig hún hafði tíma í að lesa þetta allt. Þegar leið á með- ferðina var farið að ræða ættleiðing- ar – þau langaði í framtíðinni í annað barn, þau lögðust bæði í lestur um ættleiðingar og ég spurðist fyrir inn- an kerfisins – föstudaginn fyrir rúm- um tveimur vikum ákváðum við að ræða þetta betur þegar hún kæmi til Íslands núna í nóvember. Jóhann var líkur Dagbjörtu, til í að takast á við öll verkefni og hjálpa manni ef þannig stóð á, við ræddum mikið saman um stjórnmál og vorum sjaldan sammála en það hamlaði því ekki að við ræddum málin og skoð- anaskiptin voru skemmtileg og víkk- uðu sjóndeildarhringinn minn án þess að ég hefði nokkurn tímann við- urkennt það fyrr en nú. Dagbjört vildi að ég færi meira að njóta lífsins, hætti að velta mér upp úr leiðindum hvunndagsins og hún sendi mér línu frá Tyrklandi: „Hættu þessu væli frænka, koddu út og njóttu lífsins. Það er ekki þess virði að eyða lífinu í þetta krapp. Klesstann …“ Þeirra er svo sannarlega sárt saknað og skilja eftir sig stórt og mikið skarð í fjölskyldunni. Guðrún Jóna Jónsdóttir. Það er ávallt sárt að kveðja ungt fólk í blóma lífsins. Jafnframt er það hörð áminning um að lifa lífinu til fullnustu en það gerði Jóhann svo sannarlega. Jóhann kom inn á heimilið okkar í pössun þá átta mánaða gamall í þrjár vikur þar sem hann var of lítill til að fara með fjölskyldunni til útlanda. Hann var vært og gott barn og við systurnar fengum þarna góða æf- ingu þar sem mamma var komin fimm mánuði á leið á þessum tíma og átti von á tveimur svona eintökum og við hlökkuðum mikið til. Jóhann var afar duglegur ungur maður sem bauð af sé mikinn þokka og fráfall hans skilur eftir stórt skarð í sam- heldnum frændsystkinahópi. Við vottum foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum Jóhanns og Dagbjartar innilegustu samúð á þessum erfiðu tímum en gleðjumst um leið með ykkur yfir að litli fallegi drengurinn þeirra, hann Daníel Ern- ir, er lifandi minning um þau. Með þessum orðum og ljóði eftir Tómas Guðmundsson viljum við kveðja frænda okkar og konu hans Dagbjörtu Ómaðu sál mín, líkt og lind í haga. Í lygnum þínum speglist himinninn með skýjadýrð og litaljóma sinn. Lofgjörð um vorið sé þín ævisaga. Kristín Andrea, Gunnhildur og Brynhildur Þórðardætur. Elsku vinur okkar og skólafélagi. Þú ert nú horfinn frá okkur vegna hörmulegs slyss sem engan óraði fyrir, þú og unnusta þín Dagbjört er- uð bæði fallin frá. Slys sem er sam- þætting margra atvika sem á ör- skotsstund verða að hræðilegum harmleik. Við kveðjum þig með sökn- uði í hjarta okkar og með tárum á hvarmi. Við trúum því ekki að þú sért farinn frá okkur. Enginn getur skilið hvernig svona ungur, fallegur og góður maður og unnusta hans sem eru í blóma lífsins með lítinn ungan son, Daníel Erni, séu kominn í vistarveröld Guðs. Þið áttuð allt lífið framundan og er þetta svo óréttlátt að þið séuð farin frá okkur. Ansi margar spurningar vakna og leita á huga okkar sem við höfum ekki svör við. En hjá okkur sitja eftir góðar minningar sem við áttum með þér og erum við svo þakk- lát fyrir þær. Þrátt fyrir það er miss- irinn svo mikill og harmurinn stór. Jóhann var svo mikill mannkosta- maður, frábærlega af Guði gerður, hæfileikaríkur og duglegur. Hann vildi öllum gott og passaði upp á okk- ur öll með tölu, var alltaf svo glaður og brosandi. Hann var sá besti í íþróttum í árganginum og minnumst við þess þegar við vorum í útihlaup- um í skólanum og áttum við að hlaupa nokkra hringi um kirkjuna og skrúðgarðinn, var Jóhann alltaf langt langt á undan okkur hinum og kláraði sína hringi á örskotsstundu. Hann var svo sannalega mikill íþróttamaður og var einnig rosalega efnilegur sundmaður. Hann stóð sig vel í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Við erum svo þakklát fyrir það að hafa hitt Jóhann á 10 ára ferming- arafmæli okkar í mars 2009. Þar var hann hrókur alls fagnaðar og var mikið hlegið, og dansað. Var gaman að geta fengið að hitta hann þá því hann bjó erlendis á þeim tíma, og var sú stund sú síðasta hjá sumum okkar með honum. Við munum sakna hans á næsta fermingarafmæli okkar. Við kveðjum Jóhann með þökk fyrir það góða sem við áttum með honum og biðjum Guð að geyma hann og varð- veita af miskunn sinni og náð. Við vit- um að engill Drottins geymir sál þína, þessa fallegu sál sem dansar með Dagbjörtu sinni um himininn. Við sendum Daníel Erni og ætt- ingjum Jóhanns og Dagbjörtu okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur á þessari sorgarstundu. Minn- ing um yndislegan og góðan dreng er ljós í lífi okkar. Við kveðjum þig, elsku Jóhann, með orðum úr lagi eftir Bubba. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Árgangur 1985 í Njarðvíkurskóla, María Rut Baldursdóttir. Ekki datt okkur í hug að við þyrft- um að kveðja ykkur svona fljótt. Mikið getur lífið verið ósanngjarnt og hugsum við til Daníels Ernis sem missir báða foreldra sína í hörmu- legu slysi. Við erum afar þakklát fyr- ir að hafa fengið að kynnast ykkur þótt tíminn hefði mátt vera lengri. Við eigum margar góðar minning- ar sem við munum geyma í hjörtum okkar. Jóhann var mjög hjálpsamur í skólanum og hafði alltaf tíma til að aðstoða sama hvað það var. Þið kom- uð til okkar í kvöldkaffi á aðfanga- dagskvöld með konfekt í jólakrúsum sem við munum varðveita og einnig fannst okkur gaman að eyða áramót- unum með Jóhanni á meðan Dag- björt var heima á Íslandi. Vinabönd okkar styrktust enn frekar þegar ljósgeislinn hann Daní- el Ernir kom í heiminn og sáum við fram á langa og góða vináttu, þetta var vinátta sem átti eftir að endast. Við gerðum ýmislegt saman í sum- ar og var garðurinn ykkar vinsæll sólarstaður. Sigfús Viðar naut sín þar og mátti vaða um allt og gramsa í öllu, þið voruð höfðingjar heim að sækja. Grillveislurnar sem við áttum saman, bæði hjá ykkur og okkur, voru skemmtilegur tími og við hlökk- uðum alltaf til að endurtaka leikinn. Ein skemmtileg minning er frá því þið voruð hjá okkur í mat. Daníel Ernir var þá u.þ.b. tveggja mánaða gamall, lá í ömmustól á gólfinu með- an við vorum að borða. Sigfús Viðar vildi ekki matinn, fékk þá jógúrt í staðinn og áður en við vissum var hann farinn að mata Daníel og hann varð allur útataður í jógúrti. Við hlógum stundum að þessu og Dag- björt sagði oft að Sigfús Viðar þyrfti nú að fá lítið systkini því hann hugs- aði svo vel um Daníel. Jóhann lánaði okkur vespuna sína sumarið 2008 og vakti það mikla lukku hjá börnunum þegar þau komu til okkar um sumarið og heyrðum við þau oft segja: eigum við að koma út á mótorhjólið? Þið voruð alltaf svo lífsglöð og kát og við munum ekki eftir að hafa séð ykkur öðruvísi en brosandi. Dagbjört var jákvæð og bjartsýn í veikindum sínum og gerði ekki mikið úr þeim þegar maður spurði hana hvernig hún hefði það. Þið voruð ævintýrafólk og gerðuð margt saman á stuttum tíma. Eftir að þið komuð heim frá Dubai sögðuð þið að við ættum að reyna að ferðast saman. Þegar við förum í okkar næstu ferð munum við hugsa til ykk- ar elsku vinir. Fagna þú, sál mín. Allt er eitt í Drottni, eilíft og fagurt – dauðinn sætur blundur. Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni og þrotni, veit ég, að geymast handar stærri undur, þótt stórtré vor í byljum jarðar brotni, bíður vor allra um síðir Edensblundur. Fagna þú, sál mín. Lít þú víðlend veldi vona og drauma, er þrýtur rökkurstíginn. Sjá hina helgu glóð af arineldi eilífa kærleikans á bak við skýin. Fagna þú, sál mín, dauðans kyrra kveldi, kemur upp fegri sól, er þessi er hnígin. (Jakob Jóhannesson Smári) Guð geymi ykkur kæru vinir og biðjum við Guð að varðveita Daníel Erni í komandi framtíð. Við vottum Daníel Erni, foreldrum Jóhanns og Dagbjartar, ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Ykkar vinir, Magnús, Sigurbjörg og Sigfús Viðar. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010 ✝ Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BENEDIKTS BJARNASONAR fv. kaupmanns og útgerðarmanns, Bolungarvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðis- stofnunar Bolungarvíkur fyrir frábæra umönnun. Hildur Einarsdóttir, Einar Benediktsson, María Guðmundsdóttir, Halldóra Benediktsdóttir, Sören Pedersen, Bjarni Benediktsson, Ómar Benediktsson, Guðrún Þorvaldsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, VILBORG SIGURJÓNSDÓTTIR frá Hvassafelli, Austur-Eyjafjöllum, sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands fimmtudaginn 4. nóvember, verður jarðsungin frá Eyvindarhóla- kirkju, Austur-Eyjafjöllum, laugardaginn 13. nóvem- ber kl. 11.00. Guðlaug Pálsdóttir, Sigurður Guðnason, Bergur Pálsson, Agnes Antonsdóttir, Elín Pálsdóttir, Ásbjörn S. Þorleifsson, Rútur Pálsson, Guðbjörg Albertsdóttir, Sigurjón Pálsson, Jón Þormar Pálsson, Hulda Karólína Harðardóttir, Páll Magnús Pálsson, Heiða Björg Scheving, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.