Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Hús Náttúrufræðistofnunar Íslands
sprettur upp úr hraunbreiðunni í
jaðri Heiðmerkur. Þessi rúmlega
120 ára gamla stofnun flutti í sér-
hannað húsnæði á dögunum. Lengi
vel, eða í yfir 50 ár, var starfsemin í
bráðabirgðahúsnæði, lengst af við
Hlemm. Meginhlutverk stofnunar-
innar er að skrásetja náttúru Ís-
lands. Einnig vaktar hún dýra- og
plöntustofna og veitir ráðgjöf.
„Áður þurfti starfsfólkið að geyma
sýni og gera rannsóknir inni á skrif-
stofunum sínum,“ segir Jón Gunnar
Ottósson, forstjóri Náttúrufræði-
stofnunar. „Húsnæðið er ekki mikið
stærra í fermetrum en það fyrra, en
nýtist margfalt betur.“
Krumminn er á válista
Samkvæmt lögum ber stofnuninni
að leiðbeina um hóflega nýtingu
náttúrulegra auðlinda og aðstoða við
mat á áhrifum landnotkunar og
mannvirkjagerðar á náttúruna. Slík
verkefni eru unnin að beiðni ýmissa
aðila.
Stofnunin gefur reglulega út vá-
lista fyrir plöntur og fugla, en þar
kemur fram hvaða tegundir eru í
hættu af ýmsum orsökum. Nokkra
athygli vekur að þar er hrafninn að
finna. „Hrafnastofninn er á mikilli
niðurleið. Á hverju ári eru fleiri þús-
undir skotnar,“ segir Jón Gunnar.
En hvaða máli skiptir það fyrir Ís-
lendinga að eiga Náttúrufræðistofn-
un? „Það er bráðnauðsynlegt. Jafn
nauðsynlegt og að eiga þjóðminja-
safn, handritasafn og íslenska tungu.
Ef við ætlum að lifa í þessu landi og
umgangast náttúruna með skynsam-
legum hætti þurfum við bæði að
þekkja hana og vakta. Í dag eru
miklar kröfur gerðar til áreiðanlegra
upplýsinga um náttúruna, t.d. í sam-
bandi við nýtingu jarðefna, dýra- og
plöntustofna og mat á umhverfis-
áhrifum framkvæmda,“ segir Jón
Gunnar.
Hann segir að því miður standi Ís-
lendingar öðrum þjóðum að mörgu
leyti að baki í þessum efnum. „Við
höfum mætt miklum niðurskurði.
Við þurfum að geta gert rannsóknir
úti í náttúrunni ef við eigum að sinna
lögbundnu hlutverki okkar. Okkur
er skylt að rannsaka og skrásetja ís-
lenska náttúru en við höfum varla
svigrúm til þess lengur.“
Handrit jarðsögunnar
Stofnuninni er skylt að eiga eintök
af öllu því sem íslensk náttúra hefur
upp á að bjóða; plöntum, dýrum og
steinum. „Við eigum ótrúlegt magn
af grjóti,“ segir Jón Gunnar. Hann
er snarlega leiðréttur af samstarfs-
manni sínum sem þykir orðavalið
heldur óvirðulegt og vill heldur not-
ast við orðin steindir og berg. „Við
eigum sýni úr öllum hraunum lands-
ins. Á Akureyri eru allir borkjarnar
sem boraðir hafa verið. Í þessu er
saga landsins falin. Þetta eru hand-
ritin að jarðsögunni.“
Eitt af hlutverkum stofnunarinnar
er útgáfustarfsemi. Gefin eru út
jarðfræðikort, gróður- og vistgerð-
arkort. Einnig er gefið út fuglatíma-
ritið Bliki, tímaritið Acta Botanica,
sem fjallar um grasafræði og ýmsar
rannsóknarskýrslur.
Úldnunarherbergi
Í stofnuninni er aðstaða fyrir vís-
indamenn og námsfólk til að vinna að
rannsóknum. Mikið rannsóknarsam-
starf er við Háskóla Íslands og fjölda
erlendra háskóla og möguleikar til
þess aukast nú til muna með bættri
aðstöðu.
Í Náttúrufræðistofnun eru marg-
ar spennandi vistarverur. Nokkra
forvitni vekur úldnunarherbergið
sem af tillitssemi er staðsett nokkuð
úr alfaraleið. Þar er hold utan af
beinum stærri dýra eins og hvala,
látið rotna. Annað rými, ekki síður
áhugavert, er Fágæta herbergið. Á
bak við eldtrausta hurð þess leynast
gersemar á borð við geirfuglinn, sem
íslenska þjóðin safnaði fyrir árið
1971, handrit að óútgefinni fuglabók
Benedikts Gröndal og gamlar dag-
bækur náttúrufræðinga.
Stofnunin lumar á ýmsum merk-
isgripum, sumum býsna fornum.
Elstu gripir safnsins eru steingerðar
risafurur frá Vestfjörðum, sem eru
um 13 milljóna ára gamlar.
Verkefnið endalausa
Fyrir nokkrum árum eyðilögðust
yfir 2.000 gripir í eigu Náttúrufræði-
stofnunar, þegar rafmagn var tekið
af frystigeymslu sem stofnunin
leigði. Þá glötuðust ýmsir gripir,
sem Jón Gunnar segir ómetanlega.
Slík óhöpp ættu að heyra sögunni til,
en í þremur safnaskálum nýja húss-
ins er raka- og hitastigs vel gætt.
Hver skáli um sig geymir tilteknar
tegundir sýna.
Í skála þurrsýna standa uppstopp-
uð dýr, ýmist framandi eða kunnug-
leg, í röðum á hillum. Við hlið smá-
vaxins refs liggur ógnvænleg slanga
af suðrænum slóðum og í kassa hvíla
nokkrir friðsælir svanir. Annar skáli
geymir svokölluð votsýni en það eru
ýmis sýni sem geymd eru í formalíni
og alkóhóli. Í þriðja skálanum eru
jarðfræðisýni.
„Við eigum eftir að ganga frá
þessu öllu,“ segir Jón Gunnar og
býst við margra mánaða vinnu við
frágang munanna. Það er líklega
ekki ofáætlað, en stofnunin á um
fimm milljónir muna. „Þessi vinna
tekur líklega aldrei enda, við erum
alltaf að fá nýja muni.“
Morgunblaðið/Eggert
Bjartsýnn Jón Gunnar Ottósson er forstjóri Náttúrufræðistofnunar. Hann bindur miklar vonir við möguleika nýja hússins sem lengi hefur verið beðið eftir.
„Náttúrufræðistofnun er
bráðnauðsynleg þjóðinni“
Nýtt hús styrkir starfsemi Náttúrufræðistofnunar Íslands
Sérhannaðir safnaskálar varðveita ómetanlega muni
Morgunblaðið/Eggert
Selur Margir heimsóttu Náttúrugripasafnið við Hlemm á árum áður. Nú er
safnkosturinn hjá Náttúrufræðistofnun.
Morgunblaðið/Eggert
Steinasafn Meðal merkustu muna stofnunarinnar eru steinasöfn Jónasar
Hallgrímssonar og Eggerts Ólafssonar.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010