Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 41
Helgi Valur & The Shemales - Electric Ladyboy Land bbbnn Helgi Valur Ásgeirsson á að baki giska fjölskrúðugan feril. Hann kvaddi sér fyrst hljóðs árið 2005 með Dem- ise of Faith, sem innihélt sakleysislega söngvaskálda- tónlist í ætt við Damien Rice. Hann átti svo eftir að venda kvæði sínu heldur betur í kross, fékkst við rapp- listina og í fyrra kom út platan The Black Man is God, The White Man is the Devil, þar sem mátti heyra einslags samslátt rapps og trúbadúramennsku („trapp“?). Og enn kveður við nýjan tón. Hér er á ferðinni nokkuð tor- kennilegt popp; rækilega útsett og með feitum hljómi, með strengjum og brassi og öllum græjum. En undir niðri slær þó hjarta trúbad- úrsins. Torkennilegt sagði ég, og þá í jákvæðri merkingu, sumt hér minnir á Jónas Sigurðsson en undirtónninn er þó dekkri. Það sem dregur plötuna niður er að þrátt fyrir oft og tíðum glúrnar hugmyndir og skemmtilega leiki með brass, strengi og útsetningar eru sum lögin fullflöt og lítt eftir- minnileg („Smoke the Past Away“ t.d.) og sumt af æringjasprellinu sem er potað inn virkar ekki. Hæsta fluginu nær Helgi svo í lokalaginu, „Wet Thick Sensual Lips“, skotheldur smellur sem ætti að eiga greiða leið í útvörp landsmanna ef eitthvert réttlæti er til. Friðrik Dór - Allt sem þú átt bbbbm Ég er að reyna að átta mig á þeim öflum sem valda því að ég fíla þessa plötu Friðriks Dórs í ræmur. Örvænting manns á fer- tugsaldri sem vill fylgjast með? (nei!). Naskt skynbragð Friðriks á hvað virkar og hvað virkar ekki í alvöru poppi (mjög líklega). Eða bara þessi ferski andvari sem ég finn við það að heyra eitthvað algerlega nýtt á íslenskum tónlistarmark- aði; eitthvað sem er á skjön við allt þetta gítarpopp, harðkjarna og arinelda- popp sem maður er vanur (ég held að svarið sé komið hér). Ég tek ofan fyrir Friðriki Dór fyrir að gefa út útúrtanað, hnakkavænt gæða „ruslpopp“ sem er auk þess „átótjúnað“ í drasl. Án þess að blikna. Það er ekki vottur af kaldhæðni í gangi hérna, og það svínvirkar. Lagatitlarnir eru hæfilega heilalausir og text- arnir auðvitað sömuleiðis. En mel- ódíurnar krækja í mann, hljóð- vinnsla er öll hin besta og þetta skammlausa „attititjúd“ sem Frið- rik býr yfir er heillandi. Hippster- arnir geta þóst fíla þetta af því að þetta fer í heilhring (í þeirra heimi) en þeir sem eru ekki jafn uppteknir af slíku geta fílað þetta fyrir það sem þetta er. Skiptir engu, platan gengur upp í báðum tilfellum. Svo ég vitni í sjálft skáldið: „Hann er alveg með’etta!“ Gildran - Vorkvöld bbbmn Við endaðan níunda áratuginn var mosfellska rokksveitin Gildran hiklaust með allra bestu rokk- sveitum lands- ins. Geysiþétt, vopnuð ástríðu- fullu og „stóru“ rokki sem minnti á köfl- um á U2 og var skýrasta birt- ingarmynd þess á hinni stórgóðu Hugarfóstur frá 1988, sem var önnur plata sveitarinnar. Hér er á ferðinni upptaka frá 30 ára afmælistónleikum sveitarinnar sem haldnir voru í vor, í Hlégarði að sjálfsögðu. Bústinn pakki, með 20 lögum sem endast í alls 78 mín- útur og fara Gildrumenn yfir allan ferilinn. Byrja t.a.m. á titillagi Huldumanna, fyrstu plötu sveit- arinnar. Elsta efni sveitarinnar kemur langbest út, lög eins og „Snjór“, „Mærin“ og „Ævisagan“ eru sí- gild. Haganlega samin og drama- tísk rokklög með innihaldsríkum textum bornum uppi af tjáningar- ríkri og sterkri söngrödd Birgis Haraldssonar. Frábær rokksöngv- ari þar á ferð. Þegar líða fór á ferilinn hristu Gildrumenn alvarleikann aðeins af sér og slettu meira úr klaufunum, sem fer þeim svona og svona verð ég að viðurkenna og lagatitlar eins og „Steggjastuð“ og „Chicas“ segja sína sögu. En fyrst og síðast er þetta vel til fallinn minnisvarði um frábæra sveit og góður andi tónleikanna svífur fallega um hljóðrásirnar. Fyrir Gildruóða má geta þess að í lok plötunnar er að finna nýja hljóðritun, „Blátt blátt“. GRM - MS bbbmn Megas. Rúnar Þór. Gylfi Æg- isson. Manni féllust hálfpartinn hendur þegar maður las að þessir þrír meistarar, sem hafa allir sem einn siglt glæsilega á milli skers og báru á skraut- legri vegferð um lífið, væru að leggja sam- an í plötu. Eitt var á hreinu, út- koman gæti bara verið á tvo vegu: Annað hvort yrði þetta argasta hörmung eða argasta snilld. Hún datt svo í seinni flokkinn, þó að þetta sé víðs fjarri því að vera eitthvert tímamótaverk. Fyrst og síðast er þetta skemmtileg plata, þessir þrír meistarar tækla sína lagabálka í sameiningu, skiptast á línum og forsöng og það er auð- heyranlegt að það var gaman að gera þessa plötu. Maður sér þá fyrir sér skellihlæjandi á milli upptakna. Að heyra Gylfa opna lag Megas- ar „Spáðu í mig“ er t.a.m. unun á að hlýða. Og ekki er síðra að heyra Megas syngja lag Gylfa, „Út á gólfið“ með sínu lagi. Óborganlegt er orð sem er ekki nógu sterkt. Megas lyftir „Minn- ingu um mann“ upp á annað plan með sinni mögnuðu rödd. Bræðurnir Albert og Magnús Ásvaldssynir, sem eiga rætur í þungarokki, sjá svo til þess að undirspilið er rífandi rokkað, í takt við stemninguna. Stundum borgar sig bara að kýla á það. Cliff Clavin - The Thiefs’s Manual bbbmn Cliff Clavin er að verða fjögurra ára gömul sveit en þetta er henn- ar fyrsta plata. Skemmst frá að segja er þetta tilkomumikill frum- burður rokksveitar, fullt af hlutum á sínum stað sem gefa til kynna að bandið sé vel þétt og saman- hrist ef svo mætti segja. Tónlist sveitarinnar er ný- bylgjurokk af harðari gerðinni; melódískt þó og eyrnavænt og mætti jafnvel sjá fyrir sér yngri og hvassari Diktu. Stíllega séð er víða sótt fanga; bæði í breskt rokk (Editors, Placebo) og bandarískt (það er nettur síðgruggs- keimur af þessu og sömu- leiðis nýþungarokks, Deftones koma t.d. upp í hugann). En að þessu öllu sögðu ná Cliffarar þó að knýja fram sinn séríslenska tón, það er eitthvað sem erfitt er að útskýra á blaði, það bara er einhvern veginn. Spilamennskan er eiturþétt og söngur prýðilegur. Gagnrýnis- punktar sem má tiltaka eru þeir að lögin verða fulleinsleit er á líð- ur. Í þessu bandi er auðheyr- anlega máttur og gróska til að taka þetta upp á næsta stig. En slíku er einfaldlega ekki að heilsa á fyrstu plötum sveita, svona oft- ast nær, þar sem menn eru enn að slípa sig til. En svo ég dragi þetta saman, skotheldur frumburður frá einkar efnilegri rokksveit sem hefur allt að vinna og engu að tapa. Virðing „Ég tek ofan fyrir Friðriki Dór fyrir að gefa út útúrtanað, hnakka- vænt gæða „ruslpopp“ sem er auk þess „átótjúnað“ í drasl,“ segir Arnar. Íslenskar plötur Arnar Eggert Thoroddsen | arnart@mbl.is Hér getur að líta gagnrýni á nýútkomnar íslenskar plötur af hinu og þessu tagi HHHH T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHHH - Leonard Maltin HHHH - Boxoffice Magazine HHHH - Wall Street Journal SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI HHHH - SJÁÐU/STÖÐ 2 HHHH - H.S. MBL HHHH - R.E. FBL HHHH - T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHH - Ó.H.T. – RÁS2 SÝND Í EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI 7 Steve Carrell og Paul Rudd fara á kostum ásamt Zach Galifianakis sem sló eftirminni- lega í gegn í “The Hangover” SÝND Í ÁLFABAKKA 14.000 gestir SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI7 SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI Stephen King segir: „Það gildir einu hvort að þú sért unglingur eða kvikmyndaáhugamaður á fimmtugsaldri, þú verður dolfallinn.”. KODI SMIT-MCPHEE CHLOE GRACE MORETZ RICHARD JENKINSSÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL T H E C I R C L E T O U R S Ý N D I R Í D I G I T A L G Æ Ð U M Í S A M B Í Ó U N U M K R I N G L U N N I Í K V Ö L D K L . 2 0 . 0 0 M I Ð A S A L A Á H T T P : / / M I D I . I S / B I O / 1 0 / 2 7 8 9 Aðeins þessi eina sýning BONJOVI-THECIRCLETOUR Tónleikar kl.8 L DUEDATE kl. 8 - 10:20 10 RED kl. 10:30 12 ÆVINTÝRISAMMA-3D ísl. tal kl. 63D L THESWITCH kl. 5:50 - 8 10 LEGENDOFTHEGUARDIANS enskt tal kl.5:503D 7 THETOWN kl. 10:20 16 / KRINGLUNNI DUE DATE kl.8 -10:20 10 RED kl.8 -10:20 12 / SELFOSSI ÆVINTÝRI SAMMA ísl. tal kl. 63D 7 DUE DATE kl. 8 - 10:10 7 RED Síðustu sýningar kl. 8 - 10:10 12 ALGJÖR SVEPPI OG... kl. 6 L / AKUREYRI MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.