Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 44
Mikil eftirvænting ríkir meðal stuðningsmanna þýska handknattleiksliðsins TV Emsdetten vegna komu Sigfúsar Sigurðssonar til þess. Miðasala á næsta heimaleik hefur heldur bet- ur tekið kipp og hafa um 2.000 manns tryggt sér aðgang að leiknum. „Menn bíða spenntir eft- ir að sjá tröllið,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Emsdetten. 1 Sigfús laðar að áhorfendur Sigurganga Hamars í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik heldur áfram. Í gær vann Hamarsliðið Keflvíkinga í Keflavík í miklum baráttuleik tveggja efstu liðanna en hvorugt lið hafði tap- að leik þegar kom að viðureigninni. Haukar lentu í basli með neðsta lið deildarinnar, Fjölni, KR vann Njarðvík og Snæfell átti ekki í teljandi vandræð- um með Grindavík á heimavelli. »4 Hamar sótti sigur í greipar Keflvíkinga María Ben Erlingsdóttir, landsliðs- kona í körfuknattleik, fékk sérstaka heiðurstilnefn- ingu á dögunum fyrir leik sinn með UTPA- skólanum í Texas. Viðurkenningin ætti að vera góð auglýsing fyrir Maríu sem er á sínu lokaári í skólanum. „Ég stefni á atvinnu- mennsku í Evrópu að þessu tímabili loknu þannig að það er frábært að fá þessa viður- kenningu,“ sagði María í viðtali við Morgunblaðið. »3 María Ben vekur athygli í boltanum vestanhafs FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 315. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218 1. Brjóstin blekktu neytanda 2. Segir að auðmaðurinn hafi gefið 3. Þórhalli Jósepssyni sagt upp 4. Myrtu son sinn og hentu í brunn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sjónvarpið sýnir nýja, íslenska gamanþætti, Tríó, í mars og febrúar á næsta ári. Fjalla þeir um fertugan blaðbera sem býr hjá móður sinni en aðalleikarinn er Bergur Þór Ingólfs- son. »38 Morgunblaðið/Kristinn Nýir gamanþættir á RÚV á næsta ári  Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari og hljómsveitin Deep Purple Tribute halda í kvöld tón- leika á skemmti- staðnum Sódómu Reykjavík og verða þar fluttir margir þekktir slagarar þungarokks- sveitarinnar Deep Purple. Tónleikarn- ir hefjast kl. 22 og fer miðasala fram við dyrnar. Deep Purple Tribute og Eyþór Ingi  Danski dansarinn Sonny Fredie- Pedersen verður með danssmiðju í líkamsræktarstöðinni World Class í Laugardal, 12. og 13. nóvember nk. Smiðjan hefst kl. 18.30 fyrri daginn og kl. 13 þann seinni. Pedersen rekur dansstúdíó í heimalandi sínu og mun kenna hipphopp og house dans. Dansað með Sonny Fredie-Pedersen Á föstudag Norðaustan átt 8-15 m/s og víða dálítil él, einkum norðanlands, en yfirleitt þurrt og bjart um landið suðvestanvert. Frost 0 til 5 stig. Á laugardag Minnkandi norðanátt og dálítil él norðantil en yfirleitt bjart sunnantil. Kóln- andi veður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 13-18, en 18-23 suðaustanlands. Él norðan- og aust- antil en bjart með köflum á Suður- og Suðvesturlandi. Frost 0 til 7 stig. VEÐURÍÞRÓTTIR Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Náttúrufræðistofnun Íslands hefur staðið í stórræðum að undanförnu. Þessi 121 árs gamla stofnun flutti fyrir skömmu í nýtt húsnæði, það fyrsta sem sérstaklega er sniðið að þörfum hennar. Þar með lauk hálfr- ar aldar bið stofnunarinnar eftir var- anlegu húsnæði, en hún hefur verið í bráðabirgðahúsnæði fram til þessa. Nýja húsið er um 3.500 fermetrar að stærð. Hluti starfseminnar fer fram á Akureyri og þar er þunga- miðjan í plönturannsóknum stofn- unarinnar. Sjávarsvampar í Danaveldi Að sögn Jóns Gunnars Ottós- sonar, forstjóra Náttúrufræðistofn- unar, fela flutningarnir í sér gjör- byltingu í rannsóknum, fræðslu, fræðilegu samstarfi og varðveislu gripa. Flutningarnir voru nokkuð um- fangsmiklir, enda eru yfir fimm milljónir gripa í eigu stofnunarinnar. Nokkrir af mununum eru ekki enn komnir á nýja staðinn, til dæmis er veglegt safn íslenskra sjávarsvampa enn í vörslu danska náttúrugripa- safnsins. „Við höfum þurft að geyma þá þarna úti vegna þess að við höfum ekki haft aðstöðu til að geyma þá hérna heima. En nú breytist það,“ sagði Jón Gunnar. Sérstakur hópur Starfsemi stofnunarinnar er fjölbreytt, en meginhlutverkið er að skrásetja náttúru Ís- lands, vakta dýra- og plöntustofna og veita ráðgjöf, til dæmis varðandi virkjana- framkvæmdir og veiðar á dýrum. Einnig mælir Náttúru- fræðistofnun magn frjókorna í lofti. „Starfsmannahópurinn er fremur sérstakur,“ segir Jón Gunnar. „Önn- ur eins samsetning finnst líklega ekki á neinum öðrum vinnustað hér á landi. Hér vinna skordýrafræð- ingur, kortagerðarfólk, hamskerar, sveppafræðingar og fuglafræðingar, svo fátt eitt sé nefnt.“ Í nokkra áratugi starfrækti Nátt- úrufræðistofnun Íslands Náttúru- gripasafnið við Hlemm, þar sem berja mátti augum ýmsar gersemar. Safninu var lokað fyrir nokkrum ár- um og frá 2007 hefur sýningarþátt- urinn verið í höndum Náttúruminja- safns. Það er ekki enn komið á laggirnar og ekkert hefur verið fast- sett varðandi staðsetningu. MNáttúrufræðistofnun er »14 Sjávarsvamparnir heim  Fimm milljónir gripa fluttar í Heiðmörk Morgunblaðið/Eggert Rannsóknir Á Náttúrufræðistofnun eru meðal annars gerðar rannsóknir á plöntum og dýrum. Náttúrufræðistofnun Ís- lands rekur rætur sínar til ársins 1889 þegar Hið ís- lenska náttúrufræðifélag var stofnað. Fyrsti formað- ur félagsins var Benedikt Gröndal. Starfsemi félagsins er enn í fullum blóma, en tilgangur þess er að efla íslensk nátt- úruvísindi, glæða áhuga og auka þekkingu manna á öllu sem snertir náttúrufræði. Starfsemi Náttúrufræðistofn- unar er deildaskipt í samræmi við lög. Upplýsingadeild sér um vörslu og miðlun þekkingar og fræðslu- og vistfræðideild sinnir rannsóknum og vöktun á teg- undum dýra og plantna. Safna- og flokkunarfræðideild hefur umsjón með vísindasöfnum stofnunarinnar og tölvuskrán- ingu. Fjölbreytt starfsemi HIÐ ÍSLENSKA NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAG VAR UPPHAFIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.