Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2010
FRÉTTASKÝRING
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ríkisstjórnin hefur ekki mótað tillög-
ur um lausn á skuldavanda heimil-
anna. Skýrsla sérfræðingahóps um
mismunandi leiðir var kynnt ráðherr-
um ríkisstjórnarinnar og fulltrúum
stjórnarandstöðunnar í gær og hún
verður rædd á stórum fundi með
fulltrúum hagsmunaaðila í dag.
„Við þurfum að velja leiðir í fram-
haldi af því, þegar við sjáum hvernig
þessir aðilar bregðast við,“ segir Guð-
bjartur Hannesson, félagsmálaráð-
herra. Hann vill ekki tjá sig um það
hvaða leið hann telur skynsamlegast
að fara. Flest úrræðin grundvallast á
þátttöku lánveitenda.
Margir yfirveðsettir
Sérfræðingahópurinn telur að
10.700 heimili séu í greiðsluvanda eða
tæplega 15% heimila með fasteigna-
veðlán en 11% allra þeirra sem eiga
fasteignir því nokkur hópur er skuld-
laus. Við útreikninginn er ákveðið
neysluviðmið lagt til grundvallar en
það ræður mjög útkomunni um það
hversu margir eru taldir í vandræð-
um. Um helmingur þeirra sem eiga í
greiðsluvanda skuldar meira en nem-
ur verðmæti fasteignar.
Hópurinn reiknaði út nokkrar leið-
ir til lausnar vandanum. Annars veg-
ar hvað aðgerðin myndi kosta og hins
vegar hvað margir myndu komast úr
sínum vanda.
Niðurstöðurnar koma fram á töfl-
unni. Lækkun vaxta niður í 3% sýnist
skila mestum árangri en er jafnframt
dýrasta leiðin. Sértæk skuldaaðlögun
í þeim anda sem bankarnir nú bjóða
myndi einnig hjálpa mörgum. Hún er
talin kosta 18-26 milljarða ef allir
nýttu hana.
Flöt lækkun skulda um 15,5% sem
Hagsmunasamtök heimilanna hafa
barist fyrir myndi kosta 185 milljarða
og bjarga 21% þeirra sem nú eiga í
greiðsluvanda, að mati sérfræðinga-
nefndarinnar.
Ekki hægt að bjarga öllum
Skýrsluhöfundar taka fram að eng-
in ein leið megnar að koma öllum til
bjargar. Einnig sé ljóst að einhverj-
um verði ekki bjargað, allt að 3500
fjölskyldum. Guðbjartur Hannesson
segir að leysa þurfi vanda þess fólks
með sérstökum aðgerðum í húsnæðis-
málum, til dæmis með leiguhúsnæði,
kaupleigu eða félagslegu húsnæði.
Eftir að velja leiðir til lausnar
Sérfræðingar áætla að 10.700 heimili séu í greiðsluvanda vegna íbúðarlána Engin ein leið leysir
vanda allra Flöt lækkun skulda kostar 185 milljarða Ekki hægt að bjarga öllum úr skuldabasli
Morgunblaðið/Eggert
Fundað Stjórnmálamenn ræða við lánveitendur og ýmsa sem hagsmuna
eiga að gæta, um skuldavanda heimilanna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Fé-
lagsmálaráðherra fékk ákveðin skilaboð við stjórnarráðið í gær.
Samanteknar niðurstöður
• Sértæk skuldaðlögun
• Flöt lækkun skulda um 15,5%
• Niðurfærsla skulda m.v.
upphaflega lánsfjárhæð
• Lækkun skulda að 110%
vermæti eigna
• Lækkun skulda að 100%
verðmæti eigna
• Stiglækkandi niðurfærsla
skulda að 90% af
verðmæti eigna
• Hækkun vaxtabóta
• Lækkun vaxta í 3%
Kostnaður í
milljörðum króna
18-26
185
155
89
125
150
2 á ári/40 ef varanlegar
24 á ári/240 ef varanlegt
Fækkun heimila í vanda
eftir aðgerð
2.100 (29,5%)
1.500 (21,0%)
1.250 (17,6%)
900 (12,6%)
1.250 (17,6%)
1.450 (20,5%)
1.450 (20,5%)
2.600 (36,3%)
„Það er mikil-
vægt að við er-
um loksins kom-
in með út-
reikninga til að
átta okkur á því
hvernig málið
er vaxið. Við
höfum kallað
lengi eftir því,“
segir Ólöf Nor-
dal, varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins.
„Það er engin ein leið til lausn-
ar. Vandi fjölskyldnanna er svo
ólíkur,“ segir Ólöf. Hún segir
mikilvægt að gripið verði til
raunhæfra aðgerða sem nýtist og
kostnaðurinn leggist ekki á fjöl-
skyldurnar seinna í formi hærri
skatta.
Þá segir hún að sumt af því
sem fram komi í skýrslunni rími
vel við það sem sjálfstæðismenn
hafa lagt til, til dæmis auknar
vaxtabætur sem gætu mætt vanda
hluta þessa hóps.
Engin ein leið sem
leysir vandann
Ólöf Nordal
Sigmundur Dav-
íð Gunnlaugs-
son, formaður
Framsóknar-
flokksins, segir
að í skýrslu
starfshópsins
vanti raunveru-
lega útreikninga
á mismunandi
leiðum, það sem
hann hafi talið
að vinnan ætti að snúast um. Ekki
sé tekið tillit til þess sem þegar sé
búið að afskrifa í bönkunum og
efnahagslegra áhrifa.
„Það vantar hver er nettókostn-
aðurinn við þessar leiðir.“
Sigmundur telur að niðurstöð-
urnar bendi til að enn sé mikill
munur á því hvað ríkisstjórnin og
hluti stjórnarandstöðunnar telji
rétt að gera og veltir því fyrir sér
hvort stjórnarandstaðan hafi ver-
ið að láta forsætisráðherra draga
sig á asnaeyrunum allan þennan
tíma.
Vantar raunverulega
útreikninga á leiðum
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Orkuveita Reykjavíkur og japanska
stórfyrirtækið Mitsubishi Heavy
Industries undirrituðu í apríl sl. sam-
starfsyfirlýsingu um nýtingu jarð-
hita á heimsvísu. Í kjölfarið undirrit-
uðu forystumenn átta fyrirtækja sem
starfa við jarðhitanýtingu hér á landi
samning um að starfa saman að jarð-
varmaverkefnum erlendis. Lítið hef-
ur gerst í þessum málum hér á landi
að undanförnu, en Guðlaugur Gylfi
Sverrisson, fyrrverandi stjórnarfor-
maður OR, segir gífurleg tækifæri
felast í samstarfinu og að ekki megi
hika mikið lengur í þessum efnum.
„Nú blasir við að það verða engin
almennileg verkefni í jarðhita á
næstu árum á Íslandi. Talað er um að
læknarnir séu að fara út, Jarðboranir
að pakka og fara með alla borana og
mikil hætta að verkfræðistofurnar
missi fólk með sérþekkingu á jarð-
hita úr landi á næstu misserum.“
Guðlaugur segir jarðhita vera víða
í heiminum og að ekki sé búið að nýta
nema brotabrot af honum. Tækifær-
in leynist því víða. „Það stendur til að
auka nýtingu jarðhita um 25% í Jap-
an. Þar er heitt vatn ekki nýtt til að
hita upp húsnæði þannig að þeir vilja
koma þessu af stað. Þeir hafa þó ekk-
ert gert í 12 eða 15 ár svo þekkingin
er að tapast þar.“
Kemur með þekkinguna
Guðlaugur segir Japana taka sam-
starfið alvarlega og hafi þeir nú þeg-
ar rutt úr vegi flestum þeim hindr-
unum sem voru innan
stjórnsýslunnar til að klasi á við
þennan geti sótt í opinbert japanskt
áhættufé. Í því ljósi segir hann það
muni kosta 25 milljónir á ári, eða 2 til
4 milljónir á fyrirtæki, að koma þessu
almennilega af stað, þ.e. finna verk-
efni í öðrum löndum.
„Orkuveitan gæti aldrei komið
með áhættufé, bara þekkingu. Við er-
um sérfræðingar í að finna heitt vatn
og segja til hversu mikið væri hægt
að vinna líkast til úr svæðinu. Við
getum svo hannað þetta verkfræði-
lega, en að smíða búnað kunnum við
ekki, og að fjármagna alls ekki.“ Guð-
laugur segist vita til þess að íslenskar
verkfræðistofur hafi sýnt samstarf-
inu áhuga, en vandinn sé sá að ef
Orkuveitan hreyfi sig ekki fari eng-
inn fram fyrir þá hér á landi. hugrun-
@mbl.is
Ekki má hika mikið lengur í
jarðhitaverkefnum erlendis
Segir einungis brotabrot af jarðhita nýtt í heiminum
Þór Saari gagn-
rýnir að starfs-
hópurinn líti á
niðurstöðu sína,
til dæmis við al-
menna skulda-
leiðréttingu,
sem hreinan
kostnað en taki
ekki tillit til
þess að lánin
muni aldrei innheimtast að fullu.
Þór segir slæmt að ríkisstjórnin
hafi ekki kjark til að móta sjálf
stefnuna í þessum málum heldur
ætli að láta sérhagsmunahópum
það eftir eins og allt bendi nú til
að gert verði. Hann vekur athygli
á því að lánasöfn bankanna hafi
verið færð verulega niður. Þá
hafi lífeyrissjóðirnir og aðrir fjár-
festar fengið 128 milljarða í verð-
bætur af verðtryggðum húsnæð-
isbréfum heimilanna frá
ársbyrjun 2008 og ekkert sé að
því að þeir skili helmingnum til
baka.
Hafa ekki kjark til
að móta stefnuna
Þór Saari
„Vinna mín í sér-
fræðingahópnum
breytti ekki
þeirri skoðun
minni að það eigi
að fara í ein-
hverja útfærslu á
flatri niður-
færslu, ásamt
öðrum aðgerðum
til viðbótar. Það
er þannig með
þessar leiðir að þær leysa takmark-
aðan vanda en skilja annan eftir,“
segir Marinó G. Njálsson, stjórn-
armaður í Hagsmunasamtökum
heimilanna. Hann hyggst senda frá
sér sérálit.
Marinó telur að bankarnir hafi
svigrúm til mikillar niðurfellingar
skulda. Það hafi meðal annars kom-
ið fram í gögnum Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins. Þá bendir hann á að
bankarnir hafi fengið 420 milljarða
kr. afslátt af lánum heimilanna við
yfirfærslu þeirra frá gömlu bönk-
unum.
Telur að fara eigi
í flata niðurfærslu
Marinó G.
Njálsson
Biskupsstofa hef-
ur sent frambjóð-
endum til stjórn-
lagaþings bréf
vegna skoðana-
könnunar um af-
stöðu þeirra til
62. greinar
stjórnarskrár-
innar, sem fjallar
um samband rík-
is og kirkju. Afstaða frambjóðend-
anna verður birt á vef kirkjunnar
þegar hún liggur fyrir.
Fram kemur á vef kirkjunnar,
að með þessu vilji Biskupsstofa
gefa frambjóðendum færi á að
kynna viðhorf sín til þessa máls og
leggja sitt af mörkum til upp-
lýstrar umræðu í aðdraganda
kosninganna. Þegar hefur borist
fjöldi ítarlegra svara og verða
fyrstu svörin birt á vef þjóðkirkj-
unnar á morgun.
Kanna við-
horf fram-
bjóðenda
Íslensk-japönsk ráðstefna um
jarðhitaorku verður haldin í Jap-
an hinn 16. nóvember næstkom-
andi. Þátttaka er mjög góð og
fjöldi íslenskra fulltrúa úr jarð-
hitageiranum sækir ráðstefn-
una. Þeirra á meðal er Helgi Þór
Ingason, forstjóri OR. Hann seg-
ir samstarfið við Mitsubishi
ekki sérstaklega vera til um-
ræðu á ráðstefnunni, en að
fundað verði með fyrirtækinu
auk fjölda annarra aðila.
Fundað með
Mitsubishi
JAPAN ICELAND
GEOTHERMAL FORUM 2010