Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 HE IÐMÖRK V IÐE Y Handprjónuð dömu húfa úr 100% ull. Einnig til rauð, fjólublá, svört og drapplituð. húfa húfa V ÍK Léttir og liprir Power Stretch® hanskar. Einnig til rauðir. Handprjónuð húfa með vindþéttu eyrnabandi að innan. Einnig fáanleg í svörtu, gráu, dökkgrænu, bláu og hvítu. hanskar Verð: 5.900 kr. Verð: 5.900 kr.Verð: 5.500 kr.Stærðir: XS-XL Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Það hefur aldrei fyrr verið ís-lenskur barnamatur á mark-aði, aðeins verið boðið upp á erlent hráefni. Kátir kroppar er fyrstur sinnar tegundar hér á landi,“ segir Þórdís Jóhannsdóttir sem ásamt vinkonu sinni Guðrúnu Stefánsdóttur þróaði barnamatinn Kátir kroppar sem kom á markað í vikunni. Kátir kroppar er mauk unnið úr íslensku hráefni, án viðbætts sykurs og allra aukaefna. „Ég og Guðrún höfðum báðar verið með þessa hugmynd í kollinum í svolítinn tíma enda eigum við báð- ar tvö börn sem við erum búnar að vera að mauka ofaní. Við vorum ekki ánægðar með það sem var á mark- aði, að geta bara fengið niðursoðna erlenda vöru. Þannig að við samein- uðum krafta okkar og slógum til. Ég er meistaranemi í iðnaðarverkfræði og þar af leiðandi á fullu í nýsköp- unarverkefnum í skólanum og Guð- rún er hjúkrunarfræðingur og vinn- ur mikið með börnum,“ segir Þórdís. Þróun og markaðssetning Kátra kroppa var samþykkt sem meist- araverkefni hennar í iðnaðarverk- fræðinni. „Fyrsta skrefið hjá okkur eftir að við fórum af stað var að tala við Innovit sem ráðleggur varðandi ný- sköpunarverkefni. Þar var mér bent á Matarsmiðju Matís á Höfn í Horn- arfirði. Þar gerðum við prufur og í framhaldi efna- og örverumælingar sem komu vel út. Þá fór boltinn að rúlla. Þeir hjá Sölufélagi garðyrkju- mann voru búnir að vera með svip- aðar hugmyndir að barnamat þann- ig að það kom vel út að þeir myndu framleiða þetta fyrir okkur. Græn- metið er frá Sölufélagi garðyrkju- manna og Í einum grænum fram- leiðir maukið en það er dótturfélag Sölufélagsins,“ segir Þórdís og bæt- ir við að allir hafi verið mjög já- kvæðir gagnvart þessari hugmynd og fundist vera þörf á íslenskum barnamat. Ferskara frosið Ólíkt því sem flestir þekkja er maukið frosið, ekki niðursoðið í krukku. „Við veltum því svolítið vel fyrir okkur hvort það ætti að vera frosið eða niðursoðið en það er einfaldara ferli að frysta það. Þá er líka betri varðveisla á næringarefnum og var- an er ferskari. Það þarf fyrir vikið að affrysta hana en við teljum að fólk vilji fá það besta sem völ er á. Þetta er íslenskt og ferskara en ella, það eru engin aukefni, aðeins hreint grænmeti,“ segir Þórdís. Maukið er ætlað börnum frá sex mánaða aldri og er hægt að fá fjórar bragðtegundir. Einnig hentar það vel út í hina ýmsu matseld fyrir eldri börn, eins og í lasagne og aðra hakkrétti, í fiskrétti, til að þykkja súpur, í fyllingu í skinkuhorn og sem rófustappa með slátri. „Við leggjum mikla áherslu á að það sé hægt að nota vöruna út í mat- seld. Þá er hægt að fela grænmetið fyrir börnum sem eru lítið fyrir grænmeti og koma þeim upp á lagið með að borða það og þau hin, sem finnst grænmeti gott, fá alla nær- inguna,“ segir Þórdís. Kátir kroppar fæst sem stend- ur aðeins í Fjarðarkaupum í Hafn- arfirði en að sögn Þórdísar vonast hún og Guðrún til að varan verði komin víðar innan skamms. Kátir kroppar fyrir káta krakka Kominn er á markað fyrsti íslenski barnamaturinn, unninn úr íslensku grænmeti og án allra aukefna. Nefnist hann Kátir kroppar og eru það vinkonurnar Þórdís Jóhannsdóttir og Guðrún Stefánsdóttir sem eiga heiðurinn af honum. Frumkvöðlar Þórdís og Guðrún hafa sett íslenskan barnamat á markað. Kátir kroppar Maukið er frosið og fyrir vikið ferskt og næringarríkt. Hægt er að nálgast uppskriftir og upplýsingar um vöruna á heimasíðunni www.katirkroppar.is. Vefsíðan Jólastjarnan.net er sér- hönnuð fyrir jólabörn og aðra sem vilja koma sér í jólastuð. Um er að ræða netútvarpsstöð sem sendir út ár hvert á aðventunni. Markmið stöðvarinnar er að færa Íslendingum nær og fjær alvöru-íslenska jóla- stemmingu. Allir þeir sem koma að stöðinni gefa vinnu sína og ef einhver hagnaður er af rekstri stöðvarinnar er hann gefinn til góðgerðamála, hversu fallegt og jólalegt er það ekki? Vegna Jólastjörnunnar geta jóla- börn nú hlustað á fjölbreytt jólalög þegar þeim hentar, t.d. í vinnunni ef unnið er fyrir framan tölvu því þetta er jú netútvarpsstöð. Komið ykkur í jólaskap með Jóla- stjörnunni. Vefsíðan www.jolastjarnan.net Reuters Fyrir jólabörn Netútvarpsstöð sem spilar eingöngu jólalög á aðventunni. Leikur eingöngu jólalög Ætlar þú nokkuð að fara í jólakött- inn? Það er ekkert of snemmt að fara að huga að jólafötunum. Það er ekki gaman að fatta það klukkan hálf sex á aðfangadag að þú getur ekki hneppt hvítu skyrtunni að þér, að það er rauðvínsblettur á pilsinu eða að jólaskórnir eru orðnir of litlir á hana Gunnu litlu. Það er enginn að segja að þú þurfir að kaupa þér ný föt, bara að athuga hvort fínu fötin eru ekki í lagi eða þurfi á hreinsun að halda og þá er nú ekki seinna vænna en að fara með þau í næstu efnalaug ef þau eiga að vera komin tímanlega fyrir jól. Endilega … … hugið að jólafötunum Tilbúin Betra að vera með allt í tíma. Á Skólavörðustíg 14 hefur verið opn- uð sölusýning undir heitinu Eitthvað íslenskt þar sem hönnuðir, listiðn- aðar- og handverksfólk, hver með sitt, sýna og bjóða úrval af sínum vörum. Finna má gjörólíkar vörur og verk úr gleri, ull, silki, leir, tré, postulíni, stáli, lérefti, flís, pappír o.fl. Hluti sýningarinnar breytist suma daga, barnakrókur er á svæðinu og ljós- myndasýning og fleira verður allan tímann á neðri hæðinni. Meðal þátttakenda eru: Nadine- glerperlur, Volcano-Iceland, Hafdís Brands, Rannveig Tryggva, Laufey Jens, Sigrún Lára Shanko, Kristján Maack, Katrín og Stefán, Fafutoys, Sæunn Þorsteins, Eva Vilhelms, Heggur, Adrian Sölvi o.fl. Fram til 15. des er opið alla daga kl. 10-18 og eftir það kl. 10-22 til jóla. Handverk og hönnun Eitthvað íslenskt Opið er fram að jólum á Skólavörðustígnum. Eitthvað íslenskt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.