Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 19
ÞIÐ ERUÐ OKKAR HVATNING Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands 2010 voru afhent við hátíðlega athöfn síðastliðinn föstudag. Verðlaunin hlutu að þessu sinni: Harpa Dísa Harðardóttir, í flokki einstaklinga, fyrir metnaðarfullt starf við gerð orlofs- húss með góðu aðgengi fyrir fatlað fólk og áralanga baráttu fyrir réttindum þess. Reykjadalur, í flokki fyrirtækja og stofnana, fyrir ötult starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna með rekstri sumarbúða og helgardvalar að vetri. Margrét Dagmar Ericsdóttir, í flokki umfjöllunar og kynningar, fyrir kvikmyndina Sólskinsdrengurinn, sem aukið hefur skilning almennings á margbreytileika einhverfu og er aðsóknarmesta heimildarmynd íslenskrar kvikmyndasögu. Við hjá Íslenskri getspá óskum verðlaunahöfunum hjartanlega til hamingju með þessa verðskulduðu viðurkenningu. WWW.LO TTO.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.