Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 19
ÞIÐ ERUÐ
OKKAR HVATNING
Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands 2010 voru afhent við hátíðlega
athöfn síðastliðinn föstudag.
Verðlaunin hlutu að þessu sinni:
Harpa Dísa Harðardóttir, í flokki einstaklinga, fyrir metnaðarfullt starf við gerð orlofs-
húss með góðu aðgengi fyrir fatlað fólk og áralanga baráttu fyrir réttindum þess.
Reykjadalur, í flokki fyrirtækja og stofnana, fyrir ötult starf í þágu fatlaðra barna og
ungmenna með rekstri sumarbúða og helgardvalar að vetri.
Margrét Dagmar Ericsdóttir, í flokki umfjöllunar og kynningar, fyrir kvikmyndina
Sólskinsdrengurinn, sem aukið hefur skilning almennings á margbreytileika einhverfu
og er aðsóknarmesta heimildarmynd íslenskrar kvikmyndasögu.
Við hjá Íslenskri getspá óskum verðlaunahöfunum hjartanlega
til hamingju með þessa verðskulduðu viðurkenningu.
WWW.LO
TTO.IS