Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 JÓLAPRÝÐI PÓSTSINS 2010 Jólaprýði er fallegt jólaskraut fyrir heimilið og tilvalið í jólapakkann. Sveinbjörg Hallgrímsdóttir myndlistar- maður á Akureyri er höfundur jólaóróanna og jólafrímerkjanna 2010. Jólaóróarnir eru seldir 4 saman í pakka á kr. 3.100 og stakir í pakka á kr. 850. Seltjarnarneskaupstaður er fyrir sitt leyti tilbúinn til að ráðast ein- hliða í að endurreisa sjóvarnargarð fyrir framan Nesveg 107, að sögn Arnar Þórs Halldórssonar, skipu- lagsstjóra Seltjarnarness. Enn sé þó vonast eftir að sátt náist við húseig- andann um nauðsynlegar fram- kvæmdir. Eigandi hússins við Nesveg 107, eða öllu heldur einkahlutafélagsins sem á húsið, er Guðmundur Krist- jánsson, útgerðarmaður í Brimi. Hann lét í leyfisleysi ryðja niður sjó- varnargarðinum fyrir framan húsið sitt árið 2009 og setja eins konar brimbrjót í fjöruna fyrir framan. Örn Þór segir að húseigandinn hafi lagt fram tillögur að nýrri lausn við Siglingastofnun sem stofnunin hafi samþykkt fyrir sitt leyti. Honum hafi á hinn bóginn ekki tekist að fá samþykki frá með- lóðarhafa á nærliggjandi lóð vegna framkvæmdanna. Því liggi ekki fyr- ir samþykkt tillaga að nýjum sjó- varnargarði. Örn Þór segir að í til- lögunni hafi verið gert ráð fyrir allbreiðri rennu niður í fjöru en jafnframt að lóðin yrði stækkuð út í sjó og næði að hluta yfir á næstu lóð. Einnig hafi verið lögð fram til- laga að framkvæmdum sem rúmast allar innan umræddrar lóðar. Nauðsynlegt sé að ráðast í fram- kvæmdir fljótlega enda sé allra veðra von. Örn Þór segir að í sjálfu sér sé eðlilegt að íbúar á sjávarlóðum vilji komast ofan í fjöru og málið hafi hreyft við yfirvöldum. Verið sé að kanna hvernig megi breyta sjávar- varnargörðum þannig að auðveld- ara sé fyrir almenning að komast ofan í fjörur á Seltjarnarnesi. Vonast eftir að sátt náist  Kannað hvernig megi auðvelda aðgengi að fjörum Morgunblaðið/Ómar Brimvörn Stuttu áður en varnargarðinum var að hluta rutt í burtu hafði Siglingastofnun bætt í garðana. Tæplega 40 milljónir króna söfn- uðust í þjóðarátakinu Á allra vörum, sem fram fór í sumar. Átak- ið vakti athygli hvarvetna en í ár var því ætlað að safna fé til styrktar kaupum á nýju húsnæði Ljóssins, endurhæfingar og stuðnings- miðstöð fyrir fólk sem fengið hefur krabbamein. Tugir þúsunda manna tóku þátt í átakinu með kaupum á varaglossi frá DIOR, auk þess sem ráðist var í sérstakan söfnunarþátt á Skjá einum þar sem um 33.000.000 kr. söfnuðust. Tómas Hallgrímsson og Erna Magnúsdóttir frá Ljósinu tóku í gær við tæplega 40 milljónum frá Gróu Ásgeirsdóttur, Elísabetu Sveinsdóttur og Guðnýju Páls- dóttur. 40 milljónir til Ljóssins Fjölgun námsstaðna í heimilislækn- ingum er talin ein áhrifaríkasta leið- in til þess að draga úr læknaskorti og styrkja heilsugæsluna. Árlega þurfa að bætast við 10 til 12 heimilislæknar til þess að halda í horfinu en til að styrkja heilsugæsluna enn frekar þyrfti að bæta við 8 til 10 læknum til viðbótar á hverju ári. Til þess að ná þessum markmiðum þarf því að taka 20 lækna inn í sérnám í heimilis- lækningum ár hvert næstu fimm ár- in. Nefnd sem skipuð var til að gera tillögur um leiðir til að efla stöðu heilsugæslunnar skilaði af sér í gær. Guðbjartur Hannesson heilbrigðis- ráðherra hefur ekki tekið afstöðu til tillagnanna. Nefndin leggur fram tíu leiðir til að efla heilsugæsluna. Meðal annars er lagt til að sjúklingum verði stýrt meira til heilsugæslunnar og að und- irbúin verði innleiðing sveigjanlegr- ar tilvísanaskyldu á næstu þremur árum. Lagt er til að skipaður verði vinnuhópur til að þróa kerfið. Heilsuverndarstarf verði eflt og skoðaðar forsendur fyrir flutningi verkefna heilsugæslunnar til sveit- arfélaganna innan fimm ára. Þurfa á öllu sínu að halda Lögð er áhersla á að heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu þurfi á öllum sínum heimilislæknum að halda. Nú starfa 12 sérfræðingar í heimilis- lækningum sjálfstætt og sinna um 22 þúsund sjúklingum. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra sagði upp samn- ingum við þessa lækna þannig að þeir falla úr gildi nú um áramótin. Nefndin leggur til að kjör sjálf- stætt starfandi heilsugæslulækna verði færð til samræmis við það sem gerist innan Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins og að gerð verði krafa um að þeir sinni forvörnum og heilsuvernd í ríkara mæli en verið hefur. Myndu þeir þá þurfa að starfa að heilsuvernd inni á heilsugæslu- stöð ákveðinn tíma í viku hverri. Heilsugæslulækn- um verði fjölgað  Samið á nýjum grundvelli við sjálfstæða Morgunblaðið/Eggert Heilsugæsla Sjúklingar eiga að leita fyrst til heilsugæslunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.