Morgunblaðið - 09.12.2010, Side 35
AF JÓLUM
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Jól, jól, skínandi skær nálgastnú óðfluga með öllum sínumhamagangi. Þessi hátíð ljóss
og friðar stendur varla undir nafni
fyrr en diskarnir eru komnir í
uppþvottavélina á aðfangadag,
þegar fullorðnir leggjast örmagna
upp í sófa og börn garga á pakka.
Nei, annars, hamaganginum lýkur
þegar börnin eru sofnuð. Hvar er
þessi margumræddi friður? Ekki er
hann í jólaauglýsingunum, jólapop-
plögunum, jólatrjáaskemmt-
ununum, jólahreingerningunum,
jólamatarinnkaupaferðum,
jólapakkainnkaupaferðum, jóla-
boðunum og öllu hinu jólaveseninu.
Friðarins verður víst að leita ann-
ars staðar á þessum myrkasta tíma
ársins, ef friður gefst til þess fyrir
öllum ófriðnum. Friðurinn kemur
jú að innan, ekki utan. Ég skil
Trölla því ágætlega að hafa stolið
jólunum, hann fékk aldrei frið fyrir
öllum jólahamaganginum! Og ég
finn til samkenndar með Skröggi,
fjárhagslegrar samkenndar
þ.e.a.s..
Ég hef aldrei verið mikið jóla-barn, a.m.k. ekki frá því ég
var barn. Jólabarn. Að vísu hafa
börnin mín breytt aðeins viðhorfi
mínu til jólanna, maður gleðst auð-
vitað yfir tilhlökkun þeirra og þeg-
ar kirkjuklukkurnar hringja á að-
fangadag og maður er nýbaðaður í
sínu fínasta pússi, þá er þetta bara
býsna huggulegt. Ég get hins vegar
ekki sagt að ég trúi því að ósýnileg,
alltumlykjandi og alvitur vera hafi
getið konu einni í Austurlöndum
barn og að hún hafi fætt það í fjár-
húsi og fengið þrjá vitringa í heim-
sókn sem rötuðu þangað út frá
stjörnuskini. Það er aðeins of æv-
intýralegt fyrir minn smekk, afsak-
ið. En ég reyni heldur ekki að telja
trúuðum trú um að þetta sé vit-
leysa, hver hefur rétt á sinni trú al-
veg eins og hver hefur rétt á sínu
trúleysi. Ég trúi samt sem áður á
það sem jólin boða, þ.e. ást og frið
meðal manna, að sýna vænt-
umþykju sína í verki. En sú trú er
að vísu öllum trúarbrögðum eldri,
að gjöra öðrum það sem þú vilt að
þeir gjöri þér o.s.frv. Því miður
finnst mér oft á tíðum að þessi
sanni tilgangur jólanna hverfi í öllu
ruglinu fyrir jólin. Áherslan virðist
öll lögð á að umgjörðin verði í lagi,
allir fái eitthvað nógu tilkomumik-
ið í jólagjöf. Jólin eru kannski hátíð
kaupmanna? Nú er þetta gömul
tugga, en gömul tugga er nú aldrei
of oft tuggin.
Ég er þó ekki algjör jólafýlu-poki (eða vonandi ekki), kann
að meta jólin í þau skipti sem þau
veita manni birtu og yl. Og þá er ég
ekki bara að tala um á aðfangadag
og jóladag, þegar maður finnur
fyrir ást og umhyggju ættingja og
vina, heldur einnig aðventuna. Fátt
er nefnilega notalegra en að
sökkva djúpt í algleymisjólasælu og
-fegurð. Það fékk ég að upplifa um
daginn þegar ég hlýddi á nokkra
unga drengi úr Drengjakór
Reykjavíkur syngja á aðventu-
tónleikum í Hallgrímskirkju. Þegar
þessar blíðu raddir fylltu hið mikla
rými fann ég friðinn, eftir langa og
þreytandi vinnuviku. Fátt er nefni-
lega fallegra en himneskur söngur
barnakórs, nema ef vera skyldi ný-
fætt barn í jötu. Sú fegurð er svo
há að maður kemst ekki yfir hana,
svo breið að maður kemst ekki í
kringum hana og svo djúp að mað-
ur kemst ekki undir hana. Gleðileg
jól.
Hátíð friðar og ófriðar
» Fátt er nefnilegafallegra en him-
neskur söngur barna-
kórs, nema ef vera
skyldi nýfætt barn í
jötu.
Fallegt Jesúbarnið friðsælt á svip í jötunni á ítölsku helgimyndakorti, ártal óþekkt sem og listamaðurinn.
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010
Sýnd kl. 6
Sýnd kl. 6
Sýnd kl. 8 og 10:10Sýnd kl. 8 og 10:10
EINN BESTI
SPENNUTRYLLIR ÁRSINS...
SEM GEFUR FYRRI
MYNDINNI EKKERT EFTIR!
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA!
HVERSU LANGTMYNDIR ÞÚ GANGA FYRIR ÞÁ SEM ÞÚ ELSKAR?
ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND
HHH
Sýnd kl. 8 og 10:30 Sýnd kl. 6
Hann leitar Hefnda
Þeirra sem sviku Hann
frábær Hasarmynd!
HHH
“Heldur manni í heljargreipum.
Ég sef með kveikt ljósin á næstunni...”
T.V. - Kvikmyndir.is
-bara lúxus
Sími 553 2075
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is
5%
Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ
FASTER kl. 8 - 10
PARANORMAL ACTIVITY 2 kl. 8 - 10
THE NEXT THREE DAYS KL. 5.45 síðasta sýning
JACKASS 3D KL. 5.45 síðasta sýning
16
16
12
12
Nánar á Miði.is
FASTER kl. 5.50 - 8 - 10.10
FASTER LÚXUS kl. 5.50 - 8 - 10.10
PARANORMAL ACTIVITY 2 kl. 5.50 - 8 - 10.10
THE NEXT THREE DAYS KL. 8 - 10.40
NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 3.50 - 6
JACKASS 3D ÓTEXTAÐ KL. 5.50 - 8 - 10.10
ARTHÚR 3 KL. 3.40
ÚTI ER ÆVINTÝRI 2 KL. 3.50
AULINN ÉG 3D ÍSL. TAL KL. 3.50
16
16
16
12
L
12
L
L
L
FASTER kl. 8 - 10.10
AGORA KL. 9
NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 6
ARTHÚR 3 KL. 6
SKYLINE KL. 8 - 10.10
UNSTOPPABLE KL. 10.10
EASY A KL. 6
YOU WILL MEET A TALL DARK STRANGER KL. 8
BRIM KL. 6
16
14
L
L
12
L
12
L
12
HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR
ÍSL. TALÍSL. TAL
EPÍSK STÓRMYND EFTIR
LEIKSTJÓRA THE OTHERS
FRÁBÆR TEIKNIMYND
FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
MEÐ ÍSLENSKU TALI
T.V. - KVIKMYNDIR.IS
Hann leitar
hefnda á þeim
sem sviku hann.
Frábær hasarmynd!
"MYND SEM HITTIR Í MARK!"
-H.H, MBL
Ástralska leikkonan Cate Blanchett
kemur til með að leika í kvikmynd-
inni The Hobbit eða Hobbitanum.
Blanchett mun leika álfkonuna Gala-
driel, sömu persónu og hún lék í
Lord of the Rings-þríleiknum. Gala-
driel er hins vegar ekki að finna í
bók J.R.R. Tolkiens, Hobbitanum.
Reuters
Álfkona Cate Blanchett.
Blanchett í
Hobbitanum
Aretha Wilson, konan sem réðst á
bandaríska leikarann Leonardo Di-
Caprio í teiti í Hollywood fyrir fimm
árum og skar hann í andlitið með
brotinni flösku, hefur verið dæmd til
tveggja ára fangelsisvistar. Sauma
þurfti 17 spor í andlit DiCaprio.
Skorinn DiCaprio varð fyrir árás.
Tveggja
ára fangelsi
Reuters